Vísir - 05.06.1968, Page 4

Vísir - 05.06.1968, Page 4
s y „Þeir hafa um eins og skipti á kon- hrossum þar“ ☆ „Friðrik konungur ætlar að láta af konungdómi." Svo mátti lesa í danska Ekstrablaðinu á mánu- daginn. Hin blööin komu á eftir með svipaðar fuilyrðingar. Hvað er nú tíl í þessu? Svo virðist, sem konungurinn hafi velt þessu fyrir sér í fullri alvöru. Hann verður 70 ára hinn 11. marz næsta ár, og vill helzt hvila sig i ellinni. Eink- um þar sem hann ætti að geta fengið stjómvölinn í hendur Mar- gréti, dóttur sinni. Hún hefur líka fætt son. Friðrik hefur ekki gengið heill til skógar hin síðari ár, og hefur gigtin ætlað hann lifandi að drepa. Enginn veit, hversu alvarlega á að taka þessar sögusagnir. •••••••••••••••••••••••• Þegar Colin Hibbert, miðherji i knattspymuliði í Bretlandi, kvæntist Joan, æskuást sinni, fyr ir um fimm árum, fannst öllum það vel til fallið. Ári síðar gekk ritari knattspvmufélagsins, Vic- tor Stott, að eiga Yvonne, hina laglegustu stúlku, og virtust þau mjög hamingjusöm. Samt gerðist það fyrir nokkrum vikum, að þess ir karlar höfðu skipti á konum sín um. Frú Hibbert flutti inn á heimili herra Stotts, og frú Stott fluttist til herra Hibbert ásamt bömum sinum. Þegar þessi tiðindi spurðust, vörpuðu stuðningsmenn knatt- spymuliðsins öndinni léttar. Ásta brasið hafði haft slæm áhrif á ieik liðsins. Colm vildi ekki gefa knöttinn til Victors, og hinn síðar nefndi hafði ekki hug á að hjáipa Colin til að skora mark. Þannig stóðu leikar, er þeir ákváðu að hafa skiptin, en nú rík- ir eining i liðinu. Þeir hafa hætt að gefa knöttinn til mótherja, fremur en leika sín á milli. í fimm herbergja fbúð sinni við Refuge Street i þorpinu Shaw, skýröi Colin frá misheppnuðu hjónabandi sínu og blómstrandi bbert-hjónin og Stott-hjónin, væru ánægð með lffið. Þá kom Amor til skjalanna, og upplausnarinn- ar gætti jafnvel á knattspymuvellinum. ást. „í fyrstu virtist allt í lagi", sagði hann. „Við áttum tvö ynd- isleg böm, Carol (fjögurra ára) og Beverley (tveggja ára). Fyrir tveimur árum kynntust við Vic Stott og konu hans. Vinátta okk- ar Yvonne Stott var aðeins „plat- ónsk“ fyrst í stað, en þá gerðist ég miðherji Múbbsins. Vietor Var ritari hans og lék með liðinu, þeg- ar þurfti". Colin, sem er vörubif- reiðastjóri aö atvinnu, sagðist hafa gripið tækifærið, er kona hans var að vinna, og boðið Y'vonne heim. Hann tjáði henni ást sina, og þau tóku að eiga samfundi á laim. Það var merkileg tilviljun, að samtímis fékk Victor ást á konu Colins. Hann skýrði frá því á heimili sínu við Oswald Street í sama þorpi, að hann hefði fundið ást sína á Joan Hibbert kvikna í nóvembermánuði síðast liðnum. „Við höfðum öll fjöguT verið að skemmta okkur kvöld eitt og fómm í félagsklúbbinn, er á leið nóttina. Þá leit ég á Joan og fann, að tilfinningar okkar voru gagnkvæmar. Við sögðum ekk- ert, en ég vissi, að ég elskaði þessa konu.“ Joan Hibbert lagðist upp að Vic tor og sagði: „Ég vissi það strax frá okkar fyrstu kynnum, að ég ■ var ástfangin af Vic.. Það var • vo.ðalegt, þar sem ég var þá þift ' mapni, sem ég elskaði ékki leng- v ur, og við þufftum áð táka tifllf til bamanna. Samt ákváðum við, að við skyldum halda áfram að hittast á laun, og reyndum að ■ halda sambandi okkar leyndu, unz við hefðum kjark til að skýra frá málavöxtum. Hefðum við vit- að, hvað fram fór á milli eigin- manns míns og konu Victors, þá hefðum við sparað okkur miklar sálarkvalir. Er ekki sagt, að ást- in sé blind.“ Spennan milli þessara tveggja hjóna magnaðist, svo að hennar fór að gæta á knattspyrnuvell- inum. Karlmennina fór að gruna, að ekki væri allt með felldu, en þeir komust ekki að sannleikan- um fyrst i stað. „Ég sá að mér geðjaðist illa að Vic Stott“, sagöi Colín, ,,og ég gat ekki fengið af mér að spyma til hans í leik. Það var eins og við revndum að hunza hvor ann- an eftir megni. Það kom að því, að ég varð að skýra Joan frá þessu öllu, en ég fékk ekki tæki- færi til þess, þar sem kona Vics hafði sagt honum alla sóiarsög- una. Þannig kom þetta allt frani í dagsljósið." Hvað gerðist næst? „Við héld- um toppfund", segir Yvonne, sem er tveggja bama móðir, „við hitt umst öll fjögur og skildum, að ekki mátti við svo búið standa. Við komum okkur saman um, að ekkert eitt okkar ætti sök á þessu og bezt væri að slíta samvistum. Þá hirtum við bara dótið okkar og skiptum um. Sama sagði Joan Hibbert: „Ég elska Victor. Ekkert fær því breytt. Bömin verða fljót að gleyma.“ Bæði Victor Stott og frú Híbb- ert sækja um skilnað. Á knatt- spyrnuvellinum hefur allt fallið í ljúfa löð! Nú vita allir, hvernig staðan er. • íslendingar og hafið Ég brá mér á hina miklu sýn- • ingu í Laug'ardalshöllinni á J hvítasunnudag, sem nefnd hef- t ur verið Islendlngar og hafið. 9 Sýning þessi er að mörgu leyti • bæði fróðleg og skemmtileg, þó J að vafalaust megi að mörgu • finna. En sýning þessi veitir e miklnn fróðleik, sérstaklega um 2 fortíðina. Nútiminn kemur • helzt fram i sýningarstúkum ein • stakra fyrirtækja, iem sýna vör 2 ur sýnar f auglýsingaskyni. Eru • margar stúkur sýningaraðiianna 2 frumlegar og fróðlegar, og aug- • Iýsendum til sóma, en hiá öör- • um er það næsta bágborið. Auk 2 þessa saknar maður stórra fyrir • tækja í sjávarútvegi, sem koma 2 svo mjög við sögu íslenzks sjáv • arútvegs á seinni árum, að slík • sýning verður vart haldin, án 2 þess að slíkir aðilar láti sjá slg. • Einnig vantar þátttöku ýmissa « sjávarútvegsbæja, sem hafa • hyggt tilveru sina hingað til ein- • Eöngu á sjávarútvegi, en af ein- hverjum orsökum hafa þessir bæir ekki séð sér fært að vera með. Má í þessu tilefni minnast á mestu verstöð iandsins, Vest- mannaeyjar, Hafnarfjörð, sem löngum hefur veriö mikill út- vegsbær, ennfremur vantar hin ar miklu verstöðvar á Suður- nesjum. Hins vegar er sá hluti sýning- arinnar, sem sýnir gamla tim- ann, sá hlutinn sem er sögu- sýning, stórfróðlegur, enda koma vel fram þau miklu bylt- ingarskeið, sem komið hafa i útgerðarmálum íslendinga, fyrst með komu þilskipanna, og síð- an með komu togaranna. Nú- tímanum eru gerð einna minnst ' skil. En þessi sýning færir áhorf- andanum heim sanninn um þýð- ingij sjávarútvegsins og hinn mikla þátt sem hann á 4„allri okkar uppbyggingu. Án sjáv- útvegs hefði aldrei þröazt nein menning á íslandi. Á þessari niiklu sýningu er fjöldi gripa, sem eru hrein iista- smíð, sem draga að sér athygli sýningargestsins. Flestir þess- ara gripa eru fengnir að láni úr mörgum áttum frá velvilj- uðum aðiluni, sem viljað hafa leggja sitt af mörkum til að gera þessa sýningu sem vegleg asta. Margt af því sem þarna gleður augað, vekur til um- hugsunar um það, hve brýnt það er, að hið fyrsta verði lögð drög að sjóminjasafni á íslandl. Væri það mjög athugandi fyrir Sjómannadagsráð, sem á heið- urinn af þessari sýningu, hvort ekki einmitt sá ágæti aðili ætti aö ríða á vaðið og leggja drög að sjóminjasafni. Sjómannadagsráð hefur reynzt mikilvirkur og velvirkur aðili í þjóðlífinu, og má þar minnast þess sem hæst ber, Dvalarheimilis aldraðra sió- manna, sem er miklð átak og glæsilegt. Þetta siðasta átak Sjó mannadagsráös, sýningin í'Laug ardalshöll, er að að mörgu leyti glæsileg sýnlng og fróðleg, sem viðkomandi aðilar eiga þakkir skiliö fyrir að hrinda i fram- kvæmd. Slikar sýningar krydda mikið upp á hversdagslífið og opna augun fyrir uppbyggingu og þróun okkar þýðingarmesta atvinnuvegar í gegnum árin, sem öll hafa ekki verið góð og hagstæð. Það er nauðsyn atvinnuvegunum að minna á sig, erfiðleika og þýðingu, þvi að frá atvinnuvegunum iiggja þræð imir út til fólkslns sjáifs, móta það og menningu jjess. Sterkir undirstöðuatvinnuvegir hljóta ætíð að vera stuðlar annarrar menningar í landinu. Ég vil hvetja fólk til að sjá þessa sýningu, hún er vel þess virði. Fyrir ungt fólk er hún margra kennslustunda virðl, i sögu þjóðarinnar og þróun at- vinnuveganna. Ég staldraði i þrjár klukkustundir á sýningu þessari og var sá tími Hðinn áður en varði. Þrándur f Götu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.