Vísir - 06.07.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 06.07.1968, Blaðsíða 5
VÍSIR . Laegardagur 6. júlí 1968. KVENNÍSlfl M Þ M F F L S Sarrílnts Hreín/æffsv. B/fið.. „ -t/marft JL/ÚSh/d S'kemmtðnir '.■á 'Tmfsiegt, Hér sjáiS þið hvemig hægt er að búa til eyðublað á auðveldan hátt. Þið getið farið eftir þessu eyðublaði og bætt við kostnaðarliðum eða breytt. Einnig getið þið notað þetta eyðublað fyrir fyrstu vikuna til þess að sjá hvernig gengur. Neðsti dálkur eyðublaðsins er fyrir heildartölur vikunnar. Þær færið þið inn á „vikueyðublaðið“, þar sem stendur í stað mánaðardaganna, 1. vika, 2. vika, o. s. frv. og er auðvelt að gera það með hliðsjón af þessu eyðubiaði. BUREIKNINGURINN — i gamni og alvöru Ctandið þið uppi með tvær hendur tómar í lok mán- áðarins og vitið ekki hvernig eða í hvað fúlgan, sem þiö fenguð í mánaðarbyrjun hefur farið? Reyndar húsmæður geta nokkum veginn áætlað eyðslu til heimilishalds fvrir hvern mán uðinn og jafnvel án þess að halda nokkra skýrslu eða reikn ingshald yfir eyðsluna. Ungar og lítt reyndar húsmæöur gera sér e. t. v. hins vegar ekki ljóst að meö því að halda bú- reikning er hægt aö spara sér margar áhyggjurnar og heila- *brotin yfir því hvert pening- arnir hafa fariö. Húsmóðirin er tekin sem dæmi, en auðvitaö gildir þetta einnig um einhleypt fólk. Ekki þarf mikil fyrirhöfn að fylgja því að halda búreikn- ing, ef frá byrjun er farið eftir einhverju kerfi. Þarf þaö hvorki að vera margbrotið eöa viðamikið. Getur hver um sig ákveðið hversu vel hún vill fylgj ast með útgjöldum sínum hvert eyöslan fer, hvaða kostnaðar- liðum hún vill draga úr. Helztu liðir búreikningsins eru húsnæði og matur. Húsnæö- isliðurinn er fastaliður og ekki hægt að spara hann. Ýmislegt er hins vegar hægt að gera til aö lækka matarkostnaðinn. Fyrst og freryst er nauðsynlegt að fylgj- ast meö verðlagi. Því ekki að fara t. d. einu sinni í viku eða hálfum mánuði hringferð á milli búðanna í hverfinu og athuga verðlagið. Ljós og hiti, síma- reikningurinn, afgjöld af útvarpi og sjónvarpi, áskriftarverð dag- blaða og tímarita, allt eru þetta á eyðublöð, sem þið getið auð- um tímum og gera má ráð fyrir fyrirfram, svo er þaö einnig um blessaðan skattinn. Hreinlætis- og snyrtivörur koma sem einn liður og skemmtanir og veizlu- hald sem annar. Ekki má gieyma læknis- og lyfjaútgjöld- um (ath. lyf sem nota þarf um lengri tíma eru a. m. k. sum hver frádráttarbær til skatts) en þá þarf að geyma kvittanirnar. Einnig má hafa lið þar sem flokkað er undirviðgerö ir og viöhald á ýmsum heimilis- tækjum, en viöhald á fatnaði og skóm er hægt að flokka undir almennan fatnaðarlið. Nauðsynlegt er að haf lið fyrir óvænt útgjöld. Þegar þið fariö út að verzla fáið þá kvittanir fyrir öllu. Þá hafið þið útgjöldin tiltæk, þegar heim kemur og gleymið ekki upphæðinni, sem verzlað hefur verið fyrir á leiðinni. í verzlun- inni er gott að renna augunum yfir nótuna frá verzlun- inni þannig aö misskilningur sé leiöréttur tímanlega. Þegar heim kemur er svo hægt að færa inn upphæðirnar í bók, sem á sinn fastastað í eldhúsinu og gleym ið ekki að hafa blýantinn í nám unda, helzt festan við bókina á einhvern hátt. Þegar allt hefur verið keypt inn þann daginn er hægt að færa inn kostnaðinn á eyðiblöð, sem þið getið auð- veldlega búið til sjálfar. Einnig hafa fengizt heimilisdagbækur með eyðublööum fyrir búreikn- inga. Eftir að hafa lagt saman heildarkostnaöinn yfir daginn hafið þiö eyðsluna svart á hvitu og vitið betur hversu miklu þið megið eyða næsta dag. Eftir vik una er hægt aö leggja saman alla útgjaldaliði hennar og um mánaðamót hafiö þið heildar- útkomuna og getið „stúderaö", ef upphæöin er há hvar megi gæta meiri sparsemi næsta mán uö. Einnig hafiö þið búreikning inn, sem vottorö upp á það aö engu hafi verið eytt í óþarfa og ef þið hafið gaman af smáveg- is könnun farið þið í gegnum reikningana á ný, athugið verð lag á ýmsúm vörum og þjónustu og möguleikana á hagstæðari kaupum í næsta mánuði. Gam- anið hefst þó ekki fyrir alvöru fyrr en I lok næsta mánaöar, þegar gerður er samanburður á útgjöldum fyrri mánaðarins og þess sem nýliðinn er. Voru út gjöldin hærri og hvers vegnai Eftir þriggja mánaða búreikn- ingshald ættuð þið að vera bún- ar að átta ykkur á helztu kostn- aðarliöum, draga úr sumum og hafa sparaö. Eftir það veröur reikningshaldið mun auðveld- ara og jafnvel er nægilegt að taka frá peninga fyrir helztu kostnaðarliðum og skrifa aðeins niður óvenjuhá útgjöld og auka útgjöld. Sumar ykkar munu samt vafalaust kjósa að halda reikn- ingshaldinu áfram. Það tekur hvort eð er ekki nema fáeinar sekúndur að skrifa niöur dags- útgjöldin og fáeinar mínútur að reikna út vikuútgjöldin — og hafa allt á hreinu. Læknissfarf v/ð síldveiðiflotann Nú þegar er óskað eftir lækni til að starfa um borð í varðskipi til þjónustu við síldveiði- flotann á fjarlægum miðum. Starfstími 1 til 3 mánuðir en nánari upplýs- ingar um starfið veitir landlæknir og ráðu- neytið. Dóms og kirkjumálaráðuneytið, 5. júlí 1968. Hestamannamótið i Skógarhólum hefst kl. 20 í kvöld og framhaldið á sunnu- daginn kl. 14. Þangað liggur leiðin. Undirbúningsnefndin. íslandsmótið I. DEILD í dag kl. 16 leika á Keflavíkurvelli, Í.B.K. - FRAM Dómari: Valur Benediktsson. Mótanefnd. Verzlunin Valva Skólavörðustig 8 — simi 18525 Nýkomr.ar vörur, telpnasíðbuxur frá kr. 102,00, telpna sokkabuxur frá kr. 99,00, telpnasundbolir frá kr. 247,- telpna bikini frá kr. 247,00, barnagammósíur '•& kr. 166,00, einnig frúarsundbolir frá kr. 480,00, frúar- síðbuxur frá kr. 577,00. Ver-lunin VALVA i'l i'tf i'i FILMUR OG VELAR S.F. FRAMKÖLLUN 99 STÆKKUN iVART HVITT & LITFILMUR r FILMUR QG VÉLAR S.F. SK0LAV0RÐUSTÍG 41 SIMI 20235 - BOX 995 UJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.