Vísir - 05.09.1968, Blaðsíða 9
V í SIR . Fimmtudagur 5. september 1968.
9
• VIÐTAL
DAGSINS
er við Magnús
Olafsson, sem man
timana tvenna /
Borgarnesi
í rið 1880 bjuggu á Unastöð-
um í Lundarreykjadal for-
eldrar Magnúsar, þau hjónin
Ólafur Helgason og Guðrlður
Ottadóttir. Hún var ættuð frá
Hrísakoti í Brynjudal, en hann
Borgfirðingur. Faðir Hans, Helgi,
bjó allan sinn búskap á Stóru-
Drageyri £ Skorradal.
— Ég var nú hálfgerður óviti
fyrstu árin, og man því fátt eitt
frá æsku minni. Móðir mín dó
úr mislingum, þegar ég var á
fyrsta ári, systir min úr kíg-
hósta árið áður og ekki var ég
fullra 5 ára, þegar faðir minn
lézt. Hann var þá aö koma frá
sjó og veiktist af lungnabólgu,
er varð hans banamein.
Þetta kot sem foreldrar mín-
ir hokruðu á gaf ekki mikil
tækifæri til velmegunar enda
var víst ekki rúmt um hendur
Þær eigur sem faðir minn lét
eftir sig voru seldar á ,,axíón“.
Þá var sýslumaður I Amar-
holti, Guðmundur Gíslason.
Hann fól fööurbróður mínum,
Jóhanni I Grafardal, innheimtu
búsins og forsjá fyrir mér.
Ekki lét Jóhann mig fara á
neinn flæking, en tók mig sjálf-
ur, blessaður karlinn og haföi
ég víst gott af því.
— Hve lengi dvaldir þú hjá
honum?
— Fram yfir fermingu, þá
fór ég viimumaöur til Þorsteins
Péturssonar á Gmnd I Skorra-
dal. Þar var ég I þrjú ár, en
réðst þá að Hvanneyri til
Hjartar Snorrasonar og Ragn-
heiðar Torfadóttur frá Ólafsdal.
Þar þótti vist flestum gott að
vera,'mér ekki síður en öörum.
— Var mikill búrekstur á
Hvanneyri?
— Já, Hjörtur hafði mikið
umleikis. Ærnar voru 300, allt-
af 120 sauöir og svo 100 geml-
ingar. Ekki vissi ég hve kýmar
voru margar, því ég kohi aldrei
i fjósið, en þar var víst
margt gripa. Talsvert var af
hrossum, yfir 20 tamin.
l^rá Hvanneyri fór ég áriö
1908 og þá hingað I Borg-
arnes og hér hef ég svo hangiö
siðan.
Það var fyrst og fremst fyrir
tilmæli Halldórs Vilhjálmssonar
skólastjóra, aö svo réðist. Hann
vildi, að ég tækist á hendur að
annast vörúflutninga frá Borg-
arnesi upp í árnar og vestur á
Mýrar. Ég fékk lítinn mótorbát
og notaði hann til að draga bát-
ana sem farmurinn var hafður i.
— Gat þetta ekki veriö erf-
itt og vossamt?
— Ójú, hent gat þaö. Maöur
mátti ekki sofa allan sólar-
hringinn. Flóð og fjara hegöa
sér ekki eftir svefnþörf manna.
— Var þetta þitt aðalstarf
árið um kring?
— Já, og auk þess afgreiðsla
allra þeirra skipa og báta er í
Borgarnes komu. Fyrsti flóa-
báturinn var víst „Faxi“. Hann
kom hér nokkrum sinnum,
einnig Elín. Hún strandaði nú
hjá þeim þarna syðra. Fyrsti
báturinn, sem keyptur var til
að halda uppi reglulegum ferö-
um milli Borgarness og Reykja-
vikur, hét Ingólfur. Hann fór
Magnús Ólafsson.
var einn þeirra sem fór utan til
að sækja skipið. Þegar halda
skyldi heim, var svo mikill ís
á sundunum, aö við koiíiumst
ekki en urðum að fara til Þýzka
lands og gegnum Kielskurðinn
heim á leið, tók siglingin til ís-
lands um þrjá sólarhringa.
— Er Akraborgin gott skip?
— Tá, það mun hún geta tal-
" izt, en þó ekki gott að
-stýra henni á lensi, en hún er
góð ef kvikan kemur framan
undir.
— Nú er hætt aö halda uppi
ferðum sjóleiðina milli Reykja-
víkur og Borgarnes?
— Já, það er um hálft annað
ár síðan. Allir flutningar fara
fram með bílum.
— Hve lengi hefur þú annazt
afgreiðslu skipa í Borgarnesi?
- Óslitið frá 1908 - 1954,
eða í 46 ár.
— Hvernig var meö afgreiðsl-
una áður en bryggjur komu?
— Þá var öllu skipað upp á
bátum. allt fram til 1930. Oft
geröi bölvaður straumurinn
manni erfitt fyrir.
— Einhver hefur sagt mér
aö þú værir hestamaður, Magn
ús?
— Hestamaður, mér þykir
gaman að hestum og fer vel með
þá. Ég vandist því fyrst á Grund
og síðar á Hvanneyri, að um-
gangast mikið hesta. Það var
alltaf verið aö temja. Þor-
steinn hafði stundum gaman af
að sjá hve mér tókst að hanga
á trippunum, þótt þau væru
villt.
— Þú hefur átt góða hesta?
— Já, nokkra, t,d. Lýsing og
Sprota. Lýsingur var leirljós, lít
iö kvikindi. eldsnöggur. Feikna
skeiðhestur ef maður náði hon
um „ofan“. Hann var skapharð-
ur og stríðlyndur, iUa. taminn
í fýrstu. Ég réði stundurn ^kkert
við hann.
Sproti var mikill hestur, stór
„Ég var hálfgerður
óviti fyrstu árin“
tvær ferðir i viku. Þetta var
lítill kuggur, líklega um 70
tonn. Hann kom sama áriö og
ég flutti í Borgarnes, og var í
förum fram í apríl árið 1918.
Þegar Ingólfur gafst upp, var
ekkert skip fyrir hendi og því
gripið til þess ráðs að leigja
tvo litla mótorbáta.
— Hefur aldrei verið útgerð
frá Borgarnesi?
— Jú, það var gert út héöan
i tvö ár. Bátarnir hétu Haförn
og Hvítá. En sú tilraun fór út
um þúfur, olli því langræði og
sjávarföll.
Eftir að mótorbátamir hættu
milliferðum, var fenginn lítill
bátur, sem Skjöldur hét, og var
eign Elíasar Stefánssonar út-
gerðarmanns í Reykjavík. Ekki
var hann þó lengi og þá kom
Suðurlandið, sem síðast laut
þeim örlögum aö vera siglt á
land í Djúpuvík á Ströndum
og notað þar sem braggi fyrir
síldarvinnufólk. Þegar Suður-
landið hætti var Laxfoss keypt-
ur, en hann strandaöi á skeri
nærri Örfirisey, sem betur fór
varð mannbjörg. Skipið hékk
lengi á skerinu og virtist aldrei
ætla að komast í verk að ná
því þaöan.
íyjeðan þessu fór fram var
allt í óreiðu með ferðirnar
og skapaöist, af þeim sökum,
vandræðaástand. Vegur var þá
kominn milli Akraness og Borg-
arness, og varð að því nokkur
bót, því auöveldara og ódýrara
var að fá bát milli Akraness
og Reykjavíkur. Þar kom að
lokum, að Laxfoss náðist af
skerinu og var settur i „slipp".
Að lokinni aögerð, sem þar fór
fram, hóf hann ferðir að nýju,
en strandaði svo síðar aftur upp
undir Kjalamesi og eyðilagðist
meö öllu. í hið fyrra skiptið
var skipstjóri Pétur Ingjalds-
son, en hið síðara Þórður Guð-
mundsson, sá hinn sami og
nú fer með Akraborg. Báðir
þessir menn eru viöurkenndir
skipherrar, en þótt ekki sé á
lengri leið en milli Akraness og
Reykjavíkur getur ýmsa válega
hluti að borið, sem ekki er gott
að sjá fyrir né ráða við.
Eftir þessar hrakfarir Lax-
foss, vaf fenginn stór bátur,
sem var á vegum Borgnesinga,
Eldborgin, til að annast ferðim
ar. Þetta var mikið og gott skip
og var nokkur ár í notkun. En
svo var í það ráðizt að láta
býggja skip úti í Morstad í Dan
mörku. Það er lítil eyja, leiöinda
staöur. Hér var um að ræða
Akraborgina, sem síðan hefur
haldið uppi þessum ferðum. Ég
vexti, gangmikill og bar sig
nokkuð hátt. Hann var rauð-
yrjóttur með hvitan sprota á
lendinni. Ég fékk hann hjá kunn
ingja mínum fyrir mestu náð.
— Hver var kona þín?
— Hún hét Guðrún Guð-
mundsdóttir frá Deild á Akra-
nesi.
— Hvernig gekk ykkur svo
að hafa lífsframfæri af atvinnu
þinni?
— Einhvem veginn komumst
við af, enda varð svo að vera.
Meðan ég hafði afgreiðsluna upp
á eigin spýtur, átti ég að skila
öllum fröktum, en fékk það sem
kom inn fyrir uppskipanir. —
Einnig fékk ég 5 aura af hverj
um manni sem fluttur var aö
og frá skipi. Það dró sig sam-
an, þegar margt var með skip-
ingu. Á þessari gjaldskrá varð
engin breyting fram til 1930.
— Gaztu ekki haft einhverja
vinnu með þessu afgreiðslu-
mannsstarfi?
— Jú, við höfðum oftast um
30 kindur, eina kú og tvo hesta.
Fyrir þessu heyjuðum við svo á
sumrin. Maður leyfði sér svo
sem enga eyðslu, enda hefði
það dregiö skammt til að upp-
fylla hliðstæðar kröfur þeim,
sem fólk nú vill fá uppfylltar.
13. síða
i«SG
i r ■ij'ftSifffl
rim sftb:
LOKUNARTÍMI sölubúða var
ekki fyrir löngu ti! umræöu ó
fundi Kaupmannasamtakanna að
Bifröst. Á briðúidae var ritað
um málið á kvennassðu, og i
framhaldi af því spyrjum við
nokkrar húsmæður:
Teljið þér æskilegt að
opnunartími sölubúða
verði lengdur?
Jóna Magnúsdóttir húsmóðir:
— Opnunartíminn er ab'eg
nógu langur fyrir mig.
Margrét Eyjólfsdóttir, húsmóðir:
— Nei, opnunartíminn er nógu
langur og mikla meira en það,
Auk þess er allt opið á kvöldin.
— Hann er alveg nógu langur
eins og hann er.
Svava Valfells, húsmóðir:
— Já, tvímælalaust. Það væri ■
mikiö hagræði að því fyrir hús-
mæöur, t. d. þær, sem eru bundn
ar yfir barni og eiga ekki heim-
angengt f búðir. Ef opnunartím-
inn yröi lengdur, gætu þær farið ■
og verzlaö eftir að maðurinn er
kominn heim úr vinnunni.
Þorbjörg Valdimarsdóttir. hús-
móðir og skrifstofustúlka:
— Nei, ég myndi frekar vilja
hafa líka lokað á laugardögum,
maðurinn minn vinnur nefnilega
í verzlun.