Vísir - 07.10.1968, Blaðsíða 7
VÍSIR . Mánudagur 7. október 1968.
morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun
útlönd
Næsta vika afdríhrík
fyrir Tékkóslóvakíu
Talfð er, að þessi vika
tígieftir að verða afdrifa
rík fyrir Alexander Dub-
eek og aðra tékkneska
leiðtoga, því að nú fer í
hönd sá tími, er afleið-
ingar Moskvu-umræðn-
anna fara að koma í ljós.
Á næstu dögum er líklegt, að
I Ijós komi, hvað þær umræður
snerast um, og hverjar niður-
stöðumar urðu. Æösta ráð
kommúnistaflokks Tékkósló-
vakfu mun koma saman til fund-
ar nú í vikunni, væntanlega á
miðvikudag, og þá mun Dubcek
gera grein fyrir Moskvu-umræð-
unum og afleiðingum þeirra.
Síðan þeir Dubcek, Cernik og
Husak komu aftur frá Moskvu
fyrir helgina hefur sama og ekk-
eit veriö skýrt frá fundinum.
Cernik forsætisráðherra gaf þó
út tilkynningu, en í henni stóð
það eitt að hann væri ánægður
með árangur viðræðnanna. Einn-
ig var gefin út fréttatilkynning
— sem ekki segir nokkum skap-
aðan hlut.
Líklegt er talið, að kröfur sov-
étstjórnarinnar hafi meðal ann-
ars veriö þess efnis, að hinum
frjálslyndu áhangendum Dubceks
yrði vikið úr hinum hærri stöð-
um, og í stað þeirra settir „rétt-
trúaðir" kommúnistar. Ekki er
þó víst, að það gangi þegjandi
og hljóöalaust að fá þessum kröf
um framgengt, þar sem Dubcek
og fylgismenn hans eru í yfir-
gnæfandi meirihluta.
„Ógnun við Berlín er
ógnun við Washington,
segir Humphrey
Óeirðir í
Chile
9 Humphrey varaforseti sagði í
ræðu um helgina, að Bandaríkin
ættu að taka af alían efa mn, hvem-
ig þau muni bregðast við ógnunum
við öryggi Vestur-Evrópu. Hump-
hrey sagði, að Bandaríkin ættu að
baida áfram friðsamlegri sambúð
við austantjaldslöndin, en bætti því
við, að litið yrði á ógnun við
Beriín, Bonn eða París, sem ógn-
un við Washington, New York eða
San Francisco.
• Þetta sagði varaforsetmn, þeg-
ar hann lagði fram skýrslu um
ýmis mál viðvíkjandi Evrópu. í
skýrslunni segir, að nauðsyn beri til
að bæta amerísk-evrópsk sam-
skipti innan NATO, og leita eftir
friðsamlegri sambúö við Austur-
Evrópu og Sovétríkin.
• Á sunnudag lýsti stórblaðið
New York Times yfir stuðningi
sínum við Hubert Humphrey í
sambandi við forsetakosningarn-
ar, sem fara fram í Bandaríkjun-
um 5. nóvember næstkomandi. í
SANTIAGO. 1 Santiago, Chile, kom
til óeirða, er stúdentar báru fram
mótmæli vegna atburöanna í Perú
og Mexíkó. Margir stúdentar leit-
uðu hælis í kirkju, en lögreglan
hrakti þá þaðan og beitti tii þess
kylfum.
leiðara blaðsins stóð um Hum-
phrey, að hann væri hugmynda-
ríkur leiðtoni og ákafur. baráttu-
maður fvrir hugmyndum sínum.
„Við teljum þaö ekki fullnægi-
andi, sem Richard Nixon hefur
sagt um Víetnam-málið,“ stóð í
blaöinu. „En Humphrey hefur greini
lega lýst því yfir. að hann muni
bæta úr mistökum þeim, sem þeg-
ar hafa veriö framin.“
Ennfremur segir í blaöinu: „Fram
bjóðandi repúblikana, Nixon, hefur
að undanfö.rnu aukið á forskot sitt
í kosningaherferðinni." Þetta er nið-
urstaða rannsóknar, sem blaðið hef-
ur gengizt fyrir. Samkvæmt henni
hefur Nixon trvggt sér atkvæði
380 kjörmanna frá 34 ríkjum, en
aðeins 270 atkvæði eru nauðsynleg
til að ná kjöri. George Wallace er
í svipinn talinn hafa yfirburði f
siö ríkjum með 66 kjörmenn og
Humphrey í aðeins fjórum ríkjum
fyrir utan Washineton í District of
Columbia meö 28 kjörmannaat-
kvæði. f þeim ríkjum sem eftir eru.
er ennþá samkeppnin svo hörð að
engu er hægt að spá um, hver fram-
bjóðendanna fer þar með sigur af
hólmi.
MEXÍKÓ. Stúdentaráðið í Mexíkó-
borg segir, að 200 menn hafi verið
drepnir í óeiröunum s.l. miðvikudag
og auk þess hafi lögreglan tekið '
marga menn af lífi. — í opinberri
tilkvnningu segir, að 39 menn hafi
veriö drepnir en skriðdrekum var
beitt og brynvörðum bifreiðum til
þess að bæla niður óeirðirnar.
Allt var með kyrrum kjörum í
Mexíkóborg í gær og undirbúningi
haldið áfram að opnun Ólympíu-
leikanna á laugardaginn kemur.
LONDON. Eiginmaður ensku kon-
unnar, sem nýlega eignaðist sex-
bura, hefir gert samning við kvenna
tímaritiö Woman um 100.000 punda
þóknun fyrir einkarétt til birting-
ar á öllu varðandi börnin. Fimm
barnanna eru á Iífi, eitt var and-
vana fætt. Samningurinn er til 16
ára.
BELFAST. Til alvarlegra óeirða
hefir komið í Londonderry á Norð-
ur-írlandi og þorpi nálægt landa-
mærum. Lundúnaútvarpiö segir or-
sök óeiröanna ókunna, nema að
farin var kröfuganga, sem lögreglu-
an hafði bannað.
PARÍS. De Gaufle Frakklandsfcr-
seti sat á fundi með ráðherrum
sínum í gær og var rætt um til-
lögur um samsteypu Citroen- og
Fíatverksmiðjanna ítölsku. De
Gaulle er sagöur heldur vilja sam-
steypu Citroen og tveggja
franskra bifreiðaverksmiðja.
UGANDA. í Uganda hafa 3 menn
verið dæmdir í frá 8 ára til ævi-
langs fangelsis fyrir samsæri um
að steypa stjórninni.
BÍAFRA. Ojukwu ofursti leiðtogi
Biafra segir hernaðarlegar horfur
fyrir Biafraliðið hafa batnað, en
vopnaskortur væri tilfinnanlegur,
og reynt að fá vopn hvar í heimi
sem væri.
Fregnir frá Lagos hermdu í gær-
kvöldi, að sambandsherinn sækti
fram til flugbrautar á valdi Biafra-
iiðsins og reyndi þar með að kljúfa
þann hluta Biafra, sem enn er á
valdi Biafraliðsins.
Alþjóðlega athugunarnefndin í
Nigeríu hefir mótmælt harðlega
drápi Nigeríumanna á tveimur
brezkum trúboðum og tveimur
Rauða kross starfsmönnum. Rauði
krossinn hafði áður borið fram mót-
mæli.
Alliance Francaise
Frönskunámskeið
Námskeiðin hefjast í þessari viku. Kennt verður í mörg-
um flokkum. Franski sendikennarinn Jecques RAY-
MOND kennir í framhaldsflokkum.
Innritun og allar nánari upplýsingar í Bókaverzlun
Snæbjarnar Jónssonar & Co., Hafnarstræti 9, Sími
1-19-36 og 1-31-33.
Væntanlegir nemendur eru beðnir aö koma til viö-
tals í háskólann, 3. kennslustofu (2. hæð) þriðjudag
8. október kl. 18.15.
Bókasafnið
Bókasafn félagsins, Hallveigarstíg 9, verður opið í
vetur fimmtudaga kl. 20 — 22.
KJÖTBORG
Seljum í dag og á morgun dilkakjöt í heilum
og hálfum skrokkum viö lægra verðinu. Einn-
ig mjög ódýr ærsvið og nýjar sviðalappir
KJÖTBORG
Búðargerði 10. — Sími 34999.
Bazar Ljósmæðrafél.
Reykjavíkur
verður í Breiðfirðingabúð niðri á morgun
þriðjudaginn 8. okt. kl. 2
Margt ágætra muna.
I
Lukkupakkar með happdrætti, — heimabak-
aðar kökur og margt fl.
STJÓRNIN
New York Times lýsir
stuðningivið Humphrey
Mun!5
bóka- og tímarítaútsöhma
Pésar, bæklingar og tímarit í þúsunda tali. Einnig töluvert af bókum. Opiö frá kl. 2—7 aila næstu viku
nema .kmmtud. frá kl. 2—10.
■ TÆKIFÆRI, SEM SENNILEGA ALDREI KET"’UR AFTUR