Vísir - 09.05.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 09.05.1968, Blaðsíða 2
2 V1S IR . Fimmtudagur 9. maí 1968. ÆTLAÐI EKKI AÐ VERA MEÐ - ENDURHEIMTI ÞÓ ÍSL.TITILINN 0 Þaö verður vart á grönúm séð að Óskar Guð- mundsson, íslandsmeistarinn í badminton hafi lagt 36 ár að baki sér. Óskar er alltaf jafn snarpur og fljótur í hreyfingum á vellinum, og í æsispennandi úrslitum um síðustu helgi vann hann aöalkeppipaut sinn, Jón Ámason í úrslitum einliðaleiksins og end- urheimti kórónu íslandsmeistarans af höfði Jóns, en Jón Ámason vann 1966 og 1967, en þar áður hafði Óskar unnið einliðaleikinn 5 sirínum. Öskar Guðmundsson. MELAVÖLLUR REYKJAVÍKURMÓTIÐ í knattspymu: í kvöld kl. 20 leika VALUR - VÍKINGUR Mótanefndin Saumastúlkur Vanar saumastúlkur óskast. Tilboð merkt: „4492“ sendist augld. Vísis fyrir mánudags- kvöld. 1 „Ég ætlaði eiginlega aidrei að vera með“, sagöi Óskar f við- tali við Vísi í gærkvöldi. „Ég var búinn að vera veikur í 3 vikur og varð að vera f pensilín „kúr“ og taldi mig ekki í ,formi‘ til að lenda í hörkukeppni. Þetta gekk þó betur en á horfðist.“ Óskar Guðmundsson er „sann ur Vesturbæingur“. alinn upp f KR ef svo má segja, stundaði skíðaiðkun í fjöldamörg ár meö KR, — og svo auövitaö knatt- spyrnu. Fyrir 14 árum, þegar Óskar fór að flkta við badmln ton var hér heldur fátt um félagskap fyrir þá fþrótt, aðeins TBR starfandi og með því fé- lagi lék Óskar f fjöldamörg ár, eða þar til KR stofnaði sína deild fyrir 4 árum, en þeirri deild stjómar Óskar af rögg- semi, og eru um 100 starfandi innan delldarinnar. „Mér finnst badminton á upp- leið“, segir Óskar, „það eru margir ungir menn að komast upp á tindinn, þeir byrjuðu korn ungir ,og það er einmitt það sem til þarf. Það mætti segja mér að þeir ættu eftir að ná mjög langt, jafnvel að komast sumir hverjir á góöan mæli- kvaröa miðað við erlenda bad- mintonmenn. Nú þarf bara að hlúa betur að ungu mönnunum þeir eiga ekki að þurfa að kaupa rándýra tíma, félögin verða helzt að hlaupa undir bagga. En þá er það fjárskorturinn sem allsstaðar kreppir að fþrótta- hreyfingunni. Óskar segir þaö skoðun sína að meira þurfi að gera til aö glæða skilning manna á bad- minton og íþróttum almennt, m.a. f sjónvarpi. Hann kvaðst undrandi á áhugleysi sjónvarps- ins á íþróttum, a.m.k. badmin- ton, þar sem sjónvarpið hefði t.d. ekki mætt til að sjá úrslit- in í Islandsmótinu um helgina, — tveim leikjum var seinkað vegna þess aö búizt var viö sjónvarpsmönnum á hverri stundu, en án árangurs. Þá hef- ur sjónvarpið daufheyrzt við að sýna kennslumynd um badmin- ton með beztu kröftum heims m.a. Kops, Andresen og Borsch. „Skemmtilegasta endupninn- ingin úr badminton finnst mér vera keppni, sem viö Einar Jóns son háöum vestur í Stykkis hólmi fyrir 10 árum gegn þeim Walbom og Þóri Jónssyni í tvi- liðaleik. Þetta var æsispennandi aukaleikur, og framlengt, þá loks tókst okkur að sigra. Það voru áhorfendur, sem gerðu spennuna enn magnaðri. Þeir voru um allt, uppi í rimlum og hvar sem þeir gátu hangiö í litla íþróttasalnum“. Einar Jónsson tók þátt í íslandsmótinu á dtig- unum, er ekki alveg af baki dottinn og var þetta í 20. sinn sem hann var með f mótinu og sýnir þetta að badminton er fyr- ir menn á öllum aldri. Samskiptin við útlönd eru eitt af þeim málum, sem hiö nýja badmintonsamband ætti að láta til sín taka í framtfðinni var álit Óskars, en sjálfur er hann í stjórn sambandsins. Sagði hann að athuga þyrfti með lands- keppnir, og eins einstakar heim- sóknir hingað og aö senda menn utan til að læra ,en hann sjálfur, Jón Árnason og Garðar Alfonsson fóru utan til Dan- merkur í hitteðfyrra í þessu skyni og höfðu gott af. — jbp — Fram hefur ekki íariS frmn — ef dæma má eftir leik þeirra við Þrótt i gærkveldi Ein lélegasta gerðin af íslenzkri vorknattspyrnu var leikin f gær- kvöldi á Melavellinum, liðin, sem léku að þessu sinni, voru 1. deildar Iiðið Fram og 2. deild- ar liðið Þróttur, og mátti ekki á milli sjá hvort liðið það væri, sem Iéki í 2. deild. Leikurinn minnti helzt á lélegan Ieik í firmakeppni, og átti hann ekk- ert sameiginlegt með leiknum milli KR og Vals á mánudag, sem var góður og lofaði góðu um komandi knattspyrnuvertíð. Þessi tvö lið sýndu ekkert seiít~ lofaöi framhaldi á því, vonandi eiga þau þó eitthvaö betra til i pokahorninu, og veitti þeim þá ekki af að hrista það út sem fyrst. Þeir 22 leikmenn, sem eltu boltann í gær voru eins og 22 einstakling- ar sem hver lék fyrir sig, og ekk- ert kom við, hvort aö einhver ann- ar væri með þeim f liði, flestar sendingar voru á milli mótherja, og örsjaldan gekk boltinn á milli fleiri en tveggja samherja. Ekkert markvert gerðist fyrstu 25 mín. leiksins, annað en miðjuþóf óg langspyrnur, en þá tókst Fram að skora sitt fyrsta mark, eftir mis- tök í vörn Þróttar, og æfintýraút- hlaup markvarðar þeirra. Ólafur Ólafsson bakvörður Fram óð upp með boltann og renndi hon um framhjá tveim varnarleikmönn um Þróttar, til Guðjóns Sveinsson ar, sem renndi honum f tómt mark ið eftir að markvörðurinn hafði hlaupið á móti ,en of langt. Guð- jón átti stuttu síðar „gulliö tæki- færi“ þegar hann fékk boltann fyrir innan markteig, nokkra senti metra frá markinu, og með mark- vörðinn úr leik átti hann ekkert eftir, nema renna boltanum i n'etið en fast skot hans var varið á línu. Þá 'átti Elmar Geirsson skot í stöng, stuttu sfðar og annað skot hans í sí0ari hálfleik lenti einn- ig f stönginni. Tækifæri Þróttar voru fá í þess um hálfleik að undanskildu þrumuskoti Hauks Þorvaldssonar, sem markvöröur Fram fékk beint á sig. Síðari hálfleikur var sízt betri en sá fyrri, hvað knattspyrnu snerti en nú bættist harkan í spilið, og var því ekki að sökum að spyrja um árangur. Á 15. mfn. átti mark- vörður Þróttar annað „æfintýraút- hlaup“ er hann komst alla leið út fyrir vítateig, þar sem Einar Árna son var aö gaufa með boltann og hafði hann ekkert annað að gera en að skjóta í tómt markið. Þrótt arar sóttu öllu meira í seinni hluta hálfleiksins, en sköpuðu sér engin veruleg tækifæri. Það voru því ánægðir áhorfendur sem yfirgáfu Melavöllinn eftir þenn an leik, óánægðir með leikinn og knattspyrnuna (þá litlu sem hún var) en ánægðir með að þess- um leik var loks lokið. Framliðið olli miklum vonbrigð- um í þessum leik, en eftir glæsi- legt sumar í fyrra, þar sem liðiö lék til. úrslita í tveimur mótum, bjugg- u?t menn við að liðinu hefði farið FRAM, en það hefur-,það ekki gert. að vísu vantaði nú Helga Númason í framlínuna, sem var hréint út sagt léleg, ef undan er skilinn leik ur Elmars Geirssonar, en það er Iítil afsökun fyrir lið sem getur státað af sigurvegurum í flestum unglingamótum liðinna ára, að ekki sé hægt að finna mann, sem fyllt getur stööU hans á vellinum. Vörnin var betri hluti liðsins, með Ólaf Ólafsson sem bezta mann, en hann reynir ætíþ að byggja upp spil, það sem tengiliðir geta ekki. Sigurður Friöriksson var og sterk- ur á miðjunni, og hirti allar háar sendingar sem komu í átt að marki Þróttarliðiö var lítið betra nú, en í leiknum við Val á dögunum. — Vörnin var betri hluti liðsins með Jón Björgvinsson ,,æfingarlausan“ að mestu sem bezta mann. Axel og Haukur léku nú aftur í framlínunni og eru þeir ætíð hættulegir, sér- staklega Haukur með sin föstu skot Markvörðurinn Sigurður Jónsson var ekki eins góður nú, og í leikn um við Val, þar sem hann bjargaði liðinu frá stórtapi, því að bæði mörkin í þessum leik mega skrif- ast á hans reikning fyrir ótímabær úthlaup. Dómari í leiknum var Valur Benediktsson og dæmdi lítið, helzt þá á brot, sem enginn sá, en sleppti hinum sem allir sáu. klp. England vann Spán 2:1 — Heimsmeistararnir halda jbv/ áfram i Evrópubikarkeppni landsliða Helmsmeistararnir ensku unnu Spán í gærkvöld. með 2:1 í seinni leik liðanna og hafa Englendingar því unnið með samanlagt 3:1 og fara í undanúrslit Evrópubikar- keppninnar í knattspyrnu. Um 120 þúsund áhorfend- ur höfðu fyllt völlinn í Madr- id til að sjá þennan mikla leik, enda búizt við aS Spán- verjar mundu heldur betur sýna á sér vígtennurnrr eftir að hafa tapað „aðeins 0:1 í Englandi. I hálfleik hafði ekk ert mark verið skorað, en í síðari hálfleik skoruðu þeir Peters og Hunt fyrir Eng- land en Amancio fyrir Spán. úwSiUf SfajCcgaaifáWlHffiiiygílMl 3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.