Vísir - 20.04.1968, Blaðsíða 9
V f SIR . Laugardagur 20. aprQ 1968.
lír ræðu fjárm.rúðh. um frumkvæmdu- og fjúröflunurúætlun 1968.
,Neyz!a okkar verður að færast
til samræmis við lægri tekjur"
MiBcil umskipti nú — Betri lifskjör uð þeim Boknum
□ „Við Islendingar höfum á undanförnum árum lifað eitt
mesta velgengnisskeið í sögu okkar. Þjóðarframleiðslan
óx ört og þjóðartekjurnar jukust meir en við höfðum yfirleitt
átt að venjast áður og meir en í flestum öðrum löndum á
sama tímabili. Þjóðartekjurnar á mann voru að verða á borð
við það sem bezt gerist í þeim löndum, sem lengst eru komin
á þróunarbraut, og tekjuskipting sennilega jafnari en í nokkru
öðru Iandi.“ Þannig komst fjármálaráðherra, Magnús Jónsson,
að orði í niðurlagi ræðu sinnar, þegar hann flutti Alþingi
skýrslu um framkvæmda- og fjáröflunaráætlun ársins 1968.
„Við höfðum sjálfir trú á
því, að enda þótt framfarirnar
gætu ekki alltaf orðiö eins örar
og þetta, stæði veimegunin
traustum fótum, nútima tækni
í fiskileit og við veiðar myndi
stórlega draga úr hættunni á
aflaleysi og blómlegur efnahag-
ur annarra þjóða og vaxandi al-
þjóöaviðskipti auka eftirspurn
eftir útflutningsafurðum okkar
og treysta verðlag þeirra.“
„Reynsla undanfarinna tveggja
ára hefur fært okkur heim
sanninn um það, hversu háðir
við erum enn háðir náttúruöfl-
um, sem við hvorki skiljum til
hlítar né ráðum við. Þessi tvö
ár hafa einnig fært okkur heim
sannin um það, hversu háðir
við erum efnahagsþróun í heim-
inum yfirleitt og atburðum í
hinum fjarlægustu löndum, og
sýnt okkur, hversu langt það á
í land, þrátt fyrir þær. miklu
framfarir, sem orðið hafa í
þessu efni, að þjóðir heimsins
hafi náð fullu valdi á stjórn
efnahagsmála sinna og þróað
með sér þá samvinnu, sem geti
komið í veg fyrir alvarlegar
truflanir alþjóðaviðskipta.
Eins og nú horfir við, verð-
um við að gera ráð fyrir áfram-
haldandi erfiðleikum á útflutn-
ingsmörkuðum og megum ekki
búast við skjótum bata afla-
bragða. Viö veröum með öðrum
orðum að búa okkur undir, að
núverandi aöstæður í efnahags-
málum muni haldast um nokkurt
skeið og geti jafnvel enn farið
versnandi, að minnsta kosti í
súmum atriðum. Þetta felur í
sér, að við komumst ekki hjá
því aö laga líf okkar aö nýjum
aðstæðum, að neyzla okkar
sem einstaklinga og sem sam-
félagsþegna verður að færast
til samræmis við lægri tekjur
og framkvæmdir til samræmis
við minnkaðan sparnaö. Þetta
eru mikil umskipti, og meiri en
nokkur nágrannaþjóð okkar
mun þurfa að þola, og eiga
þær þó mqrgar við mikla erfið-
leika að etja. Þessi umskipti
veröa síður en svo sársauka-
laus, en þau eru þó ekki stór-
vægilegri en svo, að við munum
að þeim loknum geta lifað við
betri lífskjör en við höfum
nokkru sinni áður notið þar til
fyrir tveimur til þremur árum
síðan og haldið uppi meiri
framkvæmd.um í landinu en við
nokkru sinni .höfðum áður gert
að allra síðustu árum undan-
teknum."
Fjármunamyndun
á árinu 1968
Ráðherrann helgaði löngum
kafla ræðu sinnar fjármuna-
myndun ársins 1968, eins og
hún er áætluð, og fer hann orð-
rétt hér á eftir:
í því yfirliti, sem ég gaf hér
að framan um viðhorfin í efna-
hagsmálum á árinu 1968, lýsti
ég því, hvernig nauðsynleg að-
lögun þjóðarbúskaparins að
nýjum og erfiöum aðstæðum
hlyti aö eiga sér stað með
minnkun á ráðstöfun verömæta,
þ.e.a.s. fyrst og fremst meö
minnkun á 'neyzlu og fjárfest-
ingu. Þessi aðlögun hefur ekki
hafizt af alvöru fyrr en á þessu
ári, og svo framarlega, sem
ekki verður von bráðar mikil
breyting til hins betra á afla-
brögðum og útflutningsverðlagi,
sem engar líkur benda til, verð-
ur að gera ráð fyrir, að hún
standi um nokkurra ára skeiö.
Eins og ég hefi lýst hér að
framan, hlýtur það að vera
stefna stjórnarvalda við þessar
aðstæður, að stuðla aö því, aö
þessi samdráttur eigi sér stað,
án þess að til atvinnuleysis
komi og án þess að þær fram-
kvæmdir stöðvist eöa tefjist,
sem mesta þýðingu hafa fyrir
framtíöarþróun þjóöarbúskap-
arins og velferð almennings. Að
þessu hefur verið stefnt í und-
irbúningi þeirrar framkvæmda-
og fjáröflunaráætlunar ársins,
sem ég hefi lýst hér aö framan,
með því að stuðla að því meö
lánsfjáröflun, að þeir fjárfest-
ingarlánasjóðir, sem styðja fjár-
munamyndun í atvinnuvegum
og íbúöarhúsabyggingum, geti
haldið áfram starfsemi sinni af
fullum krafti og þannig að
nokkru vegið á móti áhrifum
hinna miklu fjárhagsörðuglelka
atvinnuveganna. Að þessu hef-
ur einnig verið stefnt meö auk-
inni lánsfjáröflun til opinberra
framkvæmda, þannig að erfiöur
fjárhagur ríkissjóðs og aukinn
stuðningur hans við atvinnu-
vegina hafi ekki þurft aö leiða
til mikillar lækkunar verklegra
framkvæmda. Þrátt fyrir þetta
mun að sjálfsögöu eiga sér stað
veruleg minnkun fjármuna-
myndunar á þessu ári, enda er
slík minnkun forsenda þess að
takast megi að draga úr hinum
mikla halla greiðslujafnaðarins
og eyðingu gjaldeyrisforöans.
Ég mun nú gera nokkra grein
fyrir þeirri þróun fjármuna-
myndunar í einstökum atriðum,
sem búast má við á árinu. Að
því er bæði atvinnuvegina og
íbúðarhúsabyggingar snertir, er
hér að sjálfsögðu um verulega
óvissu að ræða, og gildir þetta
raunar einnig um opinberar
framkvæmdir, að því leyti sem
þær eru komnar undir ákvörð-
unum og eigin fjáröfiun sveitar-
féiaga. Eigi að síður má gera
ráð fyrir, að þær áætlanir, sem
um fjármunamyndunina eru
gerðar. sýni í aðalatriðum þá
þróun. sem muni eiga sér stað,
og hefur sú verið reynslan á
undanförnum árum.
Magnús Jónsson fjármálaráðherra.
Heildarfjármuna-
myndunin
Gert er ráð fyrir, að fjár-
munamyndunin í heild muni á
árinu 1968 nema rúmum 7.600
m.kr., samanborið við tæpar
7,900 m. kr. á árinu 1967. Er
þetta hvort tveggja reiknað á
verðlagi ársins 1967. Myndi hér
vera um 3% minnkun að ræða
um það bil. Eigi aö síður myndi
þessi fjármunamyndun vera
meiri en á nokkru ári öðru, að
árinu 1967 einu undanskildu,
og myndi nema mjög svipuðu
hlutfalli af þjóðarframleiðslu og
á því ári, eða rétt um 33%. Að
sjálfsögðu er þessi þróun fjár-
munamyndunar mjög undir á-
hrifum aukningar framkvæmda
við Búrfell og í Straumsvík.
Fyrir utan þær framkvæmdir
er gert ráö fyrir fjármunamynd-
un að upphæð rúmlega 6.000
m. kr. samanborið við rúmlega
7.100 m. kr. á árinu 1967, hvort
tveggja á verölagi þess árs.
Mundi hér vera um 15% lækk-
un að ræða um þaö bil. Miðað
við þjóðarframleiðslu myndi
lækkunin veröa úr 30% um það
bil á árinu 1967 í 26% á árinu
1968. Þrátt fyrir minnkunina,
myndi hér verða um að ræða
meiri fjármunamyndun, fyrir
utan framkvæmdirnar við Búr-
fell og í Straumsvík, en nokkru
sinni áður, að hinu mikla fjár-
festingarskeiði 1964 til 1967
undanskildu.
Eins og við er að búast, mun
minnkun fjármunamyndunar
verða mest í atvinnuvegunum.
Þar hefur aukningin verið örust
á undanförnum árum. þar er
lokið ýmsum þeim verkefnum,
sem fjármunamyndunin hefur
beinzt að um skeið, og þar hef-
ur hin óhagstæða þróun efna-
hagsmála skapað fjárhagsörð-
ugleika og óvissu um framtíðar-
horfur, sem hljóta að draga
mjög úr viðleitni til fjármuna-
myndunar. Mest mun lækkunin
verða í kaupum fiskiskipa og f
kaupum ýmissa véla og tækja,
en einmitt þessi kaup hafa ver-
ið gífurlega mikil á undan-
förnum árum og þó allra mest
á árinu 1967. Einnig má gera
ráð fyrir, að nokkur minnkun
fjármunamyndunar eigi sér
staö í landbúnaöi, í vinnslu
sjávarafurða, f iðnaði, séu fram-
kvæmdir vjð álbræðsluna ekki
taldar með, og í verzlun. Þrátt
fyrir þá minnkun, sem hér er
gert ráð fyrir, myndi fjármuna-
myndun í atvinnuvegunum, að
undantekinni fjármunamyndun í
álbræöslunni. vera meiri en
hún hefur nokkru sinni verið
hér á landi, að undanteknu
tímabilinu 1963—1967, sem
sker sig úr m einstaklega háa
fjármunamyndun á þessu sviði.
Fjárfestingin illa
undirhúin
Þýðingarmikiö er, að það lát,
sem nú hlýtur aö verða um
skeið á örri uppbyggingu at-
vinnuveganna, sé af hálfu þeirra
sjálfra og af hálfu þeirra opin-
beru aöila, sem hér koma við
sögu, notað ti! aö búa sem bezt
f haginn fyrir nýtt uppbygging-
artfmabil. Það hefur komið í
ljós, að talsverður hluti þeirrar
‘ fjárfestingar, sem framkvæmd
hefur verið í atvinnuvegunum
á undanförnum árum, hefur
ekki verið eins vel undirbúinn
og ekki eins vel ráðinn og æski-
legt heföi verið. Þessi fjárfest-
ing ber einnig vott um þröngan
sjóndeildarhring þeirra, sem um
fjárfestingarákvarðanir fjalla,
er kemur fram f rfkri tilhneig-
ingu til þess að margir aöilar
ráðist f sams konar trafn-
kvæmdir á sama tíma. Fyrir-
tæki ættu að geta náð betri ár-
angri í þessu efni en hingað til
með því að temja sér vandlegri
undirbúning verka og beita
strangara arðsemismati en þau
hafa gert. 1 þessu efni ber bönk-
um og fjárfestingarlánasjóðum
að veita þeim aðstoð og aðhald.
Aukin áætlunargerð á sviði at-
vinnuveganna í samvinnu milli
þeirra eigin samtaka og opin-
berra aðila gæti hér einnig orð-
ið að liði.
íbúðarhúsa-
byggingar
Gert er ráð fyrir, aö íbúðar-
húsabyggingar verði á árinu
1968 mjög svipaðar því, sem
þær hafa verið á árinu 1967. Er
búizt við fjármunamyndun að
upphæö 1800 m. kr. miðað við
verðlag ársins 1967, en 2000 m.
kr. miðað við verðlag ársins
1968. Mundi þetta fela í sér um
5% minnkun fjármunamyndun-
ar í íbúðarhúsabyggingum frá
metárinu 1967, en þá er fjár-
munamyndun talin 1900 m. kr.
á verðlagi þess árs. Að sjálf-
sögðu er þó þessi tala verulegri
óvissu undirorpin, enda þótt
mikill stuðningur komi til íbúð-
arhúsabygginga gegnum starf-
semi opinberra sjóöa.
Ibúðarhúsabyggingar hafa á
undanförnum árum verið rífleg-
ar miðað viö áætlaöar þarfir og
mun svo enn verða á þessu ári.
Efnahagsstofnunin hefur áætlað
íbúðaþörfina um 1600 íbúðir
áriö 1967, 1700 hvort áranna
1968 og 1969 og 1800 hvort ár-
anna 1970 og 1971. I reynd er
talið, að fjármunamyndun, um-
reiknuð í fullgeröar íbúöir, hafi
verið um 1800 árið 1966 og
1900 áriö 1967, og muni veröa
um 1800 á árinu 1968. íbúðar-
húsabyggingar á árunum 1966
—1968 eru því nær því að sam-
svara þörfum áranna 1970 og
1971 en þessara ára sjálfra.
Tala fullgerðra íbúða hefur ver-
ið lítið eitt lægri en þetta, eða
um 1700 á árinu 1966. tæpar
1800 á árinu 1967 og er áætluð
1700 á árinu 1968.
F j ármunamy ndun
hins opinbera
Gert er ráð fyrir, að á árinu
1968 muni fjármunamyndun í
byggingum og mannvirkjum
hins opinbera aukast úr 2490
m. kr. í 2750 m. kr., hvort
tveggja reiknað á verðlagi árs-
ins 1967, eða um 10% um það
bil. Stafar þessi aukning af
væntanlegri aukningu fram-
kvæmda við Búrfellsvirkiun og
Straumsvíkurhöfn um 465 m.
kr. Aftur á móti er gert ráð
fyrir því. að aðrar opinberar
framkvæmdir muni dragast sam-
an um 205 m. kr., eða sem næst
10%. Þrátt fyrir þetta mundi
fjármunamyndun í byggingum
og mannvirkjum hins opinbera,
að undanteknum framkvæmdum
við Búrfellsvirkjun og Straums-
víkurhöfn, vera meiri en hún
hefur nokkru sinni verið áður,
miðað við fast verðlag, að und-
anteknum árunum 1966 og
1967. Sú minnkun framkvæmda,
sem hér um ræðir. mun fyrst
og fremst eiga sér stað f vega-
og brúagerö hafnargerð. flug-
vallargerð og f framkvæmdum
pósts og síma. Aftur á móti er
ekki gerf ráð fyrir. að nain
minnkun eigi sér stað í skcra-
byggingum, og nokkur aukning
mun verða í hita- og vatnsveitu-
framkvæmdum.