Vísir - 20.09.1968, Síða 7

Vísir - 20.09.1968, Síða 7
V1SIR . Föstudagur 20. september 1968, 7 Jiri Hajek baðst lausnar í gær Oldrich Cernik forsætisráðherra gegnir störfum utanrikisráðherra til bráðabirgða 9 Hin oninbera tékkneska fréttastofa tilkynnti í gær, að Jiri Hajek utanríkisráðherra hafi beðizt lausnar. Sovézkum árásum hefur ver- ið haldið áfram á hann daglega að undanförnu. Svoboda forseti hefur beðið Oldrich Cernik forsætisráðherra að gegna störfum utanríkisráð- herra um stundarsakir. Sagt er, að í bréfi, sem Hajek skrifaði forsetanum, hafí hann óskað eftir að fara frá þegar í stað. Hajek var einn af þremur ráö- herrum, sem Rússar kröfðust aö létu af störfum í Moskvuviðræðun- um fyrir þremur vikum. Hinir tveir voru Ota Sik, aðstoðarforsætisráð herra, en talið er að hann hafi ver- ið skipaöur verzlunarmálafuiltrúi f tékkneska sendiráðinu í Belgrad. Hinn ráðherrann var Josef Pavel innanríkisráöherra, sem setztur er í helgan stein. Ekki er vitaö með vissu, hvað Haj ek tekur sér fyrir hendur, en talið er, aö hann muni sækja um prófess- orstöðu í Karlsháskóía í Prag. Humphrey var / gær heitið stuðningi talsmanns verkamanna, en óttast er að margir verkamenn bregðist i kosningunum • George Meany, formaöur hinna samtengdu verkalýðssambanda Bandarikjanna AFL CIO, hefur birt einróma ályktun sambandsstjórnar- . innar, sem 125 menn eiga sæti í, ■ en ályktunin felur í sér áskorun til : þeirra 13,5 milljóna verkamanna, ' sem í samböndunum eru, að kjósa 1 Humphrey í forsetakosningunum, 1 sem í hönd fara, og Edmund Muskie ; varaforseta. Meany sagði, að sameiginlega gætu þeir Humphrey og Muskie treyst grundvallarskipulag, sem væri bandarískri verkalýðshreyf- ingu mikilvægt á komandi tíma. Meany hefur alla tíð verið mikill stuöningsmaður Humphreys. Hann lýsti Nixon sem manni, sem hefði gert samkomulag við öfl, sem vildu aöskilnað hvítra manna og hörundsdökkra, og hélt því fram, að'í stefnuskrá republik- ana væri ekkert tillit tekið til krafna verkalýösins. Annars leggur Meany mikla á- herzlu á, að stimpla George Wall- ace sem höfuðforsprakka þeirra manna, sem ekki vilja unna blökku- mönnum almennra mannréttinda. í fyrsta skipti síðan 1948 er um for- setaefni. að ræða, sem gengur út í bardagana undir merki hatursins, sagði Meany. Hann kvað hann ekki hafa upp á neitt annað aö bjóða. Hann kvað verkalýðinn hafna al gerlega þeirri staðhæfingu Wallace, að hann væri vinur verkalýðsstétt- þetta orðið til þess að skerða veru- lega fylgi demokrata. Humphrey berst nú fyrir póli- tískri framtíð sinni. Hann hefur sjálfur minnt á hversú horfði fyrir Harry S. Truman, baráttuna sem leiddi til, að hann sigraði í kosn- ingu 1948, en viö þeim sigri hafði engnn búzt. ,,Ég var sama ár kjör- inn öldungadeildarþingmaður," sagði Humphrey í fyrradag, „og viö munum endurtaka þetta.“ George Wallace. anna. En þessi stuðningur sambands- stjórnar mun ekki hindra, að mikill fjöldi verkamanna mun kjósa Wall- ace. — Skoðanakannanir hafa að minnsta kosti leitt í ljós mikið fylgi hans meðal verkamanna, og gæti morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd HUMPHREY 0G NIXON GEFA GEORGE WALLACE NÁNAR GÆTUR För Dubceks tíl Moskvu frestuð För Dubceks aðalritara tékkneska arnir Husak og Spacek. Æðstaráð kommúnistaflokksins til Moskvu var í gær frestað á síðustu stundu. Menn ætla, að þetta gefi til kynna, að Rússar hafi meiri áhuga á við- ræðum við einhverja aðra tékk- neska ráðamenn, heldur en Ðub-! cek. Þeir sem fara áttu með Dubcek til Moskvu og taka þátt í viðræðun- um voru Svoboda forseti, Cernik forsætisráðherra og flokksleiðtog- j /wwwwwwvwww tékkneska kommúnistaflokksins minntist ekki á þetta fyrirhugaða ferðalag eftir fund sinn f gær. Nixon fagnað í Chicago Nixon er hvarveína vel fagnað, þar sem hann kemur á kosningaferðalögum sínum, eins og getið , hefur verið hér í blaðinu, og hér er mynd af kom u hans til Chicago, borgarinnar miklu við Stóru , vötnin, en þar var flokksþing demókrata háð — umkringt lögregluliði og herliði gráu fyrir jámum. j ’Bandaríkin draga stórlega úr f júr- veitingum til annarru landa Fjárveitinganefnd fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings skar í gær stórlega niður frumvarp stjórnarinnar um fjárhagsaðstoð við önnur lönd. Nefndln sam- þykkti sfðan frumvarp, þar sem öðrum löndum er ætlaður minni styrkur en nokkru sinni fyrr á þeim tuttugu árum, sem liðin eru síðan Bandaríkin hófu styrk- veitingar til annarra landa. /WWWNWWWVWVAAA/ LEIÐRÉTTING: I greininni á 8. síðu í gær átti aö standa: .. verið að vinna í Potsdam-skilmálann til stuðnings þeirri skoðun, að Sovét ríkin hafi rétt til að grípa inn f hernaðarlega • í Vestur-Þýzkalandi" o. s. frv. NÝJA DEHLI: Átta menn biðu bana og mörg hundruð meiddust í sólar- hringsverkfalli opinberra starfs- manna, sem krefjast bættra kjara.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.