Vísir - 07.10.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 07.10.1968, Blaðsíða 6
6 VTSIR . Mánudagur 7. október 1968. TONABIO SKUGGA RISANS jrrfíjr mum SCNTA UERGER \á Mfrrnk sinatra Wyulbrynner JOHNWAYNE (Cast a Giant Shadow) Heimsfræg og snilldar vel gerð og leikin, ný, amerisk stór- ..iynd < litum og Panavision Myndin er byggö á sannsögu legum atburðum. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára. Þrumubraut (Thunder Alley) Hörkuspennandi og mjög vel gerð ný, amerisk mynd i Iitum og Panavision. — íslenzkur texti. Fabian Annette Funicello Sýnd kl. 5.15 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. BÆJARBÍÓ Ræningjarnir / Arizona Hörkuspennandi amerísk mynd í litum. Aðalhlutverk: Audie Murphy Michael Dante Ben Cooper Bönnuð bömum. Sýnd kl. 9. ÞJODLEIKHUSID Bandalag íslenzkra listamanna: Stofnendakv'ól d í tilefni 40 ára afmælis. Upplestur og tónleikar í kvöld kl. 20.30. Vér morðingjar Sýning miðvikudag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15 til kl. 20. Sími 11200. ai oa LEYNIMELUR 13 þriðjudag MAÐUR OG KONA miðvikud. HEDDA GABLER fimmtudag. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er op in frá kL 14. Simi 13191. Að komast sem fyrst... Algert umferðaröngþveiti í umferð frá og til flugvalla yfirvofandi □ Enn minnkar hnött- ur sá, er við byggj- um, hröðum skrefum... Þetta kann að láta sem öfug mæli f eyrum, þar sem auðvelt er að benda á að ummál jarðar við miðjarðarlínu sé óbreytt og vegalengdin á milli heimsskauta sömuleiðis. Rétt er það, hvort heldur sem mælt er í mflum eða kílómetrum. En séu þessar vega lengdir mældar í mínútum og stundum miðað við það hve það tekur mann stytztan tíma aö fara annan hvom hringinn kring um jörðina, verður dálítið ann- að uppi á teningnum. Og 1 raun inni eru mínúturnar og stundim ar eina rökrétta mælieiningin á vegalengdir hvað snertir við- horf mannsins til þeirra. Manns ævin verður ekki mæld f mílum eða kíiómetmm. Þurfi maðurinn því að ferðast á miili tveggja staða kemur honum ekkert við hve langt það er samkvæmt þeim mælieiningum, heldur að- eins hve langan tíma það tekur hann í hlutfalli við ævi hans. Eða — ef við skilgreinum þetta af meiri nákvæmni — í hlutfalli við annriki hans, fmyndað eða raunverulegt. Og það er f þess- um skilningi, sem jörð vor fer hraðminnkandi frá ári til árs. Það „öfugmæli", að annrfki mannsins eykst stöðugt að sama skapi og ferðalögin taka hann skemmri tíma fyrir stvttar vega lengdir, er svo alit önnur saga. En þessi stytting vegalengd anna f mínútum og stundum skapar margþætt og vandleyst vandamál. Áður hefur verið á það minnzt i þessum þáttum hve umferðin á flugvöllum f öilum löndum eykst ákaflega fyrir það að stöðugt hraðfleygari flugvél- ar eru teknar í notkun á öllum leiðum. Enekki er nema hálf- sögð sagan og ekki einu sinni það. Nokkuö má draga úr end- ingaannríkinu á flugvöllunum með því að flugvélarnar stækki í hlutfalli viö aukinn hraöa — flytji fleiri farþega í hverri ferð, svo að unnt sé að fækka ferðum og þar með lendingum, saman- borið við það, sem annars yrði, enda þótt sú lausn sé aðeins skammgóður vermir, þar sem farþegaflutningar aukast stöðugt með vaxandi fólksfjölda. En yfir leitt eru flestir stærri flugvellir að minnsta kosti staðsettir þann ig, að unnt er að stækka þá nokkuð og fjölga flugbrautum, þótt þær framkvæmdir taki sinn tíma. En annað f því sambandi er erfiðara viðureignar ... Það eru fólksflutningarnir frá flugvöllunum inn í borgirnar, sem reynast munu torleystasta vandamálið. Sumsstaðar hagar svo til, að flugvellimir liggja talsverðan spöl fyrir utan borg irnar. Þar sem svo er, má víð- ast hvar mæta með vaxandi um ferð meö fjölgun akbrauta, en það er þó í sjálfu sér ekki einu sinni hálf lausn, því aö þegar kemur inn fyrir borgartakmörk in, verður engu hnikað. Þar er öll byggð og gatnakerfi fyrir löngu i föstum skoröum sam- kvæmt skipulagi, sem gert var áður en nokkum óraði fyrir þeirri gerbyltingu í samgöngum og fólksflutningum, sem nú er oröin. Því eldri, sem borgirnar em, því óhæfari eru þær til aö taka á móti umferðaraukning- unni frá flugvöllunum, það bætir því ekki úr skák, að yfirleitt ligg ur þyngstur ferðamannastraum- ur til höfuðborganna og ein- mitt þær eru með elztu borgum í hverju menningarríki. Og nú er svo komið, að menn sjá fram á algert öngþveiti á þessu sviði eftir svo sem tvö-þrjú ár. Þaö er því ekki að furða Þótt menn Ieggi höfuðið í bleyti og reyni að finna einhverja lausn. Meðfylgjandi mynd sýnir eina tillögana, sem mjög gæti komið til greina — flugvél, sem getur hafið sig til flugs og lent lóðrétt, en flýgur síðan eins og venjuleg flugvél með 480 km. hraða á klst og á að geta flutt um 300 far- þega. Það eru Lockheed-verk- smiðjumar sem em að vinna að undirbúningi á smíöi slíkrar flug vélar. Hún mundi geta flutt far þega af flugvelli inni í miðjar borgir, og eins komið að mikl um notum við fólksflutninga borga á milli. Víða em þyrlur þegar notaðar í þvi skyni, en þær hafa sína ókosti — taka of fáa farþega, em of hægfleygar og ekki nægilega öruggar. Flug vél af þessari gerð mundi hins vegar sameina kosti þyrlu og venjuiegrar flugvélar. Eitt er víst — að flestir sér- fræðingar telja flugvélar með lóðréttu flugtaki og lendingu einu hugsanlegu lausnina á þessu aðkallandi vandamáli, og fyrir bragðið beina verkfræðing ar nú hugviti sínu og þekkingu einkum að gerð slíkra véla. Og „markaðurinn" fyrir slíkar hug myndir eykst hröðum skrefum með hverjum degi sem líður.... Risastórar flugvélar, sem lenda og taka af stað LÓÐRÉTT, þaö er Iausnin. GAMLA BIO ÍWINNER OF 6 ACADEMV AWARDSt METRO-GCXCWVNMAYER mu. ACAaopoNnpRooucnoN DAVID LEAN'S FILM OF BOR13 PASIERNAKS DOCTOH ZHi\f\GO NYJA BÍÓ Sýnd kl. 5 og 8.30. Sala hefst kl. 3. STJÖRNtlBÍÓ Cat Ballou Islenzkur texti. Ný kvikmvr.d: — Lee Marvin. Jane Fonda. — Sýnd kL 5,7 og 9. Svallarinn (Le Tonnerre de Dieu) Bráðsmeliin, frönsk gaman- mynd um franskar ástir. Robert Hossein Michele Mercier Jean Gabin Lilli Palmer Sýnd kl. 5, 7 og 9. FELAGSLIF Knattspyrnufélagið Víkingur Knattspymudelld. Æfingatafla fyrir veturinn '68 til’69. Þriðjudaga kl. 6.10 - 7, 5 fl. A. Fimmtudaga kl. 6.10 — 7, 5. fl. B. Fimmtud. kl. " — 8.15, meistarafl. Fimmtudaga kl. 8.15 — 9.30 2. fl. Föstudaga kl. 7.50 — 8.40 4 fl. B. Föstudaga kl. 8.40 — 9.30 4. fl. A Föstudaea kl. 9.30 — 11.10 3. fl. Sunnud, kl. 2.40- -3.30 5. fl. C og D. Mætið stundvislega. — Stjórnin. HAFNARBIO Mannrán i Caracas Hörkuspennandi ný Cinema scope litmynd með George Ardisson Pascale Audret. Islenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. IAUGARÁSBIO HÁSKÓLABÍÓ Rauða eyðim’órkin ttölsk stórmynd i litum. Monica Vitti Richard Harris Sýnd kl 5 og 9. Bönnuð bömum innan 12 ára. Danskur texti. Yfirgefið hús (Thi property is condemned) Aafar fræg og ve) leikin ame- risk litmvnd Aðalhlutverk: Natlie Wood Robert Wedford íslenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9. AUSTURBÆJARBÍÓ Austan Edens Hin heimsfræga ameríska verð- launamynd i litum. íslenzkur texti James Dean Julie Harris. Sýnd kl. 5 og 9.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.