Vísir - 09.05.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 09.05.1968, Blaðsíða 8
s VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjóm : Laugavegi 178, Sími 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Visis - Edda hf. ................. Ótrauðir á nýjar brautir „Við Íslendingar erum eins og flestar eyþjóðir íhalds- samt fólk. Þetta þurfa ekki að vera neinir gallar, þeg- ar um er að ræða andleg verðmæti. En þegar atvinnu- hættir eiga í hlut gegnir öðru máli. Þar ríður á mestu að vera opnir fyrir nýjungum og vera fljótir að til- einka sér nýja tækni. í þau alltof fáu skipti, sem við höfum verið fljótir að notfæra okkur tækifærin, svo sem hraðfrystingu sjávarafurða, notkun kraftblakkar og í flugi, höfum við uppskorið ríkulegan ávöxt. Því miður eru þetta undantekningar. Hin dæmin eru langtum fleiri, þar sem við höfum staðið gegn nýjung- um í atvinnuháttum eða tekið þær svo seint upp, að góð tækifæri hafa glatazt. Mörg dæmi væri hægt að nefna, en ég vil aðeins nefna eitt. Það var, þegar við íslendingar létum fram hjá okkur ganga tækifærið til stórvirkjunar við Búrfell fyrir réttri hálfri öld. Þess er einnig skemmst aö minnast, að sennilega hefði ekki mátt muna nema einu ári, að við hefðum misst af tækifærinu til að fá hingað álbræðslu og þannig hag- kvæman grundvöll fyrir Búrfellsvirkjun“. Þessi athyglisverðu orð sagði Gunnar J. Friðriks- son, formaður Félags íslenzkra iðnrekenda, í erindi fyrir skömmu. Hann hélt áfram og sagði: „Það þarf framsýni, stórhug og áræði til þess að fara inn á hýjar brautir, og það er ekki sársaukalaust fyrir þá, sem í hlut eiga, þegar ný tækni gerir rót- gróna og hefðbundna atvinnuvegi óhagkvæma. Fara þar oft saman tilfinningar og fjárhagslegt tjón. Iðn- byltingin mikla gerði heimilisiðnað okkar íslendinga að mestu ósamkeppnisfæran á skömmum tíma, og við bárum ekki gæfu til fyrr en löngu seinna að til- einka okkur hina nýju tækni. Sama skeði, þegar tog- arar og vélbátar gerðu skútur og árabáta úrelta á skömmum tíma. Það er mannlegt að vilja helzt leiða breytingar hjá sér og reyna að forðast þær í lengstu lög. En reynslan er sú, að þar getur aðeins verið um stundarfrest að ræða, því að aðrir menn og aðrar þjóðir bíða ekki, þótt við viljum fara okkur hægt. Ekki get ég alveg varizt þeirri hugsun, að ef breyt- ingin frá skútuútgerð til togara, sem ég nefndi áðan, hefði gerzt í dag, þá hefði sennhega verið gripið til þess ráðs að styrkja skútuútgerðina í stað þess að styrkja þá, sem vildu fá sér togara.“----------- „Við verðum því markvisst og af fullri einurð að stuðla að örum vexti þess, sem lífvænlegt er; og leita ótrauðir inn á nýjar brautir. Við verðum að stefna að því, að sem flestir vinni við sem arðbærust störf. Að- eins með því getur hér dafnað blómlegt atvinnulíf sem veitir næga atvinnu handa öllum, sem vilja vinna. Blómlegt atvinnulíf er undirstaða menningar“. ! V í SIR . Fimmtudagur 9. maí 1968. Parísarfundurinn um Vietnam hef st á morgun föstudag 10. maí Cyrus Vance. svo íremi oð ekkert óvænt gerist Þegar kunnugt varð hinn 3. þ. m„ að stjórnin í Hanoi hefði fallizt á að taka þátt í undirbúningsviðræðuin um frið í Víetnam, og Johnson forseti að afloknum fundi með helztu ráðunautum sín- um, tilkynnti, að Bandaríkja- stjórn féllist einnig á París sem viðræðustað, þóttu þetta svo mikil tíðindi, að heims- blöðin birtu fréttirnar um þetta á forsíðum með fyrir- sögnum þvert yfir þær efst — eða 8 dálka fyrirsögnum, eins og þegar þau tíðindi ger- ast er varða alla heimsbyggð- ina. Hvarvetna var þessum tíðind- um vel fagnaö af opinberri hálfu nema í Kína, þar var þagaö, bar til Yen Chi utanríkisráð- herra nokkru síöar endurtók að styrjöldin í Víetnam yröi ekki til lykta leidd nema á vígvöll- unum. í Moskvu var aftur á móti tekin jákvæð afstaöa til samkomulagsins. Friðarvonir manna tóku þann ig yfirieitt til vængjanna, en brátt gerist svo þaö, ervelduraö þeirn daprast flugiö, þær flugu Johnson forseti. Myndin var tekin, er hann tilkynnti frétta- mönnum, að Bandaríkjastjórn hefði fallizt á tillöguna um París sem yiðræðustað. til jarðar og hafa nú staðið all- hnípnar — afleiöingar þess, að enn hefir harönaö Ieikurinn á vígvöllunum, og nú vegna nýrr- ar sóknar Víetcongliöa og Norö- ur-Víetnama á sjálfa höfuðborg Suður-Víetnams, sem kommún- istar hyggjast ná á sitt vald í þessari viku. Þaö hefir veriö um það spurt hvers vegna kommúnistar hafi byrjaCj þessa sókn rétt áður en Parísarráðstefnan átti að hefj- ast. Á það hefur verið bent, að kvíði við nýja sókn hafi verið ríkjandi í S.V. alllöngu áður, en samkomulagið náðist, og einn ig að tilgangurinn kunni aö vera, aö vinna sigra, er bæti aðstöðu- skilyröi kommúnista, þegar far- ið verður aö ræða friðarskil- mála. Ráðamenn í Washington töldu ástæðu til að vara kommúnista við að álykta, að þeir gætu — með hemaöarlegum sigrum baett aðstööu sína viö samningaborð- ið. George Ball aðstoðarutanrík- isráðherra, sgm brátt tekur við af Arthur Gördberg, sem verið 1M>- 10. síða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.