Vísir - 09.07.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 09.07.1968, Blaðsíða 12
72 VISIR . Þriðjudagur 9. júM 1968. ANNB LORRAINE Hann þagnaöi og horfði á hana, undarlega fast. — Mary, þú ætlar að hitta mig aftur, er það ekki? Ég vil vita allt um þig — hvað það er sem gerist bak við þessi dul- arfullu augu, — hvaö þér fellur vel og hvað þér fellur illa, hvemig vin- ir þínir eru, hvaða áhugamál þú hefur — hvað það er sem kemur þér til að hlæja, og hvað kemur þér til að gráta — það er svo margt, sem ég þarf aö fá að vita. Hvenær ætlarðu að hitta mig aft- ur? Bráðum? Fljótt? Henni var nauöugt aö þurfa að lofa nokkru, og enn nauðugra var henni aö hverfa aftur til raunver- unnar eftir þessa stund, sem hún hafði veriö svo frjáls og sæl. — Ég skal reyna, sagði hún með semingi. — Þetta er ekki auðvelt, eins og þú veizt. En ég hef haft svo mikla ánægju af þessu — og það er svo margt, sem ég vil vita um þig. Það eina sem ég veit að svo stöddu ... Hún hló til þess að slæva þyrn- ana á orðunum — ... er að þér er meinilla við lækna, og að mér sýnist, að þér finnist himneskt að lifa. Ég man ekki til að ég hafi nokkum tíma hlegið jafn mikið á ævi minni og þessa stuttu stund, sem ég hef verið með þér. Það er skrýtiö — finnst þér þaö ekki? Hann horfði íhugandi á hana og leit af bljúgum augum hennar á fallegan munninn. — Er það nokkuð skrýtið? spurði hann. — Mér finnst þaö ekkert BÍLAKAUP - BÍLASKIPTI Vel með farnir bílar í rúmgóðum sýningarsal. Umboðssala Við tökum velútlitandi bila í umboðssölu. Höfum bilana tryggða gegn þjófnaði og bruna. SYNIHGARSALUfílNN SVEINN EGILSSON H.F. LAUGAVEG 105 SÍMI 22466 skrýtið. Getur það ekki blátt áfram þýtt það, að við eigum að vera sam- an, þú og ég? Hláturinn er bezta kynningin í veröldinni. Ég gat kennt þér að hlæja, góða — það hef ég sannað þér. Hver veit nema ég geti kennt þér ýmislegt fleira? Að því er mér skilst hefurðu átt of mikið annríkt við læknisnámið. Þú hefur ekki gefið þér tíma til að læra ýmislegt af því, sem er miklu yndislegra og varanlegra, Mary. Hún reis upp til hálfs í stólnum. — Nú ertu að bulla, sagði hún. Hún fann að hún roðnaði. — Nú verð ég að fara. Við getum talað betur saman seinna, Tony. — Eigum við að segja á föstu- daginn kemur, sagði hann er þau stóðu fyrir utan spítalahliðið. — Það er kannski happadagurinn okk- ar. Ég skal aldrei kvarta þó að þú veröir óstundvfs, eða þó að þú kom ir jafnvel alls ekki. Ég lofa þvf! Mary leit til spítalans og svo aftur á Tony. Hún vissi að hún varð að hafna boðum hans, ef hún ætlaði sér að gegna starfi sínu af dugnaði áfram. Hann hafði of trufl- andi áhrif á hana, og því oftar sem bún sæi hann því erfiðara yrði að slíta ku.nningsskapnum. Aðrir lækn- ar gætu starfað þó að þeir skemmtu sér, en því var öðru vísi háttað meö þá. Það var h'kast og þeir gætu haldið starfinu og skemmtununum alveg aðgreindu. En hún varð lík- lega eins og faðir bennar, að vísa öllu öðru á bug, ef hún ætti að ná því marki, sem hún hafði sett sér sem læknir. — Mary, sagði Tony kvíöinn. — Mælist ég til of mikils? að þú komir og drekkir te meö mér við og við og talir við mig. Ég skal ekki skipta mér neitt af starfinu þfnu. Þú munt sjá, að ég hef fyr- ir löngu skilið, að enginn má trufla ' bað? Ef þér heftir ekki leiðzt f j kvöld. — Mér hefur liðið ágætlega! sagði hún hugsunarlaust. Hún þoldi ekki að sjá raunasvipinn á honum. — Vitanlega verðum við að sjást aftur, Tony — og ég skal gera mitt ítrasta til þess að koma ekki of seint. Þakka þér fyrir f kvöld — þér hefur tekizt að láta mig gleyma öliu öðru. Var þetta ekki viöurkenning á þvf að þú sért heillandi? Hann hló, og svo fór hún inn. ÓGNUN VIÐ TILFINNING- ARNAR? Mary gekk hægt upp aö lækna- VAV/.V.VV.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V. :■ PIRA-SYSTEM í :■ :: Tvímælalaust hagkvæmustu og fjölbreyttustu hillu- J. ■: húsgögnin á markaönum. Höfum lakkaðar PIRA-hillur, I; teak, á mjög hagstæðu verði. ;; Lítið í SÝNINGARGLUGGANN, Laugavegi 178. ^ í STÁLSTOÐ s/f, Laugavegi 178 (v/Bolholt), sími 31260 í .V.V.V.V.V." ■' v.v.v, '.V.V." bústaðnum. Þegar hún kom upp í herbergið sitt gekk hún beint að speglinum og horfði framan f sig. Þetta gat þá hlotizt af því að hitta Tony! Hver var þessi granna, snyrtilega stúlka með ljóma í aug- unum og rjóðar kinnar? Hvað var orðið af alvarlega unga Iækninum, sem var alræmdur fyrir að drepa fólk úr leiðindum? Hver sem sáhana núna, mundi aldrei hafa trúað, að hún væri kvenmaður, sem aðeins hugsaði um að komast sem lengst á læknabrautinni... Hún settist á rúmstokkinn og sparkaði af sér ljósrauðu skónum. Nú rann upp fyrir henni aö þetta var í fyrsta skipti sem hún notaði þessa skó, og töskuna í sama lit. Hún mundi líka aö hún hafði litið fyrirlitningaraugum á þessa skó og töskuna, þegar nún fékk þá senda að gjöf frá fjarskyldum ættingja. Fréttin um góða prófið sem hún tók, hafði staðið í blöðunum, og skömmu síðar kom gjöfin frá þre- menningi við móður hennar, sem skrifaði henni og óskaði henni til ; hamingju. I Faðir hennar hafði litið á gjöf- ina og fleygt henni frá sér. — Það var henni líkt aö senda þér þetta, sagði hann fyrirlitlega. Ég man eftir að ég hitti hana einu sinni meðan móðir þfn lifði. Þetta var innantóm ung stúlka, sem gat ekki um annað hugsað eri tildur og prjál. Hvað ætti útlærður læknir að hafa við svona glingur að gera? Hún haföi verið sama sinnis þá. Nú tók hún annan skóinn og strauk mjúkt leðrið. Vitanlega var þetta glingur.. . En hún hafði sett upp skóna í hugsunarleysi, alveg ósjálf rátt, og hún vissi — þó hún vildi helzt ekki meðganga það fyrir sjálfri sér — að hún hafði gaman af þeim. Tony hafði talað um hve fallega búin hún væri — .og hún hafði glaðzt við að heyra að honum Iíkaði hvernig hún var til fara. Það var líkast og hún hefði orðiö fyr- ir gjörningum — hún var ger- breytt... Hún stóð upp og lagði skóna qg töskuna inn í klæðaskápinn. Þár skyldi hún geyma þá þangað til hún hitti Tony næst, hugsaði hún með sér. Eiginlega væri nú réttara aö hún klæddist eins og hún var vön — væri á hælalágum skóm og í gráu fötunum sínum. Þá mundi hann þó að minnsta kosti sjá stúlkuna, sem henni var eiginlegast að vera, en ekki þessa hégómadrós, sem var að taka af henni ráðin núna. Dagarnir liðu fljótt og alltaf þessi venjulegu störf og annir, svo að Mary haföi varla tíma til að hugsa um Tony. En stundum hvarfl aði hugurinn að spurningunni: átti hún að halda áfram að hitta hann? Og stundum var hún staðráðin f að sjá hann aldrei framar. Svo kom föstudagurinn og ekk- ert var þvf til fyrirstöðu að hún gæti farið, en þá varð hún fyrir einkennilegu sálarstríði. Henni þótti vænt um að geta farið, en um leið sámaöi henni, að ekkert skyldi verða til þess að hindra hana frá að fara! Hún hafði unnið gott starf undanfarna viku, og henni tókst að telja sér trú um, aö hún hefði gott af aö hitta Tony, og að hún mundi verða duglegri eftir á. Þegar að öllu var gáð höfðu allir reynt að sýna henni fram á, að hún ætti að létta sér upp, sagði hún við sjálfa sig. Engum var hollt að vinna af kappi án þess að létta sér upp á milli — hvað svo sem faðir henn- ar sagði. Ég er Tarzan. Hvar er Jane? Hann skilur mig ekki. Máilýzka þeirra er ekki sú, sem ég Iærði einu sinni. Jad-Benko. Það skil ég. Stóra sterk, kalla þeir þetta stærsta spendýr, sem til hefur verið. REIKNINGAR * LÁTIÐ OXKUR INNHEIMTA... C>oð sparat vdur t'rma og óbægindi INNHEIMTUSKRIFSTOFAN Tjarnargötu 10 — III hæd — Vonarstrætismegin — SífW 13175 (3linur)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.