Vísir - 22.07.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 22.07.1968, Blaðsíða 8
V IS IR . Mánudagur 22. júlí 1968. 8 £21 VISIR Otgefandi: Reykjaprent h.t. Fraisftkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jöhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aöalstræti 8. Sími 11660 Ritstjórn: Inugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölj kr. 7.00 eintakið Prentsmiöja Vísis — Edda h.f. * Breiðholt frá upphafi hafa miklar vonir verið bundnar við framkvæmdir hins opinbera í Breiðholti. Þar er í einni lotu verið að byggja nokkur hundruð íbúðir fyrir lág- launafólk. Lánakjöri' á þessum íbúðum eru svo ein- staklega góð, að lítió sem ekkert stofnfé þarf til að eignast þar íbúð. Þá vonuðu menn, að fjöldafram- leiðsla á þessum íbúðum og hlutum í þær, ásamt út- boði framkvæmda, mundi lækka byggingakostnað verulega. En lánsfjárútvegun og hár byggingakostn- aður hefur löngum verið íslenzkum húsbyggjendum fjötur um fót. En því miður hafa skýin hrannazt yfir Breiðholts- framkvæmdunum. Ef til vill hafa vonirnar í upphafi verið of hátt spenntar. Alla vega hafa þær brugðizt að ýmsu leyti. Flestir telja samt, að þessar fram- kvæmdir séu að mörgu leyti gagnmerkar og megi ýmislegt af þeim læra. En ýmislegt hefur þótt fara úrskeiðis og hefur það orðið tilefni ýmissa sagna um framkvæmdirnar. Sagnirnar um Breiðholt eru að ýmsu leyti ýktar og ósannar, eins og forvígismenn framkvæmdanna hafa réttilega kvartað yfir. En þeir geta raunar mest sjálf- um sér um kennt. Upplýsingar um Breiðholt hafa til þessa verið af skornum skammti. Þögn nefndarinnar um það, sem miður hefur farið, hefur gefið sögunum tækifæri til að magnast. Sumt hefur verið vel gert í Breiðholti. Á ýmsum sviðum hafa náðst mjög hagstæðir samningar við verktaka og aðra. Þess vegna kom það eins og reiðar- slag, þegar upplýstist, að söluverð íbúðanna yrði nokkru hærra en vísitöluverð f jölbýlishúsa. Einhverj- ir liðir hafa því orðið óeðlilega dýrir. Ekki er síður óþægilegt, að nefndin skuli ekki enn hafa gefið upp raunverulegt kostnaðarverð íbúðanna. Um þetta þarf söluverðið ekki að gefa neina vísbend- ingu. Margoft hefur verið reynt að fá nefndina til að leggja fram reikningana, svo að sjá megi raunveru- legt kostnaðarverð íbúðanna og einstakra liða þeirra, þar á meðal undirbúningskostnað. En þessi tilmæli hafa ekki borið árangur. Það er ekki von, að almenn- ingur sé ánægður með þessa afgreiðslu. Framkvæmdanefndin hefur sætt óvægilegri gagn- rýni í tali margra iðnaðarmanna og meðal almennings. Vísir vill fyrir sitt leyti stuðla að því, að málin skýr- ist, og er nú að rannsaka málið. Meðal annars hefur blaðið rætt við nokkra sérfræðinganna, sem starfað hafa við framkvæmdimar, og birtist fyrsta viðtalið í dag. í þessum viðtölum er kafað miklu dýpra í mál- ið en áður hefur verið gert og kemur í þeim í ljós bæði kostur 02 löstur á framkvæmdunum. Enn vona menn, að framkvæmdirnar í Breiðholti séu upphafið að nýrri tækni og hagræðingu í bygg- ingariðnaðinum og marki upphafið að nýju húsnæðis- lánakerfi. ! VERÐUR ÁRANGUR AF NAOMEY-FUNDINUM? — Ojukwu ofursti kom á ráðstefnuna i fyrradag f fréttum um borgarastyrjöld- Ina i Nigeriu hefir kviknað dálítill vonameisti í hugum manna um það, að samkomulag kunni að nást. Þessi vonameisti kviknaði, er það varð kunnugt, að höfuðleiðtogi Biafra, Odu- megwu Ojukwu, tók boði um að koma á ráðstefnuna í Nao- mey í Niger, sem haldin er fyrir atbeina Einingarsamtaka Afrfku, en Gowon ofursti, æðsti maður sambandsstjómar Nigeriu, var þegar búinn að koma á ráðstefn- una tvivegis. Ojukwu ofursti kom til Nao- mey í gær og er sagt frá komu hans í fréttaskeyti á þessa leið: Ojukwu ræddi þegar 1 gær við leiðtoga Einingarsamtak- anna, sem ráðstefnuna sitja. Hann kom ásamt fylgdarliði frá Libreville. Hinn skeggjaði leiö- togi Biafra, áður Austur- Nigeriu, gekk inn í samkomu- salinn klæddur einkennisbún- ingi og með hermannastígvél á fótum. Græna liðsforingjahúfu hafði hann á höfði og var alvar- legur, jafnvel þungur á brúnina. Seytján af nánustu samstarfs- mönnum hans voru í fylgdar- liðinu. Flugvélin, sem þeir komu í er flugvél forseta Fílabeins- strandarinnar Felix Houphouet- Boigny. Undir eins og Ojukwu var stiginn út úr flugvélinni var hann umkringdur öryggis- vörðum, alvopnuöum. Á hælum hans voru tveir háttsettir full- trúar ríkisstjórna Fílabeins- strandarinnar og Gabon, en þessi tvö ríki hafa ábyrgzt ör- yggi Ojukwu. Þegar Ojukwu var kominn inn í samkomusalinn bauð for- maður friðarnefndar Einingar- samtakanna hann velkominn, en hann er Haile Selassie Eþíópíu- keisari. Ennfremur var hann boöinn veikominn af öðrum í friöarnefndinni: William Tub- man forseta Liberiu, Öiori Hamani forseta Niger og Josef Njwuk forsætisráðherra Ghana. Háttsettir embættismenn voru staðgenglar forseta Kamerun og Kongó, Nokkur óvissa viröist vera um það, eftir framhaldsfregn- um aö dæma, hvort þeir Gowon og Ojukwu hittist f Naomey og ef til vill sé fundi Nigeriu- nefndarinnar lokiö. Var þetta haft eftir embættismönnum í Lagos — án þess að skýrt væri nánara hvað Iægi á bak við þessari fullyrðingu, en reynist þetta rétt verður um ný von- brigði að ræöa. Rétt áður en Ojukwu lagði upp í ferðina til Naomey ræddi hann viö fréttamenn skilyrðin til að hjálpa hinum nauðstöddu í Biafra. Hann stakk upp á, að Port Harcourt, nú á valdi sam- bandshersveita, yröi afvopnuð og birgðir fluttar þangað sjó- leiðis og þaöan landleiöis. lann kvað Biafra ekki mundu þiggja neina hjálp frá Bretum meðan þeir héldu á- fram aö senda sambandsstjóm- inni í Lagos hergögn. Alþjóða Rauði krossinn og Alþjóða kirkjuráöiö reyna eftir mætti að hjálpa og iáta engan bilbug á sér finna, en stjóm- málaleg þvermóöska, skilnings- leysi og ef til vill annað lítt bctra eöa verra, er til hindrun- Lítið bam í Biafra — myndin sjálf segir alla söguna. Birgöimar eru fluttar til Sao Tomé og Femando Po og Ioft- leiðis frá þessum eyjum — en aðeins lftlö af því sem vantar, kemst áfram — og enn aðeins loftleiðis. ar göfugu starfi þeirra. En þrátt fyrir alla erfiðleikana er kjarkur starfsmanna stofnana þessara óbilaður. Eftir einum er haft í fyrri viku: „Það skiptir engu máli hvor- um menn fylgja aö málum — til fjandans meö allt stjómmála- legt þref. Þúsundir manna deyja úr hungri daglega á þessum litla bletti í Afríku, og ef við getum ekki flutt matvælabirgðir inn í landið verða bráðum engir ■ Biafra-Inenn eftir." Um hjálparstarfsemina má bæta því viö, aö i lok fyrri, viku var tilkynnt í Genf, aö svissneski ambassadorinn í Moskvu, August Lindt, hafi af Alþjóða Rauða krossinum verið valinn til þess aö samræma og veita forustu yfirstjórn allrar hjálparstarfsemi 1 Nigeriu. Alþjóöa Rauði krossinn hvatti samtímis alla landsmenn í Sviss til fjöldaþátttöku til stuönings hjálparstarfinu. Ósk- aö var eftir enskumælandi mönnum til þess aö starfa á vegum samhjálparinnar sem leigubílstjórar, loftskeytamenn, læknar, hjúkrunarkonur, véla- menn o. s. frv. Lindt mun ferðast til Nigeriu bráðlega. Alþjóða Rauði krossinn er bú- inn að fá fé sem svarar til um 30 milljóna íslenzkra króna frá sambandsfélögum Alþjóöa Rauöa krossins í ýmsum lönd- um, en auk þess hafa borizt aðr- ar gjafir, peningar, lyf, mat- væli, og andvirði þessara gjafa mun vera um 64 — 65 milljónir króna. Nú er sagt að 2—400 manns deyi daglega í Biafra og eru þær tölur frá Rauða krossinum. en það vofir yfir hundruðum þúsunda aú deyja úr veikindum eða hungri ef hjálp berst ekki í tæka tíð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.