Vísir - 03.07.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 03.07.1968, Blaðsíða 3
V'ÍS IiR . Miðvikudagur 3. júlí 1968. 3 MYNDSJ Vöruskemman Grettisgötu 2 Telpu sumarkjólar á 1—4ra ára kr. 50,00 Smekkbuxur á 1 árs kr. 50,00, kjóll og buxur sett á 1—2ja ára kr. 50,00 Frotti smekkir kr. 35,00 — Nælonsokkar kr. 15,00 Krepsokkar kr. 25,00 og margt, margt fieira. Aldrei meira úrval af ódýrum og góðum vörum Vöruskemman Grettisgötu 2 Það er orðið nokkuð langt síðan táningarnir í borginni fóru að hafa áhuga á gömlum bilum, og ef til vill stafaði sá áhugi í upphafi fyrst og fremst af því, að gömlu bílarnir voru einu bíl- amir, sem þessir ungu menn höfðu efni á að kaupa. En svo var það að einhverj- Hér er einn gamall með enn eldri aftanívagn. Báðum er vel við haldið, eins og vera ber með gamla og nýja bíla. FARARTÆKI MEÐ SÁL um unglingi datt f hug að lífga dálítið hressilega upp á gamla fordlnn sinn, sem var nú nær ókeyrandi sökum elll og slits. Gamli bfllinn var málaður há- rauður og klæddur rauðum flauelsdúk, aö innan, — eða svo segir sagan, — og allt f einu hafði þessi gamla „drusla“, eins og bíllinn var vanalega kallaður, fengið sál. Og meira en það, hann varð langeftirsóttasti bill- inn í bænum. Að minnsta kosti fannst unga fólkinu það. Von bráðar fóru að sjást fleiri slíkir hér á götunum en ekki höföu þeir nú allir hið „ari- stokratiska“ útlit gamla fords- ins með flauelssætin. Þeir voru Iika skreyttir ýmsum myndum og tilvitnanir skrifaöar á hurð- imar og skítbrettin, að ógleymd um nafngiftunum, sem voru næsta ótrúlegar. „Bleiki parduslnn, Græni kosslnn, Skjóni, Gambri“ og ýmiskonar undarleg nöfn voru rituð framan á þessa gripi. Og það voru ekki bara gömlu „druslurnar“ sem fengu allt i eiiíú,' að 'njóta þess heiðurs að heita eitthvað, glænýju Bronco- jepparnir og jafnvel 6 manna gljáandi fólksbílar fengu allt i einu nöfn, að vfsu ekki allir, en þó nokkrir. Að minnsta kosti kippir sér enginn upp við þaö lengur að sjá jeppa sem heitir „Snöggur“ og „Dreki“, á meö- an þeir heita ekki „Guðmundur" eða bara „Jón“. Hér á síðunni bregðum við upp myndum af nokkrum sér- kennilegum farartækjum í borg- inni, og ef hægt er að tala um að þessir hlutir hafi sál, þá leyf- um við okkur að halda því fram að þessir hafi hana. Þessi er meö teikningum af mektarpersónunum Knold og Tot aftan á. Aö öðru leyti er hann mikið skreyttur. Vel skreyttur „gamli ford“ eins og kunnáttumenn segja. Á bílnum er setningar eins og „Get lost“, „Allt er fært“ og fleiri gullkorn. Skoda Oktavia '62 til sölu. Upplýsingar f sfma 41278 eftir kl. 7. Bókhaldsvél til sölu Totalia bókhaldsvél með sambyggðri reikn- ingsVél til sölu. Vélin er sem ný. Upplýsingar í síma 21065 og 36987 eftir kl. 19.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.