Vísir - 01.08.1968, Side 5

Vísir - 01.08.1968, Side 5
5 V í S IR . Fimmtudagur 1. ágúst 1968. . — ——mia—m > wmm ÉtfÍB iÍÍlllÉl „Eplaháriö“ hans Alexandre í París lítur út fyrir að vera svo einföJd greiðsla að hver okkar um sig ætti að geta greitt hana sjðlf. Hingaö til hefur enginn meistari í faginu vogað sér að gera hárgreiöslu svo einfalda. Auðvitað er þessi greiðsla hent ugust þeim sem hafa fallegt, gróskumikið hár, sem ekki þarf aö túpera, til að þaö líti vel út. Þessi nýja greiðsla dregur nafnið af því, að hárinu er skipt í miðju, greitt aftur fyrir eyrún en þar þynnist það í odd, sem klipptur er þannig að hann leggist að hnakkanum. Kvöld- greiðslan einkennist af hnút í hnakkanum, sem settur er lágt í hnakkann. Þær stuttklipptu geta notað gervilokka eða litla hárrúllu. ' j ■ : . . : : mm Til þess að tolla í tízkunni Viö Diordragtina er hliðar- taskan ómissandi. Dior ekki eins í skýjunum JJior er ennþá nafn sem sér- staklega er veitt eftirtekt, þegar rætt er um tízkufatnað. Dior hefur ekki farið varhluta af óeirðunum í Frakkl. og flutn- ingsörðugleikum ásamt minnk- andi sölu. Föt þau er hann sýn ir eru flest miðuð viö sölumögu- leika og því ekki eins og þau væru komin ofan úr skýjunum eins og oft áður. Jakkinn skiptir miklu máli hjá Dior eins og hjá mörgum sam- starfsmanna hans. Jakki bæði við pils og buxur — oft með stór um vösum. Við jakkann eru born ar hliðartöskur. Einnig tilheyra öllum jökkum og kápum Dior langir silkitreflar. Silkitreflam- ir eru settir á tvöfaldir og end- arnir tveir, dregnir í gegnum lykkjuna, sem kemur fram við það. Litirnir, sem' Dior notar aðallega í þennan dagbúning eru: svart, oft með rauðu. Þá grátt frá ljósu litbrigöi yfir í mjög dökkt. Dior notar jakkann einnig við svarta, ermalausa, léttflegna kvöldkjólinn. Jakkinn er þá oft úr loðnu ullarefni og er hægt aö nota jakkann einan sér við ann an klæðnað. Jjótt nýjá vetrartízkan hafi fyrst fyrir alvöm komiö fram í síöustu viku þá má þegar sjá merki hennar á götum París- ar. Það tekur sinn tíma fyrir fataframleiðendur að koma með nýjustu tízkuna á markaöinn og enn lengra líöur unz hún er kom in f verzlanir hér heima. En til þess að þið standið ekki kyn- systrum ykkar í París að baki þá er hér listi yfir þau smá- atriöi, sem koma að gagni trl að tolia í tízkunni: 1. Látið hárið vaxa, skiptið í miðju og setjið í flatan hnút í hnakkanum. 2. Kaupið svart næst, þegar þið kaupið efni. 3. Grái kjóllinn er enn í tfzku. Lífgiö upp á hann meö hvftum kraga. 4. Saumið málmhnappa á fötin, alls staðar þar sem þeir kom- ast fyrir. 5. Kjóllinn á að vera hár í háls inn, eöa með djúpu vaffi. 6. Belti, belti, belti. 7. Síður jakki og mikill um sig, ef þið fáið ykkur dragt. 8. Saumið skinnhúfu eftir lög- uninni á baöhettunni ykkar. 9. Tínið fram allar ykkar gull- keðjur og hafiö um hálsinn. 10. Síkkið ekki pilsin. Hatturinn 1968? JlJvað er nú þetta? — Jú ekki ber á öðru, baðhúfustællinn er kominn fram á nýjan leik. Á tízkuvikunni í París var hann alls staðar til sýnis. Þetta er út- gáfa Jaques Heim í svörtu tjulli með pallíettusaum bæöi á hattinum og chiffonklútnum sem fylgir með. Til þess aö mýkja „baðhettuna“ ofurlítiö var sett slör á sumar útgáfur hattsins og náði það rétt niöur fyrir augu. SUMARHÁTÍÐIN í Húsafellsskógi UM VERZLUNARMANNAHELGINA Hljómar—Orion og Sigrún Harðardóttir SKAFTI og JÓHANNES — DANS Á 3 STÖÐUM — 6 HLJÓMSVEITIR TÁNIN G AHL J ÓMS VEITIN 1968 — HLJÓMSVEITASAMKEPPNI Skemmtiatriði: Leikþættir úr „Pilti og stúlku" og úr „Hraðar hendur“ — Alli Rúts — Gunn- ar og Bessi — Ríó tríó — Ómar Ragnarsson — Bítlahljómleikar — Þjóðdansa- og þjóð- búningasýning — Glímusýning — Fimleika- sýning — Kvikmyndasýningar. Keppt verður í: Knattspyrnu —Frjálsíþrótt- um — Glímu — Körfuknattleik — Hand- knattleik. UN GLIN G AT JALDBÚÐIR F J ÖLSK YLDUT J ALDBÚÐIR Bílastæði við hvert tjald. KYNNIR: JÓN MÚLI ÁRNASON Verð aðgöngumiða 300,00 fyrir fullorðna, 200,00 kr. 14—16 ára og 13 ára og yngri ókeypis í fylgd með foreldrum sínum. — Gildir að öllum skemmtiatriðunum. — SUMARHÁTÍÐIN ER SKEMMTUN FYRIR ALLA U.M.S.B. Æ.M.B. TEKUR ALLS KONAR KLÆÐNlNGAR FLJÓT OG VÖNDUÐ VINNA ClRVAL AF AKLÆÐUM LAUGAVE6 Í2 - 5lMI I0S25 HEIMASlMI 21535 BOLSTRUN Svefnbekkir í úr ali á verkstæðisverði. Innrömmun ÞOBBJÖRNS BENEDIKTSSONAR ingólisstræti 7 fökum aö okkur Qvers konat múroro' og sprengivlnnu l húsgrunnum og ræs nm Leigjum út loftpressui og vfbrc sleöa Vélaleiga Steindórs Sighvats sonai Alfabrekku við Suðurlands Draut, simi 30435 Vöruflutningar um allt land Ármúla 5 . Sími 84-66;

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.