Vísir - 06.06.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 06.06.1968, Blaðsíða 9
VISIR . Fimmtudagur 6. júní 1968. s EFTIR BANATIIRÆÐIÐ.... Fréttirnar hryggðu menn víða um lönd og vöktu megna fyrirlitningu Saga Kennedyættarinnar, saga sorga og sigra ¦ Saga Kennedyættarinnar er saga mikilla sigra einstakllnga, hún er saga um baráttu alla tíö, úr fátækt til auðs og valda, á sviði fjármála og stjórnmála, saga um menn, hvern af öSrum, er gnæföu upp úr, voru bornir forustumenn, en hun er líka saga mikilla áfalla, mikilla sorga. Ekki eru nema 4 ár og misseri betur síSan er John F. Kennedy forseti var myrtur f Dallas í Texas. T^yrsta mikla áfallið, sem for- eldrar þeirra bræðra Joseph og Rose og systkini þeirra uröu fyrir var, er Joseph Kennedy yngri beið bana, er fjugvél hans var skotin niður í síðari heims- styrjöld. Það var 1944 og gerðist þetta í Þýzkalandi. ' Mánuði síðar féll markgreif- inn af Harlington, eiginmaður Kathlyn Kennedy, í orrustu í Frakklandi. Árið 1948 lét Kathlyn lífið af völdum flug- slyss á Frakklandi. John forseti var skotinn til baná í heimsókn til Dallas 22. nóvember 1963. Edward öld- ungadeildarþingmaöur fyrir Massachusetts.'yngstur þeirra, slasaðist alvarlega 1 flugslysi fyr ir nokkrum árum. Sorgarefni mikið hefir það verið ættinni, að ein fimm dætra Rose og Josephs, Rose- mary, er andlega veikluð og dvelst jafnan i sjúkrahúsi fyrir andlega veiklaða. Árið 1955 létu tengdafor- eldrar Roberts - George Skakel og kona hans — lífiö I flugslysi. Svili Roberts, Dean Markhann, náinn vinur hans fórst í flugslysi. Bandaríski ambassadorinn i París, Sargent Shriver, og kona hans, Eunice, systir Roberts, hafa stöðugt samband við Hvita húsið. Enn sem komið er hafa þau ekki tekið ákvörðun um hvort þau fljúga vestur. Nokkrum klukkustundum eft- ir að Robert Kennedy var sýnt banatilræðiö lýstu ýmsir leiðtog- ar þjóða og aðrir leiötogar yfir, að þeir hörmuðu djúpt heiguls- og níðingslega árás á Robert Kennedy. Umsagnar málsvara Páls páfa var getið í blaðinu í gær, en hér eru ummæli ým- issa annarra, en þau komust ekki að þá. Giuseppe Saragat forseti Italíu harmaöi árásina sterkum orðum og kvað hana hafa verið geröa af illvilja og heiguls- hætti. Hann óskaði eftir að fá jafnharðan fréttir af líðan Roberts Kennedys. . Vegna fréttarinnar var mikiö fát á mönnum, er kjósa skyldi þingforseta. Leiðtogi kommúnista Pietro Ingao sagði, að vandamál vestra á sviði félagsmála og stjórn- mála, ej ágreiningur væri um, yrðu efcki leyst með fyrirlit- legum ofbeldisaðgerðum sem þessum. Antino Cariglio leiötogi jafn- aðarmanna á þingi sagöi: Vér erum allir haldnir fyrir- litningu á þessum atburði, sem er áfall og snertir samvizku hvers siðmenntaös manns. 1 Washington var Johnson forseti vakinn og honum sögð tiðindin. Engin tilkynning var birt þegar frá Hvlta húsinu. Eugene McCarthy keppinaut- ur Kennedys var nýháttaður í gistiherbergi sínu, er -honum voru sögð tíðindin. Hann klæddi sig þegar og fór niður í forsal gistihússins, þar sem ýmsir samstarfs- og stuðningsmenn voru. McCarthy „bað um einnar mínútna þögn", en sagði annars ekkert til þess að láta hafa eftir sér. 1 Moskvu var tilræðisins get- ið, án umsagnar. í Zurich féll Bandarikjadollar I hlutfalli við svissneska frankann um 30 stig (points). Um gervöll Bandaríkin og víðar komu út aukablöð og aukaútsendingar voru í sjón- varpi og útvarpi. Tilræðið hefir ollið sárri hryggð og hneykslan um gerv- alla Evrópu, segir í framhalds- fréttum NTB. Útvarpsstöðvar hættu venjulegum útvarpssend- ingum og birtu fréttir frá Los Angeles jafnharðan og þær komu. Sagt var frá horfum og líðan Kennedys með stuttu millibili. Meðal þeirra,, sem hafa for- dæmt morðtilraunina voru mál- svari Kristilegra lýön«öissinna í Vestur-Þýzkalandi og Walter Scheel leiðtogi Frjálsra lýðræð- issinna. Og i Los Angeles sagði blökkumaður með tárin í augun- um: „Hvað þýðir að reyna, hvað þýðir það?" Blökkumenn f Kaliforníu eru sagöir hafa stutt Kennedy svo vel í forkosningunni, að það hafi verið traustsyfirlýsing. Hann var skotinn nákvæmlega tveimur mánuðum eftir aö leið- togi blökkumanna dr. Martin Luther King var skotinn til bana í Memphis. Jacqueline Kennedy flaug í gær til Los Angeles Jacqueline Kennedy, ekkja Kennedys heitins forseta, flaug í gær til Los Angeles. 1 frétt um þetta frá New York segir, að hún hafi fariS þangað til þess aS vera f nálægð mágs síns. — Þegar John F. Kennedy var myrt ui var Bobby Kennedy mesta stoð hennar og stytta í harmin- um. —Myndin er af frú Kenn- edy og þeim bræðrum Robert og Edward (tv.) tekin 14/1 1964, f skrifstofu dómsmálaráðherra. Þetta var, er frú Kennedy kom fram opinberlega f fyrsta sinn Johnson á fundi með ráðunautum - McCarthy hætti v/ð kosningafero og öllum New York og skrifstofum i ' hundraðatah úti um sambands- kosningaáróðri i New York — Öryggisráðstafan- ir við heimili Kennedys fyrir utan Washington rfkið. Þá tilkynnti McCarthy, að hann hefði aflýst kosningaferöa- lagi til Seattle og að hann mundi eftír dauða manns hennar, en viS þetta tæklfæri þakkaSl hún öllum þeim, sem sent höfSu sam úSarskeyti og bréf til hennar og Kennedyættarinnar. halda aftur beina leið til Was- hington. Það varð kunnugt 1 gær, að lögreglan hefði gripið til víð- tækra öryggisráðstafana kring- úm heimili Kennedys, sem er skammt fyrir utan Washington. Ekki er kunnugt um hversu mörg hinna 10 barna hans eru heima, en lögreglan leyfir eng- um að fara inn á lóðina. ¦. Nánari og vafalaust réttari fréttir bárust sfðdegis í gær um viðbrögð Johnsons forseta, er honum var tilkynnt, að Ro- bert Kennedy hefSI verið sýnt banatilræði. Hann kvaddi þegar helztu ráðunauta sína á sinn fund og hófst sá fundur fáum mínútum síðar, að því er mál- svari f Hvfta húsinu sagSi. For- setinn gerSi ráSstafanir til þess aS fá jafnharSan fréttir um US- an Kennedys. Hubert Huhíphrey varaforseti, sem átti aö flytja kosningaræðu í Ctrlorado Sprints I gær, hafði stööugt samband við Hvíta hús- ið. Humphrey sagði, eftir að hann frétti um banatilræðið: „Við biðjum fyrir Kennedy öldungadeildarþingmanni og öðr um, sem þessi óhugnanlegi of- beldisverknaður bitnar á. Það er hræðilegt og hrollvekjandi, sem hefur skeð. Við vottum frú Kenriedy og börnum hennar dýpstu samúð. Af hálfu McCarthys öldunga- deildarþingmanns var hætt þeg- ar árdegis I gær allri kosninga- starfsemi í sambandsríkinu New York. Robert Kennedy er full- trúi þess í öldungadeild þjóð- þingsins. " Af þessari ákvörðun.,leiðir, að lokað verður 25 skrifstofum f JOHNSON FORSETI: BandaríkjaþjóðÍBi biður að Kennedy megi halda Síf i ¦ Johnson Bandaríkjaforseti lýsti í gær banatilræðinu viS Robert Kennedy sem harm- leik og sagðl ennfremur: „ÖM Bandaríkjaþjóðin biður þess, að hann megi lifa þetta af ...það eru ekki til orð til þess að lýsaþessum ðgnvekjandl við- burði. Hugir vorir eru hjá Kenn- edy og vér biðjum fyrir honum, konu hans og börnum, og öðr- um sem harmleikurinn bitnar á. Vér biðjum fyrir Iífi hans — Bandarfkjaþióðin öll, og vér biðj um þess, að ðsáttfý^i og ðvild og allt illt verði hrakið úr hjört- um mannanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.