Vísir - 05.06.1968, Page 8

Vísir - 05.06.1968, Page 8
B V1SIR . iVHðvikudagur 5. júnf 1968. VISIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Kennedy skotinn Robert Kennedy öldungadeildarþingmaður liggur, ( þegar þetta er ritað, milli heims og helju á sjúkrahúsi / í Los Angeles. Enn hefur það gerzt í Bandaríkjunum, ) að gripið hefur verið til byssunnar til að þagga niður ) í einum bezta syni þjóðarinnar. Þessi frétt barst á \ svipstundu í morgun eins og reiðarslag um allan hinn ( siðmenntaða heim. Hvar ætlar þetta að enda, spyrja i menn. ) Morðið á bróður Roberts, John F. Kennedy forseta, ) er mönnum enn í svo fersku minni, að það er eins og ) það hafi gerzt í gær. Sá atburður var mesta áfall, sem ( bandaríska þjóðin og allur hinn vestræni heimur hafði ( orðið fyrir í langan tíma, og raunar fyrir alla heims- / byggðina. ) Á sínum tíma voru miklar vonir bundnar við John ) F. Kennedy. Hann var maður hins nýja tíma, maður, \ sem nútímafólk um allan heim gat skilið. Hann flutti ( með sér ferskan blæ, bæði í bandarísk stjórnmál og al- ( þjóðastjómmál. Stjórnartími hans var líka farsæll, en / því miður skammvinnur. Byssukúla batt endi á líf ) hans, þegar hann var í heimsókn í Dallas. ) Á sama hátt átti að fara með Robert Kennedy í \ morgun. Hann er að flestu leyti tákn sömu hugmynda ( og hugsjóna og bróðir hans. Undanfarið hefur hann ( barizt fyrir því að ná útnefningu sem forsetaefni / demókrata fyrir kosningarnar síðast á þessu ári. Hann ) var einmitt að fagna öruggum sigri sínum í prófkosn- ) ingunum í Kaliforníu og Suður-Dakota, þegar skotin \ riðu af. \' Robert Kennedy er umdeildur maður. Margir eru /j afar andvígir honum á sama hátt og margir dá hann i, takmarkalaust. En hann er örugglega bæði hugrakkur ), og einbeittur maður, eitt bezta forsetaefni Bandaríkja- y manna. Hann hefur ákveðnar stjórnmálaskoðanir, \ ekki síður en bróðir hans hafði. Um það vitnar m. a. ( bókin, sem hann gaf út um Vietnam-styrjöldina. Lík- ( lega er bókin með því skynsamlegasta, sem skrifað ) hefur verið um þau vandamál. Sem dómsmálaráð- ) herra í stjóm bróður síns öðlaðist hann einnig virð- } ingu margra fyrir einbeitta afstöðu í jafnréttismálum \ og öðrum réttlætismálum. Hann er hreinn og beinn \\ stjórnmálamaður. ( Á svipaðan hátt og séra Martin Luther King, sem ) myrtur var fyrr í vor, er Kennedy ástmögur hinna ), miður settu í bandarísku þjóðfélagi. í honum eygja ) þeir von í hinu góða réttlætisþjóðfélagi, sem svo vel 1' er lýst í stjómarskrá Bandaríkjanna, einu merkasta ( riti allra tíma. ( Frú Ethel, kona Kennedys, á nú von á ellefta bami ) þeirra hjóna. Þessi fjölmenna og frjálslynda fjölskylda ) bíður milli vonar og ótta um afdrif heimilisföðurins. ) Hið sama g;rir öll bandaríska þjóðin, — og við öll. (| ■ Kosningar eiga fram aS fara I Frakklandl 23. júni elns og hermt hefur veriS f fréttnm og kosningabaráttan er hafin. Lik- ur eru sagSar, aS Gaullistar og bandalagsflokkar þeirra sam- fylki gegn kommúnistum, sem hafa hafnaS samstarfi f kosn- ingunum viS vinstri mlSfylking- una. Og svo horflr, þðtt megin- atriSiS aS bjarga efnahagn- um, innanlandsfriSi og öryggi og þar meS framtiS landsins, verSi mest deilt á yflrborðinu aS minnsta kosti tun þann „algera kommúnisma", sem de Gaulle forseti ræddi um f hinni sögu- iegu ræöu sinni, á dögunum, er hann boöaöi, aS hann segði ekki af sér. XJann sýndi þá enn einu sinni, maður nær áttræðu, að kjarkurinn var óbilaður, og að hann var reiðubúinn að leggja álit sitt og heiður og framtið sem forseta undir dóm þjóðar- innar. Og slíkt hugrekki, þol og skyidurækni virða menn jafnvel andstæðingar hans, þótt þeir vilji hann feigan sem forseta og hann og flokk hans frá völd- um. Og það má fullyrða, að þeg- ar de Gaulle flutti þessa ræöu sína, talaöi hann á því máli sem andstæðingarnir skildu. Þeir vissu opp frá þeirri stundu. að minnsta kosti stjóm- málaflokkarnir og leiðtogar þeirra öðrum framar að það yrði á kjördegi, sem „barizt" yrði um það, sem á milli ber. Það var eftir að de Gaulle flutti áðumefnda ræðu sína, að kröfugöngum og látum fór að linna, þótt stúdentar héldu á- fram kröfugöngum og mótmæl- um. en leiötogar kommúnista hvöttu sína menn til þess aö hætta þátttöku í kröfugöngum stúdenta, og boðuðu að vísu að verkföllum yrði haldið áfram þar til samningar næðust um kröfur þeirra. Og á samkomu- lagsumleitunum hefur ekkert lát orðið og Htið lát á verkföllum, en það er þessa dagana sem á reynir með það, hvort menn fara að vinna aftur, og það em þvl örlagaríkir dagar nú í Frakk- landi — þar sem efnahagur landsins er í svo mikilli hættu, að það myndi taka marga mán- uði eða lengur, að rétta allt við, þótt menn almennt hyrfu til vinnu sinnar. Ein hin mikilvægasta frétt, sem .orizt hefur um samning- ana, er sú sem barst í gær um að jámbrautastarfsmenn og stjórnin hefðu gert með sér bráðabirgðasamkomulag um meðalkauphækkun 13% — en hinna lægst launuðu um 17 af hundraði, og um þetta átti að fara fram atkvæðagreiðsla I gær De Gaulle. Örlagaríkir dagar í F rakklandi (er þetta er skrifað). Samþykki verkamenn samkomulagið horf- ir vafalaust stórum betur um, að fleiri semji, þótt sums staðar kunni verkamenn enn að halda fram kröfum, sem atvinnurek- endur telja sig ekki geta orðið við. Þótt hvorki hafi gengið eða rekið á samningafundum, þar til áðumefnt bráðabirgðasamkomu- lag náðist, er rétt að minna á að alltaf hafa þeir verið að ræð- ast við fulltrúar verkalýðsfélag- anna, atvinnurekenda og ríkis- stjómarinnar, og auðsæilegt, að ráðamenn á svlði efnahags- og atvinnulífs finna til ábyrgðar sinnar, og það nær til kommún- ista sem annarra. í brezka út- varpinu var sagt i fyrirlestri fyr- ir skömmu, að það bæri að við- urkenna, að kommúnistaflokkur- inn franski hefði á sfðari árum komið fram af ábyrgð og vissulega tóku leiðtogar hans skynsamlega stefnu, að sætta sig við að málin væm lögð fyrir þjóðina I kosningum, að haldið yrði áfram að semja um kaup- gjaldsmálin og kjör verkamanna yfirleitt — og með þvf að hvetja sína menn til þess að hætta þátt- töku I mótmælagöngum stúd- enta, en af stúdentum viröist nú allmjög dregið, þótt þeir hafi aö vísu haldið áfram kröfugöng- um, en svo virðist sem þeir sjálf ir og aðrir séu famir að þreytast á þessu, og umbótum hefur þeim begar verið lofað svo að ekki verður annað sagt en að komið hafi verið til móts \ið þá. Vafalaust em ýmsar kröfur þeirra réttmætar og er það og viðurkennt, en mörgum finnst að þeir ættu að gera hlé á öllu brölti, og blða um stund efnd- anna. Þeir vita hvort eð er ekki hverjir fara með völdin að kosn- ingum loknum og því ekki tii hverra á að gera kröfur um efndirnar. Eftir ræðu de Gaulle forseta fóru fylgismenn hans á stúfana og kröfugangan f París honum til stuðnings (og göngur síðar i fleiri borgum landsins) voru eft- irminnilegar, og það kom þá i Ijós, að margur maðurinn sem venjulega lítur allt prósessíu- brölt fyrirlitningaraugum, fór á stúfana hinum aldna, vígreifa forseta til stuðnings, og þaö var kapp I hvers huga og fjör, Marseillais-inn sunginn við raust og nú var loks haldin kröfu- ganga, þar sem ekki voru rauö- ir fánar á lofti, heldur tricolor- inn — þrfliti þjóðfáninn. Um það kann að vera mikið deilt á næstunni hversu hyggi- legt það hafi verið af de Gaulle að gera það að stórmáli I kosn- ingabaráttunni hvort stefna kommúnista, sem hann kallar „algeran kommúnisma", eigi að verða ráöandi eða ekki. En hvað sem um þetta allt má segja er það víst, að jafnvel þótt verkföllum linni, verða það ör- lagaríkir dagar, sem fram undan eru I Frakklandi, að minnsta kosti fram yfir kosningar — ef til vill lengur. I rauninni velt.u’- allt á að efnahagnum verði Rom- ið á réttan kjöl og innanlands friðurinn verði tryggður.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.