Vísir - 20.09.1968, Síða 1
VISIR
58. árg. — Föstudagur 20. september 1968. - 211. tbl.
4 érn drengur slnsnsf í bílslysi
Fjögurra ára drengur varð fyrir
bfl á Reykjanesbraut í gærkvöldi
og slasaðist mikið lærbrotnaði og
viðbeinsbrotnaði. Drengurinn hafði
verið að leika sér á þrihjóli við veg-
inn þar sem hann liggur fram hjá
Ytri-Njarðvík, þegar slysið varð.
Liggur hann nú á sjúkrahúsinu i
Keflavík.
SÍLDIN LÉT EKKI SJÁ
SIG Á MIÐUNUM í NÓTT
Almenn bjartsýni rikir þó fyrir austan — „Vid
s'óltum upp i samninga", segir Ólafur Óskarsson
*»> Síldin fór í feluleik við
veiðimenn á miðunum í nótt.
Hún hafði ekki fundizt I morg
un, þegar síðast fréttist. —
IVIenn voru þó aimennt bjart-
sýnir um, að hún léti sjá sig
með kvöldinu, en enginn bát-
ur fékk afia í nótt.
Síldin þokast þó jafnt og þétt
suður á bóginn, en það er ekki
nóg, ef hún lætur ekkert á sér
bæra. Blaðið hafði í morgun sam
band við söltunarstöðvar á Norð
firði og Seyöisfirði og var þar
sö.Itun f fullum gangi.
Á Norðfirði er búið að salta
um 1200 tunnur, en á Seyðisfirði
er búið að salta um 2500 tunnur.
Ólafur Óskarsson á Seyðisfirði
segir, að örugglega verði saltað
upp f samninga í ár og geti menn
vissulega verið bjartsýnir.
Síldin, sem að undanfömu
hefði verið komiö með til sölt-
unar væri öll ísuð og i alla staði
mjög væn. Aðspurður um, hvort
aðkomufólk væri farið að koma
til Seyðisfjarðar, sagði Ólafur
að reynt yrði eftir megni að
fá allt heimafólk, sem fyrir
væri, en síðan yrði fengið að-
komufólk ef nauðsyn krefði.
SILIKON-STÓRIDJA A ÍSLANDI?
Rætt v/ð Jóhann Hafstein idnaðarmálaráóherra, sem kominn er heim frá
Sviss — Framkvæmdum v/ð Búrfell og i Straumsvik verður liklega hraðað
um þrjú ár — Athuganir á frekari stóriðju, sjóefnavinnslu og silikon-
frek og hagkvæmt að virkja
vatnsafi til hennar.
— Annars var einn helzti ár-
angur ferðar minnar sagði iðn-
aðamálaráðherra, að góðar horf-
ur eru á, að uppbyggingu sfðari
áfanga álbræðslunnar í Straums
m-* 10. sfða.
— í Sviss átti ég viðræð-
ur um hugsanlega bygg-
ingu verksmiðju til
vinnslu á silikon-málmi,
sagði Jóhann Hafstein
■.V.'.V.’.VV.V.V.V.V.V.V.V
:■ Skemmtilegur fj'ól- ;I
•’ skylduviðburður: í
:i Systur eignuðust :•
■: börn sín suntu í
duginn
jí Fæðingarheimilið á Eirlksgötu:í
«[ber nafnið með rentu. Þegar»J
J'komið er inn fyrir dyrnar er þarj;
*,einkar heimilislegt andrúmsloft.
-ÍFrá göngunum berast lágværar
•Jsamræður og þegar inn er kom-
Jtið er stemningin sú, sem fylg-
•Jir alltaf litlum bömum. Það er
J'verið að hjóla þeim í rúmunum
ksínum í stofuna sína frá mæðr-
•Junum, sem voru nýbúnar að
V gefa þeim. Á stofu níu eru tvær
■’mæður með bömin sín og blaða-
10 siða
vinnslu, sigla hraðbyri
iðnaðarmálaráðherra í
viðtali við Vísi í morg-
un, en hann er nýkom-
inn til landsins frá við-
ræðum í Sviss um frek-
ari stóriðju á íslandi.
— Það er japanskt fyrirtæki,
Showa Denko, sem hefur áhuga
á slíkri verksmiðju. Fulltrúar
þess voru á fslandi í maí s.l. og
einnig hefur Eirikur Briem
Landsvirkjunarstjóri verið í
Japan til að ræða þetta mál.
Upphaflega var það Vilhjálmur
Þór, bankastjóri við Alþjóða-
bankann, sem átti frumkvæöi
að því, að þessi möguleiki yrði
athugaður, sagði Jóhann Haf-
stein.
— Vinnslan yrði að ýmsu
leyti hliðstæð álvinnslunni.
Flutt yrði inn málmgrýti og
unninn úr því silikon-málmur.
Þessi vinnsla e‘r gífurlega orku-
Geðdeild fyrir
börn við Dalbraut
Kunnur aflaskipstjóri
lætur lífið á miðunum
Sá hörmulegi atburöur gerðist á
síldarmiöunum í gærmorgun að
hinn kunni aflaskipstjóri, Víðir
Sveinsson, lét lífið um borð í skipi
sínu, Jóni Garðari. Engar fréttir
hafa borizt um það, hvernig at
buröinn bar að, en skipherrann á
varðskipinu Óðni sendi skeyti til
lands, en læknir er um borð í Óðni
og kom hann fljótlega á vettvang.
Margt þykir benda til þess, að
Viöir hafi látizt af slysförum, en
ekkert skal fullyrt um það, vegna
þess hve talstöðvarsamband var lé
legt. Jón Garðar er nú á leið til
lands og er væntanlegur til Sand-
gerðis um helgina. Víðir hefur ver-
ið skipstjóri á Jóni Garðari frá upp
hafi og ætíð verið í fremstu röð
aílamanna hérlendis. Víðir Iætur
éftir sig konu og börn.
Félagsmálaráð leggur til að hluti upptóku-
heimilisins verði nýttur i þvi skyni
B Félagsráð Reykjavíkur hefur stungið upp á því að sá hluti upp-
tökuheimilisins við Dalbrf-.ut, sem ekki er fullgerður, verði not-
aður sem geðdeild fyrir böm og unglinga. Þar verði komið fyrir
bráðabirgðahúsnæði fyrir börn og unglinga með geðræna sjúkdðma
og meiri háttar hegðunarvandkvæði. í ályktun ráðsins er sagt, að
ekki megi dragast lengur að stofnuð verð: sjúkradeild fyrir þessi
börn.
Ljóst er, að ekki er rekstrar-
grundvöllur fyrir nema eina slíka
stofnun í landinu, segir í ályktun-
inni. Því er nauðsynlegt að skapa
frá upphafi starfs og rekstrartengsl
viö aðrar sjúkradeildir, sérstaklega
almennan barnaspítala, geðsjúkra-
hús, taugasjúkdómadeild, röntgen-
deild og fávitahæli. Vegna þess,
hversu aðkallandi lausn þessa
vanda er, hefur ráðið rætt hugsan-
lega bráðabirgðalausn.
Þó að ráðið bendi á þann mögu-
leika að nota hluta upptökuheimil-
isins við Dalbraut, er því ljóst
að þörfum borgarinnar fyr-
ir upptökuheimili er ekki full-
nægt eins og er og telur nauðsyn-
legt að jafnframt verði unnið að
lausn þess máls.
Félagsmálaráð beinir því þeim
tilmælum til borgarstjóra, að tekn-
ar verði upp viðræður milli rfkis og
borgar um lausn þessa mikla
vanda, er varðar heilbrigðis- og
barnaverndarmál alls landsins.
Aðvaraði fyrst þjófinn,
hringdi svo í lögreglu
— Innbrotafaraldurinn heldur áfram — Þrjú
innbrot i nótt
Tvær hamingjusamar mæður og systur, þær Sóiveig og Eiín Eyjóifsdætur með börnin sín
• Innbrotsþjófar hafa heldur bet
ur látið hendur standa fram úr
ermum undanfarna daga eins og
komið hefur fram i fréttum. í nótt
héldu þeir uppteknum hætti og var
brotizt inn á þremur stöðum í borg-
inni. Brotizt var inn í veitingastaö
inn Sigtún, stolið þaðan 20 flöskum
af áfengi og tóbaki, í mjólkurbúð-
ina að Sólhcimum 35 og stolið það
an nokkur hundruð krónum í skipti
mynt og Ioks var brotizt inn í
geymslu við Laugaveg 53A og ein-
hverju stolið þaöan.
Lögreglan hefur beint þeim til-
mælum til borgaranna, að þeir geri
henni viðvart, ef þeir verða varir
við grunsamlegar mannaferðir, sér-
staklega um nætur. Kona, búsett
í Veltusundi, varð vör við ferðir
þjófsins við Sigtún, en hún hefur
eitthvað misskilið hvernig bezt sé
að bera sig að, þegar innbrotsþjót
ur er annars vegar. Hún vaknaði
um kl. 5 í nótt við brambolt úti á
götu. Þegar hún leit út sá hún
mann vera að bauka eitthvað við
bakdyr Sigtúns, en hann gekk nær
þegar upp Brekkugötu. Hún hugs
aði þvf ekki meira út í þetta, en
hálfri klukkusund seinna vaknaði
hún aftur við brambolt úti á götu
og sá aftur sama mann við bak-
dys Sigtúns. Hún opnaöi glugga,
kallaði til mannsins og spurði hvað
hann væri að gera. Maðurinn þreif
þá upp hvítan poka, setti hann á
bak sér og hljóp á braut. Eftir að
-hafa varað þjófinn við, hringdi kon
an í lögreglu og tilkynnti um
innbrotið, en að sjálfsögðu var
fuglinn floginn, þegar hún kom á
vettvang.