Vísir


Vísir - 01.08.1968, Qupperneq 3

Vísir - 01.08.1968, Qupperneq 3
í VlSIR . Fimmtudagur 1. ágúst 1968. BESSASTAÐIR Heimsókn á aö er gaman aö koma aö Bessastööum á sólbjörtum sumardegi, reika um staöinn og rifja upp sögu hans. Flestir kannast við sögu Bessastaða að meira eöa minna leyti, og ekki er ástæöa til þess að rifja hana upp hér. Myndsjáin brá sér í gær í stutta kurteisisheimsókn til Bessastaða. Veðrið var eiginlega hvorki vont né gott, sæmilega heitt en sólarlaust. forsetasetrið Þegar heim á staðinn kom var þar litla hreyfingu að sjá. Einn ungur maður var þar að mála kantsteina, og syfjulegur hundur lá fram á lappir sínar og virti komumenn naumast viðlits. Túnin á Bessastöðum eru stór og búið var að slá þau og ná saman heyinu af þeim. Heyið virtist vera gulnaö og hálfhrak- ið eftir siðustu daga, sem hafa verið votviðrasamir. Við göngum til kirkju. Þar á sumardegi inni er hálfrokkiö og svalt. Það tekur svolítinn tíma að venjast dimmunni, svo að hægt sé að byrja að skoða þessa kirkju, sem er meö hinum feg- urstu á landinu. Inni í kirkjunni hanga uppi minnisskilldir um fólk, sem grafið er í Bessa- staðakirkjugarði. Úti fyrir þýtur í grasi og trjá- laufi. Söngfuglakvak berst að eyrum okkar, þegar við ljúkum þessari tilefnislausu heimsókn á höfuðból þjóðarinnar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.