Vísir


Vísir - 09.08.1968, Qupperneq 8

Vísir - 09.08.1968, Qupperneq 8
8 VI S IR . Föstudagur 9. ágúst 1968. VISIR Útgefandi. Reykjaprent h.t Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: 4ðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: I tugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölj kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Iskyggilegar horfur AUri íslenzku þjóðinni er nú orðið það Ijóst, að hún á við mikla efnahagserfiðleika að stríða. Jafnvel blöð stjórnarandstöðunnar sjá sér ckki lengur fært að kenna stjórnarstefnunni um allt, enda væri slíkt eins og nú er komið bein móðgun við allt vitiborið fólk. Allir hljóta að sjá, hvað erfiðleikunum veldur. Engum dylst, að gífurlegt verðfall hefur orðið á útflutnings- afurðum okkar. Fregnir um lélegan síldarafla fara heldur ekki fram hjá neinum, og illt árferði til lands og sjávar er staðreynd, sem blasir við allra augum. Og allt bendir því miður til að vandinn muni vaxa en ekki minnka næstu mánuðina. Ofan á'allt annað hefur það nú gerzt, að Bretar eru farnir að þrengja að okk- ur á fiskmarkaðnum þar í landi. Þess eru mörg dæmi nú í sumar, að fiskurinn hefur ekki selzt í Hull og víð? ar og sumt af honum farið í fiskmjölsverksmiðjur fyr- ir sama og ekkert verð. Þetta kann þó að lagast aftur, en framtíðarhorfurnar eru síður en svo glæsilegar. Síldveiðin lofar ekki góðu enn sem komið er. Sum skipin hafa fengið sáralitla veiði og nokkur jafnvel ekkert. Sækja þarf á miðin um óraleiðir og tilkostn- aður allur er gífurlegur. Margir halda enn í þá von, að síldin fari senn að koma nær landinu, en enginn getur um það sagt með vissu. Og hvernig gengi svo að selja afurðirnar, ef verulega rættist úr veiðinni? Mjög hefur dregið úr afla togara og báta upp á síð- kastið. ís hefur hamlað veiðum við Grænland, hrakið skipin af beztu miðunum og valdið margs konar erfið- leikum og auknum tilkostnaði. Seinni hluta sumars fer ísinn þó minnkandi á þessum slóðum og má þá ef til vill gera sér vonir um að eitthvað breyti til hins betra um veiðarnar. Óþarft er að fara mörgum orðum um erfiðleikana í landbúnaðinum. Þeir blasa við allra augum, Þeir, sem hafa ferðazt um landið nú um verzlunarmannahelgina og endranær í sumar hafa séð með eigin augum hvern- ig túnin eru víða útleikin eftir kalið. Það má vissu- lega með sanni segja, að allt hafi lagzt á eitt bæði til lands og sjávar um að reyna á þolrif þjóðarinnar í lífs- baráttunni. En þrátt fyrir þetta allt verður ekki í fjótu bragði séð að þjóðina skorti neitt enn sem komið er. Allur þorri fólks, að minnsta kosti, virðist enn halda óbreyttum lífsvenjum, leyfa sér flestan þann munað, sem það gerði á velgengnisárunum, og blátt áfram ekki leiða hugann að því, að lífsvenjubreyting sé að verða nauðsyn. Kröfurnar eru enn hinar sömu. Hver vill fá í sinn hlut hið sama og áður, þótt miklu minna sé til skiptanna. Sú óþægilega staðreynd hlýtur þó að renna upp fyrir öllum landslýð innan skamms, að kjaraskerðing verður óhjákvæmileg hjá öllum. Því fær engin ríkissjóm afstýrt, hverjum sem hún væri skipuð. Hér er við þau öfl að etja, sem eru mannlegum mætti meiri. í \ í SPJALLAÐ UM IÐNPRÓUNINA Ottó Schopka: REKSTURSFJÁR- SKORTUR IÐNAÐARINS □ Flest atvinnufyrirtæki hér á Iandi hafa um margra ára skeið átt við rekstursfjárörðugleika að stríða. Orsakir þess eru margþættar, en ein er þó þýðingarmest — verðbólg- an. Stöðugar og langvarandi verðlags- og kaupgjaldshækk- anir hafa þær afleiðingar, að fyrirtækin þurfa stöðugt aukið rekstursfé til þess að halda umfangi rekstursins óbreyttu. Annað atriði, sem sætt hefur mikilli gagnrýni og er af mörg- um talið vera ein meginorsök rekstursfjárskorts atvinnuveg- anna, er innstæöubinding Seðla- bankans. Viðskiptabankarnir verða að binda i Seðlabankanum verulegan hluta af því sparifé, sem þeir fá til ráðstöfunar, og kemur þaö því atvinnuvegunum ekki að fullum notum. Þessi rök semd hefur þó vafalaust gildi, og á síðasta ársfundi Seðlabank ans var á það bent, að viðskipta bankarnir juku skuldir sínar við Seðlabankann um 175 millj. kr. umfram' aukningu bundins fjár á síöasta ári. Þess vegna fer því fjarri, að rekstursfjárskortur at- vinnuveganna í heild veröi rak- inn til innistæðubindingar Seðla- bankans. Sé hins vegar hlutur einstakra atvinnugreina skoðaður, kemur annað í ljós. Ein meginröksemd- in fyrir innistæðubindingunni er, að hún sé nauðsynleg annars vegar til þess að gera Seðla- bankanum kleift aö viðhaida gjaldeyrisvarasjóönum en hins vegar til þess að Seölabankinn hafi fjármagn til þess aö bæta rekstursfjárstöðu einstakra at- vinnuvega með endurkaupum afurðavíxla. Allar innlánsstofn- anir, bankar og sparisjóðir, verða að greiöa ákveðinn hluta af innistæðuaukningu til Seðla- bankans — en það eru ekki all- ar atvinnugreinar, sem njóta góðs af. Um síðustu áramót áttu inn- lánsstofnanir um 1908 millj. kr. á bundnum reikningi í Seðla- bankanum. Endurkeyptir afurða- víxlar námu þá 1304 millj. kr. Hlutdeild iðnaðarins í þeirri upp- hæð var aðeins 3% eða 37 miilj. kr. Hin 97% skiptust á mllli sjávarútvegs og landbúnaðar, þannig að í hlut sjávarútvegs kom rúmlega helmingur en I hlut landbúnaðar tæplega hehn- ingur. Á sama tíma nam bundi* innistæöa Iðnaðarbankans í Seðlabankanum um 118 millj. kr. en endurseldir afurðavfxlar þess banka aðeins 7.2 millj. kr. og aðrar skuldir við Seðlabank- ann um 13 millj. kr. Á sama tíma og fjölmörg iðnfyrirtæki eiga í miklum erfiðleikum vegna rekstursfjárskorts og bankastofnanir iðnaðarins geta ekki veitt þeim full- nægjandi fyrirgreiðslu, þarf Iðnaðarbankinn að leggja fram nálega 100 millj. kr. af ráðstöf- unarfé sínu til þess að útvega sjávarútvegi og landbúnaði rekst ursfé. Auðvitaö þurfa bæði landbún- aður og sjávarútvegur á rekst- ursfé að halda, og ekki eru lág- værar raddimar úr þeim hóp- um um erfiðleikana vegna rekst- ursfjárskorts. En er nauðsynlegt að þrengja hag einnar atvinnu- greinar til þess að bæta um fyr- ir öðrum? Árið 1967 er áætlað, að vinnsluvirði landbúnaðarfram- leiðslunnar hafi numið um 1830 millj. kr., sjávarútvegs og fisk- iðnaðar um 3500 millj. kr. og annars iðnaðar um 3300 millj. kr. Seðlabankinn sá því iðnaðin- um fyrir rekstursfé, sem nemur um 1% af árlegu vinnsluvirði, en landbúnaðurinn fékk fyrir- greiðslu, sem svarar t3 nálega 33% af vinnsluvirði. Er ekki orðið tímabært að end urskoða þessi mál? Er hagkvæmt fyrir þjóðarbúið að binda hundr- uðir milljóna króna í lítt seljan- legum birgðum af ýmsum land- búnaðarafuröum á sama tima og rekstur margra iönfyrirtækja er lamaður að meira eða minna leyti vegna skorts á rekstursfé? Hér verður ekki byggður upp öflugur innlendur iðnaður nema fyrir hendi sé af hálfu ráða- manna þjóöfélagsins skilningur og vilji til þess að skapa hon- um viðunandi starfsskilyrði en óréttmætri og órökstuddri mis- munun á afstöðu atvinnuveg- anna veröi hætt. Pólskur styrkur Pólsk stjórnarvöld bjóða fram styrk handa ísiendingi til há- skólanáms í Póllandi námsáriö 1968—69. Styrkfjárhæðin er 2400 zloty á mánuði, en auk þess fær styrkþegi ókeypis hús- næði á stúdentagarði og er und- anþeginn greiöslu kennslugjalda. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamálaráðu- neytisins. Stjómarráðshúsinu við Lækjartorg, fyrir 26. ágúst n.k. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.