Vísir - 08.07.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 08.07.1968, Blaðsíða 16
BSSS" SAMB VISIR Mánudagur 8. júlf 1968. Varalína bjargar málunum ¦ Það olli miklum vandræðum, er saesímastrengurinn Scotice slitn- aði s.l. föstudagsmorgun. Er senni legt, að togari hafi verið að verki, en þó er það ekki fullvíst. Blaðið hafði samband við Aðalstein Nor- berg, ritsímastjóra, og sagði hann að slitin hefðu orsakað mikla erf- iðleika, en þó er nokkurs konar varalína í gegnum loftiö og hefur ->- 10. =íða GJALDÞROT YFIRVOFANDI HJÁ KAUPFÉLAGI RAUFARHAFNAR Öll starfsemin oð kobna nibur. — Ekkert gert til aó endurbyggja frystihúsib, sem brann í vetur. — Veldur alvarlegu atvinnuleysi ¦ Mikið atvinnuleysi hefur veriö á Raufarhöfn í vet- ur vegna deyfðar, sem komið hefur í allan rekstur Kaupfé- lags Raufarhafnar. 50 - 60 manns hafa verið á atvinnu- leysisskrá í allan vetur, en í vor fór nokkuð að rætast úr, þó að enn muni vera nokkurt atvinnuleysi á staðnum. — Björgun danska flutninga- skipsins Hans Sif og farms bess og grásleppuveiðin bætti tiokkun úr atvinnuleysinu. Pað, sem mestu veldur um atvinnuleysið, er, að frysti- húsið, sem er f eigu kaupfé- Iagsins, brann í vetur. Ekkert hefur verið gert til þess að endurbyggja það. Mönnum ber ekki alveg saman um þaö, hvers vegna ekkert hefur verið gert til þess að endurbyggja frystihúsið, sem er einn aðalvinnugjafinn á veturna. Ljóst er þó, aö nær ekkert tryggingarfé hefur fengizt fyrir húsið. Það var tryggt hjá Bruna- bótafélagi íslands, en innbúið hjá Samvinnutryggingum. Frystihtisið var upphaflega rek- ið af hlutafélaginu Frosti h.f., sem kaupfélagið, hreppurinn og nokkrir einstaklingar stóöu að. Fyrir nokkrum árum keypti kaupfélagið allt hlutaféð, en rak frystihúsið áfram sem hlutafé- lag. Þegar húsiö brann kom á dag- inn, að kaupfélagið hafði ekki greitt Samvinnutryggingum tryggingariöjald í nokkur ár og átti því ekki með réttu tilkall til tryggingarfjárins. Var því ekki um þaö að ræða að fá það greitt, nema greidd væru þau iðgjöld, sem frystihúsið og kaupfélagiö sjálft skulduðu Samvinnutryggingum, en sú upphæð slagar hátt upp í trygg- ingarupphæðina. Tryggingarféð frá Brunabótafélaginu fór að W-",>¦ 10. síða Annasamt hjá íþróttamönnum Norburlandameistaramót, leikir 'i 1., 2. og 3. deild, fyrsta marabonhlaupib á Islandi Helgin var ein sú annasam- asta sem um getur í sögu ísl. íþróttamála. Noröurlandameist- aramót í tugþraut, fimmtarþraut og maraþonhlaupi ber þar hæst, en keppni þessari lauk á laugar- dag Maraþonhlaupið vakti mikla athygli, en hlaupiö var af Laug- ardalsvelli suður fyrir Straums- vík og til baka. Hvarvetna, sem hlaupararnlr fóru um, liafBi safn azt saman mikill mannfjöldi til aö viröa hlaupagikkina fyrir sér °K fylgjast með hlaupinu. Þá fóru fram þrír leikir f 1. deild um helgina. I Reykjavík léku Valur-ÍBA, í Vestmannaeyjum iBV og KR, og í Keflavík lék I'BK og Fram. Þá voru leiknir margir leikir í 2. og 3. deild. M.a. léku Akranes og Breiðablik í gærkvöldi, og sigruöu Akurnesingar með 8 mörkum gegn einu. Þá fóru fram nokkrir leikir í utihand- knattleiksmótinu við Melaskól- ann. í kvöld hefst í Reykjavík Norðurlandameistaramót ungl- inga i knattspyrnu, og verður í kvöld leikið bæði í Laugardal og í Keflavík. Islendingar mæta Finnum hér í Reykjavík, en suð urfrá leika Svíar og Danir. Golfmeistaramót íslands hefst í dag í Vestmannaeyjum. Og þar sem svo mikið er um að vera í íþróttaheiminum, er opna af f- þróttafréttum í VÍSI í dag, bls. 2 og 3. Fyrsti síldarfarm- urinn lofar góðu Megnið af síldarflotanum er nú "¦ siglingu norð-austur á miðin við "^arnarey, en þangað er meira en I 'ggja sólarhrlnga sigling. — Veiði- j '^orfur eru góðar á svæftinu og i "°ngu nokkur skip góðan afla fyrir "¦Igina. Heimir frá Stöðvarfirði landaði vrstu síldinni á þessu sumn í eimahöfn sinni og var síldin tekin bræðslu hjá síldarverksmiðjunni 'n<xu. Var það falleg síld, um 35 -m löng og fitumagn hennar um 1f)%. Mun það vera söltunarhæf íld, ef hún kemst fersk til verk- unar. — Myndin er tekin við ••vrstu síldarlöndunina á Stöðvar- 'irði á miðvikudaf'nn F-'naur hundr ; Frá maraþonhlaupinu. Hér sjást norsku keppendurnir í maraþonhlaupinu fá sér hressingu, en uð lesta farmur, sem mun vera \ hlaupararnir fengu að drekka og annað smávegis á vissum fresti allt hlaupið út. Myndin er tekin rúmar hálfrar mil'ljón króna virði. á Reykjanesbrautinnl. Mesta umferðarhelgi sismarsins Umferðin \á mest til Þingvolla og Laugorvatns ¦ — Þetta er einhver mesta ferðahelgi sumarsins til þessa og sú langmesta eftir H-breytinguna, sagfti Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn umferðardeildar lögreglunnar, í samtali við VlSI í morgun. ¦ — Upp úr hádeginu i gær töldu lögregluþjónar um 280 bíla á 15 mínútum, sem lögðu leið sína út úr bænum, svo af því má nokkuð sjá, hve mikil umferðin hefur verið. Umferðin gekk óhappalaust á því svæöi, sem umferðardeildin hafði til eftirlits, og án nokkurra teljandi tafa. Þó myndaöist löng röð bifreiða á Vesturlandsveg- inum í gærkvöildi, þegar fólk tók að streyma til bæjarins aftur ut- an af þjóðvegunum. Þrengslin við Elliðaárbrýrnar áttu þar mesta sök á, en eitt- hvaö munu þó stangarveiðimenn irnir í ánum hafa dregið athygli ökumannanna til sín. Bílalestin mjakaðist óþolandi hægt niður Ártúnsbrekkuna og sumir voru 20 mínútur á leiðinni frá Grafar- holti niður í bæ. Þeir, sem komu af Bæjarhálsinum, hefðu þó lík- lega ekki komizt i bæinn fyrr en seint í nótt, ef ekki hefði lög- reglan veriö þarna nærstödd til þess að greiða fyrir umferöinni. Jón Guðmundsson, yfirlög- regluþjónn á Selfossi, kvað tölu- verða umferð hafa legið austur um helgina, en þó ekki meiri en oft er um helgar. Fátt varð um óhöpp utan eitt, sem varð sunn- an undir Miðfelli í Þingvalla- sveit, þegar tveir bílar á suður- leið stönzuðu á veginum, en sá þriðji rakst aftan á þá. Varð það allharður árekstur og högg- ið svo mikiö, aö billinn i miðj- unni kastaðist einnig aftan á þann fremsta. Skemmdir urðu miklar á bílunum, en engin meiðsli á fólki. ^—>- 10. síða -.-d*-"- -JW ,0* mVH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.