Vísir - 05.09.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 05.09.1968, Blaðsíða 4
♦ dómi. Hún er frá Merriden í Ástralíu og hafði hún kennt nokk urs lasleika frá fæðingu. Slagæð var samföst hægra hjartahólfinu 1 stað vinstra. Þessi vansköpun hefði kostað hana lífiö innan fárra ára. Ennfremur uppgötvuðu læknarnir, að það var op á milli tveggja hjartahólfanna. Læknarn- ir framkvæmdu uppskuröinn og tók aðgeröin sex klukkustundir, en fimmtán mínútum síðar Yngsti hjarta- sjúklingur í heimi Þremur vikum fyrir eins árs af mælið sitt var Maryann litla Laz arides skorin upp við hjartasjúk- settist Maryan litla upp í rúminu og kallaði á mömmu! Hún er talin úr allri hættu. Maryann litla settist upp i rúminu aðeins 15 mínútum eftir uppskurðinn. NESK „PERLU- FESTr Tékkar láta ekkert tækifæri hjá líða að sýna fyrirlitningu sina á Rússum. Á myndinni sjáum við eitt af fjölmörgum dæmum um það. Ungur maður skartar rúss- neskri „perlufesti" á götu í Prag. Hann keypti hana ekki fyrir mikla peninga, heldur tíndi hana upp af götunni. „Perlufestin" er gerö úr skothylkjum, sem Rússar ( tæmdu í borginni fyrir skömmu, | sællar minningar. Þetta uppátæki j kemur eflaust ekki til að breyta neinu í þjóðmálum Tékka, því fámennið má sín ekki mikils gegn ofureflinu, en þetta hlýtur að koma dálítið i!la við a.m.k. Rússa. 200 egg í köku Tertan vó '150 kílógrömm og var tveir og hálfur metri á hæð. Brúðkaupstertan sem var í brúð kaupi Sonju og Haralds vó sam- tals 150 kíló og var 2 og hálfur metri á hæð. Það var Rolf Bjerke sem bjó til tertuna en hann byrj- aði á henni í byrjun ágúst. Það var félag bakarameistara f Osló sem gaf hjónunum kökuna, sem var ísett rauöum hjörtum, gull- slegnum hestvögnum, konungleg- um áletrunum, seglskipi og auð- vitað brúðarpar á toppnum. Mörgum þykir ef til vill fróðlegt að fá að heyra hvernig uppskrift in var, ef þeir vildu baka slíka tertu. Uppskriftin er þannig: Tíu kíló af smjöri, tíu kiló púðursyk- ur, fjórtán kíló hveiti, 26 kíló ávextir, 50 kiló marsípan, ein flaska af koníaki, ein og hálf flaska af rommi og 200 egg. Til ráðleggingar skal bent á, að ef einhver ætlar að baka slíka tertu verður hann að hafa uppistöðu- grind, því annars hrynur tertan. Þegnskapur Umræðufundir stjórnmála- flokkanna vekja mikla athygll, sem eðlilegt er, enda má telja að hagur þjóðarinnar næstu mánuðina byggist á, að samein azt verði um úrræði til úrlausn- ar þeim vandræðum sem við biasa. Öllum er nú ijóst, aö mik 111 vandl er á höndum, og því einungis verður fram úr vand- anum ráðið, að allir sameinist um bau úrræði sem talin veröa hyggllegust til lausnar. Það skiptir ekki máli hvort menn telja sig tilheyra þeim stjórn- málaflokkum, sem f stjórn eru eða stjómarandstöðu, þegar slík ur vandi sem nú steðiar að, þá ber öllum að sýna þegnskap og samelnast um úrræðin. Öðruvísi getur Illa farið. Jafnframt umræðum um vand ann hefur verið gripið til harka- legra en nauðsynlegra aðgerða, sem vafalaust draga verulega úr innflutningi og leiða jafnframt til mikillar hækkunar vöruverðs. og auka á erfiðleikana. Hótun bænda um sölustöðvun á ein- stökum afuröum þelrra kom illa við margan borgarbúánn, er fannst slík hótun óviðurkvæmi sem líklegastar eru til að leysa vandann. Það er þegnskapur. Þegar svo góðu árin koma á ný má ætíð.deila um sklptingu arðs ins. Jiktidtitx Gðttt Auðvitað koma 'slíkar aögerðir hart niður, en slíkt er óhjá- kvæmilegt. Þegar grípa þarf til svo alvarlegra neyðarúrræða, þá stoðar ekki, að einstakar stéttir eða starfshópar neiti að sætta sig við sameiginlegar byröar. Verkföll og sölustöðvanir munu aðclns gera ástandið mun verra leg og kaldranaleg. Hvað mundu bændur segja við því, ef samtök borgarbúa hættu að kaupa sumt af þeirra vörum? Ætli bað þætti ekki mikil óbil- girni? Þegar slíkur vandi sem nú blasir við, verða allir að taka þátt í ‘að styöja þær aðgerðir Það er dæmigert fyrir okkur íslendinga, þjóð einstaklings- hyggjumannanna að allir þykj- ast geta Ieyst vandann, og auð vitað má ætíð deila um beztu úrræðin. Þetta sýnir að fólk al mennt reynir aö kryfja málið til mergjar, en bó þau úrræði sem gripið verður til af þeim sem til forustu hafa verið kvadd ir, séu ekki f samræmi við skoð- anir hvers og eins, þá á fólk ekki ætíö að gera sér skylt að brjóta niöur, heldur leggja deil umar til hliðar, á meðan úrræð in eru að verka sem tilraun tii að leysa vandann. Hitt er heilbrigt og rétt að deila og ræða um málin, en þeg- ar grípa þarf til einhverrar niður stöðu, þarf þegnskapurinn að sýna sig ; því, að fólk standi almennt um hverja nauðsynlega aðgerð. Það hefur kannski aldrei verið jafn nauðsynlegt, að þjóðin sýni þegnskap og sameinist til lausn ar þeim vandamálum, sem við blasa, enda er bá ekkl að efa, að upp blrti, þó það þyki syrta í álinn þessa stundina. Þrándur í Gðtn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.