Vísir - 22.07.1968, Blaðsíða 3
V1SIR . Mánudagur 22. júlí 1968.
Listi yfir 64 hæstu skattgreibendur af fyrirtækjum:
ÞRJÚ HIN HÆSTU SKILUÐU
EKKI ÁGÓÐA Á SÍÐASTA ÁRI!
Dlaðið tók nýlega saman og
birti lista yfir hæstu skatt-
greiðendur af einstaklingum i
Reykjavík. 1 framhaldi af því
þótti forvitnilegt að gera lista
yfir hæstu skattgreiðendur af
fyrirtækjum í höfuðborglnni.
Teknir voru þrír helztu liðir
skattanna: tekjuskattur, tekju-
útsvar og aðstöðugjöld. Summa
þessara skattgreiðslna fer hér
ð eftir. Listinn nær til 64 fyrir-
tækja, það er að segja þeirra,
sem gert er að greiða samtals
meira en 700 þúsund krónur i
skatta. 13 hæstu greiöa meira
en 2 mllljónir, og samtals greiða
þau um 43 milljónir króna til
hins opinbera.
Listi þessi er ekki fyllilega
nákvæmur, en hann ætti að gefa
góða hugmynd um, hver þau
fyrirtæki eru, sem leggja stærst-
an skerf til þjóðarbúsins. Það
er mjög athyglisvert, að þrjú
hæstu fyrirtækin hafa ekki haft
hagnað á árinu og greiöa því
ekki tekjuskatt né tekjuútsvar.
Þrátt fyrir það er aðstöðugjald-
ið svo hátt, að það éltt nægir
til að færa þau i efstu sætin.
Þykir mörgum ráðamönnum
fyrirtækja þetta allundarlegt
kerfi.
Þess ber sérstaklega að gæta,
að eignarskattamir eru ekki
meðtaldir f útreikningi þessum.
1 flestum tilfellum hefði það
ekki breytt röð fyrirtækjanna,
þótt þeir hefðu verið teknir
með. Sem athugasemd við list-
Yfir tvær milljónir:
f* 'i m 'i . , r ,,
SÍS er hæsti skattgreiðandi Reykjavíkur.
ann má nefna eftirtalin fyrir-
tæki, sem greiða eiga sérstak-
lega háa upphæð í éignarskatta:
Silli og Valdi 1.056 þúsund
króna, Sameinaöir verktakar
697 þús., Egill Vilhjálmsson 573
þ., Vélsmiðjan Héðinn 546 þ„
Hamar 533 þ., Hótel Borg 323
þ, Eignarskattar eru í flestum
tilfellum ekki svo háir, að á-
stæða sé til að birta þá frekar.
Greiðslur fyrirtækjanna í lff-
eyj-js- og atvinnuleysisgjöld erii_
aniiars eðlis en ofangreindir
skattar. Þó gefa þær út af fyrir
sig góða hugmynd um stærö
fyrirtækja. Þau fyrirtæki, er
hæst ber um slíkar greiðslur eru
þessi: Loftleiöir 2.728 þús.
króna, Eimskipafélagið 1.812 þ„
SÍS 1.777 þ„ Sláturfélag Suður-
lands 1.244 þ„ Flugfélag Islands
1.114 þ„ Mjólkursamsalan
.918 þ„ Landsbankinn 866 þ„
Rafmagnsveitur ríkisins 784, þ„
Olíufélagið h.f. 540 þ., Olíufé-
lagið Skeljungur 487 þ., Júpiter
457 þúsund krónur.
Rétt er aö gera þá athuga-
semd' við skattgreiðslur heild-
verzlunarinnar Heklu, að P.
Stefánsson og véla- og raftækja-
verzlunin Hekla eru sama fyrir-
tækið og væri rétt að telja þau
öll saman. Viö það mundi Hekla
færast nokkuð upp.
í þúsundum króna: Milli 700 þúsunda og einnar milljónar:
\
1. Samband íslenzkra samvinnufélaga, Söilvhólsgötu .... 7.635
2. Eimskipafélag Islands h.f., Pósthússtræti 2......;... 6.684
3. Loftleiðir h.f., Reykjavíkurflugvelli ................ .4.999
4. Heildverzlunin Hekla h.f., Laugavegi 170 .............. 3.056
5. Hlaðbær h.f, (verktakar), Grensásvegi 52 ............ 3.051
6. Sláturfélag Suðurlands svf., Skúlagötu ................ 2.689
7. Eggert Kristjánsson & Co h.f., Hafnarstræti 5...... 2.606
8. Verksmiðjan Vífilfell h.f. (Coca Cola), Hofsvallag., Hagi 2.417
9. Jón Loftsson h.f., Hringbraut 121.................. 2.235
10. Silli & Valdi s.f., Austurstræti 17.................. 2.209
11. Verkh.f. (steypustöð), Skólavörðustíg 16.......... 2.130
12. Verzlun Hans Petersen h.f., Bankastræti 4......... 2.089
13. Ölgerðin Egill Skallagrímsson h.f., Laugavegi 172 .... 2.031
Milli einnar og tveggja milljóna:
14. Miðfell h.f. (verktakar), Bolholti 4 .................. 1.804
15. Ásbjörn Ólafsson h.f., Borgartúni.................... 1.737
16. Flugfélag Islands h.f., Hagatorgi 1 ................. 1.542
17. Egill Vilhjálmsson, Laugavegi 118 ..................... 1.414
18. O. Johnson & Kaaber h.f., Sætúni 8................ 1.373
19. Árvakur h.f., Aðalstræti 6 .......................... 1.342
20. Gunnar Ásgeirsson h.f., Suðurlandsbraut 16......... 1.290
21. Hótel Saga v/Hagatorg.............................. 1.205
22. Nöi, brjóstsykurgerð h.f., Barónsstíg 2 ................. 1.168
23. Garðar Gíslason h.f., Hverfisgötu 4................... 1.137
24. Gunnar Guðmundsson h.f. (þungaflutn.) Snekkjuvogi 36 1.116
25. Verkfræðiskrifstofa Sigurðar Thoroddsen, Ármúla 4 . . 1.099
26. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Aðalstræti 6.......... 1.065
27. Verzlun O. Ellingsen h.f., Hafnarstræti 15.............. 1.057
28. Afl sef., byggingar, Rauðalæk 24 ..................... 1.039
29. Fálkinn h.f., Laugavegi 24 ............................ 1.036
30. Gúmmívinnustofan h.f., Skipholti 35 ................. 1.027
31. Fönix, O. Kornerup Hansen s.f., raftækni; Suðurgötu 10 1.014
32. Sælgætisgerðin Opal h.f., Skipholti 29......•.......... 984
33. Davíð S. Jónsson & Co. h.f., Þingholtsstræti 18..... 980
34. Vatnagarðar s.f., verktakar, Suðurlandsbraut 10..... 979
35. Hamar h.f., Tryggvagötu, Hamarshús.................. 978
36. Teiknistofa '. s.f., Ármúla 6........................ 957
37. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis, Skólavöröustíg 12 955
38. Reykjafell h.f., umboös- og heildverzlun, Skipholti 35 . . 942
39. Súkkulaðiverksmiðjan Siríus h.f„ Barónsstíg 2......... 942
40. Bústaður s.f., Safamýri 44 ............................. 941
41. Svanur h.f„ smjörlíkisgerö, Vatnsstíg 11 ................ 927
42. Arnar h.f., (rekur Lídó), Skaftahlíð 24 ................. 880
43. Mjólkurfélag Reykjavíkur svf„ Laugavegi 164 ............ .856
44. Páll Þorgeirsson & Co. s.f„ umb,- og heildv., Laugav. 22 846
45. Sveinn Egilsson h.f„ Laugavegi 105...................
46. Hafskip h.f„ Tryggvagötu, Hafnarhús .................
47. Húsgagnahöllin s.f„ Laugavegi 26 ....................
48. Kassagerö Reykjavíkur h.f„ Kleppsvegi................
49. Globus h.f., Lágmúla 5...............................
50. Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan h.f„ Hafnarhvoli ....
51. Heimilistæki s.f„ Hafnarstræti 1.....................
52. Almenna byggingafélagið, SuðurlanGjsbraut ...........
53. Japanska bifreiðasalan h.f„ Ármúla 7.................
54. Jöklar h.f., Austurstræti 17.......................... . 781
55. Þór h.f„ innflutningur landbúnaðarvéla, Skólavörðustíg 25 774
56. Véltækni h.f. v/Reykjanesbraut ........................ 768
57. Kr. Kristjánsson h.f., Suðurlandsbraut 2 .............. 760
58. Bifreiðaleigan Falur h.f., Rauðarárstíg 31 ............ 753
59. Steypustöðin h.f„ Laugavegi 178 ....................... 749
60. Kaffibrennsla O. Johnson ót Kaaber h.f„ Sætúni 8....... 722
61. Egill Guttormsson heildverzlun s.f„ Vonarstræti 4...... 718
62. Ágúst Ármann, heildverzlun, Klapparstig 38 ............ 707
63. Rammagerðin h.f„ Hafnarstræti 17....................... 705
64. Slippfélagið h.f„ Slipphúsinu ......................... 704
816
803
799
799
796
784
7S4
783
782
(ifcis SFTB'I
Blaðið sneri sér til ráða-
manna nokkurra þeirra
fyrirtækja, sem greiða
hæstu skattana.
&.T/./////,\//.V‘\''j?z///''///.y///,'?.','/z/'\/f////zpW'!/{?''tf.'#'j&fft
Óttarr Möller, forstjóri Eim-
skipafélags íslands: „Ljóst er,
aö ríki og bæjarfélög þurfa
mikið fé til að greiða margvís-
lega þjónustu við almenning.
Mikilsvert er, að sköttum, út-
svörum og öðrum opinberum
gjöldum sé deilt sem jafnast
niður. Fyrirtækin eru máttar-
stólpar atvinnulífsins. Ef gengið
er of nærri þeim með opinber-
um álögum og möguleikum
þeirra til tekjumyndunar sniðinn
of þröngur stakkur, þannig aö
þau geti ekki endurnýjað vélar,
tæki og húsakost, þá verða þau
ósamkeppnisfær til óbætanlegs
tjóns fyrir þjóðfélagið í heild."
Kristján Guðlaugsson, stjóm-
arformaður Loftleiða: „Ég sé
ekki ástæðu til að kvarta yfir
sköttum, meðan viö greiðum
rétt á lagða skatta."
Ingimundur Sigfússon, for-
stjóri heildverzlunarinnar Heklu:
„Við erum ánægðir með að
greiða svo háa skatta, þar sem
allt hefur gengiö vel hjá okkur
og við gleðjumst yfir að leggja
okkar að mörkum til þjóöar-
búsins.“
Páll Hannesson, verkfræðing-
ur, Hlaðbær h.f.: „Hinir háu
skattar, sem við greiöum sýna.
að okkur hefur tekizt að reka
fyrirtækið vel og skila góðum
ágóða. Skattgreiðslur okkar
hafa tvöfaldazt frá síðasta ári."
(Þvl miður tókst blaðinu ekki
að hafa samband við Erleiid
Einarsson, forstjóra Sambands
íslenzkra samvinnufélaga, og fá
umsögn hans.)