Vísir - 20.09.1968, Side 9
9
V í S IR . Föstudagur 20. september 1968.
'J'rúardeilur hafa frá örófi alda
sett mark sitt á för mann-
1 kynsins frá einni kynslóö til
annarrar. Ekkert hefur haft
meiri áhrif á líf fólksins á jörö-
inni, heldur en sú eilífa umhugs
un, hvað taki viö, þegar andinn
gufar úr nösum. Menn hafa
aldrei getað liifað í friöi og ró
í þessum heimi út af sífelldu
grufii um það, hvernig ástandiö
verði í ímynduðum öðrum heimi,
hvort maður fái nú, þegar maö
ur er dauður að lifa áfram í ei-
lífri sæluvímu viö borð guöanna,
eða verði látinn kveljast í ein-
hverri aurugri vítisholu.
í rauninni er allur þessi alda
Iangi blindingsleikur heimsku-
legur og viðurstyggilegur í aug-
um nútímamanns, sem telur sig
hafa öölazt mikla þekkingu og
víðsýni.
Nútfmamaöurinn ætti að segja
sem svo: — Það getur svo sem
verið að það sé annað lif eftir
dauðann, — en því miður er
engin vísindaleg sönnun til fyrir
því, og þess vegna ættum viö
ekki aö gefa því nokkurn
minnsta gaum. Það sem hér hef
ur verið byggt á eru aðeins alda-
unar Páls páfa fyrir nokkru, aö
gefa út nokkurs konar bann við
notkun á töflum til getnaöar-
varna. Þessi íhaldssama ákvörö-
un veldur því nú að stormar
geisa innan hinnar kaþólski
kirkju. sem snerta þó ekki að
eins viðhorf hennar til kyn
ferðismála, heldur gefa þeir ti)
efni til aö íhuga allt hið úrelta
og fráleita valdakerfi hennar '
framtíðarheimi.
Bann páfa viö notkun pill-
unnar hefur leitt í ljós, aö jafn-
vel innan hinnar stirðnuðu ka-
þólsku kirkju eiga menn erfitt
með að sætta sig við miðalda-
leg afskipti hennar af kynferö-
ismálum. Útskýringar páfa og
hans nánustu fvlgifiska eru
hlægilegar í augum nútíma-
manna. Þaö má ekki nota „pill-
una“ segja þeir, af því að guð
á að ráða því, hvort bam verð-
ur til. Og þeir halda áfram eins
og á miðöldum að túlka hvert
það holdlegt samræði sem sam
vizkusynd, sem ekki er framið
í þeim eina hreina tilgangi að
búa til barn með guðlegri náð
og auðvitað er guö ekki með í
spilinu nema kirkjuleg hjóna-
vígsla hafi fyrirfram blessað
sambúðina.
'P'n þó er þetta kannski ekki
aðalatriðið. Hitt er ennþá
mikilvægara, hvernig þessi á-
kvöröun páfans var tekin og
PAFINN 06 PILLAN
langar imyndanir og goösagnir,
draugasögur og andakukl, sem
við getum ómögulega verið að
snúast j kringum eins og
snælda.
Jgn auðvitað er ekki hægt að
afgreiða hlutina svo ein-
faldlega. Fyrir nú utan öll þau
áhrif sem trúarhugmyndirnar
hafa gegnum uppeldi og arfleifð-
ir, þá gefur þaö auga leið, að
sálarlff mannsins er svo óend-
anlega margbreytilegt og svo
mikið rúm þar af tilfinningum,
efasemdum og ósvöruöum spurn
ingum, að engin vísindi eru fær
um að fylla það með neinum
reglum. Enda þótt fleiri og fleiri
vísindaleg meðul og efni verði
uppfundin, sem geta haft áhrif á
sálarlífið með utanaðkomandi að
gerðum, munu hinar frumlægu
kenndir halda áfram aö stjórna
mannlegum samskiptum. Gleði
reiði og harmur munu halda
áfram að skiptast á í lífi mann-
fólksins, hversu háþróað sem það
þykist vera. Vandamál sigurs
eða ósigurs, mannvirðinga eða
lítillækkunar veröa aldrei leyst
með vísindalegum reglum, þar
verður áfram sama þörfin fyrir
sjálfa persónu mannsins, sem
lætur áfram stjómast af svo ó-
ræðum hlutum sem trúarskoð-
unum.
Samt er enginn vafi á því, að
mannkynið hefur stigið mörg
framfaraspor í því upp á síð-
kastið, að losa sig viö ýmsar
trúarsetningar. Það er andstyggi
legt að rifja upp, hvernig valda
stofnanir voru fyrr á öldum
byggðar upp í kringum trúar-
kenningamar og brutust til
ýktra áhrifa á yfirhöfuð öll svið
mannlífsins, sem viö sjáum i
dag að fjarstæöukennt var að
blanda trúarsiðum inn í. Fræg-
asta dæmið um það er auðvitað,
þegar trúarstofnanirnar ætluðu
að setja sín lögmál um þaö,
hvert værj eðli umheimsjns,
þvert ofan í raunverulegar staö-
reyndir þess máls. Og þaö verö-
ur óneitanlega hlægilegt, að ka-
þólska kirkjan skuli enn for-
dæma Galileo sem villukenn-
ingamann, af því aö hann leyfði
sér að halda því fram, að það
væri jörðin, sem snerist í kring-
um sólina.
p]in mesta framförin í trúar-
viöhorfum mannkynsins er
sú, að fastar kennisetningar
hafa verið dregnar æ meir í efa.
Það hlýtur að stefna að því, aö
menn geti ekki sætt sig viö, að
trúin sé einfaldlega eitthvert re-
sept eða stæiðfræðiformúla eða
hún geti lýst landslagi og lifn-
aðarháttum í hinum fyrirheitna
heimi eins og hún væri Baede-
ker leiðsögubók. í viðhorfum
nútímamanns, verður hin gamla
bókstafstrú ekki aðeins vís-
indalega röng, heldur tilraun til
skoöanakúgunar. Sú þróun stefn
ir jafnvel að því meðal krist-
inna manna, að Nýjatestament-
ið verði ekkert lögmál, heldur
aöeins merkilegt innlegg í hinn
almenna hugmyndaheim. Og um
leið og einræðis.'ullar hugmynd-
ir trúarbragðanna verða að þoka
hlýtur það að hafa i för með
sér að valdakerfið sem byggist
á þessum trúarlega stalinisma,
kirkjuskipu’agið, liðast smám
saman í sundur og verður að
endurskipuleggjast eftir allt öðr-
um hugmyndum.
j^oks er hið mikla vandamál,
sem mannkynið á við aö
stríða, það er sambandið milli
trúar og siögæðis. í því kemur
það hvað skýrast fram, að trú-
arbrögðin hafa verulegt raun-
hæft gildi. Hvirsu auðugt og
voldugt sem mannfélagið verður
í krafti . yísindalegra framfara
sinna, þá vofa stööugt yfir því
hættur upplausnar og siðspilling
ar og þar hefur trúin og kirkj-
an frá aldaööli verið virk, og
sá siðræni grundvöllur, sem við
stöndum á í dag er að mestu
leyti henna, verk, árangur af
aldalöngum hugleiöingum heim-
spekilegs og trúarlegs eðlis.
En einnig þar hafa þó oröið
stórstígar breytingar frá fyrri
öldum. Hið ógeðfelldasta við sið-
fræðilega viöleitni kirkjunnar á
fyrri öldum var sú tilhneiging
til forskrifta og valdbeitingar
sem hún hafði í samræmi viö
allt sitt gamla kerfi valda og
skoðanakúgunar. í augum nú-
tfmamannsins er skelfilegt að
rifja upp þá sögu, hvernig refs-
að var fyrir legorösbrot með
lífláti.
Nú eru hugmyndir allar aðr-
ar í þessum efnum og þó við
ýmis vandamál sé að stríða, þá
er sú tilhneiging á síðari ára-
tugum æ greinilegri, að kyn-
ferðismálin hverfi æ meira út af
starfssviði trúar og kirkju. Það
eru mörg hál og hættuleg spor
á þessari leið, sem geta leitt til
siöspillingar, en'nýjar hugmynd-
ir þrengja sér æ fastar fram um
frjálsari, ástir og að það yröi
mikið framfaraspor fyrir mann-
kynið að yfirvinna óteljandi
kynferðislega fordóma fyrri alda.
Og nauðsynlegast af öllu sé aö
draga hér úr áhrifum kirkjunn-
ar, sem hafi í vandlætingu sinni
gert eðlilegar sálrænar kenndir
að glæpsamlegu athæfi.
££11 þessi mál eru nú mjög til
umræðu í kirkjustofnunum
heimsins vegna þeirrar ákvörö-
framkvæmd innan skipulags
kirkjunnar. Hún var framkvæmd
sem einræðisleg valdbeiting og
eru flestir sammála um, að hún
hafi verið ráðin af greinilegum
íhaldssömum minnihluta. í fjög-
ur ár höfðu klerkar og kardí-
nálar veriö aö rökræða um það
hræðilega vandamál, sem „pill-
an“ skapaöi kirkjunni. í öllum
þeim umræðum var n'kjandi
meirihlutavilji fyrir því, að tak-
marka hin kirkjulegu afskipti af
kynferðismálum og fylgja frjáls
ræðisstefnunni, er virðist stefna
til framfara og leysa konuna
undan því félagslega ranglæti
og kúgun, sem hún hefur orð-
ið að sæta vegna síns hlutverks
í viðhaldi kynstofnsins, kúgun
sem kirkjan hefur dyggilega við-
haldið gegnum aldimar meö
kynferðislegum öfgum sfnum og
hreinlífisofstopa. En hinn frjáls- 1
lyndi meirihlutavilji fékk hér |
ekki að ráöa. |
Þannig hefur það opinber- |
azt enn einu sinni, hvers konar E
valdastofnun kaþólska kirkjan |
er enn í dag og ennfremur. aö f
innan hennar ríkir afturhalds-
samt einræði, sem skirrist ekki
við að beita áfram hinum vægð-
arlausustu aðferðum skoðana- .
kúgunar. í öllu þessu verður i
hún andstæð þróun nútímahug- j
mynda um hlutverk trúarbragð- i
anna.
!
TTvarvetna innan kaþólsku
kirkjunnar hafa nú risiö
upp óánægjuraddir, sem nálgast
uppreisn. Páfinn er ákveðinn f
aö halda uppi valdboði sínu.
Hann dreifir nýjum umburðar-
bréfum, þar sem hann leggur á-
herzlu á það, að hjörðin á að-
eins að „hlusta og hlýða“. En
þetta er nú einu sinni á 20. öld-
inni. Fyrir nokkru var haldið
kabólskt Hrkjuþing Þýzkalandf
og sátu það um 5 þúsund full-
trúar. Þrátt fyrir ströng fyrir-
mæli frá páfagaröi um aö þing-
ið mætti ekki gera ályktun :
pillu-málinu, var samþykkt með
þúsundum atkvæða gegn aðeins
90 ályktun, þar sem mótmælt
10 <sfða.
i
i
l
!
lESEHEil
ril
urri átt, að forsvarsmaður helztu
atvinnugreinar á íslandi skuli
koma fram í sjónvarpi meö
tröllasögur. sem hann getur alls
ekki staðið viö. Mörgum brá,
þegar Einar ríki sagði í sjónvarpi
um daginn, að fremur en að
reisa sjóefnaverksmiðjur fyrir
2000 milliónir ætti að kaupa 100
fiskiskjp fyrir sama verö til að
veiða fisk. sem ekki er til,
handa einhverium dularfullum
Bandaríkjamanni, sem á að vilja
borga stórfé fyrir fiskinn. Þegar
eftir var gengið kom í ljós, að
sagan um Bandaríkjamanninn
kaupglaða var hrein tröllasaga.
Þetta kallar maður nú umræð-
ur um atvinnumál!
Þorskur.
MÆLT Á RÖNGUM GÖTUM.
Lögreglan hefur undanfariö
setið fyrir ökumönnum við um-
feröargötur með radarmæling-
um sínum og sektað um 3000
manns. Ég er einn af þeím. Hef-
verið sektaður þrisvar I öll skipt
in hef ég verið tekinn á þeim
götum sem kallaðar eru hrað-
brautir og f öll skiptin verið
nokkrum km ‘ vfir leyfilegum
hraða. Mér finnst þetta hart en
ég hef ekið í 10 ár án þess nokk-
um tíma að hafa valdið óhappi.
Á þessum svokc.lluðu hraðbraut
um þar sem útsýnið er oft nokk-
ur hundruð metrar hefur mér
hingað til fundizt f lagi að aka á
meira en 45 km hraða!
Ef lögreglan vill hafa hendur i
hári þeim, sem valda slysum.
held ég að þeir ættu að flytja
mælingarnar á þröngu íbúðar-
göturnar. Þeir, sem þar aka
hratt valda slysunum
„Ökuníðingur"!
UPPHAFINN BÍLAVIÐGERÐA-
MAÐUR.
Bílstjóri skrifar:
„Ég varð vitni að því í Bif-
reiöaeftirlitinu að afgreiðslumað
ur afhenti konu einni bílnúmer á
bifreið sína. Konan spurði ■
grandaleysi hvort hægt mundi
að hjálpa sér við aö setja númer
in á, enda ekki beint kvenmanns
verk, en þá var engu líkara
en afgreiðslumaðurinn yrði
móðgaður (og samt mun hann
vera bílaviðgerðamaður að at
vinnu upphaflega. bótt hann hafi
upphafizt svo mjög). Nei, hjá
þessu embætti væri það ekki sið
ur að veita slíka aðstoö. Konan
var heppin, og rétt á eftir bar
lögregluþjóna að. Þeir töldu sér
það rétt og skylt að aðstoða kon-
una og eftir nokkur augnablik
voru númerin komin á sinn staö.
Bifreiðaeftirlitið finnst mér
hreint til skammar. E.t.v. er að-
stöðunni hægt að kénna eitthvað
en ekki verður annað sagt en
þar sé oft að finna einstaka o-
lipurð í afgreiðslu. Getur for-
stjóri stofnunarinnar ekki eitt-
hvað kipnt f bræðina?"
ENGIN SEKTARTILFINNING
Heiðraði bréfadálkur!
Mér leikur hugur á að vita,
hvernig stöðumælavörzlu er hátt
að. Aö undanfömu hef ég ekki
haft fyrir því að greiða í mæl-
ana, og þaö hefur mér haldizt
uppi sektar- og átölulaust. Á
næstunni hyggst ég halda upp-
teknum hætti, unz laganna vörö
um tekst að hafa hendur í hári
mér, því að fróðlegt er að vita,
hversu vakandi löggæzlan er.
Löghlýðinn.