Vísir


Vísir - 06.05.1968, Qupperneq 9

Vísir - 06.05.1968, Qupperneq 9
V í SIR . Mánudagur 6. maf 1968. 9 „Mjólkursölumálin þarf að færa í annan far- veg en þau hafa verið í undanfarin 35 ár" — sogð/ Sigurður Magnússon, framkvæmdastjóri Kaupmannasamfakanna i viðtali við Visi □ Fá mál eru oftar rædd meðal neytenda en mjólkursölumálin, og í lesendadálkum blaðanna eru þau algengasta umræðuefnið. Þetta á ekki aðeins við í Reykjavík heldur um land allt, eins og sjá má af því, að nú stendur ýfir „mjólkurstríð“ í Ólaf sfirði. □ Þar hefur að undanf ömu verið deilt vegna þess að verzlunin Valberg hf. hefur viljað hafa mjólk á boðstólum fyrir viðskiptavini sína, en þar hefur Mjólkursamlag Kaupfélags Ólafsfjarðar verið Þrándur í Götu. \7alberg leitaöi þess vegna til Akureyrar og flutti þaöan mjólk, sem síðan var höfö til sölu í verzluninni. Út af þessu hefur veriö lögð fram kæra, þar sem óheimilt er samkvæmt 22. grein laga um Framleiðsluráð landbúnaöarins aö flytja mjólk milli sölusvæða. Þetta mál er nú hjá bæjarfógeta á Ólafsfirði. Vegna þessa sneri blaðið sér til Sigurðar Magnússonar, fram- kv.stj. Kaupmannasamtakanna, til þess að ræöa við hann um mjólkursölumál almennt. „Kaupmannasamtökin hafa á- huga á þv£ að flytja mjólkur- sölumálin í annan farveg en verið hefur undanfarin 35 ár,“ sagði Sigurður Magnússon, þeg- ar tíðindamaöur blaðsins hitti hann að máli á skrifstofu sam- takanna. „Fyrir ári gerðu kaupmanna- samtökin ályktun, sem beint var til Framleiösluráðs landbúnaðar ins,' um að það geröi kaupmönn um kleift að selja og hafa á boðstólum mjólk og því um líkt.Ástæöan fyrir þessu er fyrst og fremst sú, að húsmæöur eru mjög óánægöar yfir því, að ekki skuli vera hægt að fá mjólk heimsenda eins og annan nauð- synjavarning, síöan tekinn var upp sá háttur að setja mjólk í nýtízku umbúðir, þannig að geymsluþol hennar er orðið á við aðra vöru.“ „Hvað kemur helzt í veg fyr- ir að kaupmenn fái þessari kröfu sinni framgengt?" „Það er nú svo að þeir sem ráða þessum málum mismuna aðilum herfilega í sambandi við sölu mjólkur. Landinu er skipt í mjólkursölusvæði og óheimilt er að flytja mjólk, rjóma og skyr milli þessara svæða til þess að selja, þannig aö óheimilt er til dæmis verzlun í Ólafsfirði að kaupa mjólk frá Akureyri til þess að hafa á boðstólum fyrir viðskiptavini sína í Ólafs- firði." „Kaupmenn eru væntanlega Sigurður Magnússon óánægðir meö þetta fyrirkomu- lag?“ „Já, eins og gefur að skllja viljum við að jafnrétti sé ríkj- andi í sambandi við viöskipta- lega aöstöðu, svo að hver og einn sem uppfyllir þær kröfur, sem geröar eru af heilbrigðis- yfirvöldunum á hverjum stað, geti fengið að selja mjólk. Það er þjónusta, sem margir1 Ivið- skiptavinir hafa farið fram á viö kaupmenn sína, og ’ þaö mundi spara mönnum snún- inga“. ' s MIKIÐ ORYGGI AÐ BEYGJULJÓSSJM * Rætt við Gest Ólafsson i Bifreiðaeftirliti rikisins Tú, þessi beygjuljós eru áreið- " anlega góð. Það fylgir þeim aukið öryggi. Ljósgeislinn, þeg- ar hann vísar til hliðar f beygj- unni. víkkar sjónhring öku- mannsins. — sagði Gestur Ól- afsson, forstöðumaður Bifreiða- eftirlits ríkisins, ( spjalli viö Vísi. Blaðið spurði hann álits á þessum nýja ljósabúnaði, sem lesendum Vísis hefur áður ver- iö kynntur á tæknisíðu blaðsins, og almennur áhugi hefur vakn- aö fyrir. „Til skamms tíma hefur þó ekkert ákvæði verið um þau I reglugerð okkar. Þetta er svo til alveg nýtt af nálinni, en nú nýlega hefur verið tekin af- staða til þeirra og fyrsti bíll- inn með þessúm útbúnaði er nú kominn' á götúna. eftir að hafa fariö ; gegnurr skoðun.“ „Þ r eru nú orðnar svo ör- ar, breytingarnar og nýjungarn ar við ökutæki, Gestur. Er ekki orðið erfitt að fylgjast meö beim öllurn?" „Víst eru margar nýjungar og örar, en við reynum eftir beztu getu að fylgjast með. Viö erum t. d. í nánu sambandi við kollega okkar í nágrannalönd- unum, sem senda okkur gjarnan ýmsar upplýsingar varðandi nýjungar og nýjar gerðir öku- tækja. — Hvað séu veikir blett- ir í þeim og hvað sé aftur á móti gott frá öryggislegu sjón- armiði séð. Annars eiga innflytjendurnir, samkvæmt 16. gr. umferðalag- anna, að senda okkur nákvæma lýsingu og myndir áf nýjum gerðum skráningarskyldra öku- tækja, feem þeir hyggjast flytja inn í landið. Heföi það veriö gert til dæm- is strax og beygjuljósin komu fram — að innflytjendur bif- reiða með slíkum útbúnaði hefðu sent okkur strax grein- argerð um þau — þá hefði fyrir löngu legið eitthvað á- kveðið fyrir um bessa nýjung. Við höfðum ekki fengiö neitt slíkt, þegar bíleigandinn kom með fyrsta bílinn með þessari nýjung til skoöunar, og urðum aö byrja á því að afla okkur þeirra gagna. Fyrst urðum viö að snúa okkur til okkar yfir- valds, sem er umferöarlaga nefnd. og svo framvegis, sem olli töfum, en framvegis verð- ur þetta svo í pottinn búið. að við sjálfir í eftirlitinu megum Gestur Ólafsson úrskurða löglegan útbúnað ■ á ökutækjum, sem eru jafnj ó- tvíræöur öryggisauki, eins , og t. d. beygjuljósin. 1 Það fer ekki milli mála, að þau eru til mikilla bóta á okkar krókóttu vegum.“ „Hvaö þá um „blikk“-útbún- aðinn, sem komið var fyrir i mörgum amerískum bifreiöum, þannig að stööuljósin blikka, þegar ökumaðurinn kveikir á þar til gerðum ljósrofa inni í bílnum? Er sá útbúnaður ekki jafngóður og þessi glithyrnings- merki, sem mælt er með?“ „Það er vafalaust öryggi að því. Þegar menn verða að nema staðar á óupplýstum vegum vegna sprungins hjólbarða eða vélarbilunar, þá er fyrirhafnar- minna að kveikja á ljósrofa inni í bílnum, heldur en koma glit- hymingnum fyrir. Þetta blikk- ar eins og neyðarljós og sést langt að. Jú, víst er öryggi aö því, en það er bara möguleiki á því, að menn misnoti þetta og aki meö þessum blikkandi ljósum, því... jú, bílar með blikkandi rauöum ljósum njóta ýmissa forréttinda í umferðinni. En þetta þykir eins og beygju ljósin augljós öryggisauki og þetta hefur verið leyft nú. Að vísu höfum við hleypt þeim i gegn, þegar þannig útbúnir bíl- ar hafa komið í skoðun til okk- ar.“ „Nú stendur yfir hjá ykkur hin árlega skylduskoðun bif- reiða. Hvernig hefur hún geng- ið?“ „Hún hefur gengið sinn gang. Viö erum búnir að skoöa núna 3000 bíla. Dagleg afköst hjá okkur eru 150 bílar á dag, eins og í fyrra. Viö getum ekki auk- ið afköst okkar meira hérna. Það er svo þröngt um okkur." „Er þróunin jákvæð í þessa átt?“ „Hún hefur verið það í seinni tíð, til dæmis stóð „mjólkur- stríö" á Húsavík, en því er nú lokið, þannig að verzlanir þar selja nú mjólk eins og aðra vöru. Á Sauðárkróki er nú einn- ig ósamlyndi út af þessu máli, þar eð mjólkursamlög* víðast hvar hafa mjólk til sölu aðeins I kaupfélagsverzlunum. Þetta helzt mönnum uppi vegna þess, hversu mikil nauösynjavara mjólk er, þrátt fyrir að ótelj- andi tilmæli hafi borizt verzl- ununum um að selja heimilun- um mjólk. Ég hef átt tal við ýmsa fram ámenn um þessi mál, og þeir hafa látiö í Ijós vaxandi skiln- ing á því, að framkvæmd mjólk- ursölu þarfnist mjög endurskoð- unar.“ „Hvernig er þessum málum háttað í öðrum löndum?" „T. d. í Danmörku var ástand ið svipað þangað til fyrir um það bil ári, en þá var rofið skarö í þetta gamla skipulag, og nú er mjólk til sölu í flest- um nýtízkulegum verzlunum, sem hafa kæliaðstöðu eða tök á því að varðveita vöruna ó- skemmda. Ég Vil ekki trúa því að ó- reyndu, að menn gangi fram- hjá því sjónarmiði, að sjálfsagt sé að taka hér upp nýtízku söluaðferðir og leggja niður gamla og óþjála hætti, sem bera keim af einokun, sem ekki er samboöin landi þar sem frjáls verzlun á aö ríkja." ÍIIW:| nokkra eldri bifreiöastjóra: „Ætlið þér að hætta akstri eftir hægri breytinguna?" Magnús Skaftfjeld, Skóla- vörðustíg 28, 74 ára bílstjóri hjá Hreyfli: „Nei, ekki aldeilis! Það er ekkert verra að aka á hægri kanti, en vinstri. Ætli maður sulli sér ekki. í þetta, fyrst farið var út í þessa vit- leysu á annað borð.“ Magnús Ólafsson, Stórholti 35, 80 ára bílstjóri hjá BSR: „Nei, ekki ég. Ég verð búinn að fá mér nýjan bíl þá, svo það má sjá, aö ég er ekki í neinum slíkum hugleiðingum." Sveinn Jónsson, Hæöargarði 26, 76 ára bílstjóri hjá BSR: „Nei, ég hef ekki hugsað mér þaö. Viljandi hætti ég ekki, enda erum viö ekkert verri þess ir eldri til þess að aka eftir svona breytingu. Við sem alltaf erum meö bíl í höndunum." Ólafur Einarsson, Laugarnes- vegi 58, 81 árs bílstjóri hjá Hreyfli: „Ekki hef ég hugsað mér það. Ætli maður reyni ekki að gutla þetta eitthvað áfram.“

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.