Vísir - 05.06.1968, Síða 1
VÍSIR
58. árg. - Mlðvikudagur 5. fúni 968. - 121. tbl.
• Xtnndy skotinn 3 skotum í kosningnsföð sinni
í Los Angeles í morgun kl. 7.20 uð ísl. tímu
Árasarmadurinn hondtekinn — Fögnuður yfír sigri
Kennedys í forkosningunum hreyttisf í þungun
hurm
Þessa símamynd fékk Vísir um hádegið. Kennedy liggur á sjúkra
börum á gólfi Ambassadorshótelsins, þar sem skotárásin á hann
var gerð. Kross og talnaband hefur verið lagt ofan á hinn særða
mann.
Laust fyrir klukkan eitt í nótt að staðartíma í Los
Angeles (um kl. 7.20 að ísí. tíma) var Robert Kennedy
öldungadeildarþingmanni sýnt banatilræði. Var skotið
á hann þremur, í sumum fregnum segir fimm, skotum.
Kennedy hneig þegar niður og blæddi mjög úr sárum
hans, og var hann fluttur í skyndi í aðalsjúkrahúsið í
Los Angeles. Síðari fregnir hermdu, að hann lægi
milli heims og helju, og hefði kaþólskur prestur farið
tíi hans í sjúkrahúsið og veitt honum hinztu smurn-
ingu. Árásarmaðurinn var handtekinn, særður á fæti,
af skoti lífvarðar Kennedys.
Hér verða nú ra'ktar fréttir af
þessum hrj'ggilega atburði í sömu
röð og þær bárust.
í NTB-frétt snemma í morgun
segir, að Robert Kennedy hafi vef
ið skotinn niður í aðalkosninga-
stöð sinni í Los Angeles, laust eft-
ir að ljóst var orðið, að hann
hafði sigrað í forkosningu demo-
krata í Kaliforníu, en áður voru
kunn úrslit í forkosningu i Suður-
Dakota, en þar sigraði hann með
yfirburðum.
Menn voru mjög fagnandi vfir
þessum úrslitum og var Kennedy
að tala við samstarfs- og stiiðnings
menn sína, er skotið var á hann
hverju skotinu á fætur öðru. Sjón
arvottar töldu, að hann hefði feng
ið skot í hnakkann og á mjöðm,
og ef til vill hefði hann særzt af
þremur skotum. Hann hneig nið-
ur, en margir þeirra sem fagnað
höfðu fóru að gráta, og stundu
upp: Guð minn.
Rohert Kennedy
— stjórnmálamaðurinn — maðurinn ....
• Robert Kennedy er 42ja ára, 'S" • ---
Aðalstöðin er í gistihúsinu Hotel
Ambassador. Þar voru þrír læknar
og veittu þeir Kennedy fyrstu að-
stoð og hjálpuðu til að bera hann
út í sjúkrabílinn. Ethel, kona
yfirleitt miög dáður af almenn-
ingi, enda hefir hann marga sömu
kosti til að bera og John F. Kenne-
dy heitinn, forseti, bróðir hans, en
með þeim voru miklir kærleikar,
hans, sem er með barni kraup sem
snöggvast niður hjá manni sínum,
áður en hann var borinn burt. Hún
var nábleik og allir andlitsdrættir
sem stirðnaðir. „Það hlýtur að hafa
verið vitskertur maður'1, var kall-
að í þrönginni, er sjúkrabilnum
var ekið af stað, og ,,það Iftur út
fyrir að það sé lífsmark með hon-
um.“
Sjónvarpsmaðurinn Ron Schul-
mann segir, að Kennedy hafi ver-
ið á leið fram f eldhús, er þetta
gerðist. Maður nokkur steig fram
og hóf skothríðina. Maðurinn var
þegar handtekinn, særður af skoti
lífvarðar Kennedys, sem fvrr
var greint. Maðurinn er sagður hár
maðu vexti, hvftur. Annar maður
var handtekinn, að því er sagt var
f fréttum nokkru síðar.
Haft er eftir ýmsum sjónarvott-
um, þeim, er næstir voru, er Kenne
dy var borinn út i sjúkrabílinn, að
hann hafi þá verið með nokkurri
meðvitund, og tautað: „Er ekki
allt f lagi?"
Klukkan um hálftíu eftir íslenzk
um tíma barst frétt um, að lækn-
ar væru í þann veginn að hefjast I
handa um skurðaðgerð á Kennedy.
Var .búizt við, að hún mundi hefj-
ast eftir 5 eða 10 mínútur og
10. sfða.
og fyrir hann barðist Bobby með
oddi og egg, og varð svo dóms-
málaráðherra í stjórn bróður sins,
og gegndi því embætti með sæmd
og dugnaði. Eftir lát bróður síns
héfir hann haft að marki að verða
j forseti — og var alllengi búizt við,
| að hann mundi draga að gefa kost
1 á sér sem forsetaefni þar til 1972,
! en svo fór sem kunnugt er, og ó-
' þarft er að rekja, að hann ákvað
að gefa kost á sér sem forsetaefni,
I og mun hafa ætlað að McCarthy
| drægi sig þá í hlé, en það varð
| eigi.
| Enginn vafi er, að æskan dáir
1 Robert Kennedy, — hann er ung-
i legur, þótt hann sé kominn yfir
fertugt, glaðlyndur, áhugasamur
um mál æskunnar, en Boddy á sína
haturs- og öfundarmenn eigi síður
en bróðir hans Kennedy forseti átti,
meðal stjórnmálamanna og auð-
manna, og þeirra sem ekki vilja
unna blökkumönnum jafnréttis, en
eins og við Kennedy forseta bundu
blökkumenn meiri vonir við Bobby
en aðra.
Robert Kennedy er maður auð-
ugur. Gamli Kennedy faðir hans,
hafði hann sið að gefa börnunum
eina milljón dollara, er þau urðu
»-> 10. síðu.
Sibustu fréttir:
Aðgerðin
heppn-
aðist!
í þann mund, sem blaðið
var að fara í prentun, gaf
einn læknanna, sem skára
Kennedy upp, út þá yfir-
lýsingu, að skurðaðgerðin
hafi heppnazt mjög vel til
þessa. Var vonast til að
hann gæti náð sér að fullu.
Andardráttur hans og hjart
sláttur var mjög góður og
öll ósjálfráð viðbrögð eðli-
leg.
Halda átti áfrarn aðgerð-
um á Kennedy í a. m. k.
tvær klukkustundir.
ALLIR SLEGNIR ÓHUG
Vísir leitaöi til nokkurra valinna manna til þess að heyra
hvernig þeir höföu brugðizt við hinni hörmulegu fregn, að
Robert Kennedy hafi verið skotinn. — Viðbrögðin voru öll
á einn veg.
Allir voru slegnir óhug vegna atburðarins, en einnig vegna
þess að morðtilraunin virðist aðeins vera einn liður í þeirri
upplausn og ofbeldisæði, sem nú hefur gripið heiminn.
Karl Rolvaag,
ambassador Bandaríkj-
anna á íslandi.
My god has it happened again,
— guð minn góður hefur það
gerzt aftur var það fyrsta, sem
mér kom í hug, þegar ég heyrði
hin hörmulegu tíðindi. Aðeins
geðveikur maðtir gæti hafa gert
þetta. Við erum harmi slegnir,
þó við vonu mþað bezta. Þeir
eru nú að skera Robert Kenne-
dy upp.
Hann var skotinn tveimur
skotum. Annaö skotið situr í
höfuðkúpunni bak við hægra eyr
að og ætla þeir að reyna að ná
því út.
Ég held ekki að þetta hafi á-
hrif á opinbert lif i Bandarikjun-
um. Menn munu ekki hætta við
að leita frama í stjómmálaheim-
inum, þrátt fyrir endurtekin
morð og morðtilraunir á stjórn-
málamönnum.
Ástæðuna fyrir þessum atburð
um tel ég vera þá, að það hljóta
alltaf að vera margir geðveikir
menn i 200 milljóna þjóð.
Ingólfur Jónsson,
ráðherra.
|i
Mann hryllir við að það skuli
geta átt sér stað, aftur og aft-
ur. Það lítur út fyrir að skrfl-
mennskan vaði þarna uppi, en
uppreisnarandi og los virðist
vera að hvolfast yfir heiminn.
Þessi atburður getur hæglega
haft alvarlegar afleiðingar fyrir
10. síða.