Vísir - 23.07.1968, Page 12
12
VÍSIR . Þriðjudagur 23. júlí 1968.
ANNE LORRAINE
Hann hristi höfuðið, og hún tók
eftir, að hann var þreytulegur.
Allt í einu brosti hún og reiðin
hjaðnaði í henni. — Fyrirgefið þér,
sagði hún. — Viö erum bæöi of
þreytt til þess að geta talað skyn-
samlega. Eigum við ekki að láta
það bíða til morguns?
Hann starði á hana, og loks brosti
hann. — Þér afsakið? sagði hann.
— Afsakið hvað? Það er ég, sem
ætti að biðja afsökunar. Ég hef
verið aö vinna úr athugasemdum
okkar og vissi ekki, hve framorðið
var, fyrr en ég heyrði yður koma,
— þá leit ég á klukkuna. Þér verö-
iö að fyrirgefa mér þetta.
— Gleymið því, sagöi hún þreytu-
lega. — Ef ég kemst ekki 1 rúmiö
núna, verð ég sjúklingur yðar á
morgun i stað þess að vera til að-
stoðar. Góða nótt!
Hún var komin upp í miðjan
stiga, þegar síminn hringdi í and-
dyrinu.
— Ég skal svara, sagði Carey.
— Farið þér nú að hátta.
Samt staldraði hún við, meðan
hann svaraði, og hrökk við, er hún
heyröi nafn sitt nefnt.
Marland læknir? Nei, ég get
ekki náð í hana. Hún er háttuð.
Og hún hefur heldur ekki vörö
í kvöld.
— Afsakið þér, læknir, sagði hún
og kom niður stigann aftur. — Ég
vil helzt ráða sjálf því, sem ég
geri.
Hann skellti heyrnartólinu á
gaffalinn og sneri sér að henni ó-
þreyjufullur. — Verið þér ekki
svona þrálát, sagði hann. Ég
sagði þeim, að þér hefðuö ekki
vörð, og það er rétt. Það er nóg
af læknum á verðinum. Það borg-
ar sig ekki að vera of greiövikinn.
BÍLAKAUP - BÍLASKIPTI
Vei með farnir bilar
í rúmgóðum sýningarsal.
UmboSssalo -
Vi8 tökum velútlitandi
bíla í umboSssölu.
Höfum bihna tryggða
gegn þjóíncíi og bruna.
SÝNINGÁRSALUMHN
SVEINN EGILSSDff H.F.
LAUGAVEG 105 SiMI 224.66
— Þetta kemur mér einni við,
sagði hún gröm. — Hver hringdi
— og hvert var erindið?
— Það var Larch, sagði hann.
— Mér finnst, að þér séuð óþarf-
lega uppstökk út af engu. Hann
spurði, hvort þér vilduð tala við
einhvern náunga, sem er að bíða
frétta af, hvernig uppskurðurinn
hafi farið hjá Specklan lækni.
Hann sagði að þessi náungi vildi
tala við yður. Larch gæti ofurvel
talað við hann í staðinn.
Hún sagði nepjulega: — Mig
varöar ekki um, hvað Larch getur
eða getur ekki. Afsakið þér mig,
læknir.
TONY SVER OG
SÁRT VIÐ LEGGUR ...
Hún strunsaði fram hjá honum
út úr dyrunum og áfram gegmun
garðinn. Fór inn í spítalann og
beina leið inn í litla herbergið.
Tony sat við ofninn með ókveiktan
vindling í munninum. Þegar hann
sá hana, spratt hann upp og fleygði
vindlingnum frá sér í öskubakkann.
— Hvað varð af þér? spurði
hann. — Ég var að verða brjálaður
að bíöa svona og fá ekkert að vita.
Hvað hefur gerzt? Ég bað hjúkr-
unarkonu um að ná I þig, ef hægt
væri.
— Og hér er ég líka, sagöi hún
vingjarnlega. — Tony, þú mátt
ekki æðrast svona. Við gerum allt
sem við getum fyrir Anne. Og ég
er sannfærö um, að þú hjálpaðir
henni betur en nokkurt okkar hinna
með því að segja henni að þú skyld-
ir verða nærri henni. Þá varð hún
róleg — tókstu ekki eftir því? Hún
er í góðra mánna höndum. Hann
faðir þinn er að skera hana.
Hann leit þreytulega á hana. —
Já, ég veit það, sagði hann. Mary,
hvað hefurðu gert? Það er svo að
sjá, að þú látir þig einu gilda um
al.lt annaö, þegar læknisstarfið er
annars vegar og þú getur fullnægt
því. Ég vildi óska, að þú hefðir ekki
komiö — heldur einhver annar!
Hún hnyklaði brúnimar. Hún
varð hikandi við þessi orð, og þau
særðu hana.
— Hvers vegna? spurði hún. —
Hann faðir þinn var sammála mér
um, hvaða sjúkdómur þetta væri,
Tony. Finnst þér þetta ekki dá-
litið ósanngjarnt, sem þú ert að
segja? Ég veit, að þú ert áhyggju-
fullur og uppvægur núna, og það
er ekki nema eölilegt, en þú verður
að bera traust til annarra, góði.
Anne veit, að þú ert nærri henni,
og það er henni ómetanleg stoð.
Hún elskar þig.
Hann hló, og hún var fljöt til
að þagna, — henni ofbauð fyrir-
litningin í augnaráði hans.
.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.W.
PIRA-SYSTEM
;! Tvímælalaust hagkvæmustu og fjölbreyttustu hillu- ;■
■| húsgögnin á markaðnum. Höfum lakkaðar PIRA-hillur, ;!
!| teak, á mjög hagstæðu verði. *!
!; Lítið f SÝNINGARGLUGGANN, Laugavegi 178. !!;
;j STALSTOÐ s/f, Laugavegi 178 (v/Bolholt), sími 31260 :■
!v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v
— Og af því að hún er þinn
sjúklingur, er það það eina, sem
skiptir nokkru máli, er ekki svo?
sagði hann fljótmæltur. — Þér gat
ekki dottið i hug, að ég er alls
ekki ástfanginn af Anne? Ef þér
hentar, að ég sé það, þá er ég það?
Er það ekki þannig, sem þú hugs-
ar? Geturðu ekki skilið, að þetta
hefði ekki komiö fyrir, ef þú hefðir
ekki snúið við mér bakinu? Við
hefðum getað órðið hamingjusöm,
Mary — en í staðinn erum við bæði
ófarsæl. Geturðu neitað þvl? Ég
sá augun í þér í kvöld, þegar þú
sást, hver lauk upp fyrir þér. Þér
líður ekki vel — fremur en mér
— en þú ert of mikiil þrákálfur til
þess að viðurkenna, að þetta lækn-
isstarf þitt geti ekki veitt þér lífs-
gieði. Mary, hvemig stendur á því,
að þú getur verið svona blind?
Ég elska þig — þig, Mary — og
þú elskar mig líka.
Hún starði ráðþrota á hann, og
augu hennar grátbændu um með-
aumkun, meðan hún var að reyna
að finna orð til að afsanna allt
það, sem hann hafði sagt.
Hún ste'g eitt skref f áttina til
hans og hann kom á móti henni
og breiddi út faðminn. Hún brosti
til hans, og um leið og hann faðm-
aði hana að sér, halláði hún höfð-
inu að brjóstinu á honum og lagði
augun aftur.
— Skilurðu ekki, hvemig þetta
er, Mary? sagði hann innilega, og
niunnur hans snerti hárið á henni.
— þú elskar mig — gerir þú þaö
ekki, væna mín? Þú elskar mig, og
ég elska þig.
Mary hreyfði hvorki legg né lið
um stund. Unun friðar og sælu fór
um hana alla, þakkarkennd og
innileg gleði. Það var þetta, sem
hún hafði þurft með — þessi með-
vitund um, að hún nyti verndar.
En þegar henni varð Ijósar, hvað
'■ orðum hans fólst, hrökk hún burt
frá honum og rak upp örvænting-
aróp.
Hann kipptist við og pirði augun-
um. — Þetta er satt — er það ekki
satt? spurði hann snöggt. — Mary,
haltu þessu ekki áfram — segðu
mér sannleikann! Þú elskar mig —
og engan annan?
Hún tók höndunum saman fyrir
aftan bak, eins og hún vildi reyna
aö verjast þeirri freistingu að faðma
hann aö sér.
— Það er ekki það, sem er aðal-
atriöið, byrjaði hún vandræðalega.
— Æ, Tony — hvað erum við að
reyna, þú og ég?
— Ég skal segja þér nákvæm-
lega, hvað þú ert aö reyna að gera.
Þú keppir að því af ráönum hug
að spilla lífi þfnu, og mínu um leið,
vegna þess að þú ert sérgæðingur út
í æsar. Þú vilt ekki viðurkenna
j innstu tilfinningar þínar — þú hugs
I ar eingöngu um að láta sem þú
j unir vel þessu lítilsverða starfi
i þfnu. Hvers konar kona heldur þú
I eiginlega að þú sért? Þú þarfnast
ástar, Mary — þú þráir að eignast
heimili og fjölskyldu, eins og allar
aðrar konur. Ertu svo frábrugðin
þeim, að þú þykist standa á æöra
stigi, vegna þess að þú getir helgað
lff þitt þessu starfi — og marið
tvö hjörtu með því að gera það. Er
það alvara?
Hún leit undan — axlimar sigu.
Líkamsburðurinn allur sýndi, hve
örvingluð hún var.
— Ég er ekki hærra sett en hver
annar, sagði hún döpur. — Dettur
þér í hug, að ég sé svona, eins og
þú segir, Tony? Mér er ómögulegt
að skýra þetta fyrir þér — ég veit
það. Ég hef lofað föður mínum að
standa óháð í starfi mínu, og ég
hef gefið Carey lækni loforð um, að
ég skuli helga mig þvf, að minnsta
kosti svo lengi sem hann krefst
þess af mér'. Starfið, sem hann hef-
ur með höndum — með minni að-
stoð — er afar mikilsvert. Ég vildi
óska, að mér tækist að sannfæra
þig um þaö.
Maðurmn sem annars
aldrei les auglýstngar
1 HEARP TAKZAN CALL ME M
THE HORRIBLE RARK BENEATH
THAT MOUNTAIN! TrlEN I WAS
SMASHEP ANP POUNPEP BY
THE RIVER FOR HOURS..ANP
FAINTEP—WITH RELIEF_WHEN
I CAME OIST INTO SUNSHINE!
\ /ANP TAKZAN
y IS STJLL
j INSIPE THE
J MOUNTAIN!
XMUSTFINP
HIM..HELP
HIM—!
Furðumenn fluttu mig til Oþar, og Tarz
an fylgdi okkur eftir.
Ég heyrði að Tarzan kallaði á mig úr
myrkrinu, sem er undir fjalli þessu. Þá
hreifst ég með ánni og lamdist öll í
nokkra tíma og vonaöi máttlítil, að ég
kæmist út f dagsbirtuna. Og Tarzan er
ennþá undir fjallinu. Ég verð að finna
hann og hjálpa honum.
auglýángar yjjjjj
lesa allir
REIKNINGAR :
LÁTIÐ OKKUR INNHEIMTA...
£>oð sparar yður t'ima og óbægindi
INNHEIMT USKRIFST OFAN
Tjarnargötu 10 — 111 hæd — Vonarstrætismegin — Simi 13175 (3linur)