Vísir - 22.08.1968, Blaðsíða 16
»
YNGSTIBRÓÐIRAFLAKÓNGANNA
EFSTUR Á SÍLDVEIÐUNUM
— L'itil veibi siðustu daga, en mestur hluti aflans saltaður
Fimmtudagur 22. ðgðst 1968.
Enginn „diplomat77
í sovézka
sendirddinu
Blafiið haffii í morgun samband
við ssndiráð Sovétrikjanna til aö fá
fram sjónarmlfi rússneskra valda-
manna varðandi hmrásina f Tékkó-
J sióvakfu. Herra Faikafoe stýrir nú
se-diráðinu. Sá Rússi, er fyrir svör
. um varfi, sagði alla „diplómata“
i fama úr landl, og mundi hann ekki
treysta sér til að gefa neina yfir-
lýsingu.
Enn virðist lítið ætla að
lifna yfir sfldveiðunum norð-
ur á Svalbarðamiðum og
fengu aðeins sjö skip afla í
nótt, 550 lestir. Mun aflinn
mestallur hafa verið saltaður
um borð í veiðiskipunum og
skipta skipin veiðinni bróður
lega á milli sín, þannig að
sem flestir geti saltað. —
Það er helzt örstutta stund
í ljósaskiptunum á kvöldin,
sem síldin veiðist þessa dag-
ana, er þá kastað í gríð og
erg þótt árangurinn láti oft
á sér standa.
Heildarafli á síldveiöunum í
sumar er nú aðeins 37 þús. lest-
ir og hafa 73 skip fengið ein-
hvern afla. Aflahæsta skipið er
Gígja RE meö 1.771 lest. Skip-
stjóri á Gígju er af þjóðkunnri
..aflamannaætt. Árni Gíslason,
bróðir þeirra Þorsteins og Egg-
erts Gíslasona, sem jafnan hafa
verið með efstu skip á síldveiö-
um síðustu árin, en Árni er
yngstur þeirra bræöra.
Næstir koma Bjartur frá Nes
kaupstað með 1.629 og Kristján
Valgeir frá Vopnafirði með 1.569
lestir —tölur þessar eru sam-
kvæmt skýrslu Fiskifélagsins
um veiðarnar og miöast hún við
síðustu helgi. — Heildaraflinn
í ár er nærri fjórum sinnum
minni en á sama tíma í fyrra,
en þá var veiöin orðin um 139
þúsund lestir um þetta leyti.
■ ■ V •
RÆNDU GESTGJAFA SINN
■k Þrir piltar launufiu herfilega
‘ gestrisni, ..m þelm var sýnd í
' nótt, þegar þeir rændu gestgjafa
> sinn tuttugu húsund krónum. Gest
Listalífið
vaknar af
sumardvala
Senn kemur haust, og þá
vaknar lista- og menningarlífifi
í höfuöborginni. Þessa dagana er
eins og listafólkift sé að rumska.
Leikarar eru aö byrja æfingar,
— og á morgun, föstudag, hefst
fyrsta stóra málverkasýningin,
þaö er Steingrímur Sigurfisson
listmálari og rithöfundur, sem
sýnir 52 myndir í Casa Nova,
nýbyggingu Menntaskólans í
Reykjavík. Flestar myndanna
eru málaðar mefi olíulitum.
Steingrím hittum við fyrir
skemmstu á svölum ibúðar hans
f fjölbylishúsi á Grensási, þar
sem einna hæst ber í borginni,
útsýni til allra átta. Steingrím-
ur kvaðst aldrei hafa tekið sér
meira fyrir hendur og var bjart
sýnn þrátt fyrir óáran til sjós og
lands og kvaðst ekki svartsýnn
á að sýna, en þetta veröur þriðja
málverkasýning Steingrims, sú
fyrsta var í Bogasal 1966, þá á
Akureyri í fyrrasumar og Ioks
jiú.
Steingrímur hefur sótt sér yrk
is,efni úti i náttúruna, hefur
málað á Þingvöllum og víðar,
svo og Reykjavík eins og hún
birtist honum frá heimili hans,
sem hann kvað mjög örvandi
umhverfi, sem hefði vegið upp á
móti þröngum húsakosti.
> 10. síða.
gjafinn, sjoppueigandi einn í bæn-
um, hafði boðifi piltunum heim til
sin, þegar hann lokaði söluturni
sínum í gærkvöldi, en þeir höffiu
verið í verzluninni síðustu mínút-
umar, sem opið var.
Stutt var frá sjoppunni heim
til kaupmannsins, sem var
nokkuð ölvaður, þegar verzlunar-
tfma var lokið. Ör af vini viidi
hann sýna síðustu viðskiptavlnum
sínum gestrisni og bauð þeim heim
til sín..
Þegar piltarnir höföu yfirgefið
hús hans sfðar um nóttina, saknaði
hann peningaveskis síns, sem í
voru verzlunarpeningarnir um
18000 til 20000 kr. Tilkynnti hann
lögreglunni hvarfiö, en hún leitar
nú piltanna þriggja.
Ný skáldsaga
eftir Laxness
„Krlstnihald undir jökli“ nefn-
ist næsta bók Halldórs Laxness,
sem kemur út hjá Helgafelli f
haust. Þetta er fyrsta skáldsaga
Laxness í átta ár. Vann höfundur-
inn að gerð bókarinnar afi eln-
hverju leyti á Búðum á Snæfells-
nesi. Snæfellingar telja Snæfells-
jökulinn búa yfir kyngimagni, e.t.v..
á hinn fjölmenni lesendahópur Lax-
ness eftir að rekja þangað áhrif frá
jöklinum f þessu nýja skáldverki.
Sparisjóður Reykjavíkur og
nágrennis flytur í eigið hús
Á morgun opnar Sparisjóður
Reykjavíkur og nágrennis af-
greifislu i eigin húsnæði í nýbygg-
ingunni að Skólavörðustíg 11. Hann
hefur, svo sem kunnugt er, áður
verið í ieiEuhúsnæði viö Hverfis-
götu. Starfsemi Sparisjóðsins hefur
svo til eingöngu beinzt að því að
veita lán út á íbúðarhúsnæði. Með
„STÓRSLYS" í
VESTURBÆNUM
því hefur hann átt verulegan þátt
í uppbyggingu höfuðborgarinnar.
Sem dæmi má nefna, að á síðast
liðnum tíu árum hafa veriö veitt
rösklega þrjú þúsund íbúfiarlán til
langs tíma, samtals að fjárhæð um
500 milljónir króna.
Sparlsjófisstjóri er Höröur Þór-
arinsson, lögfræðingur.
Steingrimur Sigurðsson á svölum íbúðar sinnar í Grensási. Hann er að leggja lokahönd á stórt
málverk af háhýsum Reykjavíkur.
k Sjúkr.bifreið á fulíri ferð
þykir alltaf dramatísk sjón
enda var ijósmyndari blaðsins
ekki lengi að taka við sér, þegar
sjúkrabifreið ók á ofsahraöa eft
ir Hringbraut i gær. Stórslys
var hiö fyrsta sem honum kom i
hug, enda virtust sjúkraliðs-
mennirnir hafa sama hugboö,
þegar þeir stöðvuðu bifreiðina
við Vesturgötu. „Hvar er hinn
* slasaði" spurðu þeir þann fyrsta
sem þeir hittu við húsið, þar
sem tilkynnt hafði verið um
slys. — „Það er ég,“ var svarið.
Sjúkraiiösmennirnir létu segja
sér tíðindin tvisvar, en báöu
manninn síðan vinsamlegast að
sýna sér áverkana. Maðurinn
Hannibal veiktist
skyndilegu
Hannibal Valdimarsson, alþingis
maður var fluttur til Reykjavíkur á
sunnudaginn meö sjúkraflugvél, en
hatin hefur að undanförnu dvalið
í Arnarfirði á búi sínu. Hann var
fluttur í Landsspítalann til rann-
sóknar. Kom þá í Ijós að hann
hafði fengið nokkuö siæmt nýrna-
kast, en er nú ' batavegi, var
hann tvo daga á spítalanum og
telja læknar að ekki sé þetta alvar
legt. Mun Hannibal dvelia í Rcykja
vík fyrst um sinn meðan hann jafn
at sig.
brást vel við þeirri beiðni, dró
upp aðra buxnaskálmina og
sýndi þeim smávægilega skeinu
á hnénu.
Um þetta leyti kom lögregl-
an á staöinn. Haföi verið sent
til að rannsaka „slysið.“ Lög-
reglan stóö stutt við, enda „rann
sóknin“ fljótleg. Þegar hún fór
af staðnum hafði hún þann „slas
aða“ með sér og lýkur hér frá
honum að segja.
\