Vísir - 09.05.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 09.05.1968, Blaðsíða 10
10 \ 14 ára piltur reynir að irauðga 6 ára stúlku Lögreglan handtók í gær fjórtán ára pilt, sem hafði gert tilraun til þess aö nauðga sex ára stúlkubami. Pilturinn hitti telpuna um hádegis bil í gær og leiddi hana inn í kjall ara heima hiá sér, þar sem hann reyndi að hafa mök við hana. Pilturinn játaði afbrot sitt hjá iögreglunni. — Hann virtist hins vegar á engan hátt vanheill á geðs mynum, né afbrigðilegur á annan hátt. Það er ástæða til að vara for- eldra við því að láta ungar telpur vera mikið einar að ráði um fá- farnar götur og brýna þarf fyrir þeim að láta ekki ókunnuga menn lokka sig á afvikna staði, en slíkir atburðir hafa æði oft átt sér stað að undanförnu. Ingólfur Þorsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og Njörður Snæ- hólm, rannsóknarlögreglumaður, sem unnu við rannsókn málsins I morgun, virða fyrir sér skotvopnið. ' • ' •>••• vVw'> Flugstjórí myrðir yfirmann sinn — »->- 1. Síöu. Jóhann heitinn var mjög vel lát inn hjá Flugfélaginu. Hann byrjaði að starfa þar fyrir rúmum 23 ár- um sem loftskeytamaður, en vegna hæfileika og dugnaðar voru hon- um sífellt falin ábyrgðarmeiri störf og var orðinn einn æðsti yfirmaður Flugfélagsins. Hann var kvæntur og áttu þau hjónin fjögur börn. Þaö elzta er piltur 17 ára, tvær stúlkur, 15 og 12 ára, en yngsta barnið, sem er drengur, verður 2ja vikna á morgun. Kona Jóhanns var nýkomin heim af spítala eftir fæðinguna. Jóhann var nýlega orðinn 43 ára gamall. • Gunnar Frederiksen er líka kvænt- * BIFREIÐAVIÐGERÐIR/ BIFREIÐAVTOGERÐIR Ryðbæting, réttingar, nýsmlði. sprautun plastviðgerðii og aðrai smærri viðgerðir rimavinna og fast verð — Jón J. Jakobsson, Gelgjutanga við Elliðavog. Simi 31040 Heimasimi 82407. BIFREIÐAEIGENDUR Framkvæmum mótor, hjóla og ljósastillingar Ballanser- um flestar stærðir af hjólum, önnumsi viðgerðii Bíla stilling Borgarholtsbraut 86, Kópavogi Sinn 4052C. GERUM VIÐ RAFKERFI BIFREIÐA svo sem startara og dýnamóa. Stillingar. — Vindum allar stærðir og geröir rafmótora. Skúlatúni 4, sími 23621. V í SIR . Fimmtudagur 9. mal iwo. ur og á fjögur börn. Hann er 45 ára að aidri og starfaöi hjá Flug- félaginu árin 1946-’67 og hafði ver- ið flugstjóri í allmörg ár. Þegar Gunnar hætti störfum hjá Flugfélaginu var honum gefinn kostur á því ásamt öðrum flug- stjóra að segja upp störfufn. Þeir höfðu veriö í þjálfun f Banda ríkjunum fyrir þotuflug, en áttu eft ir tveggja daga nám, þegar Boeing þota Flugfélagsins, var send til íslands í fyrsta skipti. Báðir áttu þeir að koma heim með erlendu flugfélagi tveimur dögum seinna að afloknu námskeið inu, en þjálfun þeirra hafði kostað Flugfélagið 1 y2 milljón krónur. Þegar þotan var að leggja upp, fóru þeir um borð, en þeir munu báðir hafa veriö undir áhrifum áfengis. Flugstjóri þotunnar Jó- hannes Snorrason og Jóhann heit inn, sem var með í þessari flug- ferð, mótmæltu báðir. en þar sem þeim varð ekki við snúið og ekki gafst timi til að kalla á rétt yfir- völd, flugu þeir með þotunni heim. Þetta varð undanfari þess að þeir voru beönir aö segja upp störf um og mun Gunnar Frederiksen hafa lagt fæð á Jóhann heitinn vegna þessa atviks. Sfálu bjór — 16. siðu. son, lögreglumaður, verið á gangi eftir Skólavörðustíg og kom þá auga á mann, sem rogaðist með bjórkassa. Þegar hann innti mann inn eftir því, hvernig stæði á ferð um hans með þennan kassa, gat hinn ekki gefið fullnægjandi skýr- ingu og lét lögreglumaðurinn hann fylgja sér á lögreglustöðina, þar sem hann var yfirheyrður nánar. Kom í Ijós, að bjórkassinn var af sama merki, og þeir sem stolið hafði verið úr Úranusi. Maðurinn var hnepptur í gæzluvarðhald. TIL SOLU Til sölu, gítar, bassi, bassamagn- ari, mikrófónn og juce-box. Uppl. í síma 34036 eftir kl. 7. Að utfsn — 8. síöu. hefur aöalfplltrúi Bandaríkjanna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York, varaöi stjórnina í Hanoi sérstaklega við að álykta þannig og við að vanmeta styrk- leika Bandaríkjanna. En meöan barizt var af sömu heift og áður eöa meiri, gerðar sprengjuárásir á yfir 120 bæi, og barizt í mörgum bæjum, var haldið áfram undirbúningnum að þátttöku í fundinum, sem sam- komulag varö um, að setja skyldi í París föstudaginn 10. þ. m. Tilkynnt var í Washington í gær, að ( dag (fimmtud.) myndu fljúga til Washington aðalsamn- ingamennirnir af hálfu Banda- ríkjanna, alls sex menn, þeirra æðstur Averill Harri- mann, honum næstur Cyrus Vance sem í vaxandi mæli hefir vakið á sér athygli sem hygginn, gætinn og lipur samningamað- ur, en hann hefir einnig farið ýmissa erinda fyrir Johnson for- seta sem sérlegur sendimaður hans. Á undan bandarísku samninga mönnunum eru komnir til Par- fsar helztu samningamenn Norð- ur-Víetnams, þeirra fremstur Xuan Thuy, ráðherra. Það er eins konar framsveit norður- víetnamska liðsins, sem væntan- legt er til Parísar, sem kom þangað í fyrradag. Og á morgun kemur fundurinn saman — föstudag 10. maf — ef ekkert óvænt gerist, og sá dagur verður áreiöanlega skráöur í sögunni, þar sem þá verður setzt að samn ingaborði, og að minnsta kosti reynt að ná samkomulagi um frið í styrjöld, sem hefur komiö sárara við samvizku þjóöanna en flestar aörar. BELLA En hvað segja foreldrar þínir, sem borguðu offjár fyrir að rétta f þér tennumar? VISIR 50b ÓSKAST KEYPT Utanborðsmótor óskast, 8-15 ha. Uppl. í síma 31299. ÓSKAST Á LEIGU Tveggja herb. íbúð óskast til á góðum stað í bænum. Uppl. í síma 16092. Póstafgreiðslumaöur á Seyðis- firði hefur nýlega verið skipaður Siguröur Baldvinsson, fyrrv. rit- stjóri „Austra.“ Um stöðuna hafði sótt auk hans átta ára gamall póstmaður, er sagt að póstmeist- ari hafi mælt með honum. Vísir 9. maí 1918. AFMÆLIS- SÖNGMÓT 60 ára afmælissöngmót Landssambands blandaðra kóra verður haldið í Háskólabíói laugardaginn 11. maí kl. 3 e. h. Á mótinu koma fram þessir kórar: Pólýfónkórinn, söngstjóri Ingólfur Guð- brandsson. Söngsveitin Fílharmónía, söngstj. Róbert A. Ottósson. Söngfélag Hreppamanna, Söngstj. Sigurður Ágústsson, Birtingaholti. Liljukórinn, söngstj. Ruth Little Magnúsv son. Samkór Vestmannaeyja, söngstj. Martin Hunger. Samkór Kópavogs, söngstj. J. Moravek. Aðgöngumiðar á kr. 125,00 seldir hjá Lárusi Blöndal, Skólavörðustíg og Vesturveri og hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Aust- urstræti. VEÐRIS I DAG Norðaustan eða norðan kaldi, létt skýjaö. Hiti 4-7 stig í dag, nálægt frostmarki í nótt. BÍLASKOÐUNiN í DAG ER SKOÐAÐ: I ' R-3451 — R-3600 IHBMET! Stærsta nektarnýlenda í heimi var I’lle du Levant í Suöur-Frakk- landi, en meðlimir hennar voru yfir 15.000 árið 1965, en þá tök franski herinn við staðnum og ný lendan var lögð niöur. Fyrsta nektarnýlenda sem vitaö er um var stofnsett í Þýzkalandi árið 1912.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.