Vísir


Vísir - 20.09.1968, Qupperneq 2

Vísir - 20.09.1968, Qupperneq 2
Handboltinn hefst með hraðmóti í kvöld Nú eru 60 ár liðin frá stofnun Knattspymufélagsins Víkings og 8 ár frá því félaginu var skipt í deildir, sem hver um sig hefur sér fjárhag. Handknattleiksdeildin tróö þá nýju braut nú á þessu ári í sambandi við aðalfund að halda hann að vori til að loknu leikári. j Um það hvort þetta sé réttur tími j á framtíðin eftir að skera úr um ; en aðalfundurinn var haldinn 8. ; júní s.l. og lét þá Hjörleifur Þórð- arson af störfum sem formaður er hann hafði gegnt nær látlaust síð- ustu 10 árin. Ný stjórn var kjörin en hana skipa Sigurður Óli Sigurðs- Handboltinn hefst í kvöld. Hér er gömul mynd frá því í „gamla daga“. Karl Jóhannsson er að reyna að brjótast í gegn, en Hörður Krlstinsson stendur greinilega í veginum fyrir því. Hörður hefur undanfarin ár verið viö nám í Danmörku. son formaður, Pétur Sturluson varaformaður, Einar Magnússon ritari, Hjörleifur Þórðarson gjald- keri og Sigurður Bjamason með- stjómandi. Fulltrúi í H.K.R.R. er Ámi Ámason. Undanfarin 13 ár hefur Pétur Bjarnason verið aðal þjálfari handknattleiksdeildar Vík- ings, en á vetri komanda verða ný- ir þjálfarar hjá öllum flokkum. Hilmar Björnsson handknattleiks- maður úr K.R. mun þjálfa meist- ara, 1. og 2. flokk karla og væntir félagið mikils af honum, en sem stendur er félagið I 2. deild og hef- ur mikinn hug á því að komast aftur upp í 1. deild og það á kom- í andi vetri. Tvær meginstoðirnar í meistaraflokki undanfarið þeir Jón Hjaltalín Magnússon og Einar Magúnsson verða báðir við nám hér heima I vetur og munu því æfa og keppa með félaginu áfram. ; Þjálfari hjá meistara, 1. og 2. ; flokki kvenna verður Eggert Jó- hannesson, 3. flokk karla þjálfa þeir Páll Björgvinsson og Reynir Vilhjálmsson og 3. flokk kvenna Sigurður Gíslason. Og í tilefni af 60 ára afmælinu höfum við á- kveðið að minnast þess með hrað- móti sem haldið verður i Laugar- dalshöllinni í kvöld kl. 8.15. Öll 1. deildar liðin munu taka þátt í þessu móti auk okkar og vonum við að þetta verið góð byrjun á handknattleiksvertíðinni hér sunn- anlands í ár. Leikir i fyrstu umferð: i. R. — Valur Fram — Víkingur K. R. — Haukar F. H. situr hjá Keppt verður um myndarlega styttu sem gefin er af Radíóvið- gerðarstofu Ólafs Jónssonar h.f. Hvers vegna svona hugsunarhátt? Það var ekki um annað meira rætt manna á meðal i Reykjavík í gær en leik Vals og Benfica. Rétt eins og eftir forsetakosningarnar í vor „leituðu menn skýringa“ á fyrirbærinu og sýndist sitt hverjum eins og gengur. Þvi miður, verð ég að segja, virtist það all almennt álit manna að Benfica hefði leikiö þennan leik einungis í því skyni að reyna að láta líta svo út að leikurinn heima í Lissabon gæti orðið afbragðs skemrntilegur og jafn, þar eð jafntefli hefði orðið hér f Reykjavík. Mér finnst svona útskýring ekki éin- ungis nauða ,,billeg“, heldur nánast lágkúruleg og heimsku- leg að aukl. Allir, sem einhvem tima hafa stundað knattspymu vita, að f þeirri Iþrótt er nánast útilokað að „fixa" úrslit. Þar þarf svo marga aðila til að fremja glæp- inn að eng; tali tekur. Að auki Á 17. júní mótum um allt land er keppt um Forsetabikar- inn, sem forseti íslands gat 1954. Er - hann farandgripur sem veitist þeim frjálsíþrótta- manni, sem vinnur bezta afrekið á þessum mótum hverju sinni. I ár vann Guðmundur Her- mannsson, KR. bikarinn fyrir afrek sitt f kúluvarpi, 18.11 m. sem gefur 1373 stig skv. stiga- töflunni. Á íþróttabinginu afhenti for- maður I.B.R., Olfar Þórðarson, Guðmundi bikarinn. er knattspyrna þess eölis að hætta er á að kapp hlaupi mönnum í kinn og að allt slíkt mundi gleymast, þegar á hólm- inn væri komið, Staðreyndin með leikinn milli Benfica og Vals var sú, að Val- ur lék frábæran vamarleik, og sjálfur hef ég ekki séð betri leik varnar í annan tíma, og eru þar mörg atvinnulið meðtalin. Var þetta einkar ánægjulegt, því Valsvörnin er búin að vera Iélegasta vörn 1. deildar I allt sumar. Var greinilegt að þama var upphaf nýs blómaskeiðs í varnarmálum Vals, sem í 30 ár hafa ekki verið i svo góðu lagi. þar til f sumar. Ákaflega sennilegt finnst mér að Benfica-leikmenn hafi verið óeðlilega öruggir um úrslitin. Allt virðist a.m.k. benda til þess. svo sem viðtöl við leik- menn bæði fyrir og eftir leikinn. Þeir sem vel bekkja til knatt- spymu sáu að Benfica-liðið kom inn nokkuð sigurvisst. Það var ekki „keyrt á fullu“, — hér átti •’.ð labba gegnum Valsmúr- inn, og leikmenn ætluðu sér ekki að svitna í óhófi. Þessi sigurvissa er hættuleg og hefur orðið fleirum en Benfica að falli. Nú er bara að liðsmenn verði enn sigurvissari fyrir leikinn 2. okt. i Lissabon, þá gæti Valur e.t.v. náð jafntefli 1:1, sem næg- ir til að setja Portúgal út úr kepnninni f ár. Mér finnst persónulega leið- inlegt hvernig Islendingar bregð- Þessi skemmtilega mynd kom frá Lennart Carlén. Þorsteinn Friðþjófsson er hér í skemmti- legri stellingu í viðureign sinni við Graca. Þess skal getið, að stúkan í baksýn tilheyrir sund- laug Laugardalsvallarins. ast við íþróttasigrum okkar, — og töpum. Töpunum er mætt með óhóflegri gagnrýni, eftir tapið vissu nánast allir hvemig átti í rauninni að gera hlutina. Eftir sigur gegn liðum, sem Is- land var fyrirfram talið von- laust gegn, er alltaf leitað auð- viröilegustu skýringar eins og nú er gert. Þetta er þjakandi fyrir íþróttafólkið okkar. Það verður að unna þvf sigurs og þess sem vel er gert eins og Valur gerði nú. Valsmenn voru heppnir, — en þeir áttu líka skilið að vera heppnir. En allt tal um að Ben- fica hafi ætlað að gera lítið í þessum leik er einskisvert rugl. I liði þess vom undir lokin 11 sáróánægðir leikmann. leik- menn sem alls ekki voru hrifnir af að láta það spyrjast út um sig að þeir hefðu gert jafntefli við áhugamenn. Það er nefnilega svo meö atvinnumenn að hjá þeim einnig er hætta á gengislækk- un, og gengislækkun á heilu knattspyrnuliði er stórhættuleg eins og geiur að skilja. 1 leik eins og knattspyrnu, þar sem nánast allt getur gerzt, mundi ekkert lið reyna slíkt sem Jetta, þvi að Benfict hefur ekki neina tryggingu fyrir því að vinna Val heima, — boltinn er jú hnöttóttur, og getur skopp- að víða. — Jbp —

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.