Vísir - 20.04.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 20.04.1968, Blaðsíða 16
VISIR Laugardagur 20. apríl 1968. Framkvæmda- og fjáröflunaráætlunin: 330 millj. til opinberra EINA FLÖSKU AF BEZTU TEGUND! V'msala minnkar — Vinmenning eykst 99 Að undanförnu mun áfeng- isneyzla Islendinga hafa dregizt saman, eftir fréttatil- kynningum frá hinu opinbera að dæma. Áfengi hefur hækkað allmikið að undanförnu, og vegna þess hafði blaöið sam- band við verzlunarstjórann í ÍNýborg til að spyrja hann al- mennra frétta af sölunni. Hann sagði, að talsvert minna vasri nú að gera en áður, og kenndi því um að menn hefðu yfirleitt minni peninga handa í milli en fyrr. Til marks um það sagði hann, að hér áður fyrr hefði yfirleitt verið skortur á hundraðkrónaseðlum til að nota sem skiptimynt, en nú væri það viðburður ef 1000 kr. seö- 11 sæist. Verzlunarstjórinn sagði, að brenni vín, séniver og romm væru mest seldu tegundirnar, en aftur á móti virtist það færast í vöxt, að fólk drykki vín með mat, einkum á hátíðum. Hann sagði, að það væri útbreidd ur misskilningur, að íslendingar hefðu engan vínsmekk ellegar vit á áfengi því þegar fólk keypti vín til að hafa á borðum á hátíðum væri það þezta ekki of gott, og væri greinileg breyting á vínmenn- ingu þióðarinnar til hins betra. Blaðamaður Vísis haföi samband við mann sem gjörla þekkir til þeirrar „þjónustu“ leigubílstöðva sem fólgin er í þvi að útvega mönn um flösku eftir að „ríkinu“ hefur veriö lokað. Tjáði hann blaðinu aö greinilegt væri aö lítiö væri nú af smygluðu áfengi á markaðnum, og- ennfremur að salan á áfengi eftir lokun væri varla nema helmingur af því sem verið hefði, — það borgaði sig ekki að standa í þess um fj. ... núoröið! framkvæmda Fjármálaráðherra flutti Alþingi í fyrradag skýrslu um fram- kvæmda- og fjáröflunaráætlun fyrir árið 1968 og kom þá fram, að af heildarfjáröfluninni, sem áætlað er að muni nema 575 millj- ónum króna, muni 335 milljónir króna verða af erlendum uppruna — eða um 60%. Á undanförnum árum hefur fjár til framkvæmdaáætlunarinnar fyrst og fremst verið aflað á innlendum vettvangi — með sölu verðtryggðra spariskírteina og með samningum við bankana um, að hluti innistæðuaukningar gengi til þessara þarfa - og forðast var erlendar lántökur í þessu skyni, meðan spenna ríkti í efna- hagsmálum innaniands. Vegna breytts ástands í efnabags- málum hefur innistæðuaukning minnkað í bönkum og ekki unnt að selja jafnmikið af spariskírteinum og áður og þykir því réttlætanlegt að freista þess að afla verulegs er- lends lánsfjár til framkvæmda- áætiunarinnar. Mikill hluti þess fjár, sem þann- ig er aflað, eöa um 245 millj. kr., gengur til fjárfestingarlánasjóð- anna, sem eru átta, og kemur til viðbótar þeirra eigin fé, en gert er ráð fyrir, að lánveitingar beirra á þessu ári nemi rúmum 640 milli- ónum króna, auk lána til dráttar- brautanna. Til opinberra framkvæmda er á- ætlað, að fjáröflunin nemi 330 millj. kr. og helmingurinn af þvi komi frá væntanlegum erlendurrt lánum. Fyrir þessu gerði fjármáiaráð- herra, Magnús Jónsson, grein á »-> 10. síða Pou! Reumert látinn í gær lézt tengdasonur ís- lands, Poul Reumert. Hann var 85 ára gamall og hefur átt við langa vanheilsu að stríða. Poul Reumert var kvæntur ís- lenzkri konu, Önnu Borg. Þessi mesti leikari Dana kom í síðasta sinn fram á sviði Konunglega leikhússins 31. maí í fyrra, þeg- ar hann lék Kristján 4. í tilefni af væntanlegri giftingu Margrét ar prinsessu. 27. nóvember í fyrra kom Reumert í síðasta sinn fram á leiksviði, bar sem hann tók þátt í upplestri fyrir eftirlaunasjóð danskra leikara. Þær viðtökur, sem hann hiaut við bæði bessi taíkifæri eru gott dæmi um bær tilfinningar, sem danskir leikhússunnendur báru til hans. Hann var einn mesti Ieikari Dana, og framlag hans í þágu leikhússlífs á Norðurlönd um er ómetanlegt. Poul Reumert og Anna Borg í síðustu Islandsför sinni 1962. SEXURNAR" HAFA L0KIÐSÍNU HLUTVERKIHJÁ LOFTLEIÐUi Samningar um RR-400 við Breta undirritaðir ■ DC-6B hefur lokið þjónustu sinni fyrir Loft- leiðir eftir 8 ára dygga þjónustu. Fyrir rúmri viku voru samningar undirritaðir við Breta um að Rolls-Royce vélarnar fái lendingarleyfi í London og Glasgow, — en Skandinavía opnaðist fyrir þess- um vélum fyrir rúmum mánuði, eins og kunnugt er. Frá 1. maí verða eingöngu Rolls-Royce skrúfuvélar í förum fyrir Loftleiöir í áætlunarflugi, og verður þaö aö teljast sigur og stór áfangi í sögu fyrirtækis ins og opinberra aðila, sem um málið hafa fjallað. Svigrúm fyrir Loftleiðir í Bretlandi eykst nú töluvert, t.d. geta Loftleiðir flutt 189 farþega á viku til og frá Bretlandi, en áður var sæta framboðið 127 sæti á viku Hins vegar minnkar munurinn á IATA-fargjöIdum og Loftleiða- fargjöldum nokkuð, verða nú 9% lægri frá London til New York, en 11% frá Glasgow til New York. Áður var munurinn 9,2% á sumrum, en 13% á vetr um frá London, en 11,3% og 16% frá Glasgow. Frá og með næstu mánaða- mótum verða ferðir Loftleiða 19 í hverri viku til og frá New York frá Keflavík, en 15 til Lúxembúrgar. Loftleiðir eiga nú 5 DC-6B flugvélar, en tvær hafa verið leigðar til Hollands hinar þrjár eru til sölu og standa vonir til að þær verði seldar innan skamms. Hefur m.a. heyrzt að a.m.k. ein þeirra verði seld til Chile. Rolls-Royce vélar félagsins eru nú orðnar 5 talsins. Hrey'llar „sexanna“ með sínum 2800 hestöflum hætta senn að snúast fyrir Loftleiðir. Hjón opna list- sýningu □ Hjónin Kristín og Jóhann Ey- fells opna í dag málverkasýningu í Listamannaskálanum. Sýnir Jó- hann þar veggmyndir úr alúmín, járni og kopar, en Kristín sýnir andlitsmyndir, teikningar, skissur skúlptúr og gifsmyndir. Er þetta í annað sinn sem þau hjónin halda sýningu saman á verkum sínum hér á landi, þau héldu hér sýningu saman fyrir rúmum þremur árum. Sýningin verður opin daglega til 28. apríl frá 14—22.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.