Vísir - 01.08.1968, Side 9
VÍSIR . Fimmtudagur 1. ágúst I9G8,
■9
I
i
I
!
SKOT Á MARK EN HÁRFÍNT FWMHJÁ
sérstaklega geta þess, að þeir
Andrés, Jón og Jónas Þorbergs-
son studdu mjög við bakið á
mér í þessu nýja hlutverki.
TT venær hófst íþróttaáhugi
11 þinn?
Strax í bernsku tók ég miklu
ástfóstri við knattspyrnu og
frjálsar íþróttir og varð svo
frægur að taka einu sinni þátt
í drengjamóti Ármanns, þá
sextán ára og hljóp 1500 og
3000 metra. (Þess má til gamans
geta að Sigurður varð ekki síð-
astur!) Hvað knattspyrnunni
viðvíkur æfði ég alltaf á vorin,
en varð fljótlega að yfirgefa
kunningjana og halda upp í
sveit er sumarið gekk í garð.
Ekki get ég státað af neinum
íþróttaafrekum frá æskuárun-
um, en ég fyigdist alltaf vel
með.
Áhugi minn fyrir íþróttum
jókst náttúrlega gífurlega, þeg-
ar ég byrjaði með íþróttaþátt-
■ Þessi orð hafa eigi svo sjaldan borizt til eyma
hinna fjölmörgu áhugamanna um íþróttir, er þeir
hafa fengið sér sæti fyrir framan útvarpstækið og
hlustað á íþróttafréttir útvarpsins. Maðurinn, sem
flytur þessi orð með sinni vinalegu röddu, er auð-
vitað Sigurður Sigurðsson, sem flestir kannast nú
við úr útvarpi og sjónvarpi. Um þetta leyti heldur
Sigurður upp á tvöfalt starfsafmæli, en hann hefur
starfað hjá Rikisútvarpinu f 2í> ár og 20 ár eru liðin
frá því að hann tók að sér íþróttaþáttinn hjá sömu
stofnun. Af tilefni þessara merku tímamóta hjá
Sigurði brugðum við okkur heim til hans og spjöll-
uðum við hann nokkra stund.
T7’iltu ekki segja mér eitthvað
’ frá uppvaxtarárum þínum?
Ég er fæddur í Hafnarfiröi
27. janúar 1920, en fluttist ári
síðar til Reykjavíkur og hef
unað hag mínum vel hér í höf-
uöborginni síðan. Ég ólst eigin-
lega upp á hallæristímum og
þurfti aö grípa hvert tækifærið
til að vinna og ná mér í pening.
Slðan lá leiðin f Verzlunar-
skólann og ég útskrifaðist þaö-
an árið 1938. Tók ég þá til
starfa við heildverzlun eina,
en leiddist fljótt „aurastaglið"
og hætti. Rakst ég skömmu
síöar á auglýsingu, þar sem ósk-
að var eftir manni við ríkisstofn
un er þurfti að hafa góða vél-
ritunarkunnáttu. Sótti ég um af
rælni og var skömmu síðar
hringdur upp og var það Jónas
Þorbergsson þáverandi útvarps-
stjóri og fór strax mjög vel á
með okkur. Starfið átti aö vera
í innheimtudeild útvarpsins, en
mér leizt ekkert á það er ég
heyrði um kaup og annaö, þvi
þá var ég að hugsa um að ganga
í það heilaga og skorti peninga.
En Jónas segir þá við mig, ef
okkur líkar við þig o„ þér við
okkur, skaltu ekki sjá eftir því,
að hafa komið til okkar. Og ég
sló til og ekki leiö á löngu þar
til hann hafði útvegað mér auka-
starf við auglýsingadeildina.
Hækkaði ég síðan stöðugt i
sessi, fyrst úr bókara í fulltrúa
og innheimtustjóri varð ég svo
árið 1952. En allan tímann frá
1948 var ég íþróttafréttam. að
aukastarfi eða til 1966, að ég
var skipaður íþróttafréttastjóri
fyrir hljóðv:.rp og sjónvarp.
TTver var þín fyrsta íþrótta-
XX lysing?
Ég fór með Jóni Múla Árna-
syni á Ólympíuleikana í London
árið 1948, en‘ hann var þar
fréttamaður útvarpsins. Svo at-
vikaðist það fyrir algjöra til-
viljun að ég lýsti 200 metra
hlaupi og þeir Jón Magnússon
og Andrés Bjömsson ákváðu
að gera þá tilraun til að út-
varpið fengi sér íþróttafrétta-
mann og höfðu mig sem til-
raunadýr, og þá e.t.v. með til-
liti til þessarar prófraunar á
Ólympíuleikunum. Og ég vil
„Fiðlan er mitt uppáhaldshijóðfæri, enda er hún að mínum dómi göfugust allra hljóðfæra“,
segir Sigurður.
I byrjun. Þó er ég ekki eins
taugaóstyrkur i sjónvarpinu
eins og í útvarpinu.
Við sáum hjá Sigurði mjög
veglegan bikar sem sam-
starfsmenn hans í fjölmörg
ár gáfu honum. Áletrunin er:
Sigurður Sigurðsson
15. júlí
1943 - 1948 - 1968
Aldarfjórðungur ánægju og
vináttu.
inn. Fór ég þá að tala við mér
reyndari menn og vil ég þar
nefna sérstaklega Benedikt G.
Waage, sem gagnrýndi mig allt-
af af góðum vilja og sagði mér
ávallt kosti mína og galla.
Ertu aldrei taugaóstyrkur
þegar þú ert aö lýsa?
Ég var það aldrei fjögur eða
fimm fyrstu árin en síðan hef
ég alltaf verið eitthvað óstyrkur
'P'innast þér íþróttir hér á
landi lélegri nú en áður?
Já, ég held að ég verði að
segja það, t. d. frjálsíþrótta-
mennirnir, en sundfólkið er
miklu betra núna og virðumst
við eiga þar nægan efniviö til
stórafreka. Þá eru knattspyrnu-
mennirnir mun lakari, ef miöað
er við hina gömlu, góðu Skaga-
menn, er þeir voru upp á sitt
bezta. Mér finnst vera allt of
mikil meðalmennska í knatt-
spyrnunni i dag og vanti allan
sprengikraft. Samt eru til mjög
efnilegir frjálsfþróttamenn eins
og t.d. Erlendur Valdimarsson,
Þorsteinn Þorsteinsson og auö-
vitað „gamli maðurinn“ Guð-
mundur Hermannsson. Knatt-
spyman ætlar þó að veröa
„vandræðabarnið“, þar sem svo
sannarlega skipast á skin og
skúrir. Ég álít aö þaö vanti
reynsluna fyrst og fremst
Hverjir eru þlnir minnis-
stæöustu atburöir?
Mér veröur alltaf efst i huga
Evrópumeistaramótið í BrUssel
1950, þriggja landa ,keppnin á
Bislett 1951 og leikur Akurnes-
inga og Hannover 96 í Hannov-
er 1954, en þar náöu Skaga-
menn jafntefli, en Hannover 96
voru þá Þýzkalandsmeistarar.
Einnig má geta þess aö það ár
urðu Þjóöverjar heimsmeistarar
í knattspyrnu. Leikurinn fór
fram í 40 stiga hita og endaöi
1—1, Heföi það eitt verið karl-
mannlegt hjá Skagamönnum að
leika leikinn á enda, hvað þá
að gera jafntefli. Bæði liöin
höfðu einn lánsmann og lék
Magnús Jónsson úr Fram með
„Mjög gaman að borða góðan
mat og stundum elda ég hann
sjálfur og þá fæ ég það sem
ég vil“.
Skagamönnum og var hann
bezti maður liösins ásamt Dag-
bjai;ti Hannessyni.
Af erlendum vettvangi eru
mér minnisstæðastir þeir þrír
Ólympfuleikar sem ég hef veriö
'viðstaddur, fjögur Evrópumót
og fleiri meiriháttar mót, t.d. 60
ára afmælishátíð finnska
íþrótta^ambandsi. , sem haldin
var 1956. Þar var meðal annars
fimleikasýning sem aldrei mun
líða mér úr minni. Sýndu þar
um 2000 finnskar húsmæöur
fimleika og var sú sjón alveg
stórkostleg. Merkilegasti knatt-
spymuleikur sem ég hef séð,
var leikur portúgalska liösins
Benefica og Vasas frá Ungverja-
landi. Portúgalska liðið kemur
hingað til lands I haust og leikur
við Valsmenn og vil ég full-
yrða aö þá veröur enginn fyrir
vonbrigöum.
TXvað gerir þú í frístundum,
XX Siguröur?
Ég hef mest gaman af því
að hlusta á góða tónlist og
hafði mjög gaman af því að
taka í hljóðfæri sjálfur. Mitt
uppáhaldshljóðfæri er fiðlan,
sem er að mínum dómi göfug-
ust allra hljóðfæra. Ég var í
Tónlistarskóla.ium I fjögur ár
og var nemandi Björns Ólafs-
sonar, en þaö voru miklar
ánægjustundir. Einnig hef ég
mjög gaman af að borða góðan
mat og þegar vel liggur á mér
elda ég hann sjálfur og þá
bregzt það ekki, að ég fæ það
sem ég vil. Þetta er engan veg-
inn sa'rt til að móðga konuna,
þvl hún er „afburðakokkur“.
Golfi, laxi og hestamennsku hef
ég ekki hingað til haft tíma til
aö sinna.
TTvort finnst þér skemmtl-
x legra að koma fram t sjón-
varpi eða hljóðvarpi?
Það er meiri vinna og hug-
kvæmni •' sambandi við sjón-
varpið, en I hljóðvarpinu er
meira skapandi starf og er að
því leyti skemmtilegra. Margir
eru þeir sem eru óánægðir með
útvarpslýsi. gar, en gera sér
ekki Ijóst, að ég má ekki gera
leiðinlegan leik skemmtilegan.
Það væri bara fölsun.
Við þökkum Sigurði fyrir
spjallið og óskum honum til
hamingju með þessa áfanga.
Þær eru ófáar stundirnar sem
hann hefur skemmt okkur Is-
lendingum með þáttum slnum
og megi svo vera um ókomin ár.
Hg.
\
*
*
*
\
\
\
\