Vísir - 07.10.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 07.10.1968, Blaðsíða 4
* . .Walter Gunainghám, geimfara, hefur verið barmað að tefla á tvær hæftur með.lif sitt »g limi, eins og hann hrfur svo marg sinnis gert, Skipunin kom frá yfirmanni hans, Walter Schirra, hðfuðs- manni. Höfuðsmaðurinn mun hafa haft i ,huga þá áráttu Gunninghams, sem hann hefur stundað lengi — nefnilega sjóskiðaiðkun. Groming- ham hefur tekið sjóskíðin sfn með sér til Kennedyhöfða. Tvisvar hef ur hann dottið nokkuð rliílega að undanförnu. Gunningham er að visu ekki í hernum, en hann á yfir höfSi sér 10 daga geimferð ásamt þeim Schirra og Ðon Eisele majór og á ferðin að hefjast 11. okt. -fc . Haft er eftir hertog'aynjunni af B?dford. þegar hún og , maður hennar stigu á land á Kennedy- flugyellinum í byrjun 10 daga ferð ár, sem þau fara til þess að glæða ferðamannastrauminn vestan um háf til Bretlandseyja: ..Ætlunin er að segja Amerikön- um, að Bretland sé aðlaðandi, mat urinn fyrirtak og veðrið gott — svo komið þið bara!" Tilbúnir, viðbúnir og... 0i barasta! Fimm manneskjur biðu bana. og fjörutíu sasrðust, þegar eldur brauzt út.á kvikmypdasýningu í Beirút nýlega. Þetta gerðist í kvik mvndaklúbb, sem notaður var til sýninga á kvikmyndum um skæru liöa Araba. Forstjörinn var meðal þeirra, sem létust. Reyksprengja olli skammhlaupi, sem hléypti bálinu af stað. Maður skyldi nú halda, að út i svona lágað léti enginn etja sér, en þáð er nú eitthvað annað. Þetta eru allt saman sjálfboðaliðar I amerisku landgönguliðssveitunum og þeir háfa gert þetta að atvinnu sinni. Jamm, verði þeim að góðu! Það eru lfklega ekki margir íslend ingar, sem öfunda þá af lifibrauöi sínu. Sjálfsagt hafa þó fæstir þeirra, sem þarna dembdu sér í kelduna, gert sér í hugarlund, áður en þeir gáfu sig fram, að hrausti dátinn, sem þeir sáu á auglýsingaspjöld- um herstjórnarinnar, þyrfti að ganga gegnum eitthvað svipað svipað þessu. í bíó er hetjan lika alltaf fin og strokin! En þetta er nú raunveruleikinn. Ekki kaldur og áþreifanlegur, held ur áþreifanlegur og sjóðbullandi heitur undir kalifomískri sól, þar sem þessir menn eru í þjálfun um þessar mundir. Svor- einn og einn dag (Hvaö er það? spyr liðþjálfinn, sem ag- ar byrjendurna) mega þéir leggj- ast ofan í forarpytti og ösla í þeim daginn á enda, án þess að fá mat- arbita i svanginn eða vott inn fyr- ir sínar varir. Margir heltast úr lestinni, en hinir, sem eftir verða, gerast svo harðir af sér og hermannlegir, að þeirra likar ku ekki vera finnan- legir. Stórvirki í heil- brigðismálum Það hafa veriö unnin stórvirki á ýmsum sviðum heilbrigöis- mála. Má í því sambandi nefna hina glæsilegu starfsemi í berkla vamamálum, sem ber einna hæst. Starfsemi SÍBS er athyglis vert framtak, sem vart á hlið- stæðu þó leitað sé út fyrir lands steinana. Þessi starfsemi sem á sinum tíma var hafin af stór- hug oe framsýni, sannar hvað hægt er að gera i ýmsum grein- um heilbrigðismála, ef framtak er fyrir hendi. Er vissulega ástæða til að hvetja almenning til að styöja þessa ánerku starfsemi eins og framast er unnt. TEmnig vekur athygli starfsemi Hjartaverndar sem framkvæmt hefur hóprannsókn á karlmönn- um til aö re.vna að finna hjarta og æöasjúkdóma á byrjunarstigi Er nú önnur slík hóprannsókn í undirbúningi, en nú á konum. Það er augijóst, að það er rétt stefna í heilbrigðismálum, að reyna að ráða niðurlöEum sjúk- dóma á byrjunarstigi, ef það er mögulegt. Það er sama hvort lit- ið er á málin frá kostnaðarhliö- inni eða frá einhverjum öðrum sjónarhóli, máiin hljóta aettð að hafa meirí möguleika til affara- sællar lausnar, ef tekizt er á við sjúkdóma i tíma. En þar eö heilbrigðismál krefj ast stöðugt tiltölulega hærri fjár framlaga, svo ekki sé minnzt annarra fóma þá ætti að verða stöðugt þýðinearmeira að stöð- ugt stærri hluta bess fjármagns, sem varið er til heilbrigðismála almennt, verði varið til að stuðla að sjúkdómaieit- á frumstigi og til að stuöia að heilbrigðari lífs háttum og lífsvenjum. Þannig ætti að vera hægt að lækka fjár vt"!ng em nota þart til að berjast við sjúkdómana á hástigi eða jafnvel eftir að sú barátta er orðin vonlaus. Það kom bozt í liós, begar birt ar voru niðurstöður síðustu hóp rannsókna Hjartavemdar, að aidurshópur karlmanna 40—50 ára er feitlaginn jdir meðalIaE, en slíkt ástand er talið að bjóði þeirri hættu heim, að menn séu haldnir hjarta- og æðasjúkdóm- uin, jafnvel er talin hætta á ýmsum öðrum kvillum. Það eru i lífsveniumar sem ráða miklu um heiisutarið á mörgum svið- um, og augljóst að har er auð- velt um að breyta til batnaðar. Þetta vekur til umhugsunar uú þegar svo mikið er rætt um að. breytinga sé þörf varðandi menntun og að nauðsyn sé að kenna ýmislegt bað í skólum, sem hæfir breyttum tímum, að þá ætti ekki sizt að vera þýðing- crmikið að kenna ungu fóiki heil brigða lífshætti. Það er þýðingar lftið að kenna flókið námsefni á mörgum sviðum, ef svo hið sarna fólk snillir starfsorku sinni oe velliðan með. óhollum og heilsuspillandi lífsvenjum, annað hvort af þekkingarskorti eða kæruleysi. Það ætti aö gera það að meg inþætti heilbrigðismálanna að kenna ungu fólki að temia sér betri lífshætti, og þekkingunni ætti að fyigja eftir með -••áðri, svo að líkur séu fyrir árangri. Lífshamingjan verður ekki höndl ■íð. hversu mikil sem menntunin og þekkingin er. ef lieilbrigðina skortir. Þrándur í Götu. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.