Vísir


Vísir - 23.08.1968, Qupperneq 13

Vísir - 23.08.1968, Qupperneq 13
VlSIR . Föstudagur 23. ágúst 1968. 13 Gert grein fyrir kaupum á Thorvaldsens- stræti 2 Mikil blaðaskrif hafa orðið út af kaupum póst- og símamálastjóm- arinnar á fasteigninni Thorvald- sensstræti 2 í Reykjavfk. — Nú hefur stjómin sent frá sér eftirfarandi greinargerð: Núverandi símahús við Thorvald- sensstræti 4 var byggt fyrir 37 árum og var staðsett í miðju Reykjavíkur, þar sem flestir sim- ar voru þá þar í kring. Þetta hús er löngu orðið of Mtið og hefur orðið að flytja ýmsar deildir í leiguhúsnæði á aðra staði í bænum, þótt það væri mun óhagkvæmara. Þegar borgin byggðist langt austur _ á við, var byggð, önnum símstöð við Grensás fyrir þá símnotendur, er búa þar í kring, og era rúmir 4 km á mil'fi stöðvanna, vegna vax- andi viðskipta (svo sem tvöföldun notenda á 10 áram) hefur orðið að auka húsrýmið og er nú verið að reisa viðbyggingu á Thorvaldsens- stræti 6. Er nú aðeins um frekari stækkanir að ræða þama með fram- tfðarbyggingu að norðanverðu, á Thorvaldsens s træti 2, þvl að of idýrt þótti að fcljúfa miöbæjarstöð- im f tvennt, þ. e. a. s. hafa hana á tveimur stöðum í miðbænum. LóJBn er 601,8 fermetrar að stærð og brenabótamat hússins sem »á henni stendur og er vel við , haldið er rúmlega 12 milljónir kr. Stærð lóðasr í miðbænum er ekki eina atriðið sem máli skiptir varð- andi verðmætið heldur m. a. hve mikið má byggja á henni eða hve stóran samanlagðan gólfflöt má byggja á henni o. fl. Ríkisstjómin keypti á sfðasta ári fasteignir við Kirkjustræti (nr 8, 8b og 10) að sunnanverðu gegnt sfmahúsinu. Áður hafði hún látið fara fram mat á þeim og var sá grandvöllur lagður við matið að hver feraietri lóðar var met- inn á kr. 12150, en timburhúsin á þeim, Kirkjustræti 8 (57 ára gam alt) á 57% af brunabótaverði, en hin sem vora eldri á 40% af branabótaverði. Á fasteignunum við Kirkjustræti var veittur 10 ára gjaldfrestur á helmingi verðs- ins og var hver fermetri lóðarinnar þá hækkaður úr kr. 12150 í kr. 13700 og húsin tilsvarandi. Sami grundvöllur var notaður við mat fyrir kaup pósts og sfma- málastjómarinnar á lóðinni Tor- valdsensstræti 6 og Thorvaldsens- stræti 2. Verð lóðar og húss Thorvald- sensstræti 2 varð kr. 16.243.000 og er þá miðað við að milljón kr. greiðist viö undirskrift samnings, 2,619 millj. kr. 6 mánuðum síðar og afgangurinn á 10 árum. Ef nauðsynlegt hefði orðið að leita annars staðar fyrir framtíðar- aukningu miðbæjarstöðvarinnar hefði það valdið miklum aukakostn- aði, m. a. vegna aukinna jarðsíma milli stöðva, sjálfvirks búnaðar fyr- ir millistöðvaafgreiðsluna, aukins gæzlukostnaðar og margs konar annars óhagræðis. Taka má fram, að áður en kaup- in voru gerð hafði itarleg könnun farið fram á fasteignakaupum f miðbænum að undanfömu og var það sameiginlegt álit allra sem um málið fjölluðu að hagkvæmt væri fyrir póst- og símamálastjóm- ina að gera þessi kaup. W'" •• »N NNN SV NNNNNNN:<»NNy>S v s •• *• vw s v nww • •. V. ■ ■■: ■.•' tIIÍI Þessi silast hægt og þunglamalega eftir Hringbrautinni á rangri akrein. Jafnvel atvinnubílstjórar I virðast ekki haf!> lært ennþá að aka á „réttri“ akrein. Herferð gegn vinstri akreinavillu ■ Frá þvf hægri umferð gekk í gildi hefur allmikið borið á því, að ökumenn aki að ástæðu- lausu á vinstri akrein, þar sem tvær eða fleiri akreinar era fyr- ir sömu akstursstefnu. Hefur þetta oft og tíöum haft í för með sér mikið óhagræði og vald- ið umferöartöfum, þegar tvær eða fleiri bifreiðir aka samhliða neðan við eðlilegan umferðar- hraða. Einnig getur það hent, að sá ökumaður, sem langtfmum saman ekur á vinstri akrein, finnst hann aki í vinstri umferð og getur það orðið til þess, að hann falli í „vinstri villu“ í um- ferðinni. ■ Lögreglan í Reykjavfk og Umferðamefnd Reykjavíkur hafa ákveðið að beita sér gegn þessu vandamáli og munu lögreglu- þjónar verða næstu daga \dð þær götur, sem skipt er með akreinum til að leiðbeina öku- mönnum um rétt val akreina. Munu þeir stöðva þær bifreiðir, sem telja má að ekið sé að á- stæðulausu á vinstri akrein og afhenda ökumönnum þeirra leiðbeiningabækling um akstur á akreinum, sem fyrmefndir aðil- ar hafa gefið út. »:':->í\wW.y.Wft^!NV.»VAw.^\v.^ww.w<*x.w*,'V.'*."VAVA,Aswww.y,w>Nv.y.sr.v.wv.\W'V,sw.yAw,',vNNv,‘,v,vAv,v.%V'Nx.y.^\w Föstudagsgrein - -> 9. síðu. Tjess er skemmst að minnast, að íslenzkur rithöfundur skrifaði skáldsögu að jólabók, sem átti að túlka fyrir okkur, hvemig Bandaríkjamenn ætluðu að undiroka íslenzku þjóðina. Hann talaði þar um urr í víg- vélum, baseball-leik skólafélaga á leikvellinum, sjónvarpsnetin yfir þökunum, hátalara sem til- kynntu „Attention please“. Loks var íslenzka þjóðin orðin útlæg í eigin landi. Okkur fannst þessi bók í fyrstu fjar- stæöukennd, en nú sjáum viö að hún var meira en það. Hún lýsir þeim atBurðum sem nú era að gerast í Tékkóslóvakíu, nema hún snýr hlutunum við. Hún rægði-þá sem voru saklausir til að skýla lyginni. $íðan hefur þessi sami höfundur haldiö margar ræður til dýrkunar á Rússastefnunni. Þannig er lygin dýrkuð meö útúrdúrum og með því að s núa öllum hlutum á hvolf. En er þetta nokkuð einstakt? Frægasti og mesti rithöfundur þjóðarinnar viðurkenndi á end- anum, að hann hefði í tuttugu ár vfsvitandi haldið lyginni að sinni saklausu íslenzku þjóð. Og þó var hann ekki iðrunarfyllri en það, að hann afgreiddi sína eigin forsmán með léttum brandara: „Ég hélt, að Eyjólfur myndi hressast". Þetta var sem sagt bara til að hlæja að því. T rauninni er þetta svo skelfi- legt ástand fyrir okkar eigin þjóð, að manni liggur við að örvænta. Hvert verður framhald- ið af hinni islenzku dýrkun lyg- innar? Hvaða „ónafngreindar persónur“ meðal íslenzku þjóð- arinnar eru reiðubúnar í fram- haldi af þessari skurögöðadýrk- un sinni að æskjá „frelsunar?" Hitler sagði á sínum tíma, þegar hann var varaður við þvi hvaða áhrif innrásin f Tékkó- slóvakíu hefði á almenningsálit- ið í heiminum: „Blessaðir hafið ekki áhyggjur af því, heimurinn verður búinn að gleyma þessu, eftir hálfan rnánuð". Hvað verður, þegar hálfur mánuður er liðinn frá hinu rússneska hernámi Tékkósló- vakíu? Verður heimurinn þá bú- inn að gleyma þvi alveg eins og hann gleymdi svo fljótlega at- burðunum í Ungverjalandi á sínum tíma. Verður þá hægt að halda áfram í íslenzku blaði sömu lofgerð lyginnar? Þorsteinn Thorarensen. Þegar umferðin er þung er eðlilegt að báðar akreinar séu notaðar, en þeir sem telja sig þurfa að „taka það rólega“ eiga að velja vinstri akreinina, jvo að þeir sem þurfa að flýta sér komist áfram. TIL ÁSKRIFENDA VÍSIS Vísir oendir áskrifend>m sínum á að hringja í afgreiðslu blaðsins fyrir kl. 7 að kvöldi, ef þeir hafa ekki fengið blað dagsins. Hringi þeir fyrir kl. 7, fá þeir blaðið sent sérstak- lega ti) sín og samdægurs. Á laugardögum er afgreiðslan lokuð eftir hádegi, en sams konar símaþjónusta veitt á tfmanum 3.30 —4 e.h. Munið uð hringju ffyrir klukkun 7 í símu 1-16-60

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.