Vísir - 05.09.1968, Blaðsíða 12
72
V í SIR . Fimmtudagur 5. september luoo.
Trölli nam staðar við borðið.
„Siminn, ungfrú Robbins," sagöi
hann.
Hún hristi höfuöið. „Gerðu svo
vel aö segja viðkomandi, að ég svari
ekki í síma, hver sem það er.“ Um
leið varð hún gripin skelfingu ...
• kannski hefði hún svarað sfmahring
ingunni hugsunarlaust, ef hún heföi
verið stödd frammi í anddyrinu.
Heyrt rödd hans ...
„Róleg nú,“ sagði Firmin og snart
hönd hennar. Leit síðan á Trölia.
„Er þetta langh'nusímtal?"
„ÖII símtöl hingaö eru það, herra
minn. Þetta er frá Santa Monica
... einkasímtal við ungfrú Robb-
ins.“
Firmin reis á fætur. „Ég skal
svara,“ sagði hann. „Ég þarf að
tala við Mildred hvort eö er.“
„Nei... Gene!“
„Svona nú ... það er þýðingar-
laust fyrir þig að ætla að fela þig.
' Neita aö tala í síma ...“
„Segðu honum að ég geti það
i ekki... Þú veröur að gera honum
, það skiljanlegt."
Þegar hún var orðin ein, varð
1 hún enn vör þessa sturlunarkennda,
i kaeruleysislega ónæmis. Jafnvel end
■ urminningarnar voru henni óper-
■ sónulegar, fannst henni, sársauka-
lausar og óendanlega fjarlægar. Nú
1 sá hún hann fyrir hugskotssjónum
' sínum, eins og hann risi upp frá
' dauðum, sá hann rísa úr sæti sínu
' við borðiö í veitingastofunni, þegar
hún kom þar inn úr nóvembernepj-
, unni, sá andlit hans í bjarma kerta-
Ijóssins, og jafnvel það var henni
, framandi. Hvar, spurði hún sjálfa
• sig, fann að það gilti einu. Því var
’ lokiö. Öllu var lokið.
Glösin titruðu á borðinu, bygg-
ingin nötraöi fyrir átökum storm-
sveipanna. Við erum öll á siglingu,
' hugsaði hún og leit í kringum sig.
Sjóirnir brotnuðu við byrðinginn,
rokið hvein £ reiðanum. Hún varö að
spyrja hinn glaðværa skipstjóra bak
við barboröið hvert ferðinni væri
heitið.
„Má bjóða þér aftur í glasið, ung-
frú Robbins?"
„Tröllaukin hugmynd!" Hún leit
upp unz hún sá í barsmíöaafmynd-
að andlit honum. Hún brosti.
Hann laut nær henni. „Ég var
á flakki þar syðra einu sinni,“ sagði
hann lágt. „Hollywood, skiluröu. Ég
sá þessar stjörnur þar á götu. Og
það var ekki mikiö aö sjá, svei
mér þá... ekki þegar maður leit
þær svona í raunveruleikanum. En
þú ... þú gætir ekki veriö fallegri."
„Þakka þér fyrir, Trölli," sagöi
hún. Hvað var raunveruleiki? spurði
hún sjálfa sig. Ég veit það ekki
lengur, ég er ekki með sjálfri mér.
Ég er að sökkva i kviksandinn.
Kæmi hann inn núna . sá. sem
átti röddina í símanum ... veföi
mig ö.rmum aftur, þrýsti varir mín-
ar £ kossi aftur, þá mundi þessu
elcki öllu lokið. Þrátt fyrir örvænt-
ingu mina og ótta mundi ég aö
minnsta kosti vera til aftur. raun-
veruleg. ..
„Desde frænka," heyrði hún ungu
stúlkuna segja ví8 hertogáyrijuna.
„Þaö er ekki nokkur leið að fá fólk-
ið til þess ama. Þaö er ekki eins
og við séum um borö i lystisnekkju.
Þú ert ekki stödd i Washington eða
jafnvel Newport kringum aldamót-
in. Hér er ekki nema fátt af fólki,
og hvað eru því gleymdir, grískir
guöir? Eða jafnvel vorið?“
„Ekki gleymdir guðir ... grískir
guðir eru ódauölegir," svaraði her-
togaynjan. Hún varð þess vör að
Laura fylgdist með samtalinu og
kinkaöi náðarsamlegast kolli til
hennar.
Kona á rauöum flauelskjól birt-
ist i dyrunum, holdskörp og yfir-
lætisleg, augun brunnu eins og kol
í fínlega mótuðu andlitinu, sem
mest minnti .. leikgrímu og nú bar
hún lokkamikla, ljósgráa hárkollu.
Það var konan, sem staðið hafði i
dyrunum hinum megin við ganginn.
Og allt í einu fann Laura haturs-
þrungið augnatillit hennar beinast
aö sér, leiftursnöggt, eins og þegar
hún sá glasið þjóta aö sér og hún
varð gripin óumræðilegri skelfingu.
Hún varð að flýja, hugsaði hún,
upp i herbergið sitt.... hún gæti
tekið inn svefntöflur, hlýtt hvin
stormsveipanna og þrumuraust
brimsins.
Trölli kom og setti glasið á borð
ið fyrir framan hana. „Hó-hó“,
gall hann við, þegar ólag reið að
björgunum með feiknþrungnum
gný, svo jafnvel skákmennirnir
litlu upp frá taflborðinu, en bar-
káettan riðaði og nötraði.
Skipstjórinn búlduleiti stóö á bak
við barborðið og hristi drykkjar-
strokkinn af kappi. Andlitið á hon-
um var eins og andlit hans á mál-
verkinu, blítt og sakleysislegt, og
hún sjálf, þótti henni, barst meö
holskeflunni. Hún hafði þá ekki
haft undan henni undir berginu,
þegar allt kom til alls.
„Stundum finnst manni“, sagöi
Trölli, „eins og brimsjóarnir muni
þá og þegar koma æðandi hingað
inn. Og stormurinn ... þess verður
ekki marga daga að bíða að þú
heyrir Nornarifið hefja upp raust
sína. Þegar þú hefur heyrt það,
finnst þér alit harla litilmótlegt,
sem þú hefur áður heyrt...“
Dýpra og dýpra hugsaði hún.
Ekkert mundi megna að hrifa hana
úr greipum kviksandsins. Þaö kom
henni ekki aö neinu liði, þótt hún
sæi andlit Firmins nálgast. Þá barst
hljómur að eyrum hennar, gegnum
hvin stormsveipanna, brimgnýinn
og raddirnar viö barinn, hljómar
slaghörpunnar, hið frgnaðar-
þrungna tónahljóð Bachs „ I iðja-
grænum högum.“ Og það var eins
og boðskapur frá öðrum heimi, eins
og útrétt hjálparhönd.
„Hvert ætlarðu?" spurði Firmin, |
þegar hún reis úr sæti sínu.
„Hafðu mig afsakaöa stundar-
korn“, sagði hún, „ef þú vilt gera
svo vel. ..“
Hún hélt fram i borðsalinn, gekk
á hljómana frá slaghörpunni. Christ
ian var aleinn frammi í anddyrinu,
og þegar hún gekk til hans, yfir,
að slaghörpunni, og lét hallast upp ;
að henni, leit hann til hennar eins |
og þaö hefði verið umsamiö, að þau
skyldu hittast einmitt þama og!
einmitt þannig. Og nú hvarf henni
þessi þrúgandi óraunveruleika-
kennd, sú tilfinning, að hún heföi
glatað allri fótfestu.
Enda þótt svo virtist sem hann
væri ofurseldur einhverri annar-
Iegri martröð, kannski lffshættu,
stafaði frá honum undursamlegu ör í
yggi og lífskrafti. Þegar hann lék,!
var það ekki einungis fagurð tón-
listarinnar og tæknileg túlkunarfull
komnun sem talaöi til hennar og
náði tökum á sál hennar eins og
þegar Aldo sat við hljóðfærið —
heldur gaf hann henni eitthvað af
sjálfum sér, sem var henni svo ó-
umræðilega mikilvægt. Hún virti
fyrir sér hendur hans, hinar sterku
en um leið fínt mótuðu ifnur í and
liti hans, svipdrættina, sem báru
vitni gerhygli og nærgætni — og
þessa stundina nokkurri þreytu.
Svo varö hanum litjð upp frá hljóö
færinu og augu þeirra mættust og
i sama vetfangi var sem eitthvað
það bærist þeim á milli sem fór
um hana eins og straumlost frá
hvirfli til ilja, og hún leit undan,
felmtri og undrun slegin.
Þá voru útidyrnar opnaðar, snarp
ur stormsveipur fór um anddyriö,
og Christian varð að hætta að leika
og grípa til nótnablaðanna svo þau
fykju ekki. Þá skall hurðin aftur að
stöfum, rökkurtómið fylltist glað-
klakkalegum hlátri, og þegar henni
varð litið um öxl, sá hún þrjá
ménn standa úti við dyrnar. Einn
þeirra var bílstjóri, sem bar tvær
ferðatöskur, annar var ungur mað-
ur, berhöfðaður, hárið dökkt og
snoðklippt hann bar litla handtösku
og Lauru fannst hún eitthvað kann
ast við hann. Þriðji maðurinn var
miðaldra og feitur, klæddur frakka
úr loönum dúk og með hatt, sem
virtist of lítill honum og fór honum
annarlega. Hann gekk inn anddyrið
á undan þeim hinum, lyfti upp ann-
arri hendinni og1 mælti hranalega:
„Fyrir alla muni, haldið þér áfram
að leika, herra minn. Þér eruð snill
ingur ....‘‘
Ungi maðurinn gekk að slaghörp-
unni. „Gott kvöld, ungfrú Robb-
ins“, sagði hann. „Michael Nash,
heiti ég. Þér munið kannski ekki
eftir mér?“
Burroughs
IMÍHS
FORGIVE
MEMY --
PAUSHTEK
THE TA!L-UESS
WARRIOR. IS
MY PAUSHTER’S
ONE HOPE FOR
HAPPINESS._
• SUT...HE IS
ALSO OUR 3EST
HOPS CF
C.RUSHIN3
OUR ENEMV
■ FO.REVER!
Halalausi hermaSurinn er elna von
dóttur minnar um hamingju en hann er
líka bezta von okkar til að geta sigrazt
Fyrirgefðu mér dóttir mín, Hlnn hala-
lausa verður að finna. Leitið í skóginum.
Stígið á bak. Lokið öllum útgönguleið-
endanlega á óvinum okkar.
um úr gilinu. Af stað.
I
4cuah
Snorrabr. 22 simi 23118
Úfsölunni
lýkur ú
fintmtudug
MeS BRAUKMANN hitasiilli á
hverjum ofni gotiS þér sjálf ákveS-
iS hHasfig hvers herbergis —
BRAUKMANN sjálfvirlcan hitastUli
- r hægt að setja beint á ofninn
eða hvar sem er á vegg í 2ja m.
rjarlægð frá ofni
SpariS hilakostnað og aukiS vel-
líðan yðar
BRAUKMANN er sérstaklega hent-
ugur á hitaveitusvæði
RáðiS
hifanum
sjálf
meS ....
SIGHVATUR EINARSSON&CO
REIKNINGAR
LATIÐ OKKUR INNHEIMTA...
t )
Það sparar ybur t'ima og óþægindi
INNHEIMTUSKRIFSTOFAN
Tjarnargötu 10 — 111 hæð—Vonarstrætismegin— Simi 13175 (31inur)