Vísir - 09.05.1968, Side 5

Vísir - 09.05.1968, Side 5
VÍSIR . Fimmtudagur 9. maí 1968. aðaleinkermi vortizkunnar — áhrif frá hippium og Austurlandadýrkendum Vorstúlka frá ensku tízkudrottningunni Mary Quant í stutt- um kjól með blúndum og tvöföldum púffermum. Takið eftir sokkabandinu sem hún er með rétt neðan við kjólfaldinn. Garbo-hattur og hálf-háir hanzkar fylgja og rós prýðir mjaðmabeltið. Jjó að stærstu tízkuhús heims séu fyrir nokkru búin að haida vorsýningar sínar og boða þar með tízkuna fyrir sumarið, er stöðugt verið að halda tízku- sýningar um allan heim. Sýn- ingar á sérstökum fatategund- um, svð sem baðfötum, sport- fötum o. fl. fyrir sumarið, eru haldnar af og til og minni tízku- hús halda nýstárlegar sýnin'gar, sem margar hafa vakið mikla athygli. Tízkufréttaritarar er- lendra blaða segja, að það sé langt síðan tízkuhús heimsins hafa boðið upp á aðra eins fjöl- breytni og í ár. Ekki aðeins af þv£ að þeim getur ekki komið saman um hvar pilsfaldurinn skuli vera, þó að ljóst sé, aö stutta tízkan ætli að hafa yf- irhöndina í sumar, heldur af því að fram hafa komið ótrú- legustu stefnur í fatatízku. ,,Biómatízkan“ svokallaða, sem hingað til hefur þótt til- heyra hippíum, er nú orðin út- breidd meðal tízkukvenna um allan heim. Að vísu ekki í sama formi og hjá hippíunum. Þeir eru flestir mjög ósnyrtilegir, en leggja allt upp úr litum' og hvers kyns „náttúru“-skrauti, svo sem blómum, skeljum, perl- um o. fl. Hippíamir voru fyrstir til að taka einkennisbúningana upp á sína arma, og nú má sjá óteljandi útgáfur af frökkum, drögtum og kjólum í öllum er- lendum tízkublöðum, sem minna mjög mikiö á einkennisbúninga, t. d. hermannafrakka. í kjölfar blómatlzkunnar fylgir „austurlandadýrkunin", sem vafalaust á einhverjar ræt- ur að rekja til Austurlandaferða lags Bítlanna frægu. Hippíar og fylgismenn beirra eru um þess- ar mundir margir hverjir á kafi í fornum trúarbrögðum, og leita mjög til Indlands eftir frekari andlegum áhrifum. Má nú sjá áhrif frá Indlandi og ýmsum fjarlægum þjóðum, t. d. Afríku og Arabíu, á tízkusýningum, einkum þar sem samkvæmis- klæönaður er sýndur. Indversk- ir kyrtlar og „sari“ (þjóðbún- ingur indverskra kvenna) njóta mikilla vinsælda sem samkvæm isklæðnaður, afríkanskar strúts- fjaðrir og arabískir túrbanhatt- ar eru gjarna notuö með sam- kvæmisklæðnaði. Þrátt fyrir alla þessa skraut- legu tízku á hin einfalda og kvenlega tízka stöðugt mestu fylgi að fagna. Hún hefur að vlsu notfært sér ýmsar nýjung- ar blómatízkunnar og Austur- landatízkunnar, en á mjög fág- aðan og einfaldan hátt. Hún er aldrei yfirdrifin, þó að flestum finnist hún dálítiö djörf til að byrja með, enda er alltaf svo um tízkunýjungar. Garbo-hatt- arnir eru vissulega kvenlegir og pinfaldir, þó aö ennþá snú- um við okkur flest viö á göt- unni, e við sjáum stúlku með slíkan hatt. Andlitsförðunin er líka dálítiö ólík því sem við höfum átt að venjast, hár- greiðslan er kvenleg og mest lagt upp úr sem flestum liðum og lokkum. Jplestir tízkufrömuðir, hvaða stefnu sem þeir kunna að fylgja, leita nú að gömlum tízku einkennum til að prýða sýning- arstúlkurnar, og draga fram I dagsljósiö. Einna mesta athygli hafa gömh' „can-can“ sokka- böndin vakiö, en þau sjást nú í ýmsum tilbrigðum notuð utan yfir sokkabuxur og látin nema rétt neðan við kjólfaldinn. Hin fræga enska tízkudrottning, Mary Quant, hefur komið fram með óteljandi gerðir af slíkum sokkaböndum, blúndubönd með mislitum borðum þræddum f gegnum til að nota við fíngerða bjúndukjóla, slétt bönd með slaufum til að nota við pils og peysu og rósótt bönd við smá- rósóttu púfferma kjólana. Dökkblái liturinn er mjög á- berandi I tfzkuklæðnaði sem stendur, og íslenzku fánalitim- ir, blátt, rautt og hvltt virðast ætla að verða litir sumarsins. Mildir Ijósbrúnir litir og karry- gulir eru vinsælir á drögtum og kápum, en langflestir kjólar eru nú smárósóttir eða smá- mynstraðir. Ermarnar eru I flest um tilfellum undir áhrifum frá gamalli tfzku, púff-ermar, jafn- vel tvöfaldar og þrefaldar, eru mjög áberandi. Við þessa kjóla eru gjarna notaðir háir hanzk- ar, langar slæður og beltin eru ýnjist breið og £ mittinu eða mjá á mjöðmum. Gömlu gerviblómin, sem mæð- ur okkar skrýddu samkvæmis- kjólana sína með fyrir nokkr- um áratugum, eru líka að koma fram I dagsljósið aftur og prýða þau nú hálsmálið, beltið eða jafnvel vasalokin á sumarkjól- unum. Mislitu sokkamir eru á und- anhaldi, enda ónothæfir við marglita kjóla, en I stað þeirra er farið að framleiða sokka I ýmsum ljósum litum, svo sem ljósgræna, ljósgráa, ljósgula og ljósbláa og eru þeir notaðir við mislita kjóla og þá hafðir I sama lit og aðalliturinn I kjóln um. Skórnir hafa hins vegar tekið litlum breytingum síðustu mánuðina, lágir og breiðir Hæl- ar virðast vera of þægilegir til að þeir fari úr tízku á næst- unni. i i i i Auglýsing Sveitarstjómirnar í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Garðahreppi og Seltjarnarnes- hreppi hafa samþykkt að nota heimild í 2. málsl. síðustu málsgr. 31. gr. laga nr. 51 10. júní 1964, um tekjustofna sveitarfélaga, sbr. breyting frá 10. apríl 1968. Samkvæmt þessu verða útsvör þessa árs því aðeins dregin frá hreinum tekjum við álagn- ingu útsvara á árinu 1969 í áðurnefndum ‘ sveitarfélögum, að gerð hafi verið full skil á fyrirframgreiðslu eigi síðar en 31. júlí í ár og útsvör ársins einnig að fullu greidd fyrir n. k. áramót. Sé eigi staðið í skilum með fyrir- framgreiðslur samkv. framansögðu, en full skil þó gerð á útsvörum fyrir áramót á gjald- andi aðeins rétt á frádrætti á helming út- svarsins við álagningu á næsta ári. Þá skal vakin athygli á því, að þar sem innheimta gjalda til ríkis og sveitarfélaga er sameigin- leg (sbr. lög nr. 68 frá 1962) er það enn frem- ur skilyrði þess, að útsvör verði dregin frá tekjum við álagningu, að öll gjaldfallin opin- ber gjöld, sem hin sameiginlega innheimta tekur til, séu að fullu greidd fyrir ofangreind tímamörk. 8. maí 1968. Borgarstjórinn í Reykjavík Bæjarstjórinn í Hafnarfirði Bæjarstjórinn í Kópavogi Sveitarstjórinn í Garðahreppi Sveitarstjórinn í Seltjarnarneshreppi. Vinnuskóli Kópavogs Vinnuskóli Kópavogs (unglingavinna) tekur til starfa um mánaðamótin maí—júní n. k. og starfar til ágústloka. í skólann verða teknir unglingar fæddir 1952, 1953 og 1954. Um- sóknum veitt móttaka og upplýsingar gefnar í síma 41866 í Æskulýðsheimili Kópavogs, Álfhólsvegi 32 kl. 5—7 e. h. föstudag, kl. 10— 12 f. h. laugardag, kl. 5—7 e. h. mánudag og þriðjudag n. k. Unglingavinnunefnd. BORGARSPIT ALINN Hjúkrunarkonur Hjúkrunarkonur vantar að Geð- og taugar deild Borgarspítalans frá 1. júní n. k. Upplýsingar gefur forstöðukona spítalans í síma 81200. Reykjavík, 8. 5. 1968. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.