Vísir - 09.05.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 09.05.1968, Blaðsíða 3
VlSIR . Fimmtudagur 9. maí 1968. . MYNDSJ Myndsjáin brá sér á æfingu á éiierettunni í vikunni og smellti nokkrum myndum af því sem fram fór. Ekki færri en 56 leikarar, söngvarar og statistar taka þátt I sýningunni, auk 30 Fjöldaatriði úr „Brosandi land“, iyrif miðju er Stina Britta Melander, Atriði úr söngleiknum. Fyrir miðju er Anna Guðmundsdóttir og hægra megin við hana er Arnar Jónsson. Brosandi land óperetta eftir Lehár frumsýnd i Þjóðleikhúsinu á föstudag leik- árs hjá Þjóðleikhúsinu er nú á föstudaginn, en þá verður frumsýnd óperettan „Brosandi land“, eftir Franz Lehár. Hin ktmna sænska söngkona Stina Britta Melander mun syngja að- aHMutverkið, en leikstjóri er Sven Aage Larsen, sem hér hef- ur áðttr unnið að sýningum, svo sem „My fair Lady“ o. fl. Ólafur Þ. Jónsson óperusöngv- ari, sem undanfarin ár hefur verið fastráðinn við óperuna i Lttbeck, syngur aðalkarlhlutverk ið, «i önnur stór hlutverk fara með þau Arnar Jónsson, Eygló Viktorsdóttir, Vaiur Gíslason, Ævar Kvaran, Bessi Bjamason, Flosi Ólafsson auk margra ann- arra leikara, söngvara úr Þjóð- leikhúskórnum og statista. manna hljómsveitar, undir stjóm Bohdan Wodiszcko, en þetta er í fjóröa sinn, sem hann stjómar Sinfóníuhljómsveitinni í söngleik hjá Þjóðleikhúsinu. „Brosandi land“ er meðal vin- sælustu verka Lehárs og hefur verið sýnt hér á landi einu sinni áður, í Iðnó árið 1940 á veg- um TónlistárfélágSins. Verkið var frumsýnt árið 1929 I Berlín, en Lehár, sem var ungverskur, starfaði iengst af í Vínarborg. Stina Britta Melander kom Valur Gíslason, Hjálmar Kjartansson og Stina Britta Meland- er. fyrst hingað til lands fyrir 14 sungið á sviði, í kvikmyndum árum og söng í óperunni Pagli- acci, síðan söng hún í Kátu ekkj unni, Töfraflautunni og Rigo- lettó á 10 ára afmæli Þjóðleik- hússins. Undanfarin ár hefur hún starfað í Þýzkalandi og og í sjónvarpi. Leiktjöld í „Brosandi land“ gerir Lárus Ingólfsson, en Bald- vin Halldórsson stjórnar leikat- riðum. LATIÐ OKKUR INNHEIMTA... Þ*ð sparar yðw tima og óþæginai INNmimUSKRIFSTOFAN Tjamarg&u 10 — III hæð — Vonarstrætismegin — Simi 13175 (3linur) j —MlfflMUreOTr !■ IIIII HHIIII I li III H II II

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.