Vísir - 01.08.1968, Síða 13

Vísir - 01.08.1968, Síða 13
1 í S IR . Fimmtudagur 1. ágúst 1868. t 3 SfÓ skrifar frá Maríulondi: Bregða „Gunna var í sinni sveit á fóninn þegar Eimskip birtist ■ Steikjandi hiti hefur kreist svitann úr Baltimor- búum undanfarnar vikur, svo að gamlir menn tala um að þeir muni ekki aðra eins tíð. Menn ganga að vinnu bull- andi sveittir dag eftir dag, en krakkar busla í vatni í plast- laugum, sem eru í hverjum húsagarði, eða þá mömmurn- ar sprauta á þá úr slöng- um, ef engin er laugin. Mik- ið er drukkið af vatni og gosi, og um helgar þeysa allir sem vettlingi geta valdið út í næstu krummavík til að kæla sig eftir viku- langa saunu borgarinnar. Lít- ill svali er á næturnar, og þykir sá ekki maður með mönnum, sem ekki hefur kælikerfi í svefnherberginu. Sumir sérvitringar láta sér þó nægja viftur, sem eru ð- dýrari, hvað sem allri kæli- kerfatízku líður. Mikið er fjargviðrazt út af hitanum, og margar leiðir reyndar til að skjóta honum ref fyrir rass. Menn aka, eins og f jand- inn væri á hæium þeirra til að krækja í dálítinn svala, ef bíllinn er ekki loftkældur, og á kvöldin rambar fjölskyldan í loftkældar verzlanir til þess að svala sér, en einhleyping- ar og utangarðsmenn hanga á loftkældum börum og ræða heimsvandamálin. Sjónvarps- stöðvarnar hamast við að auglýsa alls konar kælikerfi og flugnaveiðara. og svitinn lekur í stríðum straumum, og ekkert lát er á hitanum, þrátt fyrir allar kuldaspár. Ekkert lát er á baráttu for- setaefnanna fyrir væntanlega flokksútnefningu, og hafa þeir MacCarthy, Rockefeiler og Wallace nýlega haldið kosninga- fundi hér í Baltimore. Virðast menn almennt hafa meiri áhuga á þvi að verða sér úti um dá- lítiö meiri svala en að fylgjast með kosningabaráttunni, enda voru fundir þeirra þremenning- anna þunnskipaðir. Reynt var að púa Wallace niður og honum hótað öllu illu, en hann lét það ekkert á sig fá, heldur óx ás- ’megin og hótaði gjörbyltingu á öllum sviöum, ef hann yrði kosinn forseti, sem hann gerði helzt ráð fyrir. Þetta er mjög viðkunnanlegur maður, með ró- legan suðurríkjatalanda. Ku Wallace eiga fylgjendur meðal óánægðra manna, sem sennilega myndu fylgja róttækum vinstri flokki, væri hann einhvers megn ugur hér, og svo auðvitað kyn- þáttaaðskilnaðarmanna. Rocke- feller og MacCarthy lofuðu líka ýmsum breytingum á stefnu stjómarinnar og kjörum almenn ings og skírskotuðu til unga fólksins og stríðsins I Víet- nam. Annars voru allir þessir fundir keimlíkir með vígreifum ræðustúfum og klappi, hrópum og lúðrablæstri á miili. Mesta spennan virtist ríkja á fundinum hjá Wallace, og hefur hann nú aflaö nógu margra undirskrifta til þess að verða í framboöi í forsetakosningunum í haust hér i Maríulandi. Eftir Nato fundinn í Reykja- vík í júlíbyrjun birtist grein eftir C. V. Flowers í blaöinu The Sun hér í Baltimore, en hann er fréttaritari blaðsins í Lundún um. Var þetta all myndarleg hálf síðu grein með mynd af Reykja- vík, hitaveitugeymunum með Esjunni í baksýn. Virtist grein in að mestu tekin upp úr pésan- um, Fact about Iceland, og myndin sennilega líka. Talar höf undurinn um að erfitt hafi ver ið að viðhalda nákvæmri vinnu áæ'tlun vegna hinna björtunátta. Segir hann, að íslendingar ráði skynsamlega bót á þessu með því að fara heim, meðan sól sé enn hátt á lofti, draga fyr ir gluggana og ganga til hvílu. Segir hann, að fundurinn hafi verið stærsti viðburður í Reykja vik um áraraðir. Kvaðst hann undrast, að hin nýtízkulegu og þægilegu hótel borgarinnar skyldu geta hýst allan gestafjöld ann með tilliti til stærðar borg- arinnar. Segir Flowers, að Dean Riusk hafi géngið um borgina og kál)að hana Iítinn eðalstein i borgarlíki. Síðan eru upplýsingar úr Fact about Iceland, en að lokum segir höfundur: „ísland hefur alls engan herafla en er stofnfélagi í Nato. Þátttaka þess f bandalaginu er varnar- sáttmáli, sem leyfir Bandaríkjun um að hafa flugstöð um 20 míl- ur frá Reykjavík. Bandaríkja- sjóher hefur þrjú þúsund menn í gengur lífið sinn rólega vana- gang á Islandi. En til þess að nýta á réttan hátt dagana og næturnar þyrftu að koma fram æðri mannverur sem gætu sofið allan veturinn og vakað alit sum arið“. Mikið er dekraö við þá Eim- skipafélagsmenn f Cambridge, tveggja tfma akstur frá Balti- more. í hvert sinn, sem skip þeirra leggjast þar að bryggju, tilkynnir þulurinn klökkri röddu að nú séu íslendingar af hafi komnir færandi björg, saltfisk, í bú, býður þá velkomna og slær fslenzkri plötu, Gunna var í sinni sveit, á fóninn — eöa þá, íslands hrafnistumenn, ef hún er við höndina. Kunna landar Rusk í klóm fréttamanna — Síðan komst hann að raun um hvílík- ur eðalsteinn Reykjavík var. Foss á fullri ferð með „björgina” — Þeir eru vinsælír hjá Eimskip í Cambridge, USA. herstöðinni. Af því að Golf- straumurinn leikur við suður- ströndina eru vetur mildir. Ekkj vegna þess að nauðsynlegt sé að minnast á það, er rætt er um loftslag, en álitið er, að Reykja- vík sé á norðurtakmörkum stuttpilsanna. Sú fagurfræðilega athugasemd á fullan rétt á sér. Þrátt fyrir nýtízkulegan veiði flota allar nýbyggingarnar, þátt- töku landsins í Nato, hin góðu lífskjör og þótt fylgzt sé með í framförum á öllum sviðum, þessu vel að sögn þeirra Selfoss manna. Og, er maður ekur um höfnina f Baltimore berst hin sérkennilega íslenzka saltfisks- lykt að vitum manns, eins og maður væri allt í einu kominn innan um kerlingar bograndi á saltfisksreit. Þrátt fyrir hita, svita, flugur og vatnahestalíf, sveitast Balti- morebúar í gegnum sumarið og láta hverjum degi nægja sfnar þjáningar, og lífið gengur sinn vanagang. Meira en f|ór l hver miði vin: 3i |á nuría 1 \ ■ \ ■ \ Dregið 5. ágúst Draglb ekki oð endurnýja \ \ Vöruhappdra :tti Síl 5S >. , ■ ’JS* ÍBÚÐ TIL SÖLU Innkaupastofnun ríkisins, f.h. ríkissjóðs, leitar tilboða í íbúð í kjallara Flókagötu 45, Reykjavík, sem er eign ríkissjóðs. Eignin er til sýnis væntanlegum kaupendum kl. 5—10 'e.h. fimmtudag og föstudag 1. og 2. ágúst n.k., þar sem allar nánari upplýsingar verða gefnar og þeim afhent tilboðseyðublað sem þess óska. Lágmarkssöluverð íbúðarinn- ar, skv. 9. grein laga nr. 27. 1968, er ákveðið- af seljanda kr. 750.000.00. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri fimmtudaginn 8. ágúst 1968 kl. 2 e.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI7 slMI 10140

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.