Vísir - 07.05.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 07.05.1968, Blaðsíða 10
10 VlSIR . Þriðjudagur 7. maí 1968. ———B—BPMMWK!WataWi—— Þrjár sjóflugvélar á Reykjavíkurflugvelli Eftir aö hótelið á Keflavíkur- flugvelli var lagt niður og Loft- leiðahóteliö tekið til starfa, hefur það sífellt ágerzt að flug- vélar í ferjuflugi milli Evrópu og Bandaríkjanna og Kanada lendi á Reykjavíkurflugvelli til að taka eldsneyti og flugáhafn- irnar taki sér hvíld. Afleiðingin er sú að margar sérkennilegar flugvélar koina nú orðið á Reykjavíkurflugvöll. Sjó flugvélar, sem'voru orðnar sjald gæf sjón, eru nú að verða al- gengir gestir. / Sjóflugvélarnar þrjár á mynd inni eru kanadískar af Otter- gerð. — Þær voru á leið vestur um haf til Kanada, en stöldruöu hér við í nótt. Kanadamenn nota sjóflugvél- ar mikið til að ier.da á vötnum, sem eru fleiri í Kanada en nokk ur hefur getað talið hingað til. Á fundinum hér í Reykjavík munu mörg mál verða rædd m. a. verður rætt um aðgerðir til tak- mörkunar á veiðum, þar sem þess er talin þörf. Kemur þá m. a. til- laga fyrir fundinn frá íslandi, sem fyrst var lögð fram á 5. fundi nefnd arinnar í París í fyrra og fjallar um lokun hafsvæða út af Norðaustur- landi fyrir togveiðum nokkurn hluta ársins, í því skyni að vernda ungfiskinn á þessum slóðum. Var tillaga þessi rædd á sérstökum undirnefndarfundi hér f Reykjavík í janúar s.i. og hafa vísindamenn síöan fjallaö um hana. Munu þeir skila álitsgjörð sinni á þessum fundi nefndarinnar. Þá koma einnig til umræðu ýmis vandamál varðandi friðunaraðgerð- ir á öörum miðum samningssvæöis- ins, svo sem í Norðursjó og víöar. iggerf G. -> 1. síðu Hafrannsóknastofnunarinnar, dr. Gunnar G. Schram, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu og Pétur Sig- urðsson forstjóri Landhelgisgæzl- unnar. Eftirfarandi ríki eiga fulltrúa á fundinum, sem er fjölmennast? fiskimálaráðstefnan, sem hér á land, Noregur, Pólland, Portúgal, Spánn, Svíþjóð og Sovétríkin. Auk þes senda Bandaríkin og Kanada áheyrnarfulltrúa til fundarins auk ýmissa alþjóðastofnana. Noröaustur-Atlantshafs fiskveiði- nefndin var stofnuð árið 1963 á grundvelli samnings um fiskveiðar á norð-austur Atlantshafi, sem var gerður milli ofantalinna þjóða áriö 1959, og ísland hefur átt aðild að frá upphafi. Hiutverk nefndarinnar er að fylgjast með ástandi og við- haldi allra. fiskistofnanna á þessu hafsvæði, en þar eru mörg hin ágæt ustu fiskimið, svo sem kunnugt er. Byggir nefndin ályktanir sínar og aðgerðir á vísindaiegum niðurstöð- rm rannsókna, sem framkvæmdar eru á vegum Alþjóða hafrann- sóknaráðsins. Fyrir aöeins kr. 68.500.oo getið þér fengið staðlaða eldhúsinnréttingu i 2 — 4 herbergja ibúðir, meö öllu tlf- heyrandi — passa i flestar blokkaribúðir, Innifaiið i verðinu er: © eldhúsinnrétting, klædd vðnduðu plasti, efri og neðri skápar, ásamt kústaskáp (vinnupláss tæpir 4 m). (|j|l ísskápur, hæfilega stór fyrir 5 manna fjölskyldu I kaupstað. • uppþvottavél, (Sink*a*matic) ásamt eldhúsvaski. Uppþvottavélin þvær upp fyrir 5 manns og að auki má nota hana til minniháttar tauþvotta. (Nýtt einkaleyfi). H eldarvélasamstæða með 3 heiium, tveim ofnum, grillofnf og steikar* og bökunarofni. Timer og önnur nýtizku hjálpartæki. Hl lofthreinsari, sem með nýrri aðferð heldur eld- húsinu lausu við reyk og lykt. Enginn kanall — Vinnuljós. Allt þetta fyrir kr. 68.500.00. (söluskattur inpifalinn) Ef stööluð innrétting hentar yður ékki gerum við yðut fast verötilboð á hlutfallslegu veröi. Gerum ókeypi? Verötilboö f éldhúsinnréttingar i ný og gömul hús. Köfum sinnig fataskápa, staðlaða. - HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR - KIRKJUHVOLI REYKJAVlK S ( M 1 2 17 18 IsBenzk bóknsöfn i SAM-vinnunni Annað hefti þessa árgangs af Samvinnunni er komið út og fjallar aö mestu um islenzk bókasöfn. Um það efni rita greinar Eiríkur Hreinn Finnbogason, Guðm. G. Hagalín, Kristín H. Pétursdóttir og Kristín Þorsteinsdóttir, Guðmundur Sveins- son, dr. Finnbogi Guðmundsson, Sigfús H. Andrésson, Einar Sigurðs son, Kristinn Jóhannesson, Einar G. Pétursson, dr. Björn Sigfússon, Óskar Ingimarsson og Ólafur F. Hjartar. í heftinu eru einnig ljóö eftir Nínu Björk Árnadóttur, Jóhannes Straumland og Kristin Reyr, og smásaga eftir Hallberg Hallmunds- son og ýmislegt fleira efni. Loks er grein eftir sænska hag- fræðinginn Gunnar Myrdal um sið- gæði hvítra manna. í formála segir ritstjórinn, Sig- urður A. Magnússon, m. a.: „Með- fylgjandi greinar ættu að leiða í Ijós, svo að ekki verði um deilt, aö þörfin á mvndarlegri þjóöarbók- hlööu er brýn, og við megum ekki sætta okkur við neitt mi.nna en að hún verði risin af grunni á 1100 j ára afmæli íslandsbyggöar. Annað j er ekki sæmandi þjóð, sem þakkar I tilverurétt sinn bókmenntum og | bókhneigð." Lifla bíó — m-.> i6. síóu. og þar standa nú yfir sýningar á fjórum kvikmyndum hans. í Litla bíói eru sýningar kl. 4, 6, 8 og 10. Salurinn tekur rúmlega sjötíu manns í sæti og virðist vera mjög vel fallinn til kvikmyndasýn- inga. Ekki mun vera ákveðið, hvernig sýningum þarna verður háttað í framtíðinni, en það er von margra, að þar gefist kostur á að kynnast því sem er að gerast í kvikmynda- list, sögu hennar og einstökum höfundum, sem skara fram úr. Myndimar fjórar, sem Þorgeir sýnir nú, hafa áður verið sýndar t.d. í Hlégarði og eins í Háskóla- bíói fyrir stúdenta, en annars hafa kvikmyndahúsaeigendur sýnt lít- inn áhuga á að koma þeim á fram- færi, munu því margir gleðjast yfir þessu einstaklingsframtaki Þorgeirs Þorgeirssonar. EFTA — Snjór — m-> i síðu. hvergi út yrfir hafísbreiðuna, sem teygir sig til hafs, eins iangt og augað eygir. Ekki eru neinir bátar í höfn á Djúpavogi, en þó er hætt við að fsinn kunn: að geta valdiö einhverjum skemmdum. Þaðan er gerður út einn bátur, en hann er nú á sjó. Tveir bátar eru í ís úti íyrir og miðar ferð þeirra hægt áfram. Á Djúpavogi hefur verið frost alimikið að undanförnu, og eru bændur þar mjög ugg- andi um, hvemig grasspretta verður, en hætt er við að hún gangi seint og ekki fáist mikið hey af túnum. Flestir bændur eru birgir af heyjum enn sem komið er og telja sig eiea nöga- út þennan mánuð. Ennþá er hægt aö beita sauðfé, þðtt um það verði ekki að ræða, þegar sauðburður hefst. Vegir f nágrenni Djúpavogs eru meö versta móti. Um dag- inn kom þíðviðri og blotnuðu vegir há qkánist miög. 16. sfðu. ef útflutningsaukningin hefði verið til annarra landa. Mikil gróska hefði færzt í norsk- an iðnað við EFTA-aðildina og ekki væri enn séð fyrir endann á þeirri þróun, sem EFTA-aðiIdin hefði komið af stað í norskum iðn- aði. — EFTA-aðildin hefur tvímæla laust verið okkur beinn hagnaður, sagði iðnaðarmálaráöherrann. Hann lýsti áhrifum af þátttöku erlends fjármagns f efnahagsiífi og iðnaði Noregs, sem hann sagði að hefði orðið landinu til mikils góðs. — Þátttaka eriends fjármagns hefði flýtt fyrir efnahagsþróuninni, flutt tæknikunnáttu inn í landið og opnaö greiðari aðgang að erlendum markaði. Litlum vandkvæðum hefði verið bundið að hafa eftirlit meö þátttöku erlends fjármagns f efna- hagslífinu, sem hann lýsti þó sem forsendu fyrir heillavænlegri reynslu af þátttöku eriends fjár- maens fyrir iandið. Iðnaðarmálaráðherra lýsti yf- ir þeirri trú sinni, að smáum þjóð- um ætti ?.ð geta vegnað vel f sam- keppninni á alheimsmarkaði. Það væri erfit.t, fyrir litlar þjóðir að standast samkeppnina, en ef þær nýttu eigið hugvit óg þá möguleika. sem fyrir hendi eru á hverjum stað, ættu þær að geta staðizt samkeppn ina. Þjófur — -V 16. sfðu. BARNAGÆZU 13 ára stiVka óskar eftir atvinmi ; sumar við barnagæzlu. Marst c,nira kemur til greina. Uppl. í 22181.~ Árbæjarhverfi. — 12 til 13 ára stúlka óskast til barnagæzlu í sum- ar, helzt úr Árbæjarhverfi. Uppl. í sfma 82643 eftir kl. 7 f kvöld. m&M kveðnum manni, sem hún haföi handtekið á laugardag fyrir inn- brot f fbúð að næturlagi, en þar hafði hann stolið 2000 krónum í peningum og einu smjörstykki. Náðist maðurinn eftir nokkra leit og viðurkenndi hann strax að hafa verið sá, sem raskaði svefnró borg- aranna í Austurbænum í fyrrinótt. Einnig viðurkenndi hann fyrir lög- reglunni að hafa farið I þrjú önnur hús. 1 þriðju fbúðinni sem hann fór f, vakti hann einnig húsmóður- ina, eins og f fyrstu heimsókaf sinni, þegar hann stóð við rúmstokk hennar inni í svefnherbergi. Þaðan stal hann 800 krónum og hafði þá samtals um 7800 kr. upp úr þessum næturheimsóknum sfnum. í fjórða húsið fór hann, en enginn varð hans var þar og engu stal hann í það skiptið. í fimmta hús- inu fór hann einnig inn um glugga oe leitaði þar verömæta í tveim íbúðum. Gekk hann þar rólegur um án þess að vekja hjónin, sem sváfu þar með þrjú börn, en ekk- ert fann hann þar, sem hann girnt- ist. í því húsi stal hann í íbúðinni á efri hæðinni sjónauka og segul- bandstæki, en þar var enginn heima þessa nótt. BELLA Þessi bíómynd er ábyggilega fín, enda sögðu kvikmyndagagn- rýnendurnir að hún væri ekki fyr- ir fólk meö meira en meöaldóm- greind. VISIR 50 fi/ri1' arum Hf. Svörður ræður fólk til mó- vinnslu í Álfsneslandi á þessu sumri. Menn snúi sér til hr. Gísla Björnssonar, Grettisgötu 8, er gefur allar upplýsingar. — Nokkrir dugiegir vagnhestar verða einnig keyptir. Reykjavík, 7. maí 1918. Magnús Einarsson p. t. form. Vísir, 7. maí 1918. HEIMSOKNARTÍM! A SJÚKRAHÚSUM Elliheimilið Grund. Aila daga kl. 2-4 og F 30 — 7 Fæðingaheimili Reykjavíkir Aiia daga kl. 3.30—4.30 og fyrir feður kl. 8-8.30 Fæðingardeild Landspítalans Aiia daga kl. 3 — 4 og 7.30—8 Kópavogshælið Eftir hádeaiC daglega Hvitabandið. Alla daga frá Kl 3-4 op 7-730 Farsóttarhúsið .Alla daga kl 3 30—5 og 6.30—7 Kleppssnítalinn Alla daga ki 3 -4 oe 6.30-7 Sólheimar. kl. 15 —16 og 19— 19 30 Landspítalinn kl 15-16 og 1! 1930 Borgarspítalinn við Rarónsstig 14—’5 og 19-1930 | IIIIISMET Elztu tvíburar, sem vitað er um voru þeir Gulbrand og Bernt Morterud, fæddir í Noregi árið 1858. Bernt dó árið 1960 og Gul- brand dó árið 1964. þá 105 ára gamall. Tvíburasysturnar Sara og Mattie Duckworth eru nú orðnar 100 ára gamlar, en þær eru pip- armeyjar og búa saman í Kali- forníu I Bandaríkjunum, og er ekki að vita nema þær slái norsku tvíburana út.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.