Vísir - 17.05.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 17.05.1968, Blaðsíða 8
8 4 VÍSIR . Föstudagur 17. maí 1968. VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent hf. J, Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands 1 lausasölu kr. 7.0Ó eintakið Prentsmiðja Vísis - Edda hf._________________________ Níu mánaða vetur Fyrstu frostin á þessum vetri gerði í byrjun septem- ber. Fáum vikum síðar varð ófært um allt Norður- land vegna snjóbyls. Síðan rak hver frostamánuður- inn annan og komst kuldinn í 30 stig á Hveravöllum um áramótin. Fárviðri gengu hvað eftir annað yfir landið, ollu skipstöpum og stöðvuðu samgöngur á landi. Þessum veðrum fylgdi jafnan mikill brunagadd- ur, nema í febrúarlok, er gerði mikil flóð á Suður- og Vesturlandi végna asahláku. Og svo kom hafísinn, sem enn virðist ekki vera búinn að syngja sitt síðasta vers á þessum vetri. Nú er komið fram yfir miðjan maí og aðeins nokkrir dagar síðan frostum linnti í Reykja- ) vík, en vetrarríki er enn austan lands og norðan. Þessi mikli frostavetur hefur nú staðið hátt á ní- unda mánuð. Hann er taiinn vera með allra hörðustu vetrum á þessari öld. Á fyrri öldum hefði vetrar af þessu tagi verið minnzt í annálum sem mannskaða- og horfellisvetrar. En nú er öldin önnur. Þjóðlífið hef- ur í vetur gengið sinn vanagang, eins og ekkert hafi í skorizt. Eftir hverja hríð hafa snjöheflar og ýtur hreinsað vegi og götur. Byggingaframkvæmdum hefur verið haldið áfram, þrátt fyrir frostin. Vetrarvertíðin hefur verið sótt af mikilli þolinmæði, og benda líkur til, að aflinn sé heldur meiri en á vertíðinni í fyrra. Bændur eiga enn fóðurbirgðir og þurfa ekkert að óttast, ef raunverulegt sumar kemur ekki seinna en um mán- aðamótin. Á þessum vetri hefur komið í ljós, að atvinnulífiö er ekki lengur verulega háð náttúruöflunum. Þetta er mjög mikilvæg staðreynd. Þjóðin hefur ekki aðeins öðlazt stjórnmálalegt og efnahagslegt sjálfstæði, held- ur einnig sjálfstæði gagnvart náttúruöflunum. Að vísu veldur vetur af þessu tagi þjóðinni miklu tjóni, en ekki óbætanlegu tjóni. Margir hafa áhyggjur af þróun veðurfarsins á ís- landi. í nokkur ár hefur árferði sífellt farið versnandi. Heyrast jafnvel hugleiðingar um, að nýtt kuldaskeið sé í aðsigi. Er því ekki að leyna, að óhugf hefur sett að mörgum við þessa þróun. En ekki er ástæða til svart- sýni. Þótt næstu ár kunni að verða kaldari en þjóðin átti að vsnjast fyrir nokkrum árum, mun það út af fyrir sig ekki hafa nein veruleg áhrif á lífsafkomu hennar. Þjóðin er orðin svo vel búin að tækjum, vél- um og annarri tækni nútímans, að hún hefur öðlazt víðtæka tryggingu gagnvart leik náttúruaflanna. Og þar að auki hefur veturinn kennt þjóðinni nauðsyn ýmissa varúðarráðstafana til enn frekari tryggingar. Einn af mörgum þáttum, sem sjálfstæði hverrar þjóðar byggist á, er sjálfstæði gagnvart náttúruöflun- um. Ef það brestur, 'kann annað að bresta líka. Þess vegna geta íslendingar fagnað því, að veturinn hefur staðfest sjálfstæði þjóðarinnar gagnvart náttúruöfl- unum. SPJALLAÐ m IÐNÞRÓUNINA Otto Schopka: FRAMTÍÐ IÐNLÁNASJÓÐS undanföraum árum hefur Iðnlánasjóður vaxið veru- lega. Sem dæmi má nefna, að á sfðustu fimm árum hafa út- lán sjóðsins því sem næst tí- faldast og kemur þar til bæði mikill vöxtur á eigin fé sjóðs- ins vegna iðnlánasjóðsgjaldsins og framlags ríkissjóðs, en ekki síður aukin ráðstöfun sjóðsins á lánsfé fyrir fyrirgreiðslu rík- isstjórnarinnar. Þegar Framkvæmdabanki ís- lands var lagður niður f árs- lok 1966, var lögð á það mikil áherzla af hálfu samtaka iðn- aðarins, að hlutdeild Iðnlána- sjóðs í árlegu ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóös, sem tók við hlutverki Framkvæmdabanka fslands, yrði ekki minni en það fjármagn, sem Framkvæmda- banki fslands hafi lánað til iðn- aðar síðustu árin, sem hann starf aöi. Hlutur lánveitinga til iðnað- ar í heildarlánveitingum Fram- kvæmdabankans hafði numið um 30% hin síöustu ár og gef- ur auga leið að til þess að tryggja iðnaðinum áframhald- andi fjármagn til fjárfestingar var það sanngjörn krafa af hálfu samtaka iðnaðarins, að Iðnlánasjóður fengi svipaöa hlutdeild í ráöstöfunarfé Fram- kvæmdasjóðs í framtíðinni. Framkvæmdabanki fslands lagði fjölmörgum iðnfyrirtækjum til nauðsynlegt stofnfé á meðan þau voru að byggjast upp og gerði mörgum iðnaðarmanni og iðnrekanda kleift að byggja hús og kaupa vélar, sem þeir hefðu ekki getað, ef stuðningur bank- ans hefði ekki komið til. Vonir iðnaðarins í þessum efn um hafa ekki rætzt. Árið 1967 fékk sjóðurinn til ráðstöfunar 17 millj. kr. lánsfé frá Fram- kvæmdasjóði, og nam það um 10% af ráðstöfunarfé Fram- kvæmdasjóðs. Samkvæmt fjár- öflunar- og framkvæmdaáætlun ársins 196? er ráðgert að til Iðnlánasjóðs renni aðeins 9 millj. kr. úr Framkvæmdasjóði, en, heildarráðstöfunarfé Fram- kvæmdasjóðs er áætlað um 245 millj. kr., hlutur Iðnlánasjóðs er því kominn niöur í 4%. Geta Iðnlánasjóðs til þess að sjá Iðnaðinum fyrir nægilegu fjármagni til fjárfestingar mun að miklu leyti markast af því hve miklu lánsfé honum verður séð fyrir í framtíðinni af opin- berum aðilum og einnig af vexti eigin fjár sjóösins. Eigið fé sjóðsins óx á síðasta ári um tæp lega 37 millj. kr. Þar af voru 19 millj. kr. framlag iðnaðar- ins til sjóðsins, 10 millj. kr. voru framlag ríkissjóðs og af- gangurinn voru vextir af höfuð- stól. Nokkra grein má gera sér fyrir framtíðarvexti Iðnlána- sjóðs. Ef reiknað er með, að ár- legt iðnlánasjóðsgjald vaxi um 4% á ári og framlag ríkissjóðs verði óbreytt, 10 millj. kr. á næstu árum, mun eigið fé sjóðs ins vaxa úr 140 millj. kr. í árslok 1967 í um 400 millj. kr. í árs- lok 1972 og nema um 800 millj. kr. í árslok 1977 eða eftir að- eins 10 ár. Verði hins vegar framlag ríkissjóðs hækkað til jafns við iðnlánasjóðsgjaldíð, eins og samtök iðnaðarins hafa margoft óskað eftir, verður eig- ið fé sjóðsins oröið tæplega 500 millj. kr. í árslok 1972 og um 1000 millj. kr. í árslok 1977. Þesar tölur gefa til kynna hversu öflugur sjóðurinn mun verða á næstu árum, en til þess að hægt sé að gera sér grein fyrir útlánagetu hans á hverju ári þurfa að liggja fyrir áætl- anir um aðgang sjóðsins að láns fé frá Framkvæmdasjóði og hugsanlega öðrum aðilum. Um það liggja hins vegar engar töl- ur fyrir, en það gefur auga leið að nægur aðgangur að slíku láns fjármagni með góðum kjörum gerir sjóðinn enn færari en ella til þess að gegna hinu mikil- væga hlutverki sínu. Á það hefur verið bent, að þrátt fyrir mikla eflingu Iðn- lánasjóðs á undanfömum árum hafi útlán sjóösifis ekki numið nema um 10% af fjárfestingu i iðnaöi hin síðari ár. Þetta hefur m. a. leitt til mikilla lausa- skulda iðnfyrirtækja og valdið þeim margháttuðum reksturs- fjárörðugleikum. Fyrirtæki hafa orðið að festa hluta af reksturs- fé sínu í húsum og vélum. Á Iðnþróunarráðstefnu sjálfstæð- ismanna, sem haldin var hér í Reykjavík fyrir skömmu, kom Bragi Hannesson, bankastjóri með þá athyglisverðu hugmynd að setja þyrfti heimild í Iðn- lánasjóðslögin um að sjóðurinn veitti lán til iðnfyrirtækja, sem lítil stofnlán hefðu fengið, en ættu hús og vélar með litlum áhvílandi skuldum. Lagði hann til að sérstöku fé yrði veitt til Iðnlánasjóðs til þess áð mæta þesum þörfum og sjóðnum yrði beimilað að lána út á hús og vélar sem næmi allt að 30% af matsverði þeirra. Ekki er vafi á því að slik tO- högun mundi geta bætt veru- lega erfiða fjárhagsaðstöðu margra iðnfyrirtækja, en að sjálfsögðu er nauðsynlegt að sjá sjóðnum fyrir nægilegu fé til þess að mæta þessum þörfum. Mikil blaðaútgáfa vegna forsetakosninganna Stuðningsmenn Gunnars Thoroddsen I forsetakosning- unum hafa sent frá sér blað, er nefnist Þjóðkjör, blað stuningsmanna Gunnars Thorodddsen. 1 ritnefnd blaðs ins eru: Björgvin Guðmunds- son deildarstjóri, Hermann Guðmundsson framkvæmda- stjóri Hafnarfirði, Sigtryggur Klemenzson bankastjóri, Sig urður Bjarnason ritstjóri frá Vigur og Víglundur Möller skrifstofustjóri, sem jafn- framt er ábyrgðarmaður. — Framkvæmdastjóri er Örlyg- ur Hálfdánarson. í fyrsta blaðinu er ávarp til kjósenda frá stuöningsmönnum Gunnars Thoroddsens, þá er for ystugrein er nefnist Rök reynsl unnar og í blaðiö rita: séra Áre- líus Níelsson, Víglundur Möll- er, frú Elín Jósefsdóttir, Jón Kjartansson forstjóri, Gunnar Sigurðsson Seljatungu, Gísli Jónsson menntaskólakennari og Sigurjón Guðmundsson for- stjóri. Þjóðkjör er fjórar síöur, prent að I Kassagerð Reykjavíkur. Af greiðsla blaðsins er að Aðal- stræti 7, en ritstjórnarskrif- stofa er að Pósthússtræti 13. \ Einnig er komið út „Unga fólkiö“ málgagn ungra stuönings manna Gunnars Thoroddsens. 1 blaðinu er greint frá stofnun samtaka ungs stuðningsfólks Gunnars Thoroddsens í Reykja- vík. í 1. tbl. „Unga fólksins" er sagt frá nokkrum æviatriðum Völu og Gunnars Thoroddsens. Jón Ögm. Þormóðsson laganemi ritar greinina Forsetaembættiö i hnotskurn og Ömar Þ. Ragnars son skrifar þátt ,sem hann nefn ir íslendingasögur hinar nýju, en þar er fjallað um „hina göf- ugu þjóðaríþrótt, kjaftasagna- listina." í ritnefnd 1. tbl. eru: Friðrik Sophusson. Helgi E. Helgason, Ómar Þ. Ragnarsson, Sigríður R. Sigurðardóttir og Þórður Áreliusson. Skrifstofa samtaka ungra stuðningsmanna Gunnars Thor- oddsens er að Vesturg. 17, sími 84520 og annast Baldvin Jóns- son daglegan rekstur hennar. Ragnar Jónsson í Smára, sem veitir kosningaskrifstofu dr. Kristjáns Eldjáms forstöðu, tjáði Vísi í morgun, að á mánudaginn mundi koma út blað stuðnings- manna Kristjáns. Það veröur sent inn á hvert heimili £ land- inu. Blaðið nefnist „30. júnl" og í ritnefnd eru: Jónas Kristjánsson magister, Bjami Vilhjálmsson, Ragnar Araalds, Hersteinn Páls son og Sigurður A. Magnússon. Afgreiðsla þess verður fyrst um sinn í Bankastræti 6 og sím inn þar er 83600. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.