Vísir


Vísir - 21.09.1968, Qupperneq 12

Vísir - 21.09.1968, Qupperneq 12
72 V í SIR . Laugardagur 21. september 1968. Hann hallaði sér fram í sætinu. „Sástu einhvern?" Hún kinkaöi kolli. „Það er ég sannfærð um. Þegar mér varð lit- ið upp, sá ég einhverja hreyfingu uppi á brúninni. Þar var einhver. Það er líka allt og sumt, sem ég get sagt með nokkurri vissu“. „Þetta er merkilegt". Hann hall- aði sér aftur á bak í stólnum. Hugsi . . . „Hefurðu heyrt hvaö kom fyrir Gail Kerr?“ „Já. Herra Bean virðist þeirrar skoðunar, að þar hafi ekki veriö um neina tilviljun að ræða“, varö honum að orði. „Gail hefur varað mig við“. Hún þagnaði, var ekki viss um hve mik- ið hún ætti í rauninni að láta upp- skátt. „Varaði hún þig við ...?“ | „Hún sagði að hér væri það að , gerast, sem ég skyldi varast að I blanda mér i — og aö þú værir eitthvað viö það riðinn“. „Gail . . Hann yppti öxlum. „Ég mundi ekki taka of mikið mark á henni“. „Hvers vegna ekki?“ „Mér hefur verið sagt af ein- hverjum, að hún viti hvað hún vill. Ég hef nokkra ástæöu til að ætla, að henni sé ekki um dvöl þína hérna gefið“. Hún virti hann fyrir sér. Hvers vegna brá honum eins og raun bar vitni, þegar honum barst bréfiö? spuröi hún sjálfa sig enn einu sinni. Hvers vegna var honum brugðið, þegar hann kom út úr símaklefan- um í Skeljavík? Hvað um röddina, sem hún hafði sjálf heyrt segja, aö ef til vill kynnu þeir að drepa hann? Hvað um Merriday og konu- nafnið, sem hann hafði tekið sér í munn? Mundi þetta kannski allt skýrast, ef hann fengist til að ræða um konu sína? Hann mælti, og var enn djúpt hugsi. „Ef þá langaði til að hrinda björgum — kannski í því skyni *að myrða mig — hvers vegna gerðu þeir það þá ekki, þegar ég var með dr. Price? Við höfðum einmitt geng- ið oft þarna fram og aftur um fjör- una og ræözt við.“ Hann geröi stutta þögn. „Ég hafði meira að segja ekki rætt viö hann þá. Ótt- uðust þeir þaö, sem ég hafði að segja honum? Og hvernig gátu þeir vitað það?“ Hann reis skyndilega úr sæti sínu og tók að ganga fram og aftur um gólfið. „Ef þú hefðir sagt mér fyrr, að þú hefðir séð mann uppi á berg- brúninni, þá hefði ég ekki tekið þig með mér upp á fjallið f dag“, sagði hann. „Þú sagðir ,,þeir“ ... hverjir eru þeir?“ „Við höfum að sjálfsögðu okkar njósnara, þeir sína. Eins og ég sagöi áðan, þá er þetta kapphlaup. Ef þeir skyldu vinna, er ekki ann- að líklegra en að þeir nái þeim tök- um á gangi heimsmálanna, sem þeir kærðu sig um; fá þá sömu að- stöðu og við höfðum á meðan við réðum einir yfir atómsprengjunni“. Hann hló. „Þetta lætur furðulega í eyrum“ sagöi hann, „að minnsta kosti í mínum eyrum. En svona er það samt“. Hún fékk sér teyg úr glasinu. „Það er þá til að þeir myrði þig?“ Hann hleypti brúnum. „Ég held þeir vildu öllum mun heldur reyna að komast yfir það, sem ég hef uppgötvað. Eins er um okkar njósn- ara. Við vildum fyrst og fremst fá upplýsingar um hve langt rússn- eskir vísindamenn eru komnir. En þá mundu njósnir þeirra líka bein- ast fyrst og fremst að tilraunastofn- uninni í Pasadena. Annars fer ekk- ert leynt um þessi vísindi f helztu grundvallaratriðum. Allar rann- sóknarskýrslur hafa verið gefnar út og standa öllum til boða. En þegar lengra kemur, er öllu haldið vand- lega leyndu. 'Ið Price viðhöfum ýtrustu varúð. Þegar ég þarf að skýra honum frá einhverju atriði, sem ég tel mig hafa komizt að, hringi ég til hans frá Skeljavík, og við ræðumst við á dulmáli, sem öllum, nema okkur tveim, er með öllu óskiljanlegt. Eða ég bið hann um að skreppa hingað." „Hvers vegna hringirðu frá Skelja vík, en ekki héðan?“ „Af sérstakri varúð. Þaö getur hver sem vill hlerað símalínuna, sem liggur ofanjarðar héðan, meö- fram þjóöveginum til Skeljavíkur". „Hvað kemur til, aö þú vinnur héma?“ Hann virtist hugsa vandlega svar ið. „Að nokkru leyti þaö, að ég á auðveldara með að einbeita mér“, svaraði hann. . . _ Það var oröið rokhvasst úti fyrir. Brimsjóirnir löðrunguðu björgin svo jörðin nötraði, stormsveipim- ir skullu á kofanum og ööru hverju sló niður i arininn svo logarnir teygðu sig út úr stónni, eða þeir blosuðu upp með hvæsi og braki. Það varð þögn eftir að Christian svaraði spurningunni; rétt eins og svar hans táknaði einhver kafla- skipti í samtali þeirra. Þá var allt í einu drepið á dyr. Christian reis á fætur, opnaði og snarpur storm- gustur ruddist inn í setustofuna. Einhver kom inn á ganginn. Það var Sally, vinnustúlkan mál- gefna úr kránni. Hún hafði hnýtt breiðan trefil um höfuö sér og brugðið sér í síða peysu utan yfir vinnukonusloppinn. „Fjárinn hafi það . . . ég hélt að ég ætlaði ekki £Ö komast þetta“. varð henni að orði um leið og hún leit spyrjandi á þau til skiptis. „Þetta er fár- viðri, svei mér þá“. Laura drakk rommblönduna í botn. Sneri sér að vinnukonunni og heilsaöi henni góðlátlega. Róðið hifanum sjfilf með .... MeS SRAUKMANN hitastilli á hverjum ofni getiS þér sjðlf ókveS- iS hifastig hvers herbergis — BRAUKMANN sjólfvirkan hitastilli er hægt aS setja beint á ofninn eSa hvar sem er ó vegg í 2ja m. rjarlægS fró ofni SpariS hitakostnað og aukiS vel- liSan yðar BRAUKMANN er sérstaklega hent- ugur á hitaveitusvæði ---------------- SIGHVATUR EINARSSON&CO SÍMI 24133 SKIPHOLT 15 FRAMLEIÐENDUR: TIELSA, VESTUR-ÞÝZK GÆÐAVARA OG JÓN PÉTURSSON HÚSGAGNA' FRAMLEIÐANDI iHÍalaila^JalalEilBlalala^lalalsiíaEalalats IELDHÚS- I OfllalsDiiiIalaOÉiiIalalalalliIjÉjOalEÍ % KAUPIÐ Á FÖSTU VERÐI % STAÐLAÐAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR ERU ÓDÝRARI, FALLEGRI OG ÖLL TÆKI FYLGJA ífc HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR ODDUR HR UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN KIRKJUHVOLI SÍMI 21718 og 42137 FULLKOMIÐ SÝNINGARELDHÚS í KIRKJUHVOLI _ TAKf TH£ W-OOA/ SLAve /SeSCAK/A/óf Ho-Don herinn! Við verðum að gefa viðvörunarmerki. Bfddu, Bu-Tar! Við get- um ekki skilið halalausa hermanninn eft- ir, þannig að Ho-Don hermennirnir nái honum. Hann veit að pabbi er fyrir herflokki okkar, sem er að ráðast á borg þeirra. Ég veit það líka og ég get aðvarað þjðð- flokk minn. Bu-Tar! Ho-Don þrællinn kemst undan. /ETTARTÖLUR Sími 34611 á kvöldin Stefán Bjamason REIKNINGAR BirWiflllBITTBTTa LATIÐ OKKUR INNHEIMTA... Oað sparar ydur t'ima og ófc>ægindi INNHEIMTUSKRIFSTOFAN I Tjarnargötu 10 — III hæd —Vonarstrætismegin — Sím/13175 (3linur)

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.