Vísir


Vísir - 09.08.1968, Qupperneq 3

Vísir - 09.08.1968, Qupperneq 3
Knattspyrnukeppni fór fram milli fulltrúa ferðaskrifstofunnar og hótelfólks. Dömurnar eru sigri hrósandi með bikarinn, sem þjónar hótelsins unnu. Einn þjónninn er á myndinni, stúlk- urnar eru frá Engiandi og Svíþjóð. Fyrstl stýrimaður var sérlega fjörugur. Þessi mynd er úr skemmtiferð með bát og er grelnl- legt á svip íslenzka ferðafólksins að glettni spánska sjóarans hefur fallið f góðan jarðveg. Sólþyrstir íslendingar á Mallorca að spyrja að leikslokum í þeirri keppni, þvi allir þátttakend- urnir og þó sérstaklega þeir ensku, komu bæði baðaðir utan og innan frá þeim leik. Það þarf ekki að spyrja að því, allir skemmtu sér konung- lega og eru flestir staðráðnir i að komast sem fyrst til Mall- orca aftur. Einnig má geta þess, að þjónarnir á hótelunum voru mjög ánægðir meö íslendingana og álíta þá öllu skemmtilegri en hina vanaföstu Englendinga. Ragnar Thoroddsen á sjó' sleðanum. Ottó Jónsson fararstjóri eftir hinn skemmtilega knatt- spyrnuleik. Sigurður Örn reynir drykkjugetu Kristjáns Sigurðar á kampa- víni. Tjeir verða nú æ fleiri þeir ís- lendingar sem sækjast eftir sólinni á Mallorca. Myndsjáin er að þessu sinni frá dvöl ferða- manna frá Fróni, sem nutu sól- arinnar á Cala Millor ströndinni á Mallorca. Þeir dvöldu þar í 10 dag^ og fóru á vegum Út- sýnar. Sólin skein glatt meðan á dvölinni stóð, þánnig að ,,hvít ingjarnir" fengu sumir á sig þennan eftirsótta brúna lit, sem svo mörgum reynist erfitt að íklæðast án gerviefna. Hópurinn fór víöa um og lenti í mörgu skemmtilegu eins og gera mátti ráð fyrir. Á þeim tveimur hótelum sem íslending- arnir gistu, var nær eingöngu fólk frá fslandi og Eng- landi. Þar sem vín er mjög ódýrt þar syðra komust landarnir strax á vinsældalistann hjá barþjónunum, sem fannst á þriðja degi ástæða til að skora á gestina í knattspyrnu. Þar sem Englendingar eru heims- meistarar í knattspyrnu þótti eðlilegt að þeir skipuðu 10 sæti í liðinu og fslendingar aðeins eitt. íslenzki þátttakandinn var enginn annar en Ottó Jónsson, menntaskólakennari og fyrrver- andi landsliðsmaður. Hann var að allra dómi bezti maður vall- arins og vakti mikla athygli fyr- ir góðan leik. Gestirnir töpuöu leiknum, en þess ber að gæta aö inni í marki þeirra stóðu alvopn aðir lögregluþjónar. Einnig vildu gestirnir ekki spilla fyrir áframhaldandi viðskiptum með því að skora mikið af mörkum. íslendingarnir reyndu einnig hæfni sína á sjósleðum og fór Ragnar Thoroddsen fyrstu ferö ina. Samkvæmt alþjóðareglum ber aö standa á þessum sleðum, en honum fannst ekki ástæða til þess enda óvanur slíkum sleöa- ferðum. Farið var meö hópinn I geysi mikinn vínkjallara og eftir að menn höfðu skoðað sig um fengu allir að drekka eins mikið og þeir gátu í sig látið. Þarf ekki

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.