Vísir - 03.07.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 03.07.1968, Blaðsíða 2
 ÍB , ' . ,' t 't,.\ wMfm Reykjavík — Hafnarfjörður LEIÐ 1. FRÁ HAFNARFIRÐI. Frá kl. 7.00 til 12.30 á heilum og hálfum tímum. Frá kl. 12.50 til 19.50 á hálfum tímum og 10 mín fyrir heilan tíma. Frá kl. 20.30 .il 0.30 á heilum og hálfum tímum. LEIÐ 2. FRÁ REYKJAVÍK. Frá kl. 13.40 til 19.40 á klukkutíma fresti 20 mín fyrir heilan tíma og kl. 23 og 24. LEIÐ 2. FRÁ HAFNARFIRÐI. Kl. 7.30 og 8.30. Vagninn fer niður Öldugötu. Frá kl. 13.10 til 20.10 á klukkutíma fresti 10 mín yfir heilan tíma. 'lsland — V-Þýzkaland 1:3: ISLENZKA V0RNIN HRUNDI sinn 5 mínútum síðar, með lang- skoti, sem Þorbergur hefði átt að verja, en var of seinn niður. Fleira markvert gerðist ekki í leiknum, það sem eftir var. Eins og áður segir, barðist ís- lenzka liðið vel, þangað til Þjóð- verjar jöfnuðu, um miðjan síðari hálfleik. Fram að þeim tíma hafði leikur liðsins einkennzt af mikilli baráttu og samleik, en við jöfnun- armarkið hrundi liðið gersamlega saman eins og spilaborg. Segja verður, að Hermann Gunnarsson og Guðni Kjartansson hafi komið bezt frá. leiknum í heild. Að vísu lék Hermann ekki sína venjulegu stöðu, en nú sýndi hann nýja hlið, sem sé góðar sendingar fram á völlinn til fram- herjanna. Þörólfur Beck var á köflum mjög góður, en því miður talar hann ekki „sama tungumál" og flestir meðspilarar hans, og því nýtist leikni hans og yfirsýn ekki sem skyldi. Guðni Kjartansson var mjög góður, og hann hefur hinn rétta baráttuanda. Anton Bjarna- son var og góður, unz hruniö varð í vörninni. Þorbergur Atlason var mjög góður í markinu, en hefði átt að koma í veg fyrir 3. markið. Þýzka liðið leikur mjög góða knattspyrnu, létta og yfirvegaða, með mjög góðum sendingum, en leikur liðsins er þó allt of fastur, enda leyfði dómarinn allt of mik- ið, og Þjóðverjarnir gengu á lagið. af. Frá og meö miðvikudeginum 3. júlí veröa þær breyt- ingar á akstursleiöum Landleiðavagna í Hafnarfiröi, að í hluta ferðanna aka vagnar um Flatahraun — Álfa- skeið — Reykjanesbraut — Lækjargötu og Strandgötu að biöskýlinu Björk. Verður hin nýja akstursleið auð- kennd leið 2 en sú sem verið hefur leið 1. Feröir Hafnarfjarðarvagnanna fyrst um sinn verða því sem hér segir: LEIÐ 1. FRÁ REYKJAVÍK. Frá kl. 7.00 til 13.00 á heilum og hálfum tíma (óbréytt frá því sem er) Frá-kl. 13.00 til 20.00 á heilum tímum og 20 mín yfir heilan tíma. Frá kl. 20.00 til 0.30 á heilum og hálfum tímum (óbreytt frá því sem er) Kári, Elmar og Þórólfur sækja hart að þýzka markinu í fyrri hálfieik, en hættunni er bægt frá. LANDLEIÐIRl EINS 0G SPILM0RG Island var yfir 1:0 fram / miðjan siðari hálfleik ■ Enn urðu íslenzkir áhorfendur að snúa heim frá knattspyrnulandsleik eftir íslenzkt tap. Þeim mun sárgrætilegra er tapið gegn v-þýzku „áhugamönnun- um“, að langtímum var íslenzka liðið sízt lakara en hið þýzka, en þá var það vörnin, sem gaf sig á fáum augnablikum í síðari hálfleik, eftir að hafa leikið skín- andi fyrri hálfleik. Þá hófst harmsaga íslenzka liðs- ins. Á nokkrum mínútum breyttist ehki svipur hjá sjón miðað við getu sína í leiknum fram til þessa. V.-þýzku leikmennirnir fengu nú næg tækifæri til skota og spils, alveg inn að markteig, enda létu mörkin ekki á sér standa. Þjóöverjarnir ná forystunni meö föstu, óverjandi skoti af 5—6 m Útimótið í handknattleik: Á vellinum við T.Ieiaskóla kl. 19.30 Mfl. kvenna: KR—Ármann (úr- slit í riðli). Mfl. karia: Valur—Þróttur. Mfl. karla: ÍR—Víkingur. Annars einkenndist þessi lands- leikur framan af af mikiili baráttu- gleði íslenzka liðsins og tilraunum þess til að byggja upp spil. Að visu var framlína liðsins ekki ógn- andi, og Iangtímum saman börðust þeir Kári, Reynir og Elmar gegn ofurefli, en þegar Hermann og Þór- ólfur komu til aðstoðar, komu tækifærin, en illa gekk að nýta þau. Á fyrstu mínútunum sóttu Þjóð- verjar öllu meira, án þess þó að veruleg tækifæri sköpuöust. En smám saman áttaði íslenzka liðiö sig, og átti á köflum skínandi leik, sem byggðist á skilningi mílli leik- manna og léttu spili. Og nokkrum sinnum komst þýzkamarkiðíhættu, einkum rétt eftir miðjan hálfleik- inn, er íslendingar fengu horn frá hægri. Markvörðurinn þýzki fór út úr markinu, og skallað var frá marki, Hermann fékk knöttinn á vítateig, lyfti honum í erfiðri aö- stöðu að markinu, sem var mann- laust, en knötturinn fór í stöng, uppi við þverslá. Þjóðverjar áttu engin teljandi tækifæri í fyrri hálfleik, og aðeins einu sinni þurfti hinn ágæti markvörður íslenzka liðsins, að varpa sér eftir knett- inum. • Og á 45. mín. skoruðu íslend- ingar sitt eina mark. Kári hafði fengið sendingu langt út til vinstri, hann gaf vel fyrir, markvörður hljóp úr markinu, greip knöttinn, missti hann aftur, og knötturinn hrökk til Hermanns, sem átti auð- velt með að skora af stuttu færi. Sýnt var í upphafi síðari hálf- leiks, að Þjóðverjar ætluðu ekki að gefast upp, og að þeir sættu sig ekki við að vera marki undir. Léku þeir nú hálfú fastara en i fyrri hálfleik og þótti þó flestum nóg um þá, en lélegur dómari leiksins, McKee frá Skotlandi, leyfði þeim allt of mikið. Þeir spil- uðu nú hratt, en án þess aö kom- ast í veruleg tækifæri, og þegar þau gáfust, var Þorbergur vel á veröi. En á 23. mínútu kemur jöfnunar- markið. Það var hægri innherjinn sem skoraði, eftir að Þjóðverjarnir höfðu leikið skemmtilega gegn um vörnina hægra megin. Var skot hans óverjandi og af stuttu færi. '~iiTTrinT ’' xa«aás»w*BK!ftirv■'W ■■Miiiniiiiiinnn j j . i .jfggtgaggaaa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.