Vísir - 05.06.1968, Side 13

Vísir - 05.06.1968, Side 13
VISIR . Miðvikudagur 5. Júni 1968. 13 Sýningar á vori - 6. siðu. samhengi. Um málverkin og teikningamar verður það tæp- lega sagt Nýiega er lokið sýningum tveggja þekktra málara: Krist- jáns Davíðssonar og Valtýs Pét- urssonar. Báðir eru fljótvirkir og afkastamifelir — og ósparir á að kynna ateenningi verk sfn um leið og þau fæðast. En með þessum orðum eru lfka upptal- in flest eða öll sameiginleg ein- kenni þeirra. Sýning Valtýs var miklu yfirgripsmeiri. Til hægðar auka skulum við deila verkum hans niður í þrjá flokka. Hinn fyrsta nefnum við rómantfskar abstaksjónir, annan landslags- hngdettur og þriðja sölarlags- myndir. Ég dreg sfzt dul á, að það eru fyrstu flokkamir tveir, sem vert er áð nefna. Hínn þriðji stendur óralangt að baki — getur varla taiizt annað og meira en fyrstu skref nýrra land vinninga eða framsóknar. En nóg um það. Aftur á móti voru ' málverkin: Saga, Rökkur og Rauðka nákvæmlega á réttum stað í tfmarúminu.... enda lýstu þau upp veggfletina til beggja hliða. Þau minntu sterk- lega á ólgublandna heiðrfkju geómetrfunnar um 1950 og þátt Valtýs f innrás hennar. Eða er það kannski rauði liturinn f myndunum, sem kallar á viö- kvæmni, trega — þeytir okkur aftur í tfmann til löngu liðinna ára. Valtýr málaði bezt þá er hann Iagði rautt ofan á rautt eða svart við svart. Enn eru slíkir litir bergmál af hjartablóði hans. Mér hefur alla jafna fund- izt Valtýr snerta okkur samferða mennina dýpst þegar hann treystir handleiðslu forsjónar- innar í einu og öllu, gengur bein ustu Ieið að formi og litum en forðast ofhlæði, skraut og kokk- fceila listarinnar eins og heitan eíd. Sýning Kristjáns er eftirminni legust. Þó kom fátt í opna skjöldu. Eða eins og félagi minn sagði: Kristján var eins og ég hélt. Hvað hélt málarinn, hvem- ig voru myndir Kristjáns? Flest- ar nýjar og ferskar eins og skiss ur, gagnsæjar eins og hálfkarað verk, feitar eða örgrannar. Á mörgum dúkanna voru auðir blettir, sannkallaður leikvöllur hugarflugs okkar hinna, sem drógumst með f leikinn. Aðeins nokkur hluti tónanna hafði los- að sig við glæsileik fyrstu snert- ingar. Ef einhver hyggur að höf- undur pistilsins hafi ætlað að sýna fram á veikleika málarans með sfðustu línunum hér á und- an, þá fer hann sannarlega vill- ur vegar. Ég held einmitt, að { léttleiki rissins, skart túpu- eða blandaðra lita, sé styrkur Krist- jáns Davíðssonar. Fáir eða eng- ir málarar hér á landi nálgast r hann f slíkum brögðum, þvflík- | um töfrum. Hitt er annað mál, i að Kristián treystir um of á náttúruaðferöina. Sakir þess verða stundum til myndir, er samsvara hvorki gáfum hans né metnaði. Mér hefur orðið tíðrætt um hinar fögru myndir Krist- : jáns — litakrónur hans. En hann slær einnig dýpri strengi. Venju- lega kallar undirritaður slikar myndir: rammar — en málverk Kristjáns af þessari gerð eru miklu fremur: beisk. Stærsta verkið á sýningunni í Bogasaln- um er ákaflega beiskt og óneit- anlega gott dæfni um harmleiki líðandi stundar. Það er alls ekki f skjótri hreyfingu eins og svip- mynd. Það er engan veginn létt eða skrautlegt til jafns við opn- ur ævintýrabókanna. En veröld þessa dags hefur að einhverju leyti tekið sér bólfestu í hjarta þess. Getum við beðið um nokk- uð annað.... og meira? 500.00 krónu mappa Þelr áskrifendur Vísis, sem tiafa safnað „Vísi I vikuloldn" frá upphafi f þar til gerfia .nöppu, eiga nú 116 blaðsfðna bðk, sém er yfir 500 króna viröi. Hvert viðbótareintak af „Vísi í vikulokin“ er 15 króna virði. — > Gætið þess því afi missa ekki úr tölublað. Aðeins áskrifendur Visis fá „Vísi f vikuloldn“. Ekki er hægt að fá fylgiblaðið á annan hátt. Það er þvi mikils virði að vera áskrifandi afi Vísi. Gerizt áskrifendur strax, ef pér eruð það ekki þegarí Dagblaðið VÍSIR HÚSMÆDUR! TilboÖ óskast um sölu á eftirtöldu byggingar- efni í Tollstöðvarbyggingu í Reykjavík: 1. Hert, litað gler í utanhúss veggþiljur. 2. Tvöfalí samlímt rúðugler. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri. ÍBLJÐ TIL SÖLU Snotur hriggja herb. kjallaraíbúö til sölu við Lindar- götu. Sérlega hagstæðir skilmálar. Uppl. á matar- tímum í síma 83177. Aöalfundur Tollvörugeymslunnar h.f. verður haldinn í Sigtúni í dag, miðvikudag 5. júní 1968 og hefst kl. 20.30. Stjórain Póst- og símamálastjórnin óskar eftir tilboðum í byggingu stöðvarhúss á Skálafelli í Mosfellssveit. Útboðslýsingar verða afhentar í skrifstofn Tæknideildar á 4. hæð Landssímahússins eftir hádegi 5. júní 1968. Sknfstofubúsnæbi 20—30 ferm húsnæði óskast sem allra fyrst. Uppl. í síma 21365 milli kl. 14 og 18. ATVINNA MÁLNINGARVINNA Get bætt við mig utan- og innanhússmálun — Halldör Magnússon málarameistari, sfml 14064. BÍLAMÁLUN SKAPTAHLÍÐ 42 Sprautum og hlettum bfla. BARNAGÆZLA Barngóð 13 ára stúlka óskar eftir bamagæzlu á góðu heimili, ’ elzt f vesturborginni. Uppl. í síma 11976. HÚSRÁÐENDUR ATHUGIÐ Geri gamlar hurðir sem nýjar, skef upp og olfuber, hef olíu og lökk á flestar harðviðartegundir. Sími 36857.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.