Vísir - 07.05.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 07.05.1968, Blaðsíða 9
TÍSIR . Þriðjudagur 7. maí 1968. VIÐTAL DAGSINS er við Grím Jónsson frn Súðnvík TTinn brúnamikli Vestfjarða- A skagi rís viða hátt og skýlir flatneskju suðlægari sveita. Ó- víða er þar löng skipgata, enda glíman við hafið veriö undir- staða lífsuppeldis fólksins þar, framan Ur öldum. Ýmsir þeir, sem hátt ber yfir fjöldann og eru i fáu meöalmenn hafa þar búsetu og svo hefur jafnan ver- ið. Ógjamt er þó þessu fólki að hreykja sér eöa láta mikið yfir eigin verðleikum. Hitt er sönnu nær, að eins og menn komast ekki hjá því að sjá tind- inn þannig hefur manndómur þess orðið öllum ljós. Xj’inn þeirra, sem um áratugi var atkvæða- og athafna- maður f vestfirzkum byggðum,' er Grímur Jónsson frá Súða- vík. Enda þótt flestir kunni nokkur skil á þessum mannij hef ég beðið hann að draga upp stutta svipmynd viðburðaríkrar ævi, mætti vel svo fara að ein- hver, sem nú vex ungur til manns, gæti þar nokkuð af lært. Ég hitti Grím, þar sem hann er að starfi sínu sem vöku- maður hjá Eimskipafélagi Is- lands við Reykjavíkurhöfn. Áð- ur en hann hefur mál sitt, er hlustað í hljóðri andakt á lest- ur Passíusálma, sem einmitt á þessari kvöldstund berast á öld- um Ijósvakans um byggðir og borg. Og ég kemst ekki hjá því að hrffast af þeim hugblæ, sem einkennir svip þessa aldna eljumanns. Það er sem hann Iúti orðsins mætti. — Tá, góði minn, eftir því sem ” árin færast yfir mig finn ég betur og kann að meta handleiðslu almættisins. Meðan maður var yngri og stóð mitt f dagsins önn var þetta viðhorf ekki ætíð jafn huglægt. Ég skal svo fyrst segja þér þau deili á mér, að foreldrar mínir voru Jón Valgeir Her- mannsson, fæddur í Grunnavík, og kona hans, Guðrún Jóhann- esdóttir. Hún var uppeldisdóttir Gríms Jónssonar. sem þá bjó í Skjaldarbjamarvík f Stranda- sýslu. Þar kynntust foreldrar mínir. Faðí’- minn var sjósókn- ari og lét byggja sér áttæring, er hann kallaði Skialdarbjörn. Minnstu munaði að á þvf skipi færi hann sína síðustu för. Bú- ið var að bera á farminn, þar á meöal 60 föt af lýsi og margs konar landvöru, þvi fyrirhuguð var verzlunarferð Móðir mín varð itthvað síðbúin með út- búnað allan sem henni bezt lík- aði og mun þar af hafa orsak- azt hálftíma töf. En þar við skipti sköpum, því vfir skall hið mesta foraðsveður. svo að ófær varð sjór. I því veðri fórst á Húnaflóa Þorsteinn frá Kiör- vogi, mætur riaður og forspár. svo sem sögur herma. En þarna sem skip föður míns lá hlekkjað við klappirnar. lið- aðist þaö um hálsþóftu og fór farmurinn f sjóinn. Jjetta var mikiö efnalegt áfall. Nokkru síðar. Ifklega árið eftir, t'luttu svo foreldrar mínir byggð sína að Bæ 1 Steingríms- firði. Þar fæddist ég 5. apríi 1885 og veitti mér þá fvrstu umsjá Guöbiörg Torfadóttir al- bingismanns á Kleifum. Hún var kona Eymundar Guðbrandsson- ar og ljósmóðir sveitarinnar. í Bæ vegnaði föður mínum miður, varð fyrir skepnuskaöa og ýmsum fleiri óhöppum. Flyt- ur hann því að Kleifum og mun hafa búið þar við betri kost eitt ár. Þetta var um það leyti sem margir fóru héðan vestur um haf. Ameríku„agentar“ voru ósporlatir um byggðir til að gera fólki ljósa alla þá kosti, sem það land byði hverjum þeim er þangað legði leiö sína. Þar sem komið var nokkurt rótleysi á foreldra mína og bú- setan f Steingrímsfirði ekki reynzt happasæl, hugðust þau hverfa að nýju ráöi og freista gæfunnar vestan hafs. ÖIl fjölskyldan tók sér svo far með skipi til ísafjarðar, en þar skyldi stigið um borð í Am- eríkufarið. Þá bjó í Æöey bóndi, er Ros- enkar hét. Hjá honum hafði fað- ir minn verið á yngri árum, og bauð hann honum þvf að koma inn eftir með fjölskylduna og bíða þar byrjar. en áætlað var að skipskoman mundi dragast í viku. Þama dvöldum við svo við alúð og mikla rausn hús- bænda og heimilisfólks. Frekar mun Rosenkar hafa latt föður minn fararinnar. En nú skeður tvennt samtfmis, að illa viðrar og Þorsteinn bróðir minn, þá á fyrsta ári, verður veikur. Móð- ir mfn vill ekki fara án hans „En um það, sem vii, komum inn móts við Arnarnesið, siglir Ameríkufarið út. Þar með var hugleiðingum um vest- urförina lokið.“ Með hjálp Jóns Auðuns tókst þó þetta. Þorvaldur sparisjóðsstjóri sagði að lokum: „Getum við þetta, Jón?“ Jú, þeir gátu það. — þá er komið aö Súðavík? — Já, ég byrjaði á fevl að reyna að komast yfir 5 tonna vélbát. Áður hafði ég tekið að mér umboð fyrir olíufélagið D.T.P.A. Það hafði skonnortu til flutninga og fékk ég leyfi til að ráðstafa henni á smástaðina. Þetta var ekki vel séð af ís- firzku kaupmönnunum. og kærðu þeir til forstjóra félags- ins of lágt olíuverð. Þegar ég svo leitaði eftir 500 króna láni til bátakaupanna hjá verzlun Áma Jónssonar fékk ég hreint afsvar. Forstjóri olíufélagsins kom með Ceres til ísafjaröar, kall- aði mig á sinn fund og skyldi ég gera grein fyrir framkvæmd minni í olíumálinu. Skýröi ég fyrir hönum nauðsyn mína á þvf að hafa áreiöanlega viðskipta- menn, en til þess að það gæti' orðið yrðu þeir að sjá sér hag í að verzla við mig. Þetta fór svo þannig, að ég fékk einn- ig smurolíuumboð og auk þess leyfi til að skulda félaginu 2000 krónur. Varð þetta mitt fyrsta rekstursfé. — Hvemig breytingum tók svo lífiö í Álftafirði? — Atvinnan jókst tæki urðu fullkomnari, menn höfðu nóg að bíta og brenna, lífiö varð litríkara og bjartsýni ein- kenndi framkvæmdir fólksins. Um það leyti sem H. P. Duus hóf síldarútgerð á Hattareyri, starfaði þar úrvalsmaður Krist- inn Magnússon skipstjóri frá „Ég hef séð handíeiðshi guðs í öllu sem fram við mig hefur komið og tefst því ferðin in'n til ísa- fjarðar um tvo daga. En um þaö sem við komum inn móts við Arn .mesið, siglir Ameríku- farið út. Þar með var hugleiö- ingum um vesturförina lokið. Sannaðist hér sem oft fyrr og síðar, að enginn ræður sínum næturstað. 'T'vö árin næstu áttu foreldrar mínir heimili á íslandi, og var faðir minn þá formaður á útvegi Skúla Thoroddsen sýslu- manns Reyndist hann föður mfnum hollur ráðgjafi f ýmsum málum. Að bessum árum liðnum var haldið til Súðavíkur. Eignaðist faðir minn þar fyrst þrjú hundr- uð jarðarinnar en síðar önnur þrjú. Öll var Súðavík átján hundruð að fornu mati. Lengst af síðan fram til ársins 1951 lágu spor mín og athafnasvið á bessum slóðum. Og hugöist ég þar beinin bera, þótt ég vegna heilsubrests yrði að hverfa þaðan — og get nú sagt að sú s ;ðs ráðstöfun hafi snúizt mér til gæfu. — Hvemig var þá um að iit- ast i Súöavík? — Þar voru aðeins bænda- býli fremur smá. ræktun litil og byggingar f gömlum stfl. Fólkið sem jarðnæði hafði varð að styðjast við sjávargagn. Ein- göngu var þá um árabáta að ræða og ekki hægt að tala um neina eiginlega þorpsmyndun. Faðir minn átti stundum tvo til brjá báta og fékk til útróðr- armenn, venjulega norðan frá Steingrímsfirði — var þá oft mannmargt heima. Mfn uppvaxt arár liöu við venjulega heimil- ishætti þeirra tfma og störf. Ég fór f Möðruvallaskóla og útskrifaðist þaðan voriö sem skólinn brann. Vetur næstan þar á eftir var ég kennari í Súöa vík. en hafði ekki hug á því starfi og réðist til sjóróðra. Eina vetrarvertíð var ég í Bolungar- vík á bát, sem Hugi hét — sex- æringur — þá var þar einnig háseti, Loftur Guðmundsson frá Eyjum f Bjamarfirði. Þennan vetur gerð: aftakaveöur og fór- ust þá fleiri skip. Við náðum landi á Mölunum og hafði þá Loftu: tekið við stjórninni, en hann töldum við færastan f þvi sæti, þegar á reyndi. Hann var afburða sjómaður. ^rið 1905 fór ég svo í Verzl- unarskólann og lauk þar námi að tveim árum liönum. Starfaði é - á því tímabili viö verzlun Brynjólfs Bjamasonar, og átti von á vinsamlegri sam- skiptum en raun varð á. Frú Helga Tómasdóttir, kona Ede- lons Grímssonar skipstjóra var mér þá mikil drengskaparmann- eskja^ Að loknu prófi réðist ég til Péturs Oddssonar í Bolungarvík en fór svo aö ári liðnu til Guð- mundar Sveinssonar og var þar fram til 1913, að ég fór heim til Súðavíkur og byrjaði að pota sjálfur. Þaö þættu sjálfsagt tíðindi i dag, að með samþykki hús- bónda míns, kaupmannsins Guð- mundar Sveinssonar, tók ég að mér, ásamt öðrum manni, að veita forstöðu pöntunarfélagi i Hnífsdal, og þá ekki sföur hitt, að allir kaupmennirnir á staðn- um urðu bátttakendur. Forystu- rr-’in í félagsskapnum voru þeir heimabæjarbræður. Nú skorti okkur rekstursfé, og gerðust þá allir kaupmenn og fif”erðarmenn á staðnum á- byrgðarmenn fyrir tíu þúsund króna láni. Þá var enginn banki á tsafirði, aðeins sparisjóður. Honum veitti forstöð Þorvaldur Jónsson, en gjaldkeri var Jón Auðuns. — En þá. kom annað í spilið, hvorki ég né samstarfs- maður minn vorum myndugir. Engey. Hann stjómaði sfðar fyrir mig 45 tonna bát, sem ég keypti til að vera f flutning- um milli Álftafjarðar og Djúpa- víkur, en þar hafði ég leigða aðstöðu til síldarreksturs ð tfmabili. Lofa ég mjög öll sam- skipti við Kristin, þann ágæta mann. Þú hefur nú í stórum dráttum heyrt hvemig ég undirbyggði lffsstarf mitt. Ég hef séð Súða- vík vaxa og verða blómlega byggð þar sem athafnasömu fólki líður vel. Ég ann minni heimabyggð og vona að verk mín hafi orðið þar til nytja. Má vera að sfðar komi sú hugs- un betur f Ijós. Mér er ljðst að jarðnesk verðmæti flyt ég ekki með mér yfir landamæri lffs og dauða. — Ég hef séð handleiðslu guðs f öllu þvf sem fram við mig hefur komið. Þ, M» ☆

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.