Vísir - 06.06.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 06.06.1968, Blaðsíða 5
V í SIR . Fimmtudagur 6. júní 1968. mmm ^. . m------—X^.____________—— Saltfiskur á I spánska vísu og þortúgalska Tslenzkar húsmæður eru ekki sérstaklega hugmyndaríkar í matreiðslu sinni á saltfiski, og telst raunar til tíðinda ef hann er matreiddur öðruvísi en soöinn með kartöflum og feiti. Saltfiskur er fluttur út, t. d. til Spánar og Portúgal, og í þessum löndum er hann mat- reiddur miklu fjölbreyttari en við eigum að venjast. Á sýningunni „Islendingar og hafið" getur aö líta í bás Sölu- sambands íslenzkra fiskframleiö enda, myndir af nokkrum er- lendum saltfiskréttum, og feng- um við leyfi Lofts Loftssonar, verkfræðings hjá Sölusamband- inu til að birta uppskriftir af þessum réttum^sem hafa verið þýddar á íslenzku. Er hér aðal lega um að ræða spánskar og portúgalskar uppskriftir á „pott réttum", þar sem feiti, kartöfl- ur, tómatar og krydd er bakað með saltfiskinum og nefnast þessir réttir yfirleitt „Bacalo". íslenzkum húsmæðrum til frek- ari upplýsinga er rétt að geta þess að þaö er nauðsynlegt að útvatna saltfiskinn lengur, ef á að steikja hann, þar sem salt- ið lokast inni er fiskurinn kem- ur í feiti. Og hér eru svo upp- skriftirnar: Undirbúningur: Saltfiskurinn er skorinn f stykki, sem eru með roði eða eru roðlaus og allt að því bein- laus. Fiskinn á að útvatna í 1 til 2 sólarhringa (eftir smekk) og skal skipta oft um vatn. Látið fiskinn ekki liggja á botni útvötnunarkersins, því þar sezt saltið, en leggið hann á fat á hvolfi niðri í kerinu. Hálft kg af roð- og beinlausum fiski verð ur ca. % kg af útvötnuðum fiski, tilbánum í matmn. „Faldir fuglar" er ljúffengur skaftpottsréttur., 1 þann rétt þarf: % kg útvatnaöan saltfisk s/i kg kartöflur,! skorhar í sneiðar 1 rauðan og 1 grænan paprikuávöxt, skorna í hringi 2 lauka, skorna í sneiðar 2 tómata 1 lítinn pakka af grærium, djúpfrystum baunum salt 2 heil piparkorn steinselju 2 dl sojaolíu 2 dl tómatsósu 4 matsk. hvítvín. Aðferð: Fiskur, kartöflur og grænmeti er lagt i lögum í pottinn, kryddi og vökva hellt yfir og steinselju stráð ofan á allt saman. Síðan er potturinn settur í vel heitan bökunarofn og rétturinn bakað- ur f klukkustund. „Veizlu-bacalao" Þetta er viðhafnaruppskrift á saltfiskrétti, ætluð til nota í samkvæmum og nægileg fyrir 12 manns. Uppskriftin kemur frá Portúgal. Það, sem til þarf: V/2 kg saltfiskur, nægilega útvatnaður IVi kg hráar kartöflur i þunn um sneiðum V2 kg' laukur, saxaður smátt 1 flaska (% I) olívuolía 1 kg tómatar nýir (eða 1 dós niðursoðnir tómatar, t. d. Cirio) 1*4 dós (ca. 3 dl) papriku- ávöxtur 2 st spánskur pipar (má sleppa) 1 lítri tómatmauk paprikuduft steinselja. Aðferð: Hitið pottinn, hellið olíunni í og hitið hana. Brúnið laukinn Ijósbrúnan í olíunni. Takið ann- an pott og látið í hann ögn af smjöri, þar ofan á lag af fiski, síðan kartöflur, tómata, tómat- mauk, paprikuna og piparhulstr in tvö, sem skorin hafa verið í smábita. Sáldrið paprikudufti yfir og hellið síðan heitri olíunni með lauknum og safanum úr nið ursuðudósunum yfir. Hitið þetta upp í suðu, takið svo pQttinn af vélinni og setjið hann í'ofn- inn. Þar á rétturinn að krauma í iy2 tíma. Skreyta má meö eggjabátum, steinselju, ólívum eða nýjum paprikuávöxtum. Baccalá alla Portoghese. Það, sem með þarf: 750 g útvatnaður saltfiskur 200 g ólívuolla 5 til 6 matsk. hveiti 3 laukar 6 stórar kartöflur 2 matsk. edik 2 glös portvfn 1 hvitlauksbátur salt pipar paprika 2 matsk. maltbrauð Skreyting: Eggjabátar, svart- ar og grænar ólívur. Aðferð: Leggið fiskinn í pott meö köldu vatni, hitið upp í suðu, en þá er fiskurinn strax tekinn upp úr og látíð renna vel af honum. Veltið fiskinum upp úr hveiti og steikið hann gulbrún- an f heitri olíu. Færiö hann upp úr og haldið heitum. Skerið laukinn i þykka hringi, sem einnig er dyfið í hveiti og steikt Ii*i ljósbrúnir. Kartöflurnar eru skornar í sneiöar og steiktar i olíunni. Olían er blönduð port- víni, ediki og ofurlitlu af vatni, krydduð meö salti, pipar og papriku og einum mörðum hvít- laúksbáti, jafriast meö brauðinu og síðan soðin I 5 mínútur. Legg ið heitar kartöflur á framreiöslu fat, ásamt fiskinum, lauknum og ólivum. Soðinn saltfiskur eins og hann er framreiddur hversdagslega i Álasundi: Utvatnaður saltfiskur er sett- ur í pott með sjóðandi en ó- söltu vatni. Látið fljóta vel yfir. Látið suðuna koma upp á ný, veiðið froðuna ofan af, og látið fiskinn síðan liggja í vatninu i 15—20 mín. við mjög hægan hita, eða þar til hann er soðinn í gegn. Skreytiö fiskinn á fatinu með hökkuöum eggjum og stein selju, og berið fram með góðum skammti af eggjasmjöri, kart- öflum og ef ,til vill baunajafn- ingi. Ekki sakaði að bera með þessu ofurlítið af paprikuávexti. Soðinn saltfiskur eins og hann er boröaöur á Spáni: Fisk- urinn soöinn eins og lýst er að ofan. Borðaður meö olfusósu (mayonnaisé) og soðnum kart- öflunu Hversdags-bacalao. Ca. 600 g útvatnaður saltfisk- ur 120 g smjörlíki % kg kartöflur 120 g laukur 1 dós niðursoðnir tómatar t. d. Cirio (eða nýir tómatar) 1 hnífsoddur cayenne-pipar • 2 dl vatn . Leggiö allt í lögum í skaft- pott, sem einnig má bera á borð. Hellið vatni yfir, kraftin- um af tómötunum og piparnum, hræröum út í vatni. Smjörlíkið á að vera á botni pottsins. Þetta er hitað á eldavélinni upp að suðu, en siðan er það látið krauma áfram i bökunarofnin- um i 1 klukkustund. Ef sleppt er að hita réttinn upp að suðu 4 vélinni, verður að baka hann lengur í ofninum. Steiktur saltfiskur á spánska vísu. Fremur smá stykki af útvötn- uðum saltfiski, ca. 600 g, brún- uð í feiti á pönnu. síðan tekin af um stund. Tveír laukar brytj- aðir og steiktir ljósbrúnir á pönnunni og síðan hel'.t yfir þá ca. "4 dós af niðursoðnum tóm- ötum (t. d. Cirio) eöa svipuðu magni af nýjum tómötum, salt- að og látið krauma í 5 mín. Þá er brúnuðu fiskstykkjunum rað- að aftur á pönnuna ofan i heita sósuna og allt látið krauma í 5 mínútur f viðbót. eða þar til fiskurinn er gegnsoðinn. Borið fram með soðnum eða steiktum kartöflum. Auglýsing UM FYRIRFRAMGREIÐSLU OPINBERRA GJALDA í REYKJAVÍK Fimmti og síðasti gjalddagi fyrirframgreiöslu opinberra gjalda 1968, var 1. júní s.l. og á nú hver gjaldandi að 'hafa greitt fjárhæð, sem svarar helmingi þeirra gjalda, er á hann voru lögð 1967. Lögtök eru hafin til tryggingar vangoldnum fyrirframgreiðslum. Sérstök athygli er vakin á því, að gjaldandi fær því aðeins útsvarsfrádrátt árið 1969, að full skil fyrirframgreiðslu hafi verið gerð á yfirstandandi ári. Þeir gjaldendur, sem telja sig eiga rétt til lækkunar á fyrirframgreiðslu samkv. ákvæð- um I. gr. rgl. nr. 95/1962 um sameiginlega innheimtu opinberrá gjalda ,þurfa að senda um það skriflega umsókn til Skattstofunnar. Reykjavík, 5. júní 1968. GJALDHEIMTUSTJÓRINN. wiwaíi). n'-xrfifwtíjim ,~>... un Ittíngum Fyrir aöeins kr. 68.500.OO getið þér fengið staðlaöa eldhúsinnréttingu i 2—4 herbergja ibúöir, meö öllu tll- heyrandi — passa f flcstar blokkaríbúíSír, Innifalið i verðinu cr: 0 eldhúsinnrétting, kiædd vönduðu pi|sti. tto pg neðri skápar, ásamt kústaskáp (vinnupláss tæpir 4 m). ^ ÍSSkápUr, hæfilega stór fyrir 5 manna fjölskyldu I kaupstað. ^UppþVOttavél, (Sink-a-matic) ásamt eldhúsvaski. Uppþvottavélin þvær upp fyrir 5 manns og að auki má nota hana til minniháttar taupvotta. (Nýtt einkaleyfi). * ^ eldarvélasamstæða með 3 heiium, tvefm ofnum, grillofni og steikar- og bökunarofni. Timer og öntiur nýtizku hjálpartæki. ^ lofthreinsarí, sem með nýrri aðferð heldur eld- húsinu lausu viö reyk og lykt. Enginn kanall — Vinnuljós. Allt þetta fyrir kr. 68.500.oo. (sðiuskattur innifalinn) Éf stöðluð innrétting hentar yður ékki gerum við yður fast verötilboð á hlutfallslegu verði. Gerum ókeypis' verðtilbóð í éídhúsinnréttingar i ný og gömul hús. Höfum ainnfg fataskápa. staðlaða. - HAGKVÆMIR GREIDSLUSKILMÁLAR .•*. KIRKJUHVOLI REYKJAVIK JM SlMI 2 17 18 n«1i ilir—nMaihMi'i'iniá'MWi—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.