Vísir - 06.07.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 06.07.1968, Blaðsíða 8
I 3___________ - .... 'i n ■1 ■ —i———a VISIR Otgeíandi: Reykjaprent ht. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Sfmar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sfmi 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Skipin streyma út |^nn einu sinni er síldarvertíð hafin. Þessa dagana streyma hin stóru og glæsilegu síldveiðiskip úr heima- höfnum sínum umhverfis landið. Þau hefja för sína norðaustur í haf til að taka þátt í hinu árlega síldar- happdrætti. Menn eru bjartsýnir eins og oft áður. Fyrstu aflafréttirnar hafa ýtt undir þá bjartsýni. Fyrir um það bil mánuði voru menn ekki jafn bjart- sýnir. Þá stóðu mörg ljón í veginum fyrir því, að síld- arvertíð gæti hafizt. Enda byrjar vertíðin óvenju seint að þessu sinni. Árið í fyrra hafði reynzt þátttakendum síldarhappdrættisins mjög erfitt og dregið úr þeim kjark. Mikið tap var þá á rekstri báta og síldarverk- smiðja. Og horfurnar á þessari vertíð hafa ekki verið betri. Gengislækkunin í vetur var síldarverksmiðjunum mjög í hag eins og öðrum útflutningsfyrirtækjum. En önnur atriði hafa komið til sögunnar og vegið á móti þeim hagnaði. Vinnulaun og innfluttar rekstrarvömr hafa hækkað. Þyngst á metunum er þó verðlækkunin á afurðunum. Verð á síldarlýsi hefur enn lækkað gíf- urlega, úr 50 pundum tonnið í 30 pund á einu ári. Síldarmjölið hefur einnig lækkað síðan í fyrra en í minni mæli. Aðstaða verksmiðjanna er því ekki betri en í fyrra. Útgerðin á einnig við aukin vandamál að stríða, þar sem innfluttar rekstrarvörur hafa hækkað í vetur. Ástandið var því þannig, að útgerðin þurfti hærra síldarverð frá verksmiðjunum, en þær höfðu ekki efni á að borga hærra verð. Verðákvörðunin var því í þetta sinn með erfiðasta móti. Niðurstaðan varð sú, að bræðslusíldarverðið hækkar nokkuð. Samkomulag náðist um þao, vegna þess að ríkisstjórnin gekk í milli og lofaði ýmissi fyrirgreiðslu, einkum er varðar greiðslur vaxta og afborgana af stofnlánum. Hefur ríkisstjórninni því enn einu sinni tekizt vel að leysa af hendi sáttasemjarahlutverk sitt við erfiðustu skilyrði. Þannig leyrtist hnúturinn nú í vikunni og vertíðin hófst fyrir alvöru. Að vísu sjá menn fram á taprekst- ur, ef hinar ytri aðstæður verða hinar sömu og í fyrra. En bjartsýnin sem fylgir síldarflotanum úr höfn, staf- ar af því, að menn eru nú betur undir það búnir að mæta erfiðleikum. Þess má vænta, að veiðiskipin þurfi ekki að eyða sins miklum tíma og fé í langar siglingar og þau gerðu í fyrra, því að síldarflutningar verða miklu meiri í þetta sinn. Veiðiskipin geta því nýtt tímann betur við veiðar og sparað eldsneyti. Ekki skiptir minna máli, að nú verður miklu meira í>altað um borð en í fyrra og að sérstakt söltunarskip verður á miðunum í sumar. Þess vegna eru horfur á, að aukinn hluti aflans fari í söltun og verði því miklu verðmætari en ella. Ef þessi nýbreytni tekst vel, getur þjóðin unnið í síldarhappdrætti þessa árs. V í S I R . Laugardagur 6. júlí 1968. Mótspyrna gegn stjórnarskrár- uppkasti grísku stjórnarinnar l_lTernaðarIega stjómin í Grikk- landi vill takmarka mjög völd og áhrif konungs, en það sætir mótspyrnu og stjóm- arskráruppkastið er enn óbirt. Samkvæmt fréttum frá Aþenu fyrr I vikunni á gríska hernað- arlega stjómin í erfiöleikum með að ganga frá stjómarskrár- uppkastinu. Upphaflega var gert ráð fyrir, að það yrði tilbúið og lagt fram fyrir lok júnímánaöar. S.l. þriðjudag var símað frá Aþenu: Það eru ekki líkur fyrir, að það verði birt fyrr en í næstu viku, ef þaö verður þá lagt fram þá. Styrlianos Patakos, innanríkis- ráðherra og fyrsti varaforsætis- ) ráöherra, tjáði fréttamönnum þó, að hann vonaðist til aö upp- kastiö yröi tilbúið um helgina, — stjórnin Iéti „vinna daglangt að þvl dag hvern". Ýmislegt bendir til, að hern- aðarlega stjórnin hafi fengið bendingu um það erlendis frá, að óhyggilegt væri að rýra vald konungs, — gera hann að raun- verulega valdalausum þjóðhöfð- ingja. Konstantín konungur — stjómin vill að hann verði valda- laus þjóðhöfðingi. Þeir, sem hafa bent stjórn- inni á þetta segja, að eins og nú sé gengið frá stjómarskrár- uppkastinu, sé konungurinn sviptur öllu stjórnarskrárlegu valdi, hann verði sviptur valdi til þess aö skipa ráðherra eöa víkja þeim frá, en sama gildir um yfirmenn herforingjaráða og hershöfðingja og aðstaða kon- ungs til þess að láta til sín taka á vettvangi innanlands- mála yrði mjög veikt. Boðað hefir verið þjóðarat- kvæöi um stjómarskráruppkast- ið 1. september I haust, — en svo gæti farið, að þvf yrði einnig frestað. )) swuvvu li \\ (i if I > VV.V,V.\VÓV,V.VÓV.V.V.,.mV.,.\V.V.V.,,V.,.V.ViWA'.V.V.V.V.VA\Wi,.V Hvítt: L. Stein, Sovétríkjunum. Svart: E. Mecking, Brasilíu. Spánski leikurinn. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Dc7 12. Rbd2 Rc6 13. dxc dxc 14. Rh2 Nýr leikur I gamalkunnri stöðu. Ef 14. Rfl Be6 15. Re3 Had8 16. De2. Hugmyndin meö leiknum 14. Rh2 er aö geta leikið Df3 í einum leik. Mecking bregzt vel við nýjung Steins og finnur skemmtilega leið. 14. ... Be6 15. Df3 Had8 16. Rdfl g6 17. Bh6 Hfe8 18. Re3 Rd4! Lykilleikurinn. 19. cxR cxd 20. Rf5!? Tvíeggjaður leikur. Hvítur gat einnig leikið 20. Hacl dxR 21. Bxe og hvítur hefur betri stööu, þótt vafasamt sé hvort það nægi til sigurs. 20. ... BxR Ef 20. .. gxR? 21. Dg3 + Rg4 22. exf! og vinnur. 21. exB DxB 22. Hxe Bf8? Hér hefði 22. ... Bd6! 23. HxH + RxH gefið svörtum á- gæta stöðu. 23. fxg! BxB! Bezt úr því sem komið er. Ef 23. ... HxH 24. DxR Dxg 25. DxHd DxB 26. Rg4 og vinnur. 24. Rg4! Bg7 25. RxR + BxR 26. DxB hxg? Betra var 26. ... fxg 27. HxH + HxH 28. Dxd He2 og svartur hefur mótspil. 27. Hael HfS'1 Eina vonin var 27. .. . Dc8 28. HxH + HxH 29. HxH DxH 30. Dxd og hvítur verður alla vega að hafa mikið fyrir vinn- ingnum. 28. H5e4! Hd5 29. Hh4 Hh5 30. HxH gxH 31. He5 Hc8 32 Hg5 + Gefið. Eftir 32. ... KfS 33. Dd6 + Ke8 34. Hg8 Mát. Jóhann Sigurjónsson. A skákmóti Sovétríkjanna 1961 vakti 24 ára gamall skákmaöur mikla athygli. Hann lagði að velli I móti þessu mikla garpa, svo sem Petroshan, sig- urvegara mótsins og B. Spassky. Bundu Sovétmenn miklar vonir við þennan harövítuga meistara sem svo skyndilega hafði skotiö upp á skákhimninum. Nafn þessa unga manns var L. Stein, sem nú er reyndar einn af sterk- ustu og þekktustu skákmeistur- um heims. Stein hefur unnið sigra á mörgum skákmótum og miklum, en þó viröist kynleg óheppni hafa elt hann á þeim mótum sem mest hefur legið við, þ.e.a.s. á millisvæðamót- unum. Segia má að hrakfalla- saga Steins á mótum þessum hafi byrjað í Stokkhólmi 1962. Þar veittu 6 efstu sætin rétt til áframhaldandi þátttöku og varð baráttan hörð milli hinna 23 keppenda. Eftir aö hafa tapaö i síðustu umferö gegn Friðrik Ólafssyni lenti Stein í 6.-8. sæti ásamt Benkö og Gligoric. Þurfti því aukakeppni milli þeirra þremenninganna um 6. sætiö. Stein varð hlutskarpast- ur, en samkvæmt þáverandi lögum F.I.D.E., alþjóða.skák- sambandsins var Sovét-kvótinn. sem aðeins leyfði þátttöku þriggja manna frá sömu þjóð fullur og Stein sat eftir sem varamaður þeirra. Á millisvæðamótinu i Am- sterdam 1964 endurtók sama sagan sig. Stein fór fremur ró- lega af staö, tapaði m. a. fyrir landa sínum Bronstein en eftir góðan endasprett hafnaði Stein í 5. sæti. Ennþá voru þrír Rúss- ar fyrir ofan Stein og enn varð hann að gjallda þjóöernis síns og reglna F.I.D.E. Þá var röðin komin aö milli- svæðamótinu í Túnis 1967. Fyrir mótið hafði Stein unnið mikla sigra, m. a. Sovétmeist- aramótið og stórmótið í Moskvu 1967, þar sem flestir beztu skákmenn heims voru saman komnir. Margir álíta mót þetta eitt sterkasta skákmót allra tíma, en Stein sigraði heilum vinning fyrir ofan næsta mann. F.I.D.E. hafði nú breytt reglum sínum í það sjálfsagða horf, að sex efstu sætin verttu rétt í úr- slitin, burtséð frá, af hvaða þjóðerni keppendur væru. Voru því fæstir í vafa um að Stein kæmist áfram í þetta sinn. En „allt er þá þrennt er“ og eftir haröa keppni hafnaði Stein i 6.—8. sætinu ásamt Reshevsky og Hort. í þriggja manna keppn- inni vann Reshevsky sér réttinn, með því að gera allar skákirnar j3fntefli. Stein hefur því ekki fyllilega uppfyllt þær vonir sem bundnar voru við hann eftir sovézka meistaramótið 1961. En Stein, sem nú er rúmlega þrítugur að aldri á vonandi eftir að komast gegnum hreinsunareldinn í sinu 4. millisvæðamóti. Að lokum er hér skák frá millisvæöamótinu í Túnis 1967.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.