Vísir - 05.06.1968, Side 9
V1SIR . Miðvikudagur 5. júnf 1968.
9
MENN STÓÐU Á KAFi í SJÓ VIÐ
AUSTUR-EN VÉLIN GEKK SAMT
T eggi maöur leið sína niöur að
höfninni á Akranesi um það
leyti sem fiskibátamir koma að
landi, veitir maður því athygli
að bílamir sem aka upp farmin-
um staðnæmast fyrir framan
lftinn skúr, sem stendur þar
nokkuö ofan við hafnarbakkann.
Þarna er afli bátanna veginn
áður en hann er lagður inn til
vinnslu hjá fiskverkunarstööv-
unum.
Þama getur aö líta háan,
roskinn mann hélaðan um hár
og hógværan á svip. Er þar
Siguröur Vigfússon, sem nú um
14 ára skeið hefur haft það
starf á hendi að fylgjast meö
aflabrögöum þeirra, sem sækja
til fiskimiða frá Akranesi. Þvi
auk þess aö vera vigtarmaður
er hann einnig trúnaðarmaöur
Fiskifélags íslands þar á staðn-
um. Mín meðfædda forvitni
ræður þar um að ég smokra
mér inn f skúrinn til Siguröar
og inni eftir, hvort ekki sé hann
fáanlegur til að rabba viö mig
smástund. Hann tekur þessu
ekki ólíklega, en segir þó að
lítið tóm muni gefast meðan
bátamir séu að afferma. — Ég
sætti mig við þessi málalok,
því ég þykist vita til hvers
muni draga og nú sit ég hér í
notalegri stofu á heimili Sig-
urðar og konu hans Jónínu
Eggertsdóttur og læt mér líöa
vel.
— T>ú ert Akurnesingur, Sig-
urður?
— Já, fæddur og uppalinn
og hef verið hér allan minn
aldur, sem nú er jafnhár og ár
aldarinnar em mörg. Foreldr-
ar mínir, Vigfús Magnússon og
Gróa Sigurðardóttir vom bæði
af borgfirzkum bændaættum, en
byrjuðu þó sitt samlíf hér á
Akranesi. Faöir minn stundaði
sjó og reri flestar vertíöir frá
Akranesi nema þá síðustu, þá
réðist hann á „kútter" frá
Reykjavík, er Svanur hét, á
honum var yfir 20 manna áhöfn
og margir hásetanna héðan.
Þeir voru að byrja túr. Þetta
var á vertíðinni 1912, komu sem
snöggvast hér á höfnina, en
héldu svo út og suöur fyrir
land. Skömmu eftir að þeir
voru famir gerði ofsa landsynn-
ingsveður og hörkubyl. Þegar
suöur á Eyrarbakkabugt kom,
lenti Svanur í árekstri við
franska skonnortu, með þeim
afleiðingum að nokkur hluti
skipshafnarinnar drukknaði.
þar á meðal faðir minn.
TVTú stóð móöir mín uppi með
okkur þrjá drengi, þann
elzta 14 ára. Hann fór í Hjaröar-
holt til séra Ólafs, en við tveir
þeir yngri ólumst upp heima.
Móðir mín var dugleg, og við
fórum snemma að vinna bræð-
urnir, annað gilti ekki þá. Flest
sumur fram að 16 ára aldri var
ég í sveit, svo í skóla og vinnu
eftir því sem til féll og við varð
komið yfir veturinn. Oddur
Sveinsson hafði stofnsett hér
unglingaskóla, og þar naut ég
kennslu tvo vetur eftir ferm-
ingu. Réðist síðan til Haraldar
Böðvarssonar, sem þá hafði
verzlun og útgerð í Sandgerði,
og vann hjá honum við verzlun
og ýmis afgreiðslustörf i þrjú
ár.
— Fórst bú aldrei til sjós?
— Jú, ég stundaði sjó sumar
og vetur í fjögur ár og var þá
alltaf með sama skipstjóra, Ár-
manni Halldórssyni, héðan frá
Akranesi. Frá 1923—1927 var
ég verzlunarmaður hjá Guðjóni
föður Elíasar, sem nú hefur
verzlunina Staðarfell hér á
Skaganum. Svo byrjaði ég að
verzla sjálfur og hélt því óslitiö
til 1953.
w
fvernig var að verzla á
þeim árum?
— Þaö mátti heita gott, en
svo keypti ég ásamt öörum
línuveiðarann Andey 1931. Þaö
gekk sæmilega til að byrja með.
Þá fengum við annan norskan,
sem Olga hét, en við skiptum
um nafn og kölluðum ,,Goluna“.
En nú fór að síga á ógæfuhlið
og 1936 rann allt út í sandinn
og útgerðin gafst upp. Var þá
ekkert eftir nema tapiö þegar
upp var staðið. Verzluninni hélt
ég þó áfram en varö nú að vera
í leiguhúsnæði, sem ég þó mátti
láta af hendi 1953 vegna þess
að eigendumir tóku það til
eigin afnota. Þá var ég beðinn
að taka að mér vigtina, svo ég
hugði þá ekki frekar til verzlun-
arreksturs.
— T>ú hefur sem sagt alizt upp
með þróun Akraness úr
smáfiskiþorpi f blómlegan bæ?
— Já, það var hvorki mann-
margt eða reisulegar byggingar,
aðrar en þær sem heimiliö þá
helgar sér.
— Héðan hefur ávallt verið
mikil útgerð?
— Já, á meðan bátarnir voru
smærri, frá 20—30 tonn eða
um það leyti sem ég byrjaði
starf mitt hér viö vigtina, voru
héðan 25 bátar, af þeim flota
átti Haraldur Böðvarsson &
Co 12. Nú ganga héöan 15 bát-
ar frá 60—350 tonn að stærð,
átta þessara skipa tilheyra fyr-
irtækinu Haraldur Böðvarsson
& Co. Þar að auki gengur nú
héðan einn togari.
— HVenær *-e^ur aö hafi
verið mestur uppgangs-
tími á Akranesi.
— Árin frá 1940 og fram til
• VIÐTALl
DAGSINS1
„... en sé þó hattinn hans
fljóta rétt við borðið, sting
þá hendinni niður í sjóinn og
allt upp að öxl og næ þá f
jakkalafið.“
er við Sigurð Vigfússon vigtmann, sem hefur
séð Akranes vaxa i 4000 manna bæ
þegar ég fyrst man þennan bæ.
Lending var oft brimasöm og
erfitt að koma að. Þó man ég
ekki að slys hafi orðið hér bein-
línis vegna landtöku, en meðan
bátum var lagt hér á Lamb-
húsasund, rak þá marga upp
í hleinarnar, þar sem þeir lösk-
uðust meira og minna?
— Nú er Akranes orðinn bær
með yfir 4000 íbúa, ekki eru
þetta allt uppfæddir Akurnes-
ingar?
— Nei, hingað hefur flutzt
margt fólk, sérstaklega af Vest-
fjörðum og Ströndum. Fyrst
komu menn til sjóróðra og svo
ílengdust þeir og þá komu fjöl-
skyldurnar.
— Hvemig hafið þið svo van-
izt þessum Vestfirðingum?
— Yfirleitt er þetta harð-
duglegt fólk. Margir hafá komið
hingað með léttan mal, en vax-
ið til bjargálna og bættrar aö-
stöðu. Á Akranesi hefur alltaf
fram á síöasta ár verið mikil
og góð atvinna, má segja að
hver hafi getað ráðið sínum
vinnudegi þess vegna, að verk-
efni hefur ekki skort. Þessi
miklu verkefni sem fólki hefur
boðizt eru ef til vill orsök þess,
hve örðugt virðist að halda uppi
félagsstarfsemi hér í bænum.
Fólkið gefur sér fáar frfstundir
1960 má ýkjulaust kalla upp-
gangs- og athafnatímabil f þess-
um bæ. Fólkinu fjölgaði ört, fyr-
irtæki risu upp og efldust. Þá
stóðu í fararbroddi menn eins
og Haraldur Böövarsson, Sig-
urður Hallbjamarson og eig-
endur Heimaskaga og Fiskivers.
Fyrirtæki þessara manna stóðu
föstum fótum í bænum. Sum
þessara fyrirtækja eru nú ekki
lengur til, önnur hafa dregið
saman seglin og berjast við erf-
iðar aðstæður. Langstærsta
fyrirtækið hefur verið og er
ennþá Haraldur Böðvarsson &
Co. Þá hafa einnig eflzt hér til
stórra athafna fyrirtæki eins
og Þorgeir & Ellert sem nú hafa
á annað hundrað manns f vinnu,
og Þórður Óskarsson, geysi-
duglegur maður, sem nú hefur
nýlega komiö hingað með
stærsta fiskibátinn og á annan
fyrir. Það að Sementsverksmiðj-
an var reist hér hefur verið
mikill hagur fyrir kaupstaðinn.
— Ertu þá ekki bjartsýnn á
framtíðina?
— Mér sýnist að horfur á
vaxandi eða endurheimtri vel-
megun útgerðar hér frá Akra-
nesi séu ekki nægilega góðar,
valda því minnkandi aflabrögð
og nú síðast verðfall afurða. Þó
er það álit mitt að víða muni
örðugra upplit til framtíðarinnar
en hér.
— T''etur þú ekki sagt mér
einhverjar smásögur
frá volki sjóferða eða uppvaxt-
aráranna, svona seni rúsínur í
pylsuendann?
— Ég hef nú sjaldan i svaðil-
förum lent, sem í frásögur er
færandi, enginn sem eitthvað
fæst við sjó, kemst hjá því aö
sjá brotna úr báru. — Eitt árið
mitt til sjós, var ég á 10 tonna
bát, sem annaðist fiskflutninga
milli Akraness og Reykjavfkur.
Einu sinni, þegar viö vorum
að koma að sunnan með fulla
lest af salti, kolapoka og gríðar-
mikið eikarkjaltré á dekki, gerir
á okkur norðan öskurok og gadd
um það bil sem við erum komn-
ir út fyrir eyjamar. Kemur þá
allt í einu leki að bátnum. í
bonum var aðeins handdæla með
leðurhosu, en áður en langt leiö
varð hún óvirk vegna saltsins
sem f hana kom. Var það þvf
okkar þrautaráð að ausa með
fötu sjónum upp af svinghjólinu.
Öllu sem á dekki var ruddum
við fyrir borð. Þrátt fyrir það
þótt heita mætti að við værum
alltaf á kafi í sjó, gekk vélin.
Þetta var 10 ha. Dan. Eftir
31/2 tfma komum við á Akranes,
var þá ekki annað eftir af farm-
inum en ofurlítil salthrúga f
lestinni.
T annað skipti lágum við f
Reykjavfkurhöfn og höfðum
dálitla „jullu“ fyrir léttbát. Um
kvöldið þegar myrkt var orðið
komu tveir menn fram á bryggj-
una, biður annar þeirra okkur
að skjóta sér um borð í skip,
sem lá utarlega á ytri höfninni.
Ekki voru menn nú almennt
fúsir fararinnar og vísaði hver
frá sér. Það varð svo úr að ég
gaf kost á þessu, því maðurinn
kvaöst mundi borga vel fyrir
greiöann. Vel sá ég að eitthvað
mundu þeir félagar hafa verið í
gleðinni áður en þeir gengu til
skips, en fékkst þó ekki um.
Veður var mjög gott. Farþegi
minn stígur út í „julluna" og
við leggjum af stað. Hann situr
aftur á en ég ræ. Allt í einu sé
ég að hann tekur bakfall og
steypist f sjóinn. Verður mér
nú ekki um sel en sé þó hattinn
hans fljóta rétt við borðið, sting
þá hendinni niður f sjóinn og
allt upp að öxl og næ þá f
jakkalafið. Ekki veit ég hvað
þvf olli að ég gat dröslað hon-
um upp f „julluna", tel ég mig
sjaldan hafa komizt í mannraun
meiri, því maðurinn var bæöi
hár og digur. Við skipshlið
fannst mér liggja nærri að illa
færi en svo var þó ekki, og þá
var að bíða launanna .Eftir að
hafa leitað í ölium vösum, gat
hann reytt saman 13 krónur og
það urðu verkaláun mfn.
En þar sem hann stendur
þama á dekkinu kollvotur og
ekki beint kempulegur, verður
honum að oröi: „Hvað ætli
kærastan mín segi þegar hún
sér mig svona verkaðan*1.
Við þvf gat ég vitanlega engin
svör gefið.
— Jæja, Sigurður, og svo að-
eins eitt aðlokum:Hvemigfinnst
þér starfið sem þú nú gegnir?
— Ég kann þvf vel. Það er
Iffrænt og skemmtilegt, þvf
marga bittir maður að máli.
Þ. M.
„Hvernig finnst yður
fiskimjölskexið og pyls-
urnarir'
Við hittum nokkra Reykvík-
inga inni f Le.ugardalshöll þar
sem þeir voru að bragða á pyls-
um og kexi, blönduöu fiskimjöli
og spurðum þá hvernig þessi mat
ur bragðaðist.
Kristinn Valtýsson. „Mér finnst
þessar pylsur bara alveg eins
góðar og venjulegar pylsur, en
ég er nú ekki farinn aö smakka
á kexinu."
Sigríöur Einarsdóttir: „Þær erú
hreint ekki sem verstar þessar
pylsur og líklega er þetta bara
nokkuö sniöugt. Kexið er lfka á-
gætt.“
Þóra Jakobsdóttir: „Mér finnst
kexið reglulega bragðgott, og jafn
ast á við bezta venjulegt kex.
Pylsurnar finnst mér líka mjög
góöar.“
Seima Marteinsdóttir: „Mér finnst
kexið sérlega gott, en pylsúrnar
ekki eins góðar, en þó ekki bragð
vondar.“
Björn Ómar Jónsson: „Þetta er
bý.sna bragðgott, en ég verð að
segja að mér finnst nú kexiö
béfra en pylsumar."