Vísir - 20.09.1968, Síða 12

Vísir - 20.09.1968, Síða 12
T2 V í S IR . Föstudagur 20. september 1968. FRAMLEIÐENDUR: TIELSA, VESTUR-ÞÝZK GÆÐAVARA OG JÓN PÉTURSSON HÚSGAGNA' FRAMLEIÐAND! laEataÍH^Eals^laísSalsiís^íaísSíalsisEs Ieldhús- I QIEalEÍIalalaíállEsilalalaHIMá % KAUPIÐ Á FÖSTU VERÐI % STAÐLAÐAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR ERU ÓDÝRARI, FALLEGRI OG ÖLL TÆKI FYLGJA % HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR ODDUR HR UMBOE>S- OG HEILDVERZLUN KIRKJUHVOL! SÍMI 21718 og 42137 FULLKOM1Ð SÝNINGARELDHÚS í KIRKJUHVOLI „Þaö er þá af því, að þér eruð með allan hugann við annað,“ sagði hún. „Eigi að síður hafið þér gefið yður tíma til að koma mjög vin- gjamlega fram við mig, og ég er yður þakklát fyrir það.“ „Það er ekkert örðugt að vera yöur vingjamlegur.“ Það fór snarpur gustur um grein- amar yfir höfði þeim og þeim varð báðum litið upp. Hann hafði ekki verið annars hugar, þegar hann mælti þessi orð, og augna- tillit hans hafði snortið hana á sama hátt og þegar þau hittust fyrst um kvöldið í anddyrinu. Hún var ekki lengur ónæm tilfinninga- lega, fannst henni. Christian dró vasaljós upp úr malnum og þau gengu saman inn í hellinn, sem verið hafði helgidóm- ur refsins. Hellisopið var lágt og þröngt, en þegar innar dró gat að líta háa og víða hvelfingu. Andrúms loftið þar inni var fúlt, mengað daun af gömlum beinum, af gróö- urlausri, rakri mold, og enn mátti finna þar reykjareim af bálinu, sem aldrei slokknaði i tíð Indíán- anna. Þegar þau komu út aftur, var kominn snarpur vindur uppi á tindinum, norðlægari og napurri en áöur. Fjallsbrúnjn var þarna eins og langur söðull, hvilftin vaxin þétt- um fjallafurulundi og um leið og þau komu út úr hellisopinu kvað við snarpur skothvellur, eins og skotið hefði veriö af riffli inni í Iundinum. Kúlan small í bergið, rétt við hellismunnann, klesstist og sundraðist um leiö og hún kvarn- aði úr berginu. Bergmálið af skothvellinum var ekki hljóðnað, þegar hann greip utan um hana og kippti henni með sér inn í hellismunnann aftur, hann þrýsti henni fast og ósjálfrátt að sér á meðan þau biðu átekta. „Þetta hefur sennilega verið óviljaverk", sagði hann. „Bjamdýraveiðitlminn stendur yfir og þá er alltaf slangur af skyttum héma í fjallinu." Hann hafði varla lokið setning- unni, þegar annar skothvellur kvað við úti fyrir, þyngri og dimmari, eins og skotið væri af hlaupvíðari og kraftmeiri byssu. Eftir það rauf ekkert þögnina nema vindgnauðið. Þau stóðu enn og hlustuöu um hríð, og þá var eins og Christian yrði þaö skyndilega Ijóst að hann hélt henni í faðmi sér og að brjóst henn ar risu og hnigu við barm hans. Hann sleppti henni. „Ég fer út fyrir“, sagði hann. „Bíddu hérna inni andartak." Hann hvarf út. Aö nokkrum mínútum liðnum heyrði hún hann kalla: „Allt í lagi...“ Hún gekk út úr hellismunnanum og þau lögðu af stað niður fjallið. Nokkra stund fann hún til einhvers annarlegs fiörings í hnakkanum, fannst sem augu fylgdust með ferð um þeirra innan úr furulundinum, riffilhlaupi væri beint í mið. Þótt sól skini enn í heiði, var mjög kalt á leiðinni niður. Sjór var orðinn hvitur í föll, brotsjóir risu við rifið og fiskimennirnir voru horfnir í land. Þegar þau komu nið- ur á ásinn fyrir ofan kofann, þar sem Christian hafðist við, var kom- inn snarpur stormur sem næddi gegnum peysuna hennar, þótt þykk væri, og það var eins og ísnálum væri stungið í brjóstin. Christian leit um öxl, brosti, stormurinn ýfði hár hans og hann tók undir hönd henni og þannig hlupu þau við fót ofan stíginn að kofanum, þar sem þau námu staðar í skjóli við kýprus viðinn. Hún nötraði og skalf af kulda. „Komdu inn fyrir og omaðu þér“, sagöi hann. Hún kinkaði kolli og gekk við hliö honum fram hjá bílnum og upp þrepin að dyrunum. Setustofan var löng en mjó — fyrir illa nauðsyn, því aö syllan, sem kofinn var byggður á, var ekki breiðari. Gluggarnir vissu út að hafinu, veggurinn upp að klettin- um var úr hlöðnum, tilhöggnum steini og viö hann stór arinn. Auk þess var þarna svefnherbergi, lítið eldhús og baðherbergi. Hún fékk sér heitt bað, og þegar hún kom fram aftur, skíðlogaöi eld ur á ami og Christian stóð við lágt borð og blandaði rommi í stór glös með heitu vatni. Undir gluggunum var langt borð, hlaðið pappírsörk- um og bókum, þar kom hún auga á ljósmynd í leðurramma. Það var mynd af dökkhærðri og dökkeygri ungri stúlku, og andlitið var svo frítt að hún starði góða stund á myndina án þess að mæla orð frá vörum. Varimar þrýstnar og þval ar, munnsvipurinn viðkvæmnisleg- ur en augun brunnu af heitum, spyrjandi lífsþrótti að henni fannst eins og myndin hefði talað til sín. En þegar hún athugað svipinn nánar, sá hún að hann bjó einnig yfir heitum og trylltum ástríðum, innibyrgðum ofsa, sem nálgaðist æði, henni varð hverft við, enda þótt hún vissi að þetta' gæti éíhs verið missýning. Hún var ekki í neinum vafa um hver þessi stúlka á myndinni væri — Linda, hin látna eiginkona Christians. Það var eins og minningin um hana væri allsráðandi þama inni, og hún var hálft í hvoru undrandi yfir því að Christian skyldi láta myndina standa þarna, svo að minningarnar létu hann aldrei í friði.... Sjálfri var henni það ljóst, að hún mundi aldrei gleyma Lindu eft ir þetta... stöðugt finna til ná- lægðar hennar í herbergi sínu i kránni, herberginu þar sem Linda hafði dvalizt fyrstu nætumar sem ung brúður. Þegar hún sneri sér að Christian, rétti hann henni glasið meö rjúk- andi heitri rommblöndunni og augnatillit hans var i senn dapurt og spyrjandi eins og honum væri mjög umhugað að vita hver áhrif mvndin hefði haft á hana. „Konan þín?“ Hún tók við glas inu. „Já...“ Hún hélt heitu glasinu í hönd- um sér, horfði í eldinn á arninum: „Hvernig bar dauða hennar að?“ spurði hún lágt. „Hún framdi sjálfsmorö.“ '• Hún virti fyrir sér svip hans, sá að hann var fyllílega rólegur, hugs aði sem svo að hún gerði réttast að láta hér staðar numiö, kannski segja sem svo að kona hans hefði verið óvenjulega fögur og aðlað- andi, en þess i staö spurði hún hann blátt áfram: „Hvers vegna?“ Hann horfði ekki lengur á mynd- ina, en leit á Lauru. „Satt bezt að segja held ég aö ég hafi boðið þér hingaö inn í þeirri von, aö ég fengi þá tækifæri til að skýra þér frá því“, sagöi hann. „Þú ert fyrsta manneskjan, sem ég hef fyrir hitt, sem mér finnst að ég geti rætt það við. En nú, allt í einu ...“ Hann þagnaöi við „Nú finn ég að ég get það ekki. Ég finn að enginn getur veitt mér aðstoð. Ég geri mér þaö Ijóst að ég verð sjálfur að brjóta af mér viðjarnar. Ákveöa sjálfur ... .“ Ákveða hvað? spurði hún sjálfa sig. Ákveða hvaö? Hún tók sér sæti á legubekknum við lága borð ið, fékk sér vænan teyg úr glasinu. Hann settist á stól við arininn. „Við skulum gleyma mér“, mælti hann eftir andartak. „Kannski hef- ur þú sjálf eitthvað að segja? Viltu skýra mér frá því hvers vegna þú ert hingað komin?“ Hún hristi höfuðið. „Þaö er ekki neitt frásagnarvert." Hún leit í augu honum. „Kannski þú vildir i þess stað segja mér, hvað hér er eiginlega að gerast?" „Ég er ekki viss um að ég skilji fyllilega við hvað þú átt“, mælti hann. „Skotið uppi á fjallinu fyrir stundu ... til dæmis." „Ég geri ekki ráð fyrir að því hafi verið miðað að okkar, öðru hvoru eða báðum ....“ „Og kannski hefur sá, sem hratt klettinum fram af bergbrúninni í rauninni ekki ætlazt til þess, að þaö yrði okkur að slysi eða bana?“ spurði hún. Við seljum bílono Mercedes Benz 220 S '62. Saab ’64, kr. 115 þúsund. Fíat 2300 ’68, má greiðast að mestu með fasteignatryggðum bréfum. Fíat gerð 125 Bernina ’68, má greið ast með faste'gnatryggðum bréf- um. Plymouth Valiant 2ja dyra árg. ’67 Vil skipta á 4-5 manna nýlegum bil. Simca 1000 ’64, ’• . 50 þúsund. Opel Rekord ‘62, 65 þúsund. Vauxhall ’64, skipti á minni bíl. Saab ’67, vil skipta á Ford Bronco ’66 til ’67, klæddum. Gjörið svo vel og skoðið bilana. Bifreiðasalan. Borgartúni 1 Símar 18085 og 19615. Her af Ho-Donum á furðuskepnum stefnir til klettaborgar okkar. (k-: LÁTIÐ OKKUR INNHEIMTA... t>oð sparar yóur tima og óþægindi INNHEIMT USKRIFST OFAN Tjarnargötu 10 — III hæð—Vonarstrætismegin— Simi 13175 (3linur)

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.