Vísir - 01.08.1968, Qupperneq 8
V í S I R . Fimmtudagur 1. ágúst 1968.
8
VÍSIR
Otgefandi: Reykjaprent h.t.
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjölfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aöstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Augiysingastjóri: Bergþór Olfarsson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660
Ritstjóm: laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands
í lausasölj kr. 7.00 eintakið
Prentsmiðja Visis — Edda h.f.
Forsetaskipti
JJerra Ásgeir Ásgeirsson lætur í dag af störfum eftir
sextán ára farsæla þjónustu við þjóð sína í æðsta
embætti landsins. Áður hafði hann sem kunnugt er
gegnt fjölmörgum opinberum trúnaðarstörfum, allt
frá því að hann var fyrst kjörinn á þing fyrir Vestur-
ísfirðinga árið 1923. Öll sín störf hefur hann rækt með
þeirri réttsýni, góðvild og ljúfmennsku, sem honum
er í blóð borin. Allir, sem með honum hafa unnið eða
haft af lionum einhver persónuleg kynni, viðurkenna
mannkosti hans, víðsýni og velvilja.
Þótt kosningabaráttan væri hörð þegar Ásgeir Ás-
geirsson var kjörinn forseti 1952, gekk enginn þess
dulinn, að færi hann með sigur af hólmi mundi hann
í hvívetna reynast traustsins verður og gegna hinu
háa embætti með þeim hætti að þjóðinni yrði sæmd
að. Sú várð líka reyndin. Hvar sem hann hefur farið,
innanlands eða utan, hefur framkoma hans og þeirra
hjóna, meðan beggja naut við, vakið traust og virð-
ingu. Ferðir hans til annarra landa hafa orðið hin
bezta kynning á íslenzku sjálfstæði og þjóðmenningu.
Má í því sambandi minna á ummæli, sem fyrir
skömmu voru höfð eftir Pétri Thorsteinsson sendi-
herra í blaðagrein. Kvaðst hann hafa fyllzt aðdáun á
framkomu og hæfileikum Ásgeirs Ásgeirssonar á
tveggja mánaða ferðalagi með honum um Vesturheim
og telja að slík kynni forustumanna erlendra rfkja af
æðsta fulltrúa íslenzku þjóðarinnar væru ómetanleg
landkynning. Og útlendir sendimenn og gestir, sem
hafa sótt forsetann heim að Bessastöðum, hafa látið í
Ijós mikla hrifningu yfir viðræðuhæfileikum hans,
fjölþættri menntun og gáfum. Allur sá fjöldi íslend-
inga, sem komið hefur á forsetaheimilið í valdatíð
hans mun ljúka upp einum munni um að þar hafi far-
ið saman höfðingleg reisn og alúðleg ljúfmennska.
Af þessu öllu má ljóst vera hvílík fásinna það er,
sem stundum heyrist haldið fram, að hver vammlaus
meðalmaður geti verið forseti landsins. Þar þarf sann-
arlega meira til, ef vel á að takast. Og það er ekki
vandalaust að setjast í sæti Ásgeirs Ásgeirssonar fyrir
hvern sem til þess hefði valizt Hann hefur ekki með
öllu verið friðhelgur fyrir þeirri illkvittni, sem mörg-
um íslendingum er of tamt að beita gegn þeim, sem
gegna forustuhlutverkum í þjóðfélaginu, en yfirgnæf-
andi meirihluti þjóðarinnar mun þó bera fyrir honum
óblandna virðingu og meta hann að verðleikum, Og
hlutlaus dómur sögunnar mun skipa honum í ílokk
meðal landsins merkustu og beztu sona. Starfssaga
hans er mikil og margþætt og hamingjan hefur verið
með honum í verki. Og nú að loknum löngum og giftu-
ríkum starfsdegi eru honum sendar óskir um fagurt
og friðsælt ævikvöld.
Um leið og hinn fráfarandi forseti er kvaddur með
virðingu og þökk alþjóðar er hinum nýja forseta, sem
tekur við embættinu í dag, óskað heilla og hamingju
í starfL
)
)
1,
|
!
)
\
V
•I
'i
\
A
, i
7
Ijf
í
/
Grimmileg lokaátök
sennilega skammt
framundan íNigeríu
Hefur sambandsherinn sókn um leið og
friðarráðstefnan hefst 5. ágúst?
Ojukwu,
leiðtogi Biafra-manna.
1 NTB-frétt í gær var það haft
eftir ofursta nokkrum í sam-
bandshemum í Nigeriu, að hann
biði fyrirskipana um að hefja
lokasókn, á „hálfum mánuði
væri hægt að gersigra Biafra“.
Ofurstinn gagnrýndi harölega
alþjóða hjálparstofnanir, —
London, að komnir væru til
Lagos 15 flutningabílar og
nokkrir Landroverbílar, og heföi
verið greitt fyrir þá af fé því,
sem brezka stjómin hefði veitt
til hjálpar í Nigeriu — báðum
aðilum - en upphæðin, sem var
veitt var 250.000 sterlingspund.
Vikuritið
Newsweek
birtir þessa
mynd. Texti:
Hungurréttir.
Rottur til sölu
á markaði f
Biafra.
kvað sambandsherinn eiga við
nóga erfiöleika að stríða við að
koma birgöum til dreifðra og af-
skekktra flóttamannabúða, þótt
ekki bættist annaö viö. Og of-
urstinn spurði: „Hvað getur
Rauði krossinn gert? Ekkert.
Þeir hafa ekkl einu sinni flutn-
ingabíla“.
Þetta var um sama leyti, sem
frá því var sagt í fréttum frá
Sannleikurinn virðist sá, að
ekkert gengur með að ná sam-
komulagi um flutninga og flutn-
ingaleiðir, vegna þess, að af-
staða leiðtoga beggja aðila er til
hindrunar, og sambandsstjórn-
ar í Lagos sízt minna, ef hennar
er þá ekki meginsökin. En þaö
stendur ekki á því, aö unnt sé
að flytja áfram sovézk og brezk
hergögn til sambandshersins.
Úng móðir í Biafra með barn sitt.
Sunday Times £ London birtir
frásögn tveggja fréttaritara —
Tony Geraghti, sem sendi
fréttapistil frá Lagos og Alex
Mitchells, sem sendi annan frá
Owerri.
Þúsundir flóttamanna streyma
inn á mitt landsvæði Ibo-anna
(Biafra er aðallega byggt fólki
af Ibostofni), meðan báðir aðilar
búi sig undir að heyja seinustu
blóðugu lokabardagana i hinni
ársgömlu borgarastyrjöld. Mán-
uöum saman hefir yfirstjóm
Biafrahers orðið að senda her-
menn I hundraöa tali marga
þeirra óvopnaða og óþjálfaöa
— til þess að deyja í hörðum
bardögum.
Þegar hafa 4Y2 milljón manna
flúið undan sambandshernum.
Alex Mitchell segir að þar sem
hann lagöi leið sína hafi veriö
þröng á öllum vegum, grannar.
beinaberar konur, bám börn
sín og pjönkur þar til yfir lyki.
Meðfram vegunum em grafnir
djúpir skuröir undir líkin.
Skæruliðar reyna aö laumast aö
baki meginher sambandshersins
og vinna hermdarverk meö
sprengjum, frumstæðum en •
haglega gerðum, sprengiefn-
inu kannski komið fyrir í pípu-
bút.
Það er margt, sem bendir til
að framundan — sennilega
skammt fram undan séu grimmi
legri átök en enn hafa átt sér
staö í þessu landi hörmunganna.
Það em aðrar staðreyndir sem
Sunday Times bendir á sam-
kvæmt upplýsingum fyrrnefndra
fréttamanna:
í fyrsta lagi sé sú staðreynd
þótt meö hana hafi átt að fara
sem trúnaðarmál, að ekki fyrr
en 15. september var markið
sett hjá Rauöa krossinum, að
hjálparstarfsemin yrði komin í
fullan gang, en það er á tíman-
um þangað til sem grimmilegast
kann að verða barizt.
í öðru lagi er sú staðreynd, að
sambandsstjómin hefur „blettaö.
sinn skjöld“ með kyrrsetningu
þúsunda manna, sem tilheyra
þjóðernisminnihlutum vegna
þess eins, að þeir eru menntaðir
menn.
í þriðja lagi er þaö ásetning-
ur stjómarinnar, að hafa áfram
undir vopnum, þegar styrjöld-
inni er lokið 50.000 af þeim
75.000 sem hervæddir eru. Svo
stóran her virðist þurfa aðeins
til hernáms alls Bíafra eða vegna
skæruhernaðar í stórum stfl.
Sókn af hálfu sambandshers
telja fyrmefndir fréttaritarar, að
gæti hafizt 5. ágúst samtímis þvi
að frlðarráöstefnan hefst 1 Addis
Abbeba.
, iiwniiwiiff ''"aaaMg
ZZZZSESSSBEl