Vísir - 09.07.1968, Síða 4

Vísir - 09.07.1968, Síða 4
 Verður hún næsta eiginkona bítilsins? Ástarleikurinn sem hófst með Bítillinn John Lennon ásamt væntanlegri eiginkonu sinni skemmtistað í Indlandi. þeim John Lennon, einum af the Beatles, og japönsku stúlkunni Yoko Ono byrjaði er bítlarnir heimsóttu Indland á síðasta ári Þar var Lennon ásamt konu sinni Cynthiu og virtist fyrir þá ferö allt vera í góðu lagi hjá þeim. En á meöan bítlarnir hlýddu á hin vitru orð Maharishis, sem þeir höfðu mikla trú á, varð Lennon meira starsýnt á Yoko Ono en gamla spekinginn. Yoko var komin til að kvikmynda heim sókn bítlanna hjá Maharishis, en í Japan er hún vel þekkt lista- kona og hefur unnnið slíkar kvik- myndir að hún hefur verið orðuð viö Oscars verölaun- in. Þaö var því til einskis fyrir aumingja Cvnthiu að dvelja þama lengur og varð hún því að yfir- gefa æskuvin sinn og eiginmann hjá þrítugri japanskri listakonu og hverfa heim til Englands. Eftir að Cynthia fór hafa þau ekki sleppt augum hvort af ööru þau Lennon og Yoko og hafa nú ákveöið að gifta sig, jafnskjótt og þau hafa fengið skilnað frá fyrri mökum sinum. Nú er röðin komin að karl- mönnum — og magabeltum Enska blaðið Daily Mail hefur nýlega haft eins konar skoðana- könnun á mjög viðkværpu efni: nefnilega karlmenn og magabelti. Efnt var til þessarar skoðanakann anar eftir að lesandi blaðsins af hinu fagra kyni hafði lýst því yf- ir, að karlmenn væru alveg eins áhugasamir um það að hafa góð- an vöxt og kvenfólk, og spurði um það hversu margir menn gengju með magabelti. Ýmsir þekktir menn á sviði stjómmála, menntamenn og lista- mannahópar voru spurðir hvort’ þeir .... Flestir sögðu nei. — Nei, öskraði Bootby lávarður. Það hef ég aldrei gert, og mun ekki gera. Hins vegar var annað hljóð f rit höfundinum Kingsley Amis, sem hélt því fram í mestu rólegheit- um þó, að hann heföi ennþá ekki komizt á magabeltisaldurinn. En ég hef átt buxur, sem voru of þröngar, viðurkenndi hann og í hvert skipti sem ég fór í þær, ákvað ég að nú væri tími til kominn að ég kæmi skrokknum í lag. Tízkurakari einn Teasy Weasv Raymond svaraði spurningunni á þessa lund: „En skemmtilegt að þið skylduð spyrja, ég hafði ein- mitt hugsað mér að fara aftur aö ganga með magabeltið mitt. Ég gerði það alltaf áður en svo lagði ég af og gat verið án þess um hríð“. Meðal hinna svaranna var eitt mjög hvasst frá eiginkonu þing- manns: — Ég væri ekki lengi gift manninum mínum, ef hann tæki upp á slíku. Ritstjóri timarits eins sem vinn- ur að því að skapa tengsl milli fanga og umheimsins svaraði spurningunni á þessa leiö: — Ég gekk með magabelti í hálft ár samkvæmt ráðleggingu læknis míns og allir sögðu: „En hvað þú lítur vel út“. En þetta var reynd ar mjög óþægilegt. Ef kona t.d. missti niöur hanzkann sinn var fjári óþægilegt að reyna aö beygja sig niður til þess aö taka hann upp. Þrátt fyrir það aö rannsókn blaðsins væri fremur neikvæð heldur talsmaður ensks magabelt isfyrirtækis þvf fram að einn þriðji enskra þingmanna gangi með magabelti og allir leikarar hátt á fertugsaldri. Nú er spurn- ingin þessi: Islenzkir karlmenn gangið þið með ....? Er þetta framför? WPHI'ti! Þessi sænska stúíka sýnir hér nýjustu tízkuna og fellur tíún karlmönnunum eflaust vel í geð. — Það sem hún ber utan á sér, er prjónað úr léttu ullarefni, og svo er hún „auðvitað" í sokkabuxum. Gagnrýni á gagnrýnendur Eitt af mörgum hlutverkum blaðanna er aö birta álit og mat sérfræðinga sem til þess eru kvaddir, að vega og meta list- rænt gildi bókmennta og leik- húsverka. Gagnrýni á bókum á sér aðallega stað fyrir jólin, því bókaútgáfa er orðin nær ein- göngu jóla-viðskipta-fyrirbæri, sem á sér nær engar forsend- ur á öðrum árstímum. Flestar bækur koma því út rétt fyrir jólin, og nær samtímis eða stuttu síðar koma ritdómar i dagblöðunum um fiestallar bæk ur, þó ekki nema að bækumar séu sendar gagnrýnendum ókeyp is. Likur eru þvf á, að bók, hversu merk sem hún væri talin mundi aldrei verða gagnrýnd af bókmenntagagnrýnendum blað- anna, ef útgefendur ekki teldu það lið í jólabísness sinum að afhenda bækurnar ti!' grgnrýn- enda, því margur les bókmennta gagnrýnina til að komast að raun um hvaða bækur þeir eigi Undanfarin ár hafa ritdómar sumra gagnrýnendanna vakið mikla furöu, svo ekki sé meira sagt, og bókakaupendur margir hverjir telja sig hafa fengiö eða hvort fjöldinn hefur úrelt mat eða ekkert vit á bókmennt- um. En þó hefur bókhneigðin haldizt og bókmenntir þroskast innan um þennan fjölda, þó að tí*íí$Uf&iGötw að velja til jólagjafa handa vinum og ættingjum. Auðvitaö er þetta gott og blessað svo langt sem það nær, ef ekki væri hætta á að góð verk yrðu útund an f annrikinu eöa ef sambandið við einstaka útgefendur er ekki of gott. Á þessu getur verið hætta. rangar upplýsingar og rangar hugmyndir um bækur vegna lesturs á bókmenntagagnrýni blaöanna, sem sé á stundum byggð á furðulegu mati og smekk, sem alltof oft fari ekki saman við smekk fjöldans. Vafa- laust má lengi deila um hvort mat gagnrýnenda sé óskeikult ismarnir beinist í ýmsar áttir. Ennfremur hafa hin geipilegu afköst sumra gagnrýnenda vak- ið mikla furðu, en dómar um bækur eru birtir í kippum eftir jafnvel sömu menn. Þar eð nú tekur að halla á seinni helming ársins, þá væri rétt að beina þeirri fyrirspurn , til vlökomandi aðila, hvort ekkl væri rétt að endurskoöa þessi vinnubrögð bókmenntagagnrýn- enda og athuga hvort ekki sé rétt að breyta um ák þessu sviöi eða hvort núverandi ástand sé viðunandi, því þessi nöldrandi almenningur hafi ekkert vit á bókum. Ennfremur ætti það að vera athugandi, hvort ekki væri hægt að gagnrýnendur fái eitthvað af bókum til Iestrar eða afrit af handriti fyrr á árinu, svo að þeir þurfi ekki að lesa eina bók á dag i jólabókaflóölnu. Það má ætla að nú þegar sé fariö aö vinna að jólabókunum, svo að hægt væri að byrja lestur nú þegar, ef samvinna er góð nrilli aðila. Á þann hátt er minni hætta á aö bókmenntagagnrýni verði handahófskennd. Þrándur í Götu. I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.