Vísir - 09.07.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 09.07.1968, Blaðsíða 7
VÍSIR . Þriðjudagur 9. júlí 1968. 7 morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd Brezka stjórnin reiðubúin að láta herþotur flytja lyf og mat til Nígeríu Thomson samveldismálaráðherra Bretlands tilkynnti í gærkvöldi, að til mála gæti komið, að flugvélar Kemur á ný til óeirðu í Purís? Maurice Grimaud yfirlögreglu- stjóri Parísar hefir í skýrslu til borgarráðsins látiö í iiós beyg um, að til nýrra óeirða kunni að koma í borginni. í óeiröunum fyrr í sumar hlutu meiösli 1910 lögreglumenn og 1459 óróaseggir. Af lögreglumönnunum meiddust 9 hættulega og af öörum 14. brezka flughersins yrðu notaðar til flutninga á lyfjum, matvælum og öðrum brýnustu nauðsynjum til bágstaddra f Nígeríu og væru á- form í þessu efni nú rædd við land varnaráðherrann. Samveldismálaráöherrann tók fram, að nauðsynlegt skilyröi væri, aö báöir aöilar í borgarastyrjöld- inni féllust á þetta. í Genf hefur forstjóri Alþjóða Rauöa krossins rætt við U Thant framkvæmdastjóra Sameinuöu þjóö anna um flutninga á nauösynjum til hinna þjáöu í Biafra. Á furidi Vestur-Evrópusambands- ins hefur málið einnig verið rætt og stakk Willy Brandt utanríkis- Gammarnir bíða.. London: Á veggjum gamalla og hrörlegra flóttamannabúða í bæn- um Ikot Ekpene f Biafra bíða gamm amir eftir að ráðast á konur og börn, sem em að deyja úr hungri. Borizt hefur skeyti frá John Birch framkvæmdastjóra hjálpar- starfsemi í Biafra og er í því ávarp, sem hefir að fyrirsögn: Bjargið börnunum. „Bærinn“, segir hann í ávarpinu, „er sannkallað víti hungurs, smán- ar og dauða. Um það bil 1500 manns eru að bana komnir af nær- ingarskorti, margir hafa selt sein- ustu spjarir sínar til þess að kaupa mat fyrir, en gammamir svífa veggja milli reiðubúnir til þess að rífa í sig deyjandi fölk. Þarna er gamalt fangelsi byggt fyrir 200 fanga, en þarna er troöfullt. Daginn sem heimsóknin átti sér stað biöu 30 manns bana þarna.“ Hunt lávarður — sigurvegari Ever- est-tinds. Hann heimsótti í gær borg, þar sem 10.000 manns bíða dauðans. ráðherra Vestur-Þýzkalands upp á aö samkomulag yrði gert um hlut- laust belti í Nigeríu til flutning- anna. Beinar flugferðir hafnar ntilli New York og Moskvu Samkomulag Sovétríkjanna og Bandaríkjanna um beint farþega- flug milli New York og Moskvu hefst á mánudag í næstu viku í fyrsta sinn. — Bandaríska flug- félagiö Panamerican og sovézka félagiö Aeroflot annast ferðirnar. Samstarf kommúnistaríkja og innanlandsmál þeirra — Tékkar boðnir á nýjan fund PundiB hækkar NTB-frétt frá Zurich hermir, að pundið hafi hækkað í gær um 30 stig i hlutfalli við dollar á gjaldeyr- ismarkaðnum þar. Opinber tilkynning mun veröa birt um stuöning viö pundiö. f fyrradag fréttist að aðalbankastjór ar vestrænna landa á fundi i Sviss heföu náð samkomulagi um stuön ing við sterlingspund til langs tíma og var þetta talið sýna, að trú bankanna væri að aukast á því, að tilganginum yröi náö með efnahags ráðstöfunum brezku stjórnarinnar Miðstjórn kommúnistaflokksins í Tékkóslóvakíu kom saman á auka- fund í gærkvöldi til þess að ræða Wilsoa svarar gagnrýnendum Harold WUson forsætisráðherra Bretlands flutti ræðu í fyrradag á flokksfundi í Wales og svaraði stjórnarandstæðingum og öðrum, er gagnrýnt hafa harðlega efnahags- ráðstafanir stjórnarinnar. Wilson var óvenjuharðoröur og kvaö stjórnarandstæðinga sýna hiö mesta ábyrgðarleysi í gagnrýni sinni. í rauninni væri hér haldiö uppi baráttu af ofurkappi til þess að ófrægja viðreisnaráform stjórn- arinnar, af takmarkalausri ófyrir- leitni, en þeir sem þessa iöju stund uðu vissu mætavel, aö í rétta átt miöaði, og kvað hann það fram- undan að kraftaverk gerðist á efna- hagssviðinu. Um þetta eru þó margir í hans eigin flokki honum ósammála. (I grein á 8. síðu er sagt nokkuð frá erfiöleikum Wilsons um þessar mundir). 1 ofannefndri ræöu sinni vék Wilson að öðrum málum og kvaö brátt mundu verða varið meira fé á Bretlandi til fræðslu- og mennta- mála en til landvarna. bréf, sem flokknum hafa borizt frá kommúnistaflokkum Sovétríkjanna, Póllands og Austur-Þýzkalands. Efni bréfanna er boð um sameigin- iegan fund til þess að ræða viss vandamál. í stuttri tilkynningu segir, að tékkneski kommúnistaflokkurinn telii mikilvægt að ræöa þessi vanda mál og taka afstööu til þeirra. I' henni segir og aö samstarf kommúnistaflokka sé óhjákvæmi- legt fyrir heillavænlega þróun hinna ýmsu kommúnistalanda en jafnframt sé nauðsynleg gagnkvæm virðing fyrir sérstööu þeirra varð- andi innanríkismál. Lausnarbeiðni grískra ráðherra Gríski dómsmálaráöherrann, sem tók viö embætti fyrir 3 vikum, hef- ir beðizt lausnar, og aðstoðarráð- herra, sem tók við embætti um sama leyti. Orsakir lausnarbeiön- anna eru sagðar vera persönulegar ástæður ráðherranna. GATT og innflutn- ingshömlur Frakka Á fundi Gatt-landanna í Genf var fallizt á að sætta sig við til bráða- birgða ráðstafanir frönsku stjórn- arinnar til takmörkunar á innflutn- ingi. Var það gert á þeim grundvelli að kringumstæðurnar væru óvenju legar, en nefnd var skipuð til að fylgjast með þróun mála, svo aö hægt yrði að taka málin fyrir þeg- ar af nýju, ef þess sæjust merki aö takmarkanimar yrðu til frambúðar. Van Thieu frestar Bandaríkjaheimsókn Van Thieu. Nguyen van Thieu forseti Suður- Víetnam hefur tilkynnt að hann óski eftir að fresta áformaðri opin- berri heimsókn sinni til Bandaríkj- anna. Orsökin ér talin vera hætta á nýjum árásum Vietcong. Ekki haföi verið fast ákveðiö hvenær heim- sóknin yröi, en í fyrri viku var í frétt frá Washington sagt, að heim- sóknin myndi hefjast seint í þess- um mánuði og standa hálfan mán- uð. í fréttinni í gær var sagt, að van Thieu hefði gefið f skyn, að heppi- legra væri aö hittast til tveggja daga viöræöna einhvers staðar á Kyrrahafssvæðinu. Nýjustu fréttir herma, aö fundur þeirra van Thieu og Johnsons verði haldinn í Honolulu 20. júlf. onn: Andreas Papandreau, fyrr- srandi grískur stjómmálamaður, sáði í gær „heitu sumri“ í Grikk- indi, eða meö öðrum orðum, aö eilur myndu haröna og til átaka koma vegna sívaxandi óánægju ; manna rheð hemaðarlegu stjórnina | og mótspyrnu gegn henni. — Pap- ■ andreau er nú búsettur í Stokk- \ hólmi. Melbourne: Til alvarlegs uppþots kom hér f fyrradag. Um 2000 and- stæðingar Víetnamstyrjaldarinnar söfnuöust saman fyrir utan hús bandaríska ræöismannsins og er ríðandi lögregla dreifði mannfjöld- anum meiddust 35 menn, og yfir 50 voru handteknir. Ekki var skilin eftir heil rúða í húsinu. París: Tilkynnt er, að Vinstrisam- fylkingin muni ekki breyta stefnu- skrá í bill. Var þaö samþykkt á fundi leiðtoganna, en ný stefnuskrá verður tekin á dagskrá í septem- ber. Leiötogi vinstri samfylkingar- innar, Mitterand, sætti harðri j gagnrýni fyrir frammistööuna í! kosningunum. Staða hans er ekki! sízt erfið vegna þess, aö flestir nánustu samstarfsmenn hans féllu í kosningunum. Talsmaður sam- ( fylkingarinnar ræddi í fyrradag, nauðsyn sterkrar samfylkingar jafn-1 aðarmanna og stuöningsmanna j þeirra, sem fólk ætti kost á að j styöja í stað þess að eiga valiö milli gaullista og kommúnista. London: Talið er, aö tjón Bretlands af efnahagsaögerðunum gagnvart Rhodesíu nemi sem svarar til um 5100 milljóna íslenzkra króna. Það var Whitlock aðstoðar- í-áðherra sem svaraði fyrirspurn um þetta í neðri málstofunni. Meötalin er fjárhagsaðstoð veitt Zambíu. - Lissabon: Verkfalli strætisvagna- stjóra í Lissabon lauk eftir að sent hafði verið fram lögregluliö meö stálhjálma á höfði og vélbyssur á lofti. Verkfallið stóö í 3 daga. Það er brezkt félag sem annast rekst- ur strætisvagnanna og fél-lst það á, að strætisvagnamenn fengju kaup- hækkun, sem nemur 5 ísl. kr. á dag. Lissabon: Portúgalska stjórnin til- kynnir, að upprættur hafi verið flok-kur hermdarverkamanna, sem laumaðist inn í Mozambique, og ætlaði að komast til Suður-Afríku. Moskva: Nasser Egyptalandsfor- seti ákvað í gær, að dveljast 2—3 dögum lengur í Sovétríkjunum en upphaflega var ætlað og halda áfram viðræðum viö sovézka leið- toga. Eftir honum er haft, að sovét- stjórnin myndi styöja arabisku þjóö irnar áfram, en hann minntist ekki á hernaöarlega aöstoð. Minna er nú í bili rætt um „sovézk-egypzka friöarsókn" og athugendur telja, að > einhver snurða hafi komið á þráð- , inn á viðræöufundunum, Rómaborg: Signor Leone hefir myndað minnihlutastjórn á Ítalíu í stefnuræðu hét hann endurbótum á háskólakerfinu, stuðningi .viö Norður-Atlantshafsbandalagið og aðildarumsókn Bretlands að EBE. Haldi stjórnin velli við atkvæða greiðslu nú í vikunni mun þaö verða meö naumum meirihluta. Moskva: Varsjárbandalagið efnir til fyrstu flotaæfinga sinna á Norð ur-Atlantshafi í þessum mánuði og taka þátt í þeim herskip frá Sovét- ríkjunum, Póllandi og Austur-Þýzka landi. Æfingunum verður haldlð áfram á Eystrasalti í næsta tnan- uði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.